Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 10.–11. september18 Skrýtið Gabbaður þrisvar af stúlkum á netinu n Þrjár konur á internetinu hafa féflett Ben Ivey n „Ég var blindaður af ást“ B esta ráðið sem ég hef er að treysta aldrei einhverjum á internetinu fyrir banka­ upplýsingunum þínum,“ segir heimsins óheppnasti pipar sveinn, 32 ára Ástrali, Ben Ivey að nafni. Hann segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við draumadísir internetsins. Ivey hef­ ur í þrígang orðið ástfanginn af kon­ um sem hann hefur kynnst á netinu. Í öll skiptin hafa óprúttnir aðilar svikið af manninum fé. Hann hef­ ur samtals látið þeim í té um fjórar milljónir króna – peninga sem hann fær aldrei aftur. Leikkona í London Það var í janúar árið 2011 sem Ivey skráði sig inn á stefnumótasíður eft­ ir að samband hans við kærustuna fjaraði út. Á þeim tíma var hann við nám í University of Western Sydney. Hann varð einmana og tilraunir hans til þess að næla sér í nýja kærustu fóru í vaskinn. Ivey, sem starfar sem sjálfboðaliði fyrir kristi­ lega útvarpsstöð í Sydney, var fyrst blekktur strax í janúar 2011. Hann hafði kynnst stúlku sem kallaði sig Michele Raymond á stefnumóta­ síðunni benaughty.com. Sú kvaðst vera leikkona í London. Svo óheppilega vildi til, einn daginn, að handtösku stúlkunnar var stolið. Hún var peningalaus en hafði að auki verið fangelsið fyrir notkun fíkniefna. Til að bæta gráu ofan á svart var fluginu sem hún ætlaði að taka til Sydney seink­ að. Sautján dögum síðar rann það upp fyrir Ivey, að hann fengi fjög­ ur hundruð þúsund krónurnar sem hann lánaði henni aldrei aftur. Hún myndi aldrei koma til Sydney. Eigandi skartgripaverslunar Okkar maður var ekki af baki dottinn. Hann hitti indæla stúlku, Brendu Campbell, á stefnumóta­ síðu á Facebook. Þau hófu að tala reglulega saman og hún sagði hon­ um að hún byggi skammt frá hon­ um, í norðurhluta Sydney – þar ætti hún skartgripaverslun. Ivey, sem á þessum tíma stundaði samvisku­ samlega nám við Knox Grammar School í Sydney, gat ekki annað en hjálpað þessari verðandi unnustu sinni þegar hún skyndilega þurfti að fljúga með hundinn sinn á milli landa. Um neyðartilfelli var að ræða svo Ivey lánaði henni andvirði rúm­ lega 2,1 milljónar króna. Hann hafði samband við lög­ reglu þegar upp fyrir honum rann að stúlkan hafði blekkt hann. Út úr því kom lítið annað en að hann mátti skipta út greiðslukortunum sínum, eyða aðgangi sínum að stefnumótasíðum og stofna nýja bankareikninga. Svo kom Anna Ivey var reynslunni ríkari og stað­ ráðinn í því að láta ekki blekkjast á nýjan leik. Hann var það að minnsta kosti daginn sem hann setti inn aug­ lýsingu á stefnumótasíðuna sydney. craiglist.com.au, í september 2012. Auglýsingunni svaraði Anna, kona sem kvaðst búa í London. Hún var mjög áfram um að þau myndu hitt­ ast og vildi koma til Sydney og gift­ ast honum. Það eina sem stóð í veg­ inum var sú staðreynd að hún átti eftir að greiða svolítinn lögfræði­ kostnað áður en hún gæti gerst eig­ andi að íbúð sem hún hafði erft. Hinn góðhjartaði og ástfangni Ivey lét ekki segja sér þetta tvisvar, þrátt fyrir það sem á undan hafði gengið. Hann sendi henni hálfa aðra milljón króna. „Eins og í hin skiptin gætti ég þess vandlega að foreldrar mínir og vinir vissu ekki af millifærslunum. Ég var hræddur um að verða hafn­ að,“ segir hann við Daily Mail. Í október 2012, mánuði síðar, sagði hann foreldrum sínum í enn eitt skiptið frá því hvernig í pott­ inn var búið. Þeir hafa síðan farið með öll hans fjárráð, sem betur fer kannski. Blindaður af ást Ivey hefur að eigin sögn lært mikið af þessari reynslu allri. Hann, til dæmis, samþykkir ekki vinabeiðnir á Facebook frá fólki sem hann kann engin deili á – og ráðleggur fólki að láta enga ókunnuga hafa bankaupp­ lýsingar. Hann segir að þetta hafi allt saman tekið sinn toll. „Ég var alveg niðurbrotinn í hvert skipti. Ég hélt alltaf að það sem þær sögðu mér væri sannleikurinn. Ég var blind­ aður af ást.“ Hann segist hafa sótt í stefnumótamiðla vegna einmana­ leika. „Ég vildi bara eignast konu og var tilbúinn að gera hvað sem er til að gera þær ánægðar og hrifnar af mér. Hann segist vera fyrsti maður­ inn til að viðurkenna að það sé sturl­ að að hafa verið blekktur í þrígang á sama máta. Það sé ótrúleg óheppni. Fann nýja ást á Filippseyjum En vegir ástarinnar eru órannsakan­ legir. Ivey er orðinn ástfanginn á nýjan leik. Hann hyggst fljúga til Filippseyja og biðja þær kærustu sinnar, sem hann, eins og í hin skipt­ in hitti á internetinu. Þau hafa aldrei hist en Ivey er sannfærður um að hún sé sú eina rétta, enda hafi þau spjallað saman frá því í maí í fyrra – meira að segja á Skype – eitthvað sem hann gerði ekki við hinar kon­ urnar þrjár. „Ég sagði henni, eins og hinum tveimur reyndar, frá svikun­ um og hún fullvissaði mig um að hún hefði ekki óhreint mjöl í poka­ horninu. Hún myndi aldrei biðja mig um fé. Ég hef líka talað við fjöl­ skyldu hennar á Skype,“ segir hann. „Ég hef aldrei hitt Thei en ég vonast til að komast til hennar þegar ég hef safnað mér fyrir fluginu. Ég ætla að biðja hennar.“ n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Ég var alveg niðurbrotinn í hvert skipti. Ég hélt alltaf að það sem þær sögðu mér væri sannleikurinn. Einmana Ivey hætti með kærustu sinni 2010. Leit hans að nýrri ást hefur verið strembin. Hress Ivey er sjálfboðaliði hjá kristilegri útvarpsstöð. Hugguleg stúlka Ivey er ekki af baki dottinn og ætlar að hitta þessa snót á Filippseyjum. Þar ætlar hann að biðja hennar. Myndin er úr einkasafni Iveys. Vitarnir gefnir Á undanförnum fjórtán árum hafa bandarísk yfirvöld losað sig við um hundrað vita víðs vegar um landið. Þessar háreistu og turnlaga byggingar gegndu mikilvægu hlutverki á árum áður og gættu öryggis sjófarenda. Eftir því sem tækninni fleytti varð hlutverk þeirra sífellt minna og standa þeir nú margir hverjir tómir. AP­fréttastofan greindi frá því á dögunum að bandarísk yfirvöld væru hvergi nærri hætt að selja eða hreinlega gefa þá vita sem ekki eru lengur í notkun. Bandaríska strandgæslan á 254 vita samkvæmt frétt AP og mun strandgæslan losa sig við meirihluta þeirra á næstu árum. Þjófurinn bauðst til að slá blettinn Bryan Remley, 25 ára innbrots­ þjófur í St. Petersburg í Flórída, reyndi allt hvað hann gat til að sleppa við hinn langa arm lag­ anna á dögunum. Remley hafði brotist inn í hús í borginni en ekki vildi betur til en svo að íbúar hússins, hjónin Joseph Cihak og Colleen Traversa, voru heima og urðu varir við Remley í húsinu. Cihak, sem var vopnaður skamm­ byssu, náði fljótlega yfirhöndinni gegn Remley og sagðist að sjálf­ sögðu ætla að hringja á lög­ regluna. Eiginkona hans, Colleen, gerði það en á meðan beðið var eftir lögreglunni reyndi Remley að fá þau til að sleppa sér. Bauðst hann meðal annars til að slá garðinn. Hjónin höfnuðu þessu tilboði og biðu þar til lögregla mætti á staðinn. Má Remley eiga von á dómi vegna innbrotsins. Kjötbolludeilur enduðu illa Ágreiningur vegna kjötbollu varð til þess að maður var stunginn í Baltimore í Bandaríkjunum á dögunum. Tveir starfsmenn Fallston Business, sem veitir meðal annars tryggingaráðgjöf, höfðu farið að rífast þar sem annar borðaði kjötbollu af diski hins – kjötbollu sem hann hafði komið með í vinnuna. Eins og gefur að skilja var maðurinn, 31 árs karlmaður, ekki ánægður með þessa framkomu og endaði það með því að hann dró upp hníf og stakk kjötbollu­ þjófinn í handlegginn. Sem bet­ ur fer slasaðist hann ekki illa en árásarmaðurinn á ákæru yfir höfði sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.