Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 1.–3. júlí 201424 Neytendur Ó dýrasta súkkulaðiköku- sneiðin í miðborg Reykja- víkur fæst hjá Tíu dropum á Laugavegi. Dýrustu sneiðina er hins vegar að finna á Vegamótum. Þetta leiðir verðkönnun DV á kökusneiðum á tuttugu kaffihúsum og veitinga- stöðum í miðborginni með- al annars í ljós. Alls munar 590 krónum á dýrustu og ódýrustu sneiðinni. Heit umræða Hátt verðlag hér á landi, sem bein- ist fyrst og fremst að erlendum ferðamönnum, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki á síðustu vikum, eða allt frá því bæjarfulltrúi á Akureyri, Logi Einarsson, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Loga ofbauð hreinlega þegar honum var gert að greiða 1.290 krónur fyrir sneið af súkkulaði- köku og rjóma á veitinga- og kaffi- húsi í Mývatnssveit. „Það koma eiginlega aldrei Íslendingar hing- að,“ var svarið sem hann fékk frá þjónustustúlkunni á kaffihúsinu. Þar sem miðborg Reykjavíkur er viðkomustaður flestra ferða- manna sem sækja Ísland heim lék DV því forvitni á að vita hvað sneið af súkkulaðiköku kostar í miðbænum. Nokkrar gerðir af súkkulaðikökum Könnunin fór fram með þeim hætti að blaðamaður gekk á milli staða og tók sjálfur niður verð á súkkulaðikökusneiðum. Verð mið- ast við uppgefið og auglýst verð á hverjum stað. Leitast var við að finna staði sem selja hefðbundna súkkulaðiköku með kremi. Margir staðir bjóða hins vegar upp á aðr- ar gerðir af súkkulaðikökum. Café Haítí og Iða bókakaffi eru til dæm- is með franska súkkulaðiköku á matseðlinum og þá býður Munn- harpan í Hörpu upp á svokallaða súkkulaðimúsköku. Á Vegamótum eru tvær aðrar gerðir af súkkulaði- kökum á boðstólum, annars vegar heit súkkulaðikaka og hins vegar súkkulaðibrownie. Þá eru kökurn- ar misjafnar í stærð og lögun. Ekki er tekin afstaða til gæða, bragðs eða þjónustu á hverjum stað held- ur aðeins rýnt í verð. Að lokum skal tekið fram að þessi könnun er ekki tæmandi, víða er hægt að fá sér kökusneið í miðborginni, en hún gefur góða yfirsýn yfir verðlag og framboð á súkkulaðikökum í 101 Reykjavík. Tíu dropar kaffihús ódýrast Sem fyrr segir er ódýrasta sneiðin af hefðbundinni súkkulaðiköku í miðborginni á 700 krónur hjá Tíu dropum á Laugaveginum. Hin hefðbundna súkkulaðikaka er hins vegar dýrust hjá Stofunni Café en þar kostar sneiðin 1.150 krónur. Dýrasta súkkulaðikakan í verðkönnun DV er aftur á móti heit súkkulaðikaka sem borin er fram með vanilluís og ferskum ávöxtum. Hún fæst á Vegamótum og kostar 1.290 krónur. Sneiðin dýrari á veitingastöðum Könnunin nær til kaffihúsa og bistro, staða sem maður myndi gjarn- an sækja einungis til þess að fá sér kaffibolla og kökusneið. Þannig voru veitingastaðir sem bjóða upp á súkkulaðikökur í eftirrétt undan- skildir þessari könnun. Kökusneið- ar á stöðum sem bjóða einnig upp á heitan mat, til dæmis á Vegamótum, Café París og Laundro mat, eru dýrari en almennt gengur og gerist á kaffi- húsum. Ef könnunin næði eingöngu til kaffihúsa hefði Stofan Café vinn- inginn en þar kostar sneiðin 1.150 krónur. Eftirfarandi eru verðdæmi á súkkulaðkök- um á nokkrum öðrum veitingastöðum í miðbænum: Súkkulaðikaka á veitinga- staðnum Jör- undi í Austur- stræti 22 kostar 1.290 krónur, frönsk súkkulaði- kaka kostar 1.290 á Lækj- arbrekku og 1.300 krónur á Skólabrú. Heit súkkulaðikaka kostar 1.490 krónur á veitingastaðn- um Meze á Laugavegi og þá kostar súkkulaði- kúla Grillmarkaðar- ins 1.990 krónur. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Dýrasta kakan í miðborginni n Mikill verðmunur reyndist á súkkulaðikökusneiðum n Ódýrasta sneiðin hjá Tíu dropum n Vegamót með þá dýrustu n 590 króna munur á sneið Café Haítí Geirsgötu 7b n Frönsk súkkulaðikaka: 950 kr. Iða bókakaffi Vesturgötu 2a n Frönsk súkkulaðikaka: 690 kr. Bergsson Templarasundi 3 n Súkkulaðikaka: 790 kr. Allt að 450 króna álagning á rós Verðkönnun hjá átta blómabúðum á höfuðborgarsvæðinu D V barst ábending um að álagn- ing á rósum væri ansi mikil í blómabúðum miðað við verð hjá heildsölum. Blaðamaður DV kannaði málið og hringdi í átta blómabúðir á höfuðborgarsvæðinu, auk einnar heildsölu, og fékk upp- gefið verð á stökum, afskornum rós- um. Hjá blómaheildsölunni Sama- sem á Grensásvegi fást háar, afskorn- ar rósir á 295 til 375 krónur stykkið. Verðið ræðst af stærð rósanna. Stök rós kostar hins vegar á bilinu 590 til 990 krónur í blómabúðum. Dýr- ustu rósirnar fást hjá 18 rauðum rós- um í Kópavogi og í Blómavali en þar er hægt að fá staka rauða rós á 990 krónur. Þegar búið er að draga virðis- aukaskattinn frá verðinu standa eftir 737,55 krónur. Það þýðir að búðirnar bæta allt að 442,55 krónum á hverja rós. aslaug@dv.is Þetta kosta rósirnar í blómabúðunum: n Garðheimar: 820 kr. stk. n Blómastofa Friðfinns, Síðumúla: 890 kr. stk. n 18 rauðar rósir, Kópavogi: 990 kr. stk. n Blómabúðin Dögg, Hafnarfirði: 890 kr. stk. n Dalía, Glæsibæ: 790 kr. stk. n Reykjavíkurblóm, Borgartúni: 590–890 kr. stk. n Blómaval: 890–990 kr. stk. n Sóleyjarkot, Garðabæ: 890 kr. stk. Árétting Hamraborg ehf. á Ísafirði vill koma því á framfæri vegna út- tektar DV á ódýrustu vegasjopp- um landsins í síðasta tölublaði að tvenns konar hamborgaratilboð væru í boði á staðnum. Annars vegar hamborgarar sem eru eld- aðir á morgnana og settir í kork- box. Þeir eru síðan hitaðir upp í örbylgju. Hins vegar hamborgar- ar sem eru steiktir á grilli og hægt er að fá með frönskum kartöflum. Örbylgjuhamborgari og kók í dós kostar 749 krónur. Þetta er tilboð- ið sem kostaði 699 krónur árið 2012 og vísað var til í greininni. Hamborgaratilboð á grilli (ham- borgari, franskar og kók í dós) kostar hins vegar 1.199 krónur. Cherokee-bifreiðar innkallaðar Neytendastofa vekur athygli á Rapex-tilkynningu vegna innköll- unar á bifreiðunum Jeep, Grand Cherokee, árgerðum 2002 og 2003 WK- og WG-body. Ástæða innköllunarinnar er sú að hætta er á að loftpúði geti þanist út fyrirvaralaust. Til að draga úr þessari hættu þarf að setja milli- stykki inn á rafmagnslúm við loftpúða tölvunnar. Ekki er vitað til þess að slys hafi átt sér stað í tengslum við þetta. Ekkert umboð er hér á landi fyrir þessar bifreiðar. Neytenda- stofa bendir hins vegar eigendum ofangreindra bifreiða á að hafa samband við Bíljöfur til þess að fá nánari upplýsingar. Lélegar ryksugur bannaðar Frá og með 1. september næst- komandi verður ryksugufram- leiðendum á Evrópska efnahags- svæðinu, sem Ísland tilheyrir, ekki lengur heimilt að selja og dreifa orkufrekum heimilis- ryksugum. Frá þeim tíma eru leyfileg orkumerki fyrir ryksug- ur hámark 1.600 vött. Algengustu ryksugurnar eru hins vegar 1.800 vött. Þetta kemur fram á vefsíðu Neytendastofu. Með nýjum reglum verða enn fremur bannaðar á markaði ryksugur sem nota mikla orku, ryksuga illa, eru hávaðasam- ar, losa mikið ryk í andrúmsloft- ið eða endast illa. Þetta hefur í för með sér betri gæði og minni eyðslu, allt til hagsbóta fyrir neyt- endur. Stofan Café Vesturgötu 3 n Súkkulaðiterta: 1.150 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.