Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Qupperneq 32
32 Menning Vikublað 1.–3. júlí 2014 Dagur leiðir safarí Dagur B. Eggertsson mun leiða Reykjavík Safarí fimmtudags- kvöldið 3. júlí. Boðið verður upp á kvöldgöngur í miðbæ Reykja- víkur á sex tungumálum þar sem menningarlífið og menn- ingarstofnanir í miðborginni eru kynntar. Bent er á leikhús, styttur bæjarins og aðra menningar- og sögutengda staði og staldrað við á nokkrum menningarstofnun- um Reykjavíkur. Göngurnar eru hugsaðar fyrir íbúa af erlendum uppruna og aðra nýja íbúa borg- arinnar en ferðamenn og allir aðrir eru hjartanlega velkomn- ir. Boðið er upp á leiðsögn á íslensku, ensku, pólsku, víet- nömsku, arabísku og frönsku. Þegar göngunni lýkur munu allir hóparnir hittast í aðalsafni Borgarbókasafns þar sem boð- ið verður upp á hressingu og skemmtun frá Sirkus Íslands. Lagt verður af stað frá Grófarhúsi, aðalsafni Borgarbókasafnsins, Tryggvagötu 15, klukkan 20.00. n Hyggjast koma á fót 90 fermetra tónlistarstúdíói í gömlu frystihúsi S vona verkefni gefa manni mjög sterka tilfinningu fyrir tilgangi,“ segir myndlistar- konan Una Sigurðardóttir. „Þar sem verkefnið er mjög ögrandi vex maður innan þess og er stanslaust að auka þekkingu sína og getu.“ Hún og unnusti hennar, írski tónlistarmaðurinn Vinny Vamos, vinna nú að uppsetningu á 90 fer- metra upptökuveri í gömlu íssílói í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðv- arfirði. Lokatakmarkið er að geta boðið tónlistarfólki upp á eins- taka aðstöðu og vinnustofudvöl á Stöðvarfirði þar sem unnt verður að fullvinna tónlist til útgáfu. Stefnt er að því að Stúdíó Síló verði tilbú- ið um næstu áramót en upptöku- verið dregur nafn sitt af fyrra hlut- verki rýmisins en þar voru ísbirgðir frystihússins geymdar á árum áður. „Með því að samnýta þá aðstöðu sem þegar hefur verið komið upp verður hægt að taka upp allt efni á plötu, prenta út umslög og umbúð- ir, þrykkja á boli og plaköt og jafnvel halda tónleika í salnum hér,“ segir Una Björk í samtali við DV. Ljóst er að umtalsverðar framkvæmdir eru fram undan en þau hafa þegar afl- að timburs og annars efniviðar hjá velviljuðum Austfirðingum. Þrátt fyrir að verkefnið sé að öllu leyti unnið í sjálfboðavinnu munu þau þurfa fjármagn til kaupa á upptöku- búnaði. Þau ákváðu því að safna áheitum á hópfjármögnunarsíð- unni Karolina Fund og geta áhuga- samir þannig tekið þátt í fjármögn- un þess. Frystihúsi umturnað Sköpunarmiðstöðinni var kom- ið á legg af þeim Rósu Valtengojer og Alexander Smára Gjöveraa árið 2011 þegar þau, með hjálp ná- granna og vina, ákváðu að breyta gömlu 2.300 fermetra frystihúsi á Stöðvarfirði í rými fyrir skapandi fólk, og stuðla um leið að upp- byggingu á svæðinu. Nú þremur árum síðar er þegar búið að koma upp tónleikasal, vinnustofum og þremur verkstæðum; járn- og tré- smíða- auk rafmagnsverkstæðis. Þá er áætlað að keramik og prentverk- stæði verði tilbúin í haust sem og fleiri vinnustofur listamanna. Una og Vinny hafa verið búsett á Írlandi síðustu misseri en þar hafði Vinny starfrækt upptökuver síð- astliðinn áratug. Þau komu til Ís- lands í vetur og settust að á Stöðv- arfirði. Segja má að þau hafi fallið fyrir Sköpunarmiðstöðinni þar sem sjálfbærnin er höfð að leiðarljósi og ekki leið á löngu þar til þau fengu þá hugmynd að koma á fót fyrrgreindu upptökuveri. Vinny segir hið gamla íssíló mjög vel hljóðeinangrað og því hentugt fyrir upptökuver. Stúdíó í heimklassa Nýverið fengu þau til liðs við sig Texasbúann John H. Brandt, en hann er mjög þekktur hönnuður og hljómburðarráðgjafi og hefur hannað upptökuver í yfir fjörutíu löndum. „Hann er búsettur í Indó- nesíu um þessar mundir og við vinnum að hönnuninni í gegnum Skype þessa dagana,“ segir Una og bætir við að það hafi verið ómet- anlegt að fá hann til liðs við ver- kefnið. Vinny tekur undir þetta: „Með hönnun John H. Brandt verð- ur hljómburðurinn í stúdíóinu eins og hann gerist bestur.“ Una vonast til að aðstaðan muni laða að jafnt innlenda sem erlenda tónlistarmenn sem myndi glæða mjög tónlistarlíf á Austurlandi. Hún segir marga þegar hafa sýnt áhuga. „Það er skemmtilegt að segja frá því að fjölmargir hafa nú þegar haft samband við okkur og langar til þess að koma og taka upp.“ Una, Vinny og félagar njóta nú liðsinnis fjórtán sjálfboðaliða frá samtök- unum World Wide Friends en eins og gefur að skilja eru ýmsar fram- kvæmdir í gangi. Gott fyrir vinnualka „Núna er til dæmis verið að leggja grunninn að nýjum vinnustofum sem verða settar upp síðar í sumar,“ segir Una og bætir því við að vinnu- andinn sé afar góður. „Já, hér er mik- il vinátta og það er svo mikil orka í fólkinu að hér erum við nánast að allan sólarhringinn. Þetta er kjörið fyrir svona vinnualka eins og mig en það segi ég nú bara vegna þess að þetta er svo rosalega skemmtilegt og verkefnið allt er auðvitað mjög áhugavert og spennandi.“ Þegar þetta var skrifað höfðu um 190 þúsund krónur safnast af þeirri hálfu milljón sem upp á vant- ar til þess að klára Stúdíó Síló. Sam- skotssafnanir á Karolina Fund virka þannig að söfnunin er felld niður og fjármagni skilað til styrkveitenda ef ekki næst sett markmið á gefnu tímabili. Þess vegna biðla þau Una og Vinny til áhugasamra að leggja þeim lið, enda geti margt smátt gert eitt stórt. Á vefsíðu söfnunar- innar á Karolina Fund má sjá bráð- skemmtilegt kynningarmyndband um verkefnið og þannig kynnast því betur. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Hentugt húsnæði Vinny Vamos hefur starf­ rækt upptökuver í Írlandi síðasta áratuginn. Hann segir gamla íssílóið mjög vel hljóðein­ angrað og því hentugt fyrir upptökuver. Breytt hlutverk Verið er að breyta 2.300 fermetra frystihúsi á Stöðvarfirði í rými fyrir skapandi fólk. Úr ísnum í eld- heitt upptökuver Fyrir tónlistarmenn Una Sigurðardóttir von­ ast til að aðstaðan muni laða að jafnt innlenda sem erlenda tónlist­ armenn, sem myndi glæða mjög tónlistarlíf á Austurlandi. „… fjölmargir hafa nú þegar haft samband við okkur og langar til þess að koma og taka upp Reynir sterki Tökur á heimildamyndinni Reyn- ir sterki hefjast þann 7. júlí. Frá þessu greinir vefsíðan Klapptré en það er vonarstjarna íslenskrar leikstjórnar, Baldvin Z, sem gerir myndina. Zetafilm, fyrirtæki Baldvins framleiðir myndina með stuðningi frá Kvikmynda- miðstöð Íslands. Myndin fjall- ar um ævi Reynis Arnar Leós- sonar sem lést í desember 1982 þá rúmlega fertugur. Hann bjó yfir ótrúlegum styrk og komst meðal annars í Heimsmetabók Guinness fyrir að brjótast út úr fangaklefa sem hann sat hlekkj- aður inni í. Myndin verður frum- sýnd jólin 2015. Portishead velur myndirnar Listahátíðin ATP eða All To- morrows Parties fer fram dagana 10.–12. júlí. Breska sveitin Portis- head er aðalnúmer hátíðarinn- ar en meðlimir hennar sjá einnig um að velja þær kvikmyndir sem sýndar verða. Um hefð er að ræða á ATP-hátíðum en Portishead velur einnig bækur sem meðlim- ir mæla með og þannig gefst há- tíðargestum tækifæri til að kynn- ast meðlimum hljómsveita og menningarsmekk þeirra. Í ár er það hins vegar þannig að Portis- head velur myndirnar en söngv- arinn og alþingismaðurinn Óttarr Proppé velur bækurnar en hann starfaði lengi í bókabúð áður en ferill hans í stjórnmálum hófst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.