Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Side 14
14 Fréttir Viðskipti Vikublað 1.–3. júlí 2014
„Það varð smá klikk“
Ný uppboðssíða hrundi á hápunkti uppboðsins
Þ
að varð smá klikk,“ segir Jóna
Heiða Hjálmarsdóttir, einn
eigenda Auraboðs sf., en það
er nýskráð félag sem heldur
úti vefsíðu um uppboð. Vefsíðan var
opnuð fyrir um tveimur vikum en að
sögn Jónu var þátttakan fyrstu dag-
ana langt yfir væntingum sem leiddi
til þess að uppboðssíðan hrundi
þegar verið var að bjóða upp iPad
síðastliðinn miðvikudag. „Það er
verið að flytja síðuna núna á stærri
hýsingaraðila þannig að þetta á ekki
að geta komið fyrir aftur. Þeir sem
hýsa síðuna hafa aldrei séð annað
eins.“
Hundruð þátttakenda höfðu
greitt fyrir að bjóða í vöruna og
margir hafa því skiljanlega orðið
óánægðir þegar vefsíðan hrundi á
síðustu mínútum uppboðsins. Jóna
Heiða segir í samtali við DV að allir
þátttakendur muni fá endurgreitt.
„Þeim verður endurgreitt í inn-
eignarformi en ef fólk vill ekki nýta
sér þjónustuna lengur þá hefur það
heimild til þess að bakfæra.“ Hún
segir aðstandendur síðunnar ennþá
vera að læra inn á kerfið og því geti
ófyrirséð atvik komið upp. „En við
tökum sökina algjörlega á okkur og
hefðum að sjálfsögðu átt að vera
betur undir þetta búin.“
Viðskiptablaðið fjallaði um
Auraboð þann 14. júní en þar kom
fram að um væri að ræða nýtt við-
skiptamódel á Íslandi og að til stæði
að bjóða upp ýmsar vörur, svo sem
bifreiðar, húsgögn og raftæki á vef-
síðunni. n jonbjarki@dv.is
Mikil þátttaka Jóna Heiða Hjálmarsdótt-
ir, einn eigenda Auraboðs sf., segir þátttök-
una hafa verið meiri en búist var verið við.
Félag Gríms græddi
1.200 milljónir króna
n Framkvæmdastjóri Bláa lónsins malar gull n Ábatasöm viðskipti við Landsbankann
E
ignarhaldsfélag sem er
í meirihlutaeigu Gríms
Sæmundsen, fram-
kvæmdastjóra Bláa lónsins,
hefur hagnast ævintýralega
á viðskiptum með hlutabréf í félög-
um tengdum lóninu á síðastliðnum
árum. Meðal þess sem felst í við-
skiptum Gríms við Landsbankann
eru kaup á hlutabréfum í Bláa lóninu
á hagstæðu verði og svo aftur sala
hans á bréfum sem einnig eru á hag-
stæðu verði.
Félag Gríms heitir Kólfur ehf.
og á hann 68 prósenta hlut í því
á móti 32 prósenta hlut Eðvarðs
Júlíussonar, fyrrverandi bæjarfull-
trúa Sjálfstæðis flokksins í Grinda-
vík. Árið 2012 hagnaðist félag þeirra
um ríflega 1.200 milljónir króna en
þá seldi það félag hlutabréf sín í Bláa
lóninu til samlagsfélagsins, Hvatn-
ingar slhf., og eignaðist ríflega 70
prósent í því félagi á móti Horni II
slhf., dótturfélagi Landsbankans,
sem átti 29 prósenta hlut í því árið
2012. Þetta kemur fram í ársreikningi
félagsins. Hvatning er stærsti hlut-
hafi Bláa lónsins með um 43 pró-
senta eignarhlut.
DV reyndi að ná tali af Grími Sæ-
mundsen til að spyrja hann út í við-
skipti félags hans og Landsbankans
en svo virðist sem sambandið hafi
slitnað og náði DV ekki í hann eftir
það.
Keypt og selt til Landsbankans
Bláa lónið sjálft, sem og félag Gríms,
hafa átt í talsverðum viðskiptum
með hlutabréf í Landsbankanum
síðastliðin ár. Þannig greindi Stöð 2
frá því í byrjun árs 2013 að Bláa lón-
ið sjálft hefði keypt tæplega 25 pró-
senta hlut í fyrirtækinu af Lands-
bankanum. Sparisjóðurinn í Keflavík
hafði leyst hlutinn til sín eftir hrunið
2008 en sjóðurinn rann svo inn í
Landsbankann. Þannig var Lands-
bankinn orðinn fjórðungseigandi í
Bláa lóninu.
Grímur Sæmundsen sagði í við-
tali við Stöð 2 að Bláa lónið hefði
átt forkaupsrétt á hlut Landsbank-
ans í Bláa lóninu og að hann hefði
nýtt sér hann. Aðspurður gat hann
ekki munað hversu hátt kaupverðið
var. „Ég bara man það ekki.“ Grímur
sagði jafnframt að Bláa lónið hefði
nýtt þennan forkaupsrétt „fyrir hönd
hluthafa“. Ekki var tilgreint hvaða
hluthafa um ræddi en Grímur er
einn stærsti óbeini hluthafinn í Bláa
lóninu.
Nú í maí var svo greint frá því
að Horn II slhf. hefði keypt 20 pró-
senta hlut í Hvatningu af Kólfi, félagi
Gríms og Eðvarðs, en eftir þau við-
skipti á Horn 49,5 prósent í félaginu
á móti 50,5 prósenta hlut Kólfs. Ljóst
má vera að Kólfur hefur hagnast vel á
þeim viðskiptum.
Landsbankinn selur
og kaupir svo aftur
Landsbankinn hefur því selt hluta-
bréf í Bláa lóninu til hluthafa fyrir-
tækisins á liðnum árum en svo keypt
bréf aftur. Út frá viðskiptunum má
ljóst vera að Landsbankinn hefur selt
bréf í Bláa lóninu á hagstæðu verði
fyrir kaupandann og keypt hluta-
bréf til baka á hagstæðu verði fyrir
seljandann.
Af hagnaði Kólfs árið 2012 má sjá
að stærsti hluti bókfærðs hagnaðar
félagsins er tilkominn vegna hækk-
aðs verðmats á hlutabréfum í Bláa
lóninu, tæpar 900 milljónir króna,
en auk þess er tæplega 150 millj-
óna króna arðgreiðsla frá fyrirtæk-
inu. Félagið á eignir upp á 2,5 millj-
arða króna en skuldar aðeins rúman
milljarð. Félagið stendur því afar vel,
og eigendur þess einnig, og kem-
ur fram að tekin verði ákvörðun um
arðgreiðslu út úr félaginu á hluthafa-
fundi þess. Ekki er hægt að sjá arð-
greiðsluna fyrir árið 2012 þar sem
ársreikningur 2013 liggur ekki fyrir.
Fimm milljarða velta
Rekstur Bláa lónsins hefur gengið
ótrúlega og má með sanni segja að
fyrirtækið sé peningavél. Hagnaður-
inn nam 1,3 milljörðum króna eftir
skatta árið 2013 og velta fyrirtækis-
ins nam um fimm milljörðum króna.
Þessi mikli hagnaður Bláa lóns-
ins hefur meðal annars leitt til þess
að laun stjórnarmanna fyrirtækisins
voru hækkuð og nema nú 525 þús-
und krónum fyrir almenna stjórnar-
menn en stjórnarformaðurinn, Helgi
Magnússon, er með 700 þúsund. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Mundi ekki kaupverðið
Grímur Sæmundsen mundi
ekki kaupverðið á 25 prósenta
hlutnum í Bláa lóninu þegar
hann var spurður að því.
„Ég bara man
það ekki
Félag Gríms hagnast Félag Gríms Sæmundsen hefur hagnast vel á hlutabréfum í Bláa
lóninu, bæði á hækkuðu verðmati þeirra og eins arðgreiðslum út úr fyrirtækinu.
Af með tjöruna -
á með
Aktu inn í
sumarið á
hreinum bíl!
Við erum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu
www.lodur.is - Sími 544 4540