Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 22
22 Fréttir Stjórnmál Vikublað 1.–3. júlí 2014 H eill sólarhringur skilur að þann þingmann sem talað hefur mest og þann sem talað hefur minnst. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, er ræðu- kóngur 143. löggjafarþings, þess sem nýlega lauk. Hann talaði í meira en sólarhring eða tæpa 27 klukkutíma ef allt er talið saman. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og yngsti þingmaðurinn, talaði hins vegar innan við klukkustund samtals, eða 55 mínútur þegar allt er talið saman. Skýr skipting Ef þingmönnum er raðað eftir því hver talaði minnst eru fjórir efstu menn þingmenn Framsóknar. Enginn þingmaður stjórnarand- stöðunnar kemst á þann lista. Að sama skapi er aðeins einn þing- maður stjórnarliðsins á listanum yfir þá þingmenn sem töluðu mest. Það er Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, en hann mælti til að mynda fyrir fjár- lagafrumvarpinu, sem að jafnaði er umfangsmesta frumvarp hvers árs. Þetta er svipuð staða og áður, en síðast þegar DV kannaði hversu duglegir þingmenn eru að tala úr ræðustól voru það einnig stjórn- arliðar sem töluðu minnst. Tals- verður munur er hins vegar innan þingflokkanna líka. Til að mynda talaði Bjarni tæpum sextán klukku- stundum lengur en Elín Hirst, sem talaði minnst af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins. Þá talaði Ögmund- ur Jónasson aðeins í um 10 klukku- stundir á meðan Steingrímur talaði um 17 klukkustundum lengur. Aðeins tími í ræðustól Gögnin sem unnið er út frá eru birt á vef Alþingis en þar eru all- ar ræður þingmanna tíundaðar eftir fjölda og mínútulengd. Tím- inn sem nefndur er í listanum nær yfir hvort tveggja ræður sem flutt- ar eru og athugasemdir og nær að- eins til þingmanna en ekki vara- þingmanna. Vert er að nefna að mikil vinna fer fram á Alþingi utan þess sem á sér stað í ræðustól og er því yfirlitið ekki dómur um hvernig þingmennirnir standa sig almennt í vinnunni. n Steingrímur ræðukóngur Jóhanna María hefur talað í innan við klukkustund Þeir sem töluðu minnst Þingmenn ríkisstjórnarmeirihlutans raða sér í efstu sætin á lista yfir þá þingmenn sem talað hafa minnst. Sá sem talaði minnst talaði samtals í innan við klukkustund. Í tíu efstu sætunum á þessum lista er enginn sem talaði í meira en tvær klukkustundir. Enginn stjórnarandstöðuþingmaður kemst á listann. 1 Jóhanna María Sigmundsdóttir - FramsóknTalaði samtals í 55 mínútur. Flutti 15 ræður og 2 athugasemdir. 2 Haraldur Einarsson - FramsóknTalaði samtals í 67 mínútur. Flutti 14 ræður og 14 athugasemdir. 3 Þórunn Egilsdóttir - FramsóknTalaði samtals í 76 mínútur. Flutti 25 ræður og 6 athugasemdir. 4 Líneik Anna Sævarsdóttir - FramsóknTalaði samtals í 78 mínútur. Flutti 21 ræður og 17 athugasemdir. 5 Elín Hirst - SjálfstæðisflokkurTalaði samtals í 86 mínútur. Flutti 24 ræður og 16 athugasemdir. 6 Karl Garðarsson - FramsóknTalaði samtals í 95 mínútur. Flutti 30 ræður og 21 athugasemdir. 7 Ásmundur Einar Daðason - FramsóknTalaði samtals í 105 mínútur. Flutti 9 ræður og 32 athugasemdir. 8 Brynjar Níelsson - SjálfstæðisflokkurTalaði samtals í 109 mínútur. Flutti 19 ræður og 35 athugasemdir. 9 Sigrún Magnúsdóttir - FramsóknTalaði samtals í 113 mínútur. Flutti 36 ræður og 16 athugasemdir. 10 Valgerður Gunnarsdóttir - SjálfstæðisflokkurTalaði samtals í 115 mínútur. Flutti 33 ræður og 29 athugasemdir. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Þeir sem töluðu mest Þingmennirnir sem töluðu mest komu flestir úr röðum stjórnarandstöðunnar. Fyrrverandi leiðtogi Vinstri grænna trónir á toppnum, langt fyrir ofan aðra á listanum. Formaður Samfylkingarinnar kemur þar næst á eftir. Eini stjórnarliðinn sem kemst á listann er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. 1 Steingrímur J. Sigfússon - VG Talaði samtals í 26,92 klukkustundir. Flutti 179 ræður og 290 athugasemdir. 2 Árni Páll Árnason - SamfylkinginTalaði samtals í 19,72 klukkustundir. Flutti 142 ræður og 280 athugasemdir. 3 Bjarkey Gunnarsdóttir - VGTalaði samtals í 17,9 klukkustundir. Flutti 135 ræður og 197 athugasemdir. 4 Guðbjartur Hannesson - SamfylkinginTalaði samtals í 17,68 klukkustundir. Flutti 108 ræður og 247 athugasemdir. 5 Bjarni Benediktsson - SjálfstæðisflokkurTalaði samtals í 17,18 klukkustundir. Flutti 172 ræður og 162 athugasemdir. 6 Lilja Rafney Magnúsdóttir - VGTalaði samtals í 15,82 klukkustundir. Flutti 123 ræður og 173 athugasemdir. 7 Helgi Hjörvar - SamfylkinginTalaði samtals í 15,75 klukkustundir. Flutti 163 ræður og 275 athugasemdir. 8 Katrín Jakobsdóttir - VGTalaði samtals í 15,75 klukkustundir. Flutti 156 ræður og 178 athugasemdir. 9 Árni Þór Sigurðsson - VGTalaði samtals í 15,3 klukkustundir. Flutti 84 ræður og 206 athugasemdir. 10 Össur Skarphéðinsson - SamfylkinginTalaði samtals í 14,55 klukkustundir. Flutti 94 ræður og 219 athugasemdir. 1 1 6 6 2 2 7 7 3 3 8 8 4 4 9 9 5 5 10 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.