Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 25
Neytendur 25Vikublað 1.–3. júlí 2014 Dýrasta kakan í miðborginni n Mikill verðmunur reyndist á súkkulaðikökusneiðum n Ódýrasta sneiðin hjá Tíu dropum n Vegamót með þá dýrustu n 590 króna munur á sneið Around Iceland Laugavegi 18b n Súkkulaðikaka: 890 kr. Munnharpan Hörpu tónlistarhúsi n Súkkulaðimúskaka: 820 kr. Vegamót Vegamótastíg 4 n Brownie: 1.190 kr. n Heit súkkulaðikaka: 1.290 kr. Tíu dropar kaffihús Laugavegi 27 n Súkkulaðikaka: 700 kr. Laundromat Austurstræti 9 n Súkkulaðikaka: 1.090 kr. Hressingarskálinn Austurstræti 20 n Súkkulaðikaka: 890 kr. Súfistinn bókakaffi Laugavegi 18 n Súkkulaðikaka: 890 kr. Kaffibrennslan Laugavegi 21 n Súkkulaðikaka: 950 kr. Café Babalú Skólavörðustígur 22a n Súkkulaðikaka: 880 kr. Mokka kaffi Skólavörðustíg 3a n Súkkulaðikaka: 930 kr. Prikið Bankastræti 12 n Súkkulaðikaka: 890 kr. Kaffitár Bankastræti 8 n Súkkulaðikaka: 850 kr. Te og Kaffi Lækjartorgi n Súkkulaðiterta: 840 kr. Kofinn Laugavegi 2 n Súkkulaðikaka: 850 kr. Ódýrast Tíu dropar kaffihús: Súkkulaðikaka – 700 kr. Dýrast Vegamót: Heit súkkulaðikaka – 1.290 kr Mega loka fyrir erlendar stöðvar 365 miðlar mega loka fyrirvaralaust á stöðvar sem sýna frá HM Þ ví miður hafa samtökin ekki fundið neitt ólögmætt við þessa tilhögun þó svo óánægja neytenda sé vel skiljanleg,“ segir á heimasíðu Neytendasamtak- anna. HM í knattspyrnu stendur nú yfir og samtökunum hafa að sögn borist margar fyrirspurnir um lok- un á almennum sjónvarpsstöðvum á meðan íþróttaviðburðirnir standa yfir. Fram kemur að í skilmálum 365 miðla sé að finna ákvæði þar sem fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta fyrirvaralaust auglýstri dag- skrá miðla sinna og einnig rétt til að breyta fyrirvaralaust samsetningu og fjölda stöðva í hverjum áskriftar- pakka. HM-leikir hafa í nokkrum til- fellum verið sýndir á stöðvum sem innifaldar eru í áskriftarpökkum fyrir tækisins. Í einhverjum tilfellum virðist hafa verið lokað fyrir stöðvar á meðan leikur fer fram. Neytenda- samtökin segir að í ljósi ákvæðisins sé hæpið að um samningsbrot sé að ræða. „Þó er gagnrýnisvert hversu ríkan áskilnað 365 gerir til breytinga á dagskrá sinni með þessu ákvæði.“ Fram kemur einnig að oft sé það þannig að umræddar sjón- varpsstöðvar hafi aðeins sýningar- rétt frá íþróttaviðburðum í því landi sem þær starfa, eða innan tiltekins svæðis. Því séu dæmi þess að stöðv- arnar loki sjálfar fyrir útsendingar út fyrir landsteinana. RÚV sé til að mynda ekki heimilt að streyma efni sínu á ruv.is, nema til þeirra sem eru á Íslandi. „Í þriðja lagi kemur til skoðunar hvort það væri ekki brot gagnvart þeim sem hefur einkarétt til sýningar á viðkomandi efni hér á landi að önnur sjónvarpsstöð sýndi atburði sem fyrrnefndi aðilinn hefði einka- rétt á að sýna.“ n baldur@dv.is Sviss 365 miðlar mega loka á erlendar stöðvar sem sýna frá HM. Mynd ReuTeRS Café París Austurstræti 14 n Súkkulaðikaka: 1.090 kr. Café Mezzo Lækjargötu 2a n Súkkulaðikaka: 890 kr. Mikil berja- spretta DV hafa borist fregnir af því að víða á Norðurlandi stefni í af- burðagóða berjasprettu. Mikil hlýindi hafa ríkt nyrðra framan af sumri og segja kunnugir að berin verði tilbúin tveimur til þremur vikum fyrr en í venjulegu árferði. Þá heyrði DV af vönum berjatínara í Öxarfirði sem hafði ekki séð aðra eins berjasprettu í tvo eða þrjá áratugi. Þessar frétt- ir vita sannarlega á gott því að- albláber, bláber og krækiber eru meinholl og góð fæða, sem Ís- lendingar nýta margir hverjir í stórum stíl. DV hefur ekki fregn- að af berjasprettu í öðrum lands- fjórðungum. Hleðslustöð í Borgarnesi Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla hef- ur verið sett upp í Borgarnesi. Orka náttúrunnar (ON) á stöðina en vann verkefnið í samstarfi við N1. Stöðin er sú sjöunda í röðinni af tíu sem ON opnar á Suður- og Vesturlandi og sú fyrsta sem stendur við þjóðveg 1 að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýs- ingafulltrúa ON. Fram kemur að fyrirhugað sé að setja upp stöðvar í uppsveitum Suðurlands og í miðborg Reykjavíkur. Hleðsla verður gjaldfrjáls næstu tvö árin, eða meðan á tilraunaverkefninu stendur. Vanstilltar vogir Alls þurfti að endurstilla 186 vogir í verslunum, af 640 vogum sem skoðaðar og löggiltar voru í fyrra. Þetta kemur fram á vef Neytenda stofu. Þar er bent á mikilvægi þess að neytendur geti treyst því að mælingar séu rétt- ar og löggilding mælitækja sé í gildi. Bent er á að vogir sem vigti undir 100 kílóum og notaðar séu til að selja vörur til neytenda eigi að hafa sýnilegar upplýsingar um vigtunina, þannig að neytendur sjái greinilega útreikning verðs á þeirri vöru sem keypt er. Tekið er fram að löggildingarmiðinn eigi einnig að vera sýnilegum neyt- endum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.