Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Blaðsíða 27
Lífsstíll 27Vikublað 1.–3. júlí 2014
Einn tíundi
drekkur sig
til dauða
Eitt af hverju tíu andlátum full-
orðinna einstaklinga í Bandaríkj-
unum má rekja til áfengisneyslu.
Þetta kemur fram í rannsókn
sem birtist í Preventing Chronic
Dis ease og fjallað var um í USA
Today.
Vísindamenn rýndu í skýrslur
um andlát fólks á aldrinum 20–64
ára frá 2006–2010 og tóku saman
alla þá sem létust þar sem áfengi
var beinn orsakavaldur, líkt og í
bílslysum, áfengiseitrunum og of-
beldisverkum, sem og þá sem lét-
ust eftir mikla og langa neyslu.
Samkvæmt Daily Beast deyja
2,5 milljónir Bandaríkjamanna
árlega vegna áfengis. Rúmlega
71prósent þeirra sem látast fyrir
aldur fram eru karlmenn.
Lækning við
krabbameini
finnst aldrei
Samkvæmt nýrri rannsókn ætt-
um við að lækka væntingar okk-
ar þegar kemur að stríðinu gegn
krabbameini. Höfundur greinar
í Nature segir sjúkdóminn jafn-
gamlan fjölfrumungum og að
honum verði líklega aldrei útrýmt.
„Við höldum að við munum
geta læknað krabbamein af því
að okkur tókst að senda menn
til tunglsins. En það er í raun
barnaleg fullyrðing. Við ættum
að einbeita okkur að því að skilja
sjúkdóminn betur til að efla með-
ferðir í stað þess að ætla að lækna
hann,“ sagði vísindamaðurinn
Thomas Bosch við Kiel-háskólann
í samtali við Washington Post.
Lauslæti getur
verið gott
Í nýrri rannsókn kemur fram að
þeir sem sofa regulega hjá án
þess að vera í föstu sambandi eru
afslappaðri og lausari við stress
og andlegt álag. Fjallað hefur
verið um rannsóknina í Time og
Huffington Post.
Vísindamaðurinn Zhana
Vrangalova viðurkennir þó að
þegar rýnt sé nokkra mánuði fram
í tímann komi í ljós að lauslæti
eykur líkur á þunglyndi. „Ef þú ert
að sofa hjá þeim sem þú vilt sofa
hjá af því að þig langar til þess
munu áhrif þess verða góð. Hins
vegar ef þú ert að gera það á röng-
um forsendum eða ert of drukk-
in/n til að taka ábyrga ákvörðun
muntu finna fyrir afleiðingunum.“
Vekja athygli á kvenkyns fyrirmyndum
Ljósmyndasamkeppni með alþjóðlega valdeflingu kvenna að leiðarljósi
U
ngmennaráð landsnefndar
UN Women á Íslandi vill vekja
athygli á öllum þeim kven-
kyns fyrirmyndum sem fólk
verður vart við í sínu hversdagslega
lífi. Því hafa þau efnt til ljósmynda-
samkeppni undir þemanu „konur
sem fyrirmyndir.“
Með þessu vilja samtökin varpa
ljósi á valdeflingu kvenna hvar-
vetna um heiminn en UN Women
hefur nýverið hrint í framkvæmd
herferðinni Bejing+20 sem minn-
ist kvennafundarins í Peking árið
1995. Var sá fundur vendipunktur í
réttindabaráttu kvenna. Herferðinni
er ætlað að fagna þeim árangri sem
hefur náðst á síðustu 20 árum á sama
tíma og settur er kraftur í að klára þá
vinnu sem enn er eftir. Ungmenna-
ráð UN Women tekur þátt í að vekja
athygli á þeim árangri sem nú þegar
hefur náðst með því að varpa ljósi á
þær konur sem hver og einn upplifir
sem fyrirmynd, með frekari valdefl-
ingu kvenna að leiðarljósi.
„Kjarni Bejing-hugsjónarinnar
er að jafnrétti fyrir konur og stúlkur,
jafn réttur, jöfn tækifæri og jöfn þátt-
taka mun gera heiminn betri fyrir
okkur öll. Munið, enginn getur gert
allt, en allir geta gert eitthvað. Hefj-
umst handa!“ sagði Jan Eliasson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, þegar herferðinni
var hrint úr vör í síðustu viku.
Hægt er að taka þátt í ljósmynda-
samkeppni Ungmennaráðs UN
Women með því að senda ljósmynd
sem fólk telur tengjast þemanu á net-
fangið youth@unwomen.is fyrir 19.
júlí. Dómarar í keppninni eru Saga
Sigurðardóttir ljósmyndari, Ólafur
Stephensen, ritstjóri hjá 365 miðl-
um, Vilborg Ólafsdóttir leikstjóri og
Erlendur Pálsson áhugaljósmyndari.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sig-
urvegara, meðal annars frá Dusted,
Grillmarkaðnum, Sólheimum, Tapas
barnum og Kol. n salka@dv.is
Ungliðarnir öflugir Ungmennaráð UN Women stendur fyrir ljósmyndasamkeppni til að
vekja athygli á kvenkyns fyrirmyndum og árangri jafnréttisbaráttunnar.
Unnið í 50 ár
á rennibekk
n Júlíus er 75 ára og langar ekki til að hætta n „Ég er nú bara unglamb“
S
umum finnst að ég ætti að
fara að hætta, ég veit nú
ekki til hvers. Ég er ekki neitt
gamalmenni,“ segir Júlíus
Sigmarsson, starfsmaður
á renniverkstæði hjá véltækni- og
málmiðnaðarfyrirtækinu Héðni.
Júlíus verður 75 ára á þessu ári og
hefur starfað hjá fyrirtækinu í 50 ár.
Júlíus, sem yfirleitt er kallað-
ur Júlli, lærði til rennismiðs á sín-
um yngri árum og réð sig í vinnu
hjá Héðni 24 ára. Hann hefur unnið
á rennibekknum síðan þá og finnst
það lítt tíðindavert. Það er þó ekki al-
geng sjón í dag að fólk sé svo lengi
að í líkamlegri vinnu. Hvað þá að
það sé jafn trygglynt fyrirtæki sínu
og Júlíus.
Hann er það ánægður í starfi sínu
að hann sá enga ástæðu til að setj-
ast í helgan stein 67 ára líkt og líf-
eyrisaldur Íslands leyfir. „Ég var við
góða heilsu, til hvers fjandans? Sitja
heima og góna upp í loftið? Þegar ég
byrjaði í Héðni árið 1963 eða 1964
voru karlar hérna yfir áttrætt, einn
eldri en 92 ára. Ég er nú bara ung-
lamb. Nú fæst enginn í þetta. Allir
í háskólanum að læra íslensku eða
einhverja vitleysu.“
Ekki of gamall fyrir starfið
Þrátt fyrir að vinna líkamlega vinnu
á rennibekk segir hann starfið á
rennibekknum ekki reynast sér of
erfitt „Nei, nei, stundum gengur vel
og stundum illa. Það liggur misvel á
manni,“ segir Júlíus en tæknifram-
farir síðustu áratuga gerðu vinnuna
auðveldari. „Þetta er auðveldara en
það var. Minna afl sem þarf að nota.“
Júlíus á eiginkonu og tvær dætur
en honum finnst engin ástæða til að
ætla að hann sé orðinn of gamall fyr-
ir starfið. „75 ár er ekkert mikill aldur.
Hugsaðu þér þegar þú varst sjö ára,
það var ekki mikill aldur. Tíu sinn-
um það, er það mikið? Nei. Ef mað-
ur hugsar það þannig er þetta ekki
langur tími. Þegar maður lítur til baka
er þetta alveg ótrúlegt,“ segir Júlíus.
„Alveg súper“
Júlíus hefur í gegnum tíðina ekki séð
neina ástæðu til að skipta um starfs-
vettvang því honum líkar starfið hjá
Héðni vel. „Það er mjög gott fyrir-
tæki. Alveg súper. Ég er allavega ekki
orðinn leiður á því ennþá.“
Þótt Júlíus sé búinn að vera hjá
sama fyrirtækinu í 50 vill hann meina
að hann hafi unnið á þremur stöð-
um. „Við vorum fyrst í gamla Héðins-
húsinu vestur á Mýrargötu. Svo fór-
um við í Garðabæ og nú erum við í
Hafnarfirði hér suður af Straums-
vík,“ segir Júlíus. „Þetta er eiginlega
tilbreyting í sjálfu sér, ég get sagt að
ég hafi unnið á þremur stöðum. Svo-
leiðis að það styttir starfsaldurinn
töluvert skal ég segja þér,“ segir Júlíus
sem er hógværðin uppmáluð.
Langar ekki að hætta
„Það er nú ekki hægt að vera að
þvælast hérna til hundrað ára
aldurs,“ segir Júlíus sem telur lík-
legt að hann hætti seinna á þessu
ári, en þó með trega. „Ég stefni að
því svona með sjálfum mér. Mað-
ur verður að sætta sig við það líka,“
segir Júlíus sem segist þó í raun ekki
langa til að hætta. „Nei, hvað langar
mann? Það held ég ekki nei. Annars
myndi ég bara hætta núna.“
Júlíus lætur engan segja sér hvort
eða hvenær hann eigi að hætta,
enda nýtur hann starfsins og það
er fyrir öllu. „Ég er alveg frjáls til
að hætta hvenær sem ég vil, ég ræð
því alveg sjálfur. Maður þakkar bara
fyrir að þeir vilji hafa svona eldri
menn,“ segir hinn 75 ára dugnaðar-
forkur.
Engin markviss áform
„Þá ætla ég bara að hætta, og ekki
gera neitt,“ segir Júlíus aðspurður
hvað hann muni taka sér fyrir hend-
ur þegar hann lætur af störfum.
„Ekki nein plön. Það getur vel verið
að maður fari eitthvað til útlanda.
En ekki neitt markvisst.“ n
Salka Margrét Sigurðardóttir
salka@dv.is
„Til hvers
fjandans?
Sitja heima og
góna upp í loftið?
Trygglyndur dugnaðar-
forkur Júlíus hefur unnið hjá
Héðni í 50 ár og langar lítið að
hætta. Mynd SigTryggUr Ari