Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Qupperneq 17
Fréttir Erlent 17Vikublað 1.–3. júlí 2014
S
jónarpsmaðurinn og barna
níðingurinn fyrrverandi,
Jimmy Savile, er sagður
hafa misnotað lík kyn
ferðislega. Þetta kemur
fram í rannsóknargögnum á veg
um NHS, National Health Service,
sem breskir fjölmiðlar hafa greint
frá. Fram hefur komið að Savile
misnotaði að lágmarki 500 börn á
ferli sínum, að því er nýleg skýrsla
greinir frá.
Skýrslan, sem birt var á dögun
um, var unnin af barnaverndar
samtökunum NSPCC (National
Society for the Prevention of Cru
elty to Children) að beiðni frétta
þáttarins Panorama, sem sýndur
á er BBC, hvar Savile starfaði um
árabil. Yngstu fórnarlömb sjón
varpsmannsins voru tveggja ára
gömul, að því er fram hefur komið,
en hann var í góðri aðstöðu, ver
andi umsjónarmaður skemmti
þáttarins Top of the Pops, til að
brjóta á börnum og unglingum.
Í skýrslunni kom fram að sam
starfsmenn Savile vissu frá fyrsta
degi að maðurinn væri kynferð
isbrotamaður, án þess að til
kynna um framferði hans. Sum
ir hafi meira að segja aðstoðað
hann við að finna fórnarlömb – og
sent börn inn í búningsklefa sjón
varpsmannsins, vitandi hvað beið
þeirra.
Níddist á líkum
Nú hefur komið á daginn að brot
in eru jafnvel enn fjölbreyttari,
umfangsmeiri og viðbjóðslegri
en talið var. Í rannsóknargögnum
NHS birtist vitnisburður starfs
fólks sem vann á Broadmoor
psychiatricsjúkrahúsinu og Leeds
General Infirmary, þar sem Savile
starfaði í tvo áratugi. Fólkið full
yrðir að Savile hafi verið tíður
gestur í líkhúsinu, þar sem hann
hafi misnotað þau lík sem þar
voru hverju sinni. Hann hafi rætt
um það við þau að hann ætti við
líkin og níddist á þeim kynferðis
lega. Af því hafi til að mynda verið
teknar myndir. Hann hafi talað um
athæfið á þann máta að hann hafi
ekki staðið einn að verki. „Þeir“
hafi hjálpast að við að koma líkun
um í þannig stöðu að hægt væri að
athafna sig.
Savile hafði á ferli sínum aðgang
að ótal sjúkrahúsum og stofnunum
víðs vegar um Bretlandseyjar.
Rannsakendur hafa safnað gögn
um frá 28 slíkum stofnunum.
Misnotaði börn
áratugum saman
Í gögnunum birtist líka vitnisburð
ur fólks sem fullyrðir að skartgripir,
sem Savile gekk gjarnan með, hafi
meðal annars innihaldið auga
steina látinna fórnarlamba hans.
Séu þessar frásagnir réttar virð
ist Savile, sem lést í október 2011,
hafa verið sannkallað skrímsli í
mannsmynd. Hann notaði frægð
sína til að misnota jafnt ómálga
smábörn sem unglinga um ára
tugaskeið, sama hvort þau voru lífs
eða liðin. Þetta gerði hann í skjóli
samferðamanna sinna, sem vissu
af voðaverkum hans en sögðu ekki
frá.
Ekki hlustað á kvartanir
Á hluta þess tíma sem brotin
áttu sér stað gegndi Savile stjórn
unarstöðu hjá Broadmoor. Það
var gert að áeggjan Cliff Graham,
ráðuneytisstjóra hjá heilbrigð
isráðuneytinu, sem kepptist við
að dásama Savile. „Hann er stór
kostlegur maður og ég treysti
honum fullkomlega,“ sagði með
al annars í tilkynningu frá ráðu
neytinu árið 1988. Eins og áður
sagði vann Savile meðal annars
sem sjálfboðaliði hjá Leeds Gener
al Infirmary. Þar hafa fundist að
lágmarki 60 fórnarlömb, á aldrin
um fimm til 75 ára. Flest fórnar
lömbin voru börn, á þeim tíma
sem brotin áttu sér stað, af báð
um kynjum. Þetta voru börn sem
voru sum mikið veik og áttu veru
lega bágt. Níu þeirra tilkynntu um
nauðganir eða önnur kynferðis
brot en engar slíkar umkvartan
ir má finna í gögnum yfirmanna
Savile, frá þeim tíma. Síðasta brot
ið, gegn börnum á þessari stofnun,
sem komið hefur upp á yfirborðið,
framdi hann árið 2009, þá 82 ára
gamall.
Sleginn til riddara
Fram kemur í gögnunum að Savile
hafi verið vel liðinn innan ráða
manna á áttunda og níunda ára
tugnum. Starfsfólki þeirra stofn
ana sem hann vann hjá gerði hann
ljóst að hann væri til þess bær að
ráða og reka fólk. Hann var meira
að segja í miklum metum hjá Mar
gréti Thatcher.
Fram kemur í gögnunum að
orðrómur hafi reyndar verið uppi
um að hann renndi hýru auga til
ungra kvenna. Áður en hann var
sleginn til riddara árið 1990 var
gengið á hann með þennan orðróm
og hann var beðinn um að fullvissa
nefndina sem veitti orðuna um að
ekkert misjafnt kæmi upp, hlyti
hann slíka viðurkenningu. Það
gerði hann og engan virtist gruna
hvurs lags hryllingur gekk á. Þeir
sem eitthvað vissu, þorðu ekki að
stíga fram í ljósi stöðu mannsins og
valda. Hann var ósnertanlegur. n
SkrímSli í mannSynd
n Viðurstyggileg brot níðingsins Jimmys Savile koma enn upp á yfirborðið n Níddist á líkum
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
„Hann er stórkost-
legur maður og ég
treysti honum fullkom-
lega.
Raðníðingur
Savile er sagður
hafa misnotað
að lágmarki 500
börn.
Stofna kalífadæmi
Leiðtogi ISIL segist vera leiðtogi allra múslima
H
ryðjuverkasamtökin ISIL hafa
tilkynnt um stofnun kalífa
dæmis, íslamsks ríkis, á stóru
svæði sem nær frá Aleppo
í norðurhluta Sýrlands að Diyala
héraði í austurhluta Íraks. Samtök
in hafa farið mikinn að undanförnu
og lagt undir sig stór svæði, eink
um í Írak. Eitt helsta markmið sam
takanna var stofnun sameinaðs ís
lamsks ríkis og segist forsprakki
samtakanna, Abu Bakr alBaghdadi,
nú vera leiðtogi allra múslima.
Ljóst er að tilkynningu ISIL verð
ur ekki tekið þegjandi. Þannig hafa
írakskar hersveitir lagt aukinn þunga
í að ná borginni Tíkrit aftur á sitt vald.
Uppreisnarmenn náðu borginni á
sitt vald þann 11. júní síðastliðinn.
Í tilkynningu samtakanna kom
einnig fram að nafnið ISIL, sem
merkir Íslamska ríkið í Írak og Sýr
landi, yrði nú lagt til hliðar og sam
tökin myndu hér eftir notast við
nafnið Íslamska ríkið í samræmi
við stofnun ríkisins. Við sama tilefni
sagðist Abu Bakr alBaghdadi nú
heita Caliph Ibrahim. Þá voru allir
múslimar hvattir til að sýna samtök
unum hollustu og „hafna lýðræði og
öðru rusli frá Vesturlöndum“. n
Leiðtoginn Abu Bakr al-Baghdadi segist
nú vera leiðtogi allra múslima.
EyeSlices augnpúðar
Ferskari augu á 5 mínútum
Púðana má nota í 10 skipti
facebook.com/Eyeslices/IcelandUpplýsingar um sölustaði: