Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 34
34 Menning Sjónvarp Vikublað 10.–11. september Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Bretinn James Corden tekur við af Craig Ferguson í Late Late Show á næsta ári Tekur við af Craig Ferguson Miðvikudagur 10. september 16.35 Martin læknir (3:6) (Doc Martin) Breskur gamanmyndaflokkur um lækninn Martin Ellingham sem býr og starfar í smábæ á Cornwallskaga og þykir með afbrigðum óháttvís og hranalegur. Meðal leikenda eru Martin Clunes, Caroline Catz, Stephanie Cole, Lucy Punch og Ian McNeice. Þættirnir hafa hlotið bresku gamanþáttaverðlaunin, British Comedy Awards. e 17.20 Disneystundin (32:52) 17.21 Finnbogi og Felix (5:13) (Disney Phineas and Ferb) 17.43 Sígildar teiknimyndir (2:30) (Classic Cartoon I) 17.50 Nýi skólinn keisarans (11:18) (Disney's Emperor's New School) 18.15 Táknmálsfréttir (10:365) 18.25 Eldað með Niklas Ekstedt (4:12) (Niklas Mat) Meistarakokkurinn Niklas Ekstedt flakkar á einni viku á milli nokkurra bestu veitingahúsa heims og reynir að heilla eigend- urna uppúr skónum með matseld sinni. 18.54 Víkingalottó (2:52) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir Íþróttafréttir dags- ins í máli og myndum. 19.35 Stefnuræða forsætisráð- herra Bein útsending frá Alþingi þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Ó borg mín borg Chicago Heimildarmynd um Matthildi Jónsdóttur Kelley sem fluttist ung til Chicago. Þorsteinn J. heimsótti hana með tæplega tuttugu ára millibili og kynntist fórn- fúsu starfi hennar með HIV smituðum í fátækrahverf- um Chicagoborgar. Dagskrárgerð: Þorsteinn J. 888 23.20 Njósnadeildin 8,3 (3:6) (Spooks) Breskur sakamálaflokkur um úrvalssveit innan bresku leyniþjónustunnar MI5 sem glímir meðal annars við skipulagða glæpastarfsemi og hryðjuverkamenn. Með- al leikenda eru Peter Firth, Nicola Walker, Shazad Latif, Max Brown, Lara Pulver, Tom Weston-Jones og Alice Krige. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. e 00.15 Fréttir Endursýndar Tíufréttir. 00.25 Dagskrárlok (8:365) Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07:00 Undankeppni EM 2016 (Andorra - Wales) 13:30 League Cup 2014/2015 (MK Dons - Man. Utd.) 15:15 Premier League (Newcastle - Crystal Palace) 17:05 Premier League (Man. City - Stoke) 18:45 Undankeppni EM 2016 (Andorra - Wales) 20:30 Premier League World 21:00 Premier League (QPR - Sunderland) 22:45 Football League Show 23:15 Premier League (Leicester - Arsenal) 17:30 Strákarnir 17:55 Frasier (14:24) 18:20 Friends (6:24) 18:40 Seinfeld (21:24) 19:25 Modern Family (17:24) 19:50 Two and a Half Men (13:24) 20:10 Örlagadagurinn (19:30) 20:40 Heimsókn 21:00 Homeland (3:12) 21:55 Chuck (11:22) 22:40 Cold Case (20:23) 23:25 Shameless (3:12) 00:15 E.R. (6:22) 01:00 Boss (3:10) 01:55 Örlagadagurinn (19:30) 02:25 Heimsókn 02:45 Homeland (3:12) 03:40 Chuck (11:22) 04:20 Cold Case (20:23) 05:05 Shameless (3:12) 06:00 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 12:05 Spy Kids 4 13:35 Dolphin Tale 15:25 Bowfinger 17:00 Spy Kids 4 18:30 Dolphin Tale 20:20 Bowfinger 22:00 Rock of Ages 00:05 Universal Soldier /Day of Reckoning 01:55 Son Of No One 03:30 Rock of Ages 17:30 Last Man Standing (5:18) 17:55 Guys With Kids (9:17) 18:15 Hart of Dixie (6:22) 19:00 Jamie's 30 Minute Meals 19:25 Baby Daddy (1:21) 19:50 Who Do You Think You Are? 20:50 Utopia (6:6) 21:45 Gang Related (8:13) 22:30 Damages (5:10) 23:20 Wilfred (10:13) 23:40 Originals (4:22) 00:20 Hart of Dixie (6:22) 01:05 Jamie's 30 Minute Meals 01:30 Baby Daddy (1:21) 01:50 Who Do You Think You Are? 02:50 Utopia (6:6) 03:45 Gang Related (8:13) 04:30 Damages (5:10) 05:15 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm In the Middle 08:25 Wipeout 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 Doctors (52:175) 10:10 Spurningabomban (5:10) 11:00 Grand Designs (5:12) 11:50 Grey's Anatomy (6:24) 12:35 Nágrannar 13:00 Cold Feet 5 (2:6) 13:55 Episodes (8:9) 14:25 Smash (8:17) 15:10 Arrested Development 15:40 Xiaolin Showdown 16:00 Grallararnir 16:25 The Michael J. Fox Show 16:50 The Big Bang Theory 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan 18:23 Veður Ítarlegt veðurfréttayfirlit. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Bad Teacher (1:13) Banda- rískur gamanþáttur sem byggður er á samnefndri kvikmynd um kennslukonu sem er ekki starfi sínu vaxin en notar kynþokkann sér til framdráttar. 19:40 The Middle (17:24) 20:05 How I Met Your Mother (21:24) Níunda og jafnframt síðasta þáttaröðin um vinina Lily, Robin, Ted, Marshall og Barney og söguna góðu af því hvenig Ted kynntist barnsmóður sinni. 20:30 Léttir sprettir (5:0) 20:50 The Night Shift (8:8) 21:35 Mistresses (13:13) Bandarísk þáttaröð um fjórar vinkonur og samskipti þeirra við karlmenn. Þættirnir eru byggðir á samnefndri breskri þáttaröð. 22:20 Covert Affairs (9:16) 23:05 Enlightened (1:8) 23:35 NCIS (4:24) 00:20 Major Crimes (8:10) 01:05 True Stories 01:55 The Blacklist 8,2 (17:22) Æsispennandi þáttaröð með James Spader í hlut- verki eins eftirlýstastasta glæpamanns heims, Raymond Red Reddington, sem gefur sig fram við FBI og býður fram aðstoð sína við að klófesta hættulega glæpa- og hryðjuverka- menn. 02:40 The Blacklist (18:22) 03:25 The Blacklist (19:22) 04:10 Red Lights Spennumynd frá 2012 með Sigourney Weaver, Robert De Niro og Cillian Murphy í aðalhlut- verkum. Sálfræðingurinn Margaret Matheson og að- stoðarmaður hennar Tom Buckey eru sérfræðingar í að fletta ofan af svika- hröppum sem segjast búa yfir yfirnáttúrulegum kröft- um. Þegar heimsfrægur miðill, Simon Silver, stígur aftur fram í sviðsljósið er Tom staðráðinn í að koma upp um hann en fyrr en var- ir er hann farinn að eiga við yfirnáttúruleg öfl sem hann kann enga skýringu á. 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (25:25) Endursýningar frá upphafi á þessum sívinsælu gam- anþátttum um Ray Barone og furðulegu fjölskylduna hans. 08:20 Dr. Phil 09:00 Pepsi MAX tónlist 14:50 90210 6,0 (3:22) Bandarísk þáttaröð um ástir og átök ungmennanna í Beverly Hills þar sem ástin er aldrei langt undan. 15:35 Catfish (12:12) 16:20 King & Maxwell (9:10) 17:05 Extant (1:13) 17:50 America's Funniest Home Videos (6:44) Bráðskemmtilegur fjöl- skylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 18:15 Dr. Phil 18:55 The Tonight Show 19:40 The Talk 20:25 America's Next Top Model (13:16) Bandarísk raunveruleikaþáttaröð þar sem Tyra Banks leitar að næstu ofurfyrirsætu. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en 14 þátttakendur fá að spreyta sig í keppninni enda taka piltar líka þátt í þetta sinn. 21:10 Fleming (3:4) 22:00 Vexed (5:6) 23:00 The Tonight Show 23:45 Revelations (4:6) Undarlegt mál um stúlku sem liggur í dái á spítala en muldrar vers úr Biblíunni kemur Dr. Richard Massey, stjarneðlisfræðingi frá Harvard, í kynni við nunnuna Josepha Montafi- ore. Hún telur að stúlkan og ofskynjanir hennar séu verk Guðs og vill rannsaka þetta mál nánar með hjálp Richards. 00:30 Fleming (3:4) 01:15 Vexed 7,6 (5:6) Vexed er stutt gaman/drama- þáttaröð sem var skrifuð af Howard Overman. Stjörnur þáttarins eru rannsóknarlögregluteymið Georgina "George" Dixon og Jack Armstrong sem eiga í stormasömu sambandi. Jack er þessi lata og óskipulagða týpa en Ge- orgia er dugmikil og skilvirk og hegðun Jack fer oft mikið í taugarnar á henni. 02:15 Pepsi MAX tónlist Stöð 2 Sport 2 07:00 Undankeppni EM 2016 08:45 Leiðin til Frakklands 12:55 Undankeppni EM 2016 14:35 Þýski handboltinn 15:55 Þýsku mörkin 16:25 Undankeppni EM 2016 18:05 Þýski handboltinn (Gum- mersbach - RN-Löwen) B 19:35 Euro 2016 - Markaþáttur 20:25 Undankeppni EM 2016 22:10 Leiðin til Frakklands 23:10 Þýski handboltinn 00:30 Undankeppni EM 2016 B reski leikarinn James Corden er líklega fræg- asti leikari sem enginn þekkir um þessar mundir en bandaríska sjónvarps- stöðin CBS tilkynnti á dögunum að hann tæki við af Craig Fergu- son sem þáttastjórnandi skemmti- þáttarins Late Late Show á næsta ári. Til gamans má geta þess að Corden og Ferguson eru báðir af skosku bergi brotnir. James Corden, 36 ára, er best þekktur fyrir hlutverk sitt í kvik- myndinni One Chance sem fjallar um einstaka sögu óperusöngvar- ans Pauls Potts sem sigraði að lok- um í fyrstu Britain‘s Got Talent- hæfileikakeppninni. Þá leikur Corden einnig annað aðalhlut- verkið í sjónvarpsþáttunum The Wrong Man sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir. Corden er þegar nokkuð vel þekktur í Bret- landi en heillaði bandaríska áhorf- endur nýlega í leiksýningunni One Man, Two Guvnors sem sýnd var á Broadway fyrir stuttu. Þess má geta að hann fékk Tony-verðlaun- in eftirsóttu fyrir hlutverkið. „James Corden er sjaldgæft afl í skemmtanabransanum sem nær að sameina ómótstæðilega persónutöfra, hlýju og sköpunar- gáfu með skapandi eðlisávísun og hæfileikum til að koma fram op- inberlega,“ segir Nina Tassler, for- maður afþreyingarefnis á CBS. Hún segir hann einstaklega fjöl- hæfan. Hann hefur bæði skrifað og leikið og er elskaður og virtur í öllu því sem hann snertir, hvort sem það er leikhús, grín, tónlist, kvik- myndir eða sjónvarpsþættir. Craig Ferguson hefur verið þáttastjórnandi Late Late Show í áratug en hann undirbýr nú nýjan spjallþátt sem töluverð leynd rík- ir ennþá yfir. Íslendingum er enn í fersku minni þegar Jón Gnarr mætti í viðtal til Ferguson á dögun- um en þar var hann að kynna nýj- ustu bókina sína Gnarr: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World. n Fjölhæfur listamaður James Corden tekur við af Craig Ferguson sem þáttastjórnandi Late Late Show. MYND REUTERS. Lengsti gestalisti sem sögur fara af Tívolí Stuðmanna minnti aðdáendur á þá hæfileika og kaldhæðni sem býr að baki Þ að var mikil gleði í loftinu þegar hinir yfirlýstu hold- gervingar póstmódern- ismans á Íslandi, Stuð- menn, stigu á svið í Eldborgarsalnum í Hörpu síðast- liðið laugardagskvöld. Tónleikarnir voru byggðir upp í kringum hljóm- plötu þeirra Tívolí sem kom út árið 1976. Einn af öðrum tíndust þeir inn á sviðið undir titillagi plötunn- ar áður en talið var í fyrsta lag plötunnar um Frímann flugkappa, en í þetta skiptið var ekki aðeins sungið um karla í konuleit og kon- ur í karlaleit, heldur einnig karla í karlaleit og konur í konuleit, enda Stuðmenn ávallt í takt við tímann, eins og frægt er orðið. Það voru ekki aðeins lög af plöt- unni sem fengu að hljóma á þess- um tónleikum heldur einnig lög frá „hliðarverkefnum“ Stuðmanna. Þar á meðal Sirkus Geira Smart með Spilverkinu, Draumaprinsinn, lag Magnúsar Eiríkssonar sem Ragn- hildur Gísladóttir flutti, og Grýlu- lagið Fljúgum hærra sem Jóhann G. Jóhannsson samdi. Tók Jakob Frímann það fram á tónleikunum að það væri nú ekki oft sem Stuð- menn sem slíkir flytji lög eftir aðra á tónleikum og var Fljúgum hærra meðal annars flutt til minningar um Jóhann G. sem féll frá í fyrra. Þessi lög gerðu lítið annað en að bæta stórgóða tónleika sem voru svo vel spilaðir að það hálfa væri nóg. Það er hrein unun að fylgjast með samleik Ásgeir Óskarssonar trymbils og Tómasar Tómassonar bassaleikari. Reynslan sem drýpur af þessu hrynpari er slík að mað- ur gæti ímyndað sér að þeir yrðu í takt þó að þeir væru ekki einu sinni að spila í sama sveitarfé- laginu. Hljómsveitarstjórinn Jakob Frímann stýrði bandinu af stakri prýði og Eyþór Gunnarsson hljóm- borðsleikari gerir allt betra sem hann kemur nálægt. Það er þó ekki laust við að maður saknaði þeirr- ar stóísku róar sem stafar af Þórði Árnasyni gítarleikara sem er því miður ekki lengur á meðal Stuð- manna. Hljómsveitarstjóranum tókst þó nærri því að finna gítar- leikara sem býr yfir jafn mikilli yfir vegun í hans stað, Guðmund Pétursson, sem sló hvergi feilnótu. Sögustundir Valgeirs Guðjóns- sonar á milli laga minntu áhorf- endur á gamla tíma og þann kald- hæðnislega húmor sem varð í raun til þess að þessi hljómsveit leit dagsins ljós á sínum tíma. Þau sem áttu alla athygli áhorfenda þetta kvöld voru þau Ragnhildur Gísladóttir og Egill Ólafsson. Gera þurfti stutt hlé á tónleikunum eft- ir að Ragnhildur hafði lokið flutn- ingi sínum á Draumaprinsinum, svo mikil voru fagnaðarlætin að hljómsveitin komst hreinlega ekki að með næsta lag. Söngrödd Eg- ils verður eflaust best lýst þannig að áður en hann kom á sviðið velti maður því fyrir sér hvort ekki mætti hækka í hljóðnemum þeirra söngvara sem fyrir voru. Þegar Egill steig fram í laginu Ólína og ég varð ljóst að hann stend- ur feti framar en margir söngvar- ar þessa lands þegar það virtist vera sem svo að það væri hreinlega ekki pláss fyrir aðra rödd í öllum Eldborgarsalnum. Ballið í Silfurbergi var síðan rök- rétt framhald á tónleikunum og magnað að finna gólfið hreinlega dúa undan dansi þeirra sem skip- uðu lengsta gestalista sem sögur fara af. Frábær skemmtun og óskandi að aðdáendur Stuðmanna fái að njóta þeirra á sviði um ókomin ár. n Tívolí tónleikar Stuðmanna Eldborgarsal Hörpu síðastliðinn laugardag Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Tónleikar Geiri Smart og Fjallkonan Það mátti ekki aðeins heyra lög af Tívolí-plötunni heldur einnig nokkur þeirra sem tengjast „hliðarverkefnum“ Stuðmanna, þar á meðal Sirkus Geira Smart með Spil- verkinu. MYND RAKEL GúSTAFSDÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.