Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Síða 21
Umræða 21Vikublað 1.–3. júlí 2014
Töldu tímaspursmál hvenær
ég myndi gefast upp
Lukka að ekki
fór verr
Eigum að vera
vírus
Jón Gnarr um pólitíska andstæðinga sína. – NBCSalman Tamini um hatur í garð múslima eftir kosningabaráttu Framsóknar. – DV Tómas Beck, skólastjóri Flugakademíu Keilis, um nauðlendingu flugvélar Keilis. – mbl.is.
„Mér finnst það
stórkostlegt að
hér sé fólk sem
er til í að fórna tíma sínum
og þreki í að leita að fólki
sem það þekkir ekki neitt.
Þarna hafa hundruð manna
lagt til einhverjar þúsundir
vinnustunda án þess að fá
krónu fyrir. Það er svona fólk
sem á að fá Fálkaorðuna,
frekar en afdankaðir
eldgamlir sendiherrar.“
Erlingur Pálmason um leit
björgunarsveitarmanna að
Ástu Stefánsdóttur. Leitinni
lauk formlega um helgina en hún bar ekki
árangur.
„Ég hef
aldrei verið
skoðanabróðir
Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrr
en núna. Þetta er hárrétt
hjá henni „ást er einfaldlega
bara ást“ og að þurfa
að verja eða réttlæta þá
tilfinningu árið 2014 er hreint
og klárt fáránlegt. Vel gert
Jóhanna Sigurðardóttir!“
Friðgeir Sveinsson um ræðu
sem Jóhanna Sigurðardóttir
hélt á viðburði fyrir hinsegin
fólk í Toronto á dögunum. Þar ræddi
Jóhanna meðal annars um þau viðbrögð
sem hún fékk þegar hún var kjörin
forsætisráðherra, jákvæð og neikvæð, og
neikvætt viðhorf í garð hinsegin fólks í
heiminum. „Ást er einfaldlega ást,“ sagði
Jóhanna meðal annars.
„Vegna fjölda
fyrirspurna
viljum við koma
því á framfæri að það er
opið fyrir mataraðstoð hjá
Fjölskylduhjálp Íslands
í Iðufellinu í allt sumar.
Við lokum ekki vegna
sumarleyfa.“
Ásgerður Jóna Flosadóttir,
formaður Fjölskylduhjálpar
Íslands, tjáði sig í
kommentakerfi DV vegna fréttar um
söfnun fyrir konu sem þjáist vegna
mikilla tannskemmda. Þarf konan að
nærast á fljótandi fæði vegna þeirra.
„Ég þarf virkilega
að klípa mig
– er þetta
raunveruleikinn árið 2014?
Hreppaflutningar á fólki
vegna geðþóttaákvarðana
stjórnmálamanna – þvílík
vanvirðing gagnvart þessu
flotta fólki sem þarna vinnur
og lífi þeirra. Fasistaháttur af
verstu gerð!“
Ingunn Loftsdóttir um þá
ákvörðun að flytja starfsemi
Fiskistofu til Akureyrar.
Tilkynnt var um flutninginn á fundi með
starfsmönnum á föstudag.
35
14
17
9
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
Næntís Umsjón: Henry Þór Baldursson
Ögmundur Jónsson
þingmaður Vinstri grænna
Kjallari
D
V var með ágæta úttekt um
helgina á úthlutunum úr
Framkvæmdasjóði ferða-
mannastaða frá því sjóð-
urinn var stofnaður 2011
og fram á þennan dag. Fram kom
að úthlutanir úr þessum sjóði
væru farnar að teygja sig upp und-
ir milljarðinn og hafi féð verið not-
að til að bæta aðgengi og aðstöðu
við viðkvæma og eftirsótta náttúru-
verndarstaði.
Flestum ber saman um að fjár-
magn til slíkra framkvæmda mætti
vera meira. Fráleitar eru hins vegar
þær staðhæfingar sem heyrst hafa
að undanförnu að nánast ekkert
hafi verið gert og allt í niðurníðslu
alls staðar! Þannig er það náttúrlega
ekki þótt aðstöðu þurfi vissulega
víða að stórbæta.
Náttúruvernd tylliástæða
En það er skiljanlegt að ákafamenn
um rukkun ýki vandann. Þeir vilja
láta svo líta svo út að þeir séu nú
að koma náttúrunni til hjálpar á
ögurstundu! Sömu menn berjast
hins vegar jafnframt af lífs- og sál-
arkröftum gegn því að ríkið setji fé
inn á þessi svæði því þar með eru
forsendur þeirra til að rukka ferða-
menn brostnar. Fyrir þeim vak-
ir fyrst og fremst að hafa ábata af
gjaldheimtunni en nota hins vegar
náttúruvernd sem tylliástæðu.
Ríkisstjórn afsalaði tekjum!
Furðu vakti að ríkisstjórnin og sá
meirihluti sem hún styðst við á
þingi, skyldi láta það verða eitt sitt
fyrsta verk að falla frá fyrirhug-
aðri hækkun á virðisaukaskatti á
ferðaþjónustu þannig að hún sæti
við sama borð og aðrar atvinnu-
greinar. Nei, þetta mátti ekki því
fyrst yrðum við að laða fleiri ferða-
menn til landsins, af ferðamennsk-
unni mætti almannasjóðurinn ekki
hagnast nema að ferðamenn yrðu
enn fleiri. Þannig réttlætti fjármála-
ráðherra andstöðu sína við hækkun
virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á
Alþingi fyrir réttu ári.
Einn og hálfur milljarður
tapaðist
Í athugasemdum með frumvarpi
hans sagði: „Ætla má að lægri virð-
isaukaskattur á gistiþjónustu hafi
áhrif á eftirspurn og muni þannig
gagnast ferðaþjónustunni við sitt
markaðsstarf … Verði frumvarpið
að lögum lækka tekjur ríkissjóðs að
óbreyttu um rúmlega 500 m.kr. frá
áætlun fjárlaga fyrir árið 2013. Þá er
einnig áætlað að árið 2014 og eftir-
leiðis muni tekjur ríkissjóðs verða
um 1,5 milljörðum kr. lægri árlega
en ella hefði orðið að óbreyttum
lögum. Á móti því tekjutapi vegur,
ef að líkum lætur, aukin eftirspurn
og viðbótartekjur a.m.k. til lengri
tíma litið.“ Þarna varð ríkissjóður
með öðrum orðum af hálfum öðr-
um milljarði sem nýta hefði mátt til
náttúruverndar.
Náttúruspjöll við Kerið
Þá er ónýtt tækifærið að innheimta
komugjald til landsins og láta það
renna til að bæta salernisaðstöðu og
til stígagerðar á viðkvæmum stöð-
um.
Sú framkvæmd er hins vegar
vandasöm. Landamærin á milli
þess að sjá fyrir góðri aðstöðu og
aðgengi annars vegar og mann-
virkjum í „óspilltri náttúru“ Ís-
lands hins vegar liggja ekki í augum
uppi. Margir minnast þess að koma
í fyrsta skipti að Kerinu í Gríms-
nesi, ganga nokkur skref frá bíla-
stæðinu – sem þar er í boði Vega-
gerðarinnar – og horfa síðan niður
í eldgíg sem var þeim áður hulinn.
Öll þessi dramatík er að sjálfsögðu
horfin eftir að þurfa að standa í röð
til að kaupa miða svo upplifa megi
hið óvænta!
Þar fyrir utan er rukkunarskúr-
inn að sjálfsögðu ekkert annað en
náttúruspjöll svo og plankagrind-
verkið sem komið hefur verið upp til
að beina túristum að posavélunum.
Umhverfisstofnun lætur
frá sér heyra
Tvennt er ástæða til að staldra við
vegna atburðarásar síðustu daga. Í
fyrsta lagi ber að fagna því að Um-
hverfisstofnun lýsti því yfir – loksins!
– að gjaldheimtan væri ólögleg. En
jafnframt kom fram að forstjórinn
þar á bæ hefði skrifað umhverfis-
ráðherra til að spyrjast fyrir um það
hvort gera ætti samning við gjald-
heimtumenn við Kerið til að gera
gjaldtöku þeirra löglega. Í því sam-
bandi vil ég minna á að ákvörðun
um að opna á gjaldheimtu, eins
og tíðkast hefur við Kerið í Gríms-
nesi, er stórpólitískt fordæmismál.
Bót í máli er þó að samkvæmt lög-
um yrðu skilyrði slíkrar samnings-
gerðar afar þröng og undir engum
kringumstæðum mætti lögum sam-
kvæmt gefa tækifæri til arðtöku.
Málið leyst yfir kaffibolla?
Hitt sem stendur uppúr atburðum
síðustu daga er sú yfirlýsing frá
Geysisrukkurum í fréttum Stöðvar
2 á sunnudagskvöld að þeir bindi
vonir við boð ferðamálaráherrans
um kaffifund nú um mánaðamótin.
Þar mætti hugsanlega ná samkomu-
lagi. Þetta þykir mér ekki lofa sérlega
góðu. Ekki svo að skilja að slæmt sé
að fólk komi saman til kaffidrykkju
heldur er það hitt að ríkið á ekki að
semja við þá sem taka sér vald eins
og þessir aðilar hafa gert og virð-
ast jafnframt staðráðnir í að koma
ár sinni þannig fyrir borð að þeir og
þeirra niðjar geti átt náðuga daga
um alla framtíð í krafti eignarhalds á
landi sem liggur að náttúrugersem-
um sem heyra okkur öllum til. n
„Þar fyrir utan er
rukkunarskúrinn að
sjálfsögðu ekkert annað en
náttúruspjöll.
MyNd RÖGNvaLdUR MÁR
Rukkurum boðið í kaffi