Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Qupperneq 2
2 Fréttir Vikublað 1.–3. júlí 2014
Blandar
sér ekki í
umræðuna
Síðastliðinn fimmtudag birtist
í dálkinum Orðið á götunni á
Pressunni undir fyrirsögninni
„Vill enn og aftur launahækkun“
sú fullyrðing að Sigurður Erlings-
son, forstjóri Íbúðalánasjóðs, væri
ósáttur við kaup sitt. „Forstjór-
inn er ekki af baki dottinn og hef-
ur nú farið fram á það við stjórn
sjóðsins að hann fái greidda
sérstaklega mikla yfirvinnu að
undanförnu og hefur beiðni þar
að lútandi verið til skoðunar inn-
an stjórnarinnar að undanförnu.
Er þar um að ræða umtalsverð-
ar fjárhæðir,“ var fullyrt í Orðinu á
götunni. Telja má líklegt að Orðið
á götunni hafi fengið þessar upp-
lýsingar beint úr velferðarráðu-
neytinu. DV sendi Sigurði tölvu-
póst vegna þessa og óskaði eftir
að heyra hans hlið á þessu. Svar-
ið var stutt og laggott: „Ég kýs að
blanda mér ekki í þessa umfjöll-
un. Kv Sigurður“.
Hallur
gjaldþrota
Skiptum er lokið á búi Halls
Magnússonar, fyrrverandi sviðs-
stjóra Þróunarsviðs Íbúðalána-
sjóðs og fyrrverandi kosninga-
stjóra Framsóknarflokksins.
Fram kemur í Lögbirtingablað-
inu að engar eignir hafi fundist
upp í rúmlega 30 milljóna króna
skuldir Halls. Búið var tekið til
gjaldþrotaskipta þann 26. mars
síðastliðinn og skiptum var lokið
16. júní.
Spyr um hagsmuna-
tengsl Jóns Steinars
Sveinn Andri segir Jón jafnframt vilja komi höggi á Benedikt Bogason
H
æstaréttarlögmaðurinn
Sveinn Andri Sveinsson og
Jón Steinar Gunnlaugsson,
fyrrverandi hæstaréttar-
dómari, hafa átt í ritdeilum
að undanförnu, þó ekki á sama vett-
vangnum. Tilefnið er kæra Hreiðars
Más Sigurðssonar á hendur Bene-
dikt Bogasyni hæstaréttardómara,
en Sveinn Andri gerði athugasemd-
ir við grein Jóns Steinar á Face-
book-síðu sinni. Hann segir þar að
svo virðist sem Jón Steinar hafi haft
aðgang að kæru Hreiðars Más, því
hann hafi talað um hluti sem eru í
kærunni sem voru hins vegar aldrei
til umfjöllunar hjá Fréttablaðinu
sem greindi frá málinu á forsíðu.
Sveinn Andri velti því fyrir sér hvern-
ig Jón Steinar hafi fengið aðgang að
kærunni og spyr jafnframt hvort að
einhver hagsmunatengsl séu á milli
Jóns og Hreiðars Más. Þá spyr hann
að lokum hvort Jón hafi fengið greitt
frá Hreiðari fyrir ráðgjöf, óbeint eða
beint.
Fékk kæruna frá lögfræðingi
Í samtali við DV segir Jón Steinar að
hann hafi fengið kæruna senda frá
lögfræðingi Hreiðars Más, Herði Fel-
ix Harðarsyni. Það er þó athyglisvert
í ljósi þess að Hreiðar Már skrifaði
sjálfur undir kæruna, en ekki Hörður
fyrir hönd Hreiðars. Jón Steinar
segist hafa kannast við Hörð lengi.
„Áður en ég skrifaði greinina reyndi
ég að fá svörin sem ég var að leita
að en þær upplýsingar sem ég fékk
fólu þau ekki í sér heldur ýttu frekar
undir þær. Ég hafði samband við lög-
fræðing hans, sem ég veit hver er.
Allir starfandi lögfræðingar og lög-
menn sem starfa á þessu sviði vita
af hverjum öðrum en ég þekki hann
ekki persónulega,“ segir Jón Steinar.
Hann segir jafnframt að hann
hafi kosið að birta spurningarnar
opinber lega til að fá svör við þeim
opinberlega, fremur en að tala sjálf-
ur við Benedikt.
Þá segist hann ekki hafa nein
hagsmunatengsl við Hreiðar Má.
„Þau eru ekki nokkur, það hefur
aldrei verið neitt sem gefur tilefni til
þess að hægt sé að halda því fram,“
segir Jón Steinar.
„Hann er að gefa það í skyn að
ég hafi verið fenginn gegn peninga-
greiðslu til að skrifa þessa grein. Það
er auðvitað algjör fjarstæða,“ bætir
Jón Steinar við.
Tengir við dóm Baldurs
Guðlaugssonar
„Aldrei þessu vant kýs Jón Steinar að
taka ekki upp símann og heyra í við-
komandi, fyrrverandi kollega sínum,“
segir Sveinn Andri í samtali við DV.
„Hann kýs að varpa málinu svona
fram í fjölmiðlum eingöngu, að mínu
mati, til þess að koma höggi á við-
komandi dómara. Þetta hafði engan
annan tilgang.“ Hann segir það tengj-
ast dómi yfir Baldri Guðlaugssyni.
„Af því að hann er ósáttur við það
að hann [Benedikt] skyldi hafa tekið
þátt í því að kveða upp dóminn yfir
vini hans Baldri Guðlaugssyni. Það er
málið,“ segir Sveinn Andri.
„Hefði hann viljað fá opinber svör
þá hefði hann getað hringt í Bene-
dikt og hvatt hann til þess að svara
spurningunum með opinberum
hætti. Hann er enginn umboðsmað-
ur dómara á Íslandi, hann er enginn
verndarengill fyrir réttarkerfið á Ís-
landi. Ef hann heldur að hann sé
á þeim stalli að allir eigi að taka sig
til, standa upp úr stólnum og svara
honum á opinberum vettvangi þegar
honum þóknast að senda inn opin
bréf, þá er hann eitthvað að misskilja
sína stöðu í samfélaginu,“ segir
Sveinn Andri.
Deilt um vettvang
Jón Steinar birti grein sína í Morgun-
blaðinu, þar sem hann spurði með-
al annars hvort að skrifleg beiðni
um símahlustun hafi verið lögð fram
áður en úrskurður var kveðinn upp,
hvar málið hafi verið tekið fyrir og
hvort lögreglumenn hafi sótt úr-
skurðinn á heimili Benedikts. Sveinn
Andri kaus að gagnrýna greinina á
Facebook og spyrja Jón spurninga
þar. Í kjölfarið vildi Jón Steinar svara,
en segist ekki hafa getað gert það því
hann sé ekki með aðgang að samfé-
lagsmiðlinum og ætli sér ekki að út-
búa slíka síðu. Hann sendi því tölvu-
póst til Sveins Andra sem hann bað
Svein um að birta á sinni síðu. Sveinn
Andri varð þó aldrei við því og sagði
Jón geta fengið sér aðgang sjálfur eða
birt svarið á öðrum vettvangi.
Tengist ekki pólitík
Sveinn Andri hefur að undanförnu
verið áberandi í stjórnmálahreyf-
ingunni Viðreisn sem klauf sig úr
Sjálfstæðisflokknum, en Jón Steinar
skráði sig aftur í hinn síðarnefnda
flokk þegar hann hætti störfum
sem dómari. Sveinn Andri segir
að þessi deila á milli þeirra tengist
ekki pólitík. „Ég bara hef skoðan-
ir á hlutum og mér fannst það vera
óþverrabragð, þetta opna bréf Jóns
Steinars.“ n
Rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is „Áður en ég
skrifaði
greinina reyndi
ég að fá svörin
sem ég var að
leita að
Jón Steinar „Hann er að gefa það í skyn að
ég hafi verið fenginn gegn peningagreiðslu
til að skrifa þessa grein. Það er auðvitað
algjör fjarstæða,“ segir Jón Steinar.
„Hann er
enginn
verndarengill
fyrir réttar-
kerfið á Íslandi
Sveinn Andri „Hann
er ósáttur við það að
hann [Benedikt] skyldi
hafa tekið þátt í því
að kveða upp dóminn
yfir vini hans Baldri
Guðlaugssyni. Það er
málið,“ segir Sveinn
Andri um Jón Steinar.