Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Qupperneq 10
10 Fréttir Vikublað 1.–3. júlí 2014 Þær eiga hvergi heima V ið erum heimilislaus,“ segir Dagbjört Norðfjörð, einstæð móðir í Reykjavík sem vinnur á veitingastað en er á vergangi. Hún leit- ar nú að leiguhúsnæði til langtíma fyrir sig og níu ára son sinn, helst í miðborg Reykjavíkur þar sem hann gengur í skóla. Fleiri eru í sömu stöðu. Eins og þær Ásbjörg Mar- grét Emanúelsdóttir, Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ragna Erlends- dóttir. Viðmælendur DV hafa ólík- an bakgrunn, eru með mismun- andi menntun og sögu, en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa verið í þeirri stöðu að eiga hvergi heima. Sögur þessara kvenna má lesa hér til hliðar, en allar segja þær að heimilisleysinu fylgi óöryggi, fyrir þær og fjölskyldur þeirra, en sumar eru með ung börn á sínu framfæri. Há leiga Á leigumiðluninni Leigulistinn má sjá að tveggja herbergja íbúð við Klapparstíg í miðbænum, 65 fer- metra, er leigð út á 170.000 krónur á mánuði. Óvíst er hvort íbúðin sé laus til langtíma eða hversu hárrar tryggingar sé krafist. Dæmi eru um að fjölskyldur ráði ekki við slíkar af- borganir á leigu, og eins hefur það reynst mörgum ofraun að leggja fram margra mánaða leiguupphæð sem tryggingu fyrir leigunni. Reynir á hópinn Ásgerður Jóna Flosadóttir, fram- kvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar- innar, sagðist á dögunum verða vör við að einhleypir einstaklingar og einstæðir foreldrar séu á vergangi á milli aðstandenda til að koma sér í húsaskjól. Benti hún á að það væri óhugnanleg staða að vera í þessum sporum. „Þetta reynir mjög mik- ið á þennan hóp,“ segir hún. Þeir sem DV hefur rætt við taka undir þetta. Það er mikið álag á fjölskyld- ur jafnt sem einstaklinga að hafa ekki öruggt húsaskjól. Sem dæmi má nefna að samkvæmt barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna er skýrt kveðið á um að réttindi barns til lífs feli í sér að barnið hafi nóg að borða, aðgang að læknisþjónustu og að það eigi sér húsaskjól. Þá er það beinlínis í lögum um sveitarfélög að þeim beri að bregð- ast við bágri neyð íbúa sinna. Í lög- um um félagsþjónustu sveitarfé- laga segir meðal annars í 45. grein: „Sveitarstjórnir skulu, eftir því sem kostur er og þörf er á, tryggja fram- boð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/eða félags- legum eignaríbúðum handa þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrð- ar eða annarra félagslegra að- stæðna.“ Þar segir einnig í 46 grein: „Félagsmálanefndir skulu sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæð- ismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varan- legri lausn.“ Skömmin erfið Hólmsteinn Brekkan, fram- kvæmdastjóri samtaka leigjenda á Íslandi, segir að þeir sem lendi í þeirri stöðu að vera heimilislausir veigri sér oft við að leita sér aðstoð- ar. „Þessu fylgir skömm, þó svo að það eigi ekki að gera það. Það getur verið mjög erfitt að horfast í augu við þessar aðstæður,“ segir Hólm- steinn. Hann bendir á að tæplega níu þúsund eignir hafi verið seld- ar í nauðungarsölu frá hruni. Nán- ar tiltekið eru þær 8.694 og af þeim voru 4.730 í eigu einstaklinga en 3.964 í eigu lögaðila. Um áramótin tóku gildi lög þar sem einstaklingar geta óskað eftir fresti á nauðungar- sölu fram til 1. september 2014. Þeir sem ganga í gegnum slíka sölu eru oftar en ekki á vanskilaskrá og eiga því enn erfiðara með að finna sér húsnæði eða fá fyrirgreiðslu. Vísitala leiguverðs hækkaði um 8,6 prósent á 12 mánuðum, frá 1. febrúar 2013 til 1. janúar 2014. Það þýðir að meðalverð á fermetra í Reykjavík, vestan Kringlumýrar- brautar og Seltjarnarnes var 2.220 krónur í febrúar 2013, en 2.421 króna í janúar ári síðar – 60 fer- metra íbúð á þessu svæði kostaði því að meðaltali 133.200 krónur í febrúar 2013, en 145.260 krónur í janúar 2014. Engar tölur eru hins vegar til um meðalupphæð á tryggingu, fyrir- framgreiðslu og eðli málsins sam- kvæmt eru litlar upplýsingar til um íbúðir sem eru leigðar út á svörtum markaði. Þeir sem fylgjast vel með leigumarkaðnum og fylgjast með sérstökum leiguhópum, til dæm- is á samfélagsmiðlum, sjá hversu neyðin er mikil. Auglýsingarnar eftir íbúðum eru talsvert fleiri en þær þar sem auglýst er til leigu. Þegar blaðamaður fór yfir einn slíkan hóp á Facebook, voru aug- lýsingarnar á tveggja daga tímabili þannig að tveir þriðju voru að leita að íbúð, þriðjungur var að bjóða þær fram. Erfitt greiðslumat Bent hefur verið á að erfitt getur verið að komast í gegnum greiðslu- mat í bönkum fyrir þá sem hyggjast fara af leigumarkaði og kaupa sér fasteign. Það hefur sérstaklega áhrif á ungt fólk sem er nýkomið á vinnu- markað. Neysluviðmið gera oftar en ekki ráð fyrir háum matarreikn- ingum, rekstri á bifreið og almenn- ingssamgöngum. Þegar greiðslu- mat er framkvæmt er horft til tekna og útgjalda viðkomandi, en líkt og RÚV greindi frá í liðinni viku er gert ráð fyrir því að einstaklingur með 260 þúsund krónur í útborguð laun á mánuði hafi aðeins um 27 þúsund krónur aflögu til að eyða í húsnæði þegar allir liðir neysluviðmiðsins hafi verið dregnir frá. Búa í bílnum DV hefur ítrekað fjallað um stöðu þessa hóps á undanförnum árum, það er stöðu þeirra sem eru heim- ilislausir. Sem dæmi má nefna að fyrr á þessu ári var rætt við Guð- rúnu J. Svavarsdóttur, tæplega sex- tuga konu, sem bjó sig undir að flytja inn í gamla Renault Clio-bif- reið á meðan hún beið eftir félags- legu húsnæði hjá Reykjanesbæ. Guðrún hafði þá beðið í tvö ár eftir félagslegu húsnæði. Eftir umfjöll- un DV fékk Guðrún hins vegar boð um íbúð frá einstaklingi sem vildi leigja henni litla íbúð á sanngjörnu verði. n n Ráða ekki við leiguverð n Óbærileg bið eftir félagslegu húsnæði n Fékk taugaáfall eftir að hafa verið á götunni í tíu mánuði: „Ég bara skalf og grét“ n Dagbjört þurfti að henda eigum sínum„Við erum heimilislaus Leiguverðið er of hátt Sædís hefur loksins fengið vilyrði um íbúð en fær hana ekki fyrr en í haust Húsnæðismálin eru ekki aðeins erfið í Reykjavík. Sædís Hrönn Samúelsdóttir er einstæð móðir í Hafnarfirði sem hefur beðið frá árinu 2009 eftir félagslegu húsnæði þar. DV hefur áður fjallað um mál hennar en hún missti leiguíbúð, sem hún fékk að vera í til skamms tíma, í apríl. Síðan hafa þær mæðgur verið á vergangi meðal ættingja og vina. „Þetta er allt frá einni nóttu að tveimur vikum,“ segir Sædís um það hversu lengi þær hafa verið á hverjum stað. „Við erum heimilislausar. Það er bara svo einfalt.“ Þetta ástand hefur haft mikil áhrif á þær mæðgur og segist Sædís merkja óöryggi hjá fimm ára dóttur sinni, sem þoli illa þetta rót. Hún segist hringja að meðaltali tvisvar til þrisvar í viku eftir húsnæði. „Nú hefur umboðsmaður Alþingis haft samband við mig og ég er að undirbúa kvörtun vegna málsins,“ segir hún, en DV hefur undir höndum drög að kvörtun hennar. Þar er að finna bréfaskriftir hennar við embættismenn Hafnar- fjarðarbæjar, bæjarfulltrúa og þing- menn. Flestir segjast þeir finna til með þeim mægðum og stöðu þeirra. Málinu er í kjölfarið vísað áfram innan kerfisins en ekkert gerist. Þess má geta að um 250 manns eru á biðlista eftir íbúðum hjá Hafnarfjarðar- bæ, en bærinn á rúmlega 200 íbúðir. Sædís er í hópi þeirra sem hafa leitað lengi eftir íbúð en án árangurs. Hún er öryrki og hefur því takmarkaðar tekjur og treystir á félagsþjónustuna. Síðasta íbúð sem hún leigði fékk hún á tæpar 175 þúsund krónur í gegnum kunningsskap. Sædís segist ekki geta leigt sambæri- lega íbúð eða minni á sama verði eða lægra í bænum. Leiguverð sé of hátt og oftar en ekki sé farið fram á svartar greiðslur. Það þýðir að leigjandinn getur ekki fengið stuðning sveitarfélagsins, enda engir skattar greiddir af tekjum íbúðarinnar. „Ég hef haft allar klær úti að leita, en þetta hefur bara ekkert gengið,“ segir hún. Það var svo á síðustu dögum sem hún fékk þær gleðifréttir að þeim mægðum hefði verið úthlutuð íbúð frá Öryrkjabandalaginu. Sædís hefur því verið tekin af lista hjá Hafnarfjarðarbæ, þótt hún fái íbúðina ekki afhenta fyrr en á haustmánuðum, líklega ekki fyrr en í október. Þær munu því vera áfram á vergangi þangað til. Sædís Hrönn Samúelsdóttir Aldur: 44 ára Fjölskyldustaða: Einhleyp, eitt barn Starf: Öryrki Ásta Sigrún Magnúsdóttir Hjálmar Friðriksson astasigrun@dv.is/ hjalmar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.