Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Síða 28
Vikublað 1.–3. júlí 201428 Lífsstíll Færanlegt húsnæði Er lítið að gera í götunni þinni? Ekki málið, við lestum bara húsinu eitthvert annað. Vængjuð einstaklingsför Það er erfitt að sjá með hvaða hætti vængjuðu einstaklingsförin áttu að vera drifin áfram en það er eitthvað mjög heillandi við að geta svifið um á eigin vængjum og reykt pípu í leiðinni. Framtíðin fyrir hundrað árum n Svona var framtíðarsýnin árið 1900 n Flogið með vængjum og gengið á vatni Þýski súkkulaðiframleiðandinn Hildebrand gaf út póstkort í kring- um aldamótin 1900 þar sem spáð var fyrir um hvernig framandi fram- tíð myndi líta út aldamótin 2000. Þá, sem nú, leitaðist fólk við að reyna að skilja og spá fyrir um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Á með- al þess sem Hildebrand spáði fyrir um var þak á stórborgir, vængjuð einstaklingsför, færanlegar gang- stéttir og veðurvélar. Vatnslestin Erfitt að ímynda sér hvernig þessi græja átti að ganga neðansjávar en skemmtilega undarleg hugmynd. Lögreglan sér í gegn- um veggi Þetta tækniundur átti að gera lögreglumönnum kleift að sjá verknað glæpamanna í gegnum veggi með röntgentækni. Þá vantaði einungis að lögreglan hefði vitneskju um nákvæmlega hvar og hvenær glæpur færi fram. Gengið á vatni Virðist mjög hentugt að festa við sig loftbelg og skíði til þess að ganga á vatni. Þak á stórborgir Hversu hentugt væri að skella bara upp þaki á Reykjavík þegar haustlægðirnar koma? Leiklist sjónvarpað Hildebrand var þó ekki alltaf fjarri lagi. Þarna má sjá hvernig leikrit sem fer fram á einum stað er varpað annað. Færanlegar gangstéttir Hildebrand spáði því að í framtíðinni þyrfti hefðarfólk ekki að hreyfa sig fet. Það biði bara eftir því að gangstéttin færi með það yfir götuna. Skoðunarkafbátar Á þessum tíma var hönnun kafbáta þegar hafin en spáin um að þeir yrðu notaðir í stórum stíl í ferðamennsku neðansjávar hefur enn ekki ræst. Veðurvélar Eitt af þeim atriðum sem maðurinn mun sennilega aldrei ná að beisla, veðrið. Búa til svifhjól Hvern hefur ekki dreymt um að eiga svifhjól eins og í Star Wars? Nú gæti sá draumur ræst, ef hug- myndir bandaríska fyrirtækisins Aerofex verða að veruleika. Það vinnur nú að þróun slíks farar- tækis. Farartækið ber vinnu- heitið Aero-X og er svipað að stærð og lítill bíll. Framleiðend- ur vonast til að það muni rúma tvo farþega en tilraunaútgáfan hefur einungis pláss fyrir einn hugrakkan. Aero-X mun svífa rétt yfir jörðinni og vonast er til að það komist á rúmlega 70 kíló- metra hraða á klukkustund. Ráð- gert er að svifhjólið komi á al- mennan markað árið 2017. Þegar farangur tapast Breska blaðið Telegraph tók ný- lega saman ráð fyrir ferðalanga sem verða fyrir því að farangur þeirra tapast eða berst seint. Samkvæmt blaðinu er lykilatriði að fylla út eyðublað og tilkynna um seinkun eða tjón á farangri áður en farið er frá viðkomandi flugstöð – svokallað PIP-eyðu- blað. Þá þarf að lýsa töskunni í smáatriðum en ekki er vit- laust að eiga myndir af henni í símanum. Með því að fylla út eyðublaðið ætti að vera hægt að fylgjast betur með gangi mála þegar hringt er í farangursþjón- ustuna á flugvellinum. Ef að taskan finnst ekki innan þriggja vikna er hún formlega „týnd“ en á meðan er flugfélagið skuld- bundið til að sjá farþegum fyrir nauðsynjavöru svo sem salernis- vöru, nærfötum og öðrum nauðsynjum sem kunna að vera í töskunni. Ýmist er slíkt greitt út strax eða viðkomandi tekur kvittanir fyrir kaupunum. Að lokum mun flugfélagið að öllum líkindum reyna hrinda kostnaði yfir á tryggingafélag ef taskan finnst ekki og þá þarf að skoða vel hvort trygging sé yfirhöfuð til staðar og hvort hún bæti allt sem bæta þarf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.