Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Síða 26
Vikublað 1.–3. júlí 201426 Lífsstíll
Ganga til heiðurs ljósmóður
Skyldmenni Guðrúnar endurtaka heimferðina 100 árum seinna
G
uðrún Teitsdóttir útskrifaðist
úr ljósmæðraskólanum
í Reykjavík árið 1914. Til
þess að komast heim aft-
ur gekk Guðrún frá Borgarnesi til
Grænumýrartungu. Skyldmenni
hennar ætla að gera slíkt hið sama
næstu helgi, hundrað árum seinna,
þegar þau munu ganga kílómetrana
87 til heiðurs Guðrúnu og til styrktar
góðu málefni.
Þegar Ásdís Þorbjarnardóttir var
fimmtán ára skrifaði hún minningar
og sögu ömmu sinnar. Þar sagði
Guðrún barnabarni sínu hvernig
hún gekk leiðina á tveimur dögum
og hefur Ásdís varðveitt söguna síð-
an. „Ég hef alltaf hugsað í hvert skipt
sem ég keyri norður, hér byrjaði
amma að labba og hér hætti hún,“
segir Ásdís Þorbjarnardóttir, barna-
barn Guðrúnar, um hvatann að því
að vilja endurtaka þrekvirki ömmu
sinnar.
„Klæðnaðurinn hefur verið
fábrotinn miðað við okkar klæðnað
í dag,“ segir Ásdís en Guðrún gekk
ásamt annarri ungri konu og voru
þær í pilsum og dönskum skóm. Ás-
dís og skyldmenni ætla að ganga
leiðina á þremur dögum og verða
sennilega með betri viðbúnað til-
tækan en þær stöllur á sínum tíma.
Þeim fannst tilvalið að ganga
til heiðurs ömmu sinni á 100 ára
ljósmóðurafmæli hennar og vildu
þau í leiðinni styrkja gott málefni.
„Líf, styrktarfélag Kvennadeildar
Landspítalans er upplagt af því það
var náttúrlega ævistarf ömmu. Að
taka á móti börnum og hlúa að veiku
fólki og dýrum,“ segir Ásdís og munu
öll áheit renna þangað. Hægt er að
hringja í síma 907-1116 til þess að
leggja inn 1.500 króna áheit. Einnig
er hægt að leita nánari upplýsinga
um gönguna undir heitinu Ljósa-
ganga, á vefnum. n salka@dv.is
Ganga heila helgi Ásdísi og systur hennar
langaði til að ganga til heiðurs ömmu sinni.
Guðrún að störfum 100 ár eru liðin síðan
Guðrún útskrifaðist.
Facebook-síða
fátæklingsins
n Íslensk gjafasíða slær í gegn á netinu n „Algjör snilld að geta gefið hlutina“
Í
slendingar henda mörg hundruð
tonnum af fullkomlega nýtilegum
hlutum á ári hverju, sökum pláss-
leysis. Á sama tíma vantar mörg
þúsund Íslendinga nýtilega hluta,
sökum efnaleysis. Facebook-síðan
„Gefins, allt gefins“ reynir að jafna
þetta ójafnvægi með því að byggja
brú milli skorts og gnægðar. „Það er
náttúrlega alger snilld að geta gef-
ið hlutina í stað þess að þurfa að
henda þeim eða láta þá fúna inni
í geymslu,“ segir Ellen Rose Guð-
mundsdóttir, einn umsjónarmanna
síðunnar, og bætir við að svona vett-
vang hafi lengi vantað eins og virkni
fólks á síðunni er til vitnis um. Við-
skiptin gagnast gjarnan báðum að-
ilum. „Þetta er mjög þörf síða. Þegar
ég flutti losnaði ég við marga kassa af
dóti sem ég var hætt að nota.“
Túbusjónvörp og hjónarúm
Á síðunni er allt milli himins og jarð-
ar í boði endurgjaldslaust. Þegar
þessi orð eru rituð er leikskóla-
kennari nýbúinn að bjóða ísskápinn
sinn og heimavinnandi húsmóðir
svarar um hæl og segist þiggja með
þökkum. Nokkru fyrr setur skrif-
stofukona mynd af túbusjónvarpi
með innbyggðu VHS-tæki inn á síð-
una, auk eftirfarandi: „Ömmustóll
með böngsum, leikteppi og ljósgrár
brjóstgjafarpúði með hvítum gæs-
um. Sækist sem fyrst í 200 Kóp.“
En fólk er ekki einungis að bjóða
hluti. „Á einhver ferðagrill fyrir
mig?“ spyr frístundaleiðbeinandi og
kona á miðjum aldri skrifar „Vantar
stórt hjónarúm gefins.“
Suma vantar ekki eitt heldur allt.
Þannig óskar kona, sem segist á
Facebook vera mamma í fullu starfi
(e. full time mommy), eftir þessu:
„Óska eftir bíl fyrir snúlluna mína,
skóm, fötum, dóti sem hljóð heyr-
ist í, Dóru, Latabæ, Ávaxtakörfunni,
Stubbunum og Strumpunum.“
Fólk er fljótt að bregðast við bón-
inni og spyr hana í hvaða stærð
dóttirin sé. Eftir viðbrögðin færir
móðirin sig síðan ögn upp á skaftið
og biður líka um sandala.
Heiðarleiki
Í hópnum eru tæplega 14 þúsund
manns og fjölmargar færslur eru
settar inn daglega, en fólk þarf að
hafa hraðann á vilji það tryggja sér
gæðin enda margir um hituna. Ellen
Rose segir að langflestir notendur
síðunnar séu heiðarlegir en bætir við
að í stórum hóp séu alltaf skemmd
epli. „Það komu upp einhverjar ásak-
anir um að fólk væri að selja hlutina
sem það fékk gefins. Ég skoðaði það
mál en fann engar óyggjandi sann-
anir um slíkt misferli. Þessi viðskipti
fara að mestu heiðarlega fram – held
ég,“ segir Ellen.
Gleðileg jól
Þótt andlög gjafagerninganna séu í
flestum tilfellum húsgögn og aðrir
hlutir segir Ellen að matargjafir tíðk-
ist einnig. „Sem dæmi setti kona inn
færslu fyrir áramótin og sagðist ekki
eiga fyrir mat. Viðbrögðin stóðu ekki
á sér. Fjölmargir réttu henni hjálp-
arhönd og hún gat því haldið gleði-
leg jól.“ n
Ókeypis ofn Þennan
ofn vantar nýtt heimili.
Gjafmild Ellen Rós
er einn umsjónar-
manna síðunnar.
Rafmagn úr líf-
rænum úrgangi
Litlu sprotafyrirtæki í Bandaríkj-
unum hefur tekist að búa til orku-
gjafa úr lífrænum úrgangi. Fyrir-
tækið Harvest Power veitir fjölda
heimila rafmagn og hita með
þessum umhverfisvæna hætti.
Fyrirtækið byrjaði á að búa
til áburð og jarðveg úr úrgangin-
um en uppgötvaði síðan að það
gæti notað sama efni til að búa til
orku. Lífrænum úrgangi er bland-
að saman við bakteríu og það
brotið saman í efni sem notað er
til framleiðslu orku.
Þessi nýjung er ekki umfangs-
mikil enn sem komið er, en gæti
orðið að framtíðarleið við endur-
nýtingu úrgangs einn daginn.
Vill ekki láta
hressa sig við
Ný rannsókn sem samtökin
American Psychological Associ-
ation birti á dögunum gefur til
kynna að fólki sem líður illa vill
ekki að aðrir hressi það við. „Fólk
á erfitt með að takast á við nei-
kvæðar tilfinningar annarra, og
því telja flestir lausnina vera að fá
viðkomandi til að hugsa jákvætt
og reyna að láta þeim líða betur,“
segir rannsakandinn Denise
Marigold. Með þessu heldur fólk
að það sé að hjálpa, en í raun er
verið að einangra þann sem líður
illa. „Þeim líður eins og fólk sýni
vandamálum þeirra ekki skilning
og virði ekki tilfinningar þeirra,“
segir hún.
Þetta þýðir þó ekki að við eig-
um að samþykkja og ýta undir
lágt sjálfstraust vinar, heldur eig-
um við að sýna samúð og skiln-
ing í stað þess að reyna að breyta
hugarfari viðkomandi.
Greining ADHD
aukist mest hjá
konum
Greining á ADHD hefur aukist
mest hjá konum á aldrinum 24 til
36 ára samkvæmt nýrri banda-
rískri rannsókn. Á rannsóknarár-
unum, 2008–2012, jókst notkun
lyfja við ADHD um 85 prósent hjá
þessum aldurshópi.
Þetta er ekki vegna þess að
konur séu líklegri til að vera með
ADHD en karlar, heldur vegna
þess að þær eru síður greindar
sem börn. Hegðun stúlkna með
athyglisbrest og/eða ofvirkni
kemur gjarnan fram á annan veg
en hjá drengjum og fellur ekki
endilega inn í mót staðalímyndar
ADHD. Þær fá því síður greiningu
og viðunandi úrræði.
„Konur eru ólíklegri til að vera
greindar,“ segir dr. Geri Markel
sálfræðingur. „Stúlkurnar passa
oft ekki inn í það sem fólk hugsar
þegar það ímyndar sér ADHD.“
Baldur Eiríksson
baldure@dv.is