Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Qupperneq 38
Vikublað 1.–3. júlí 201438 Fólk Svarti sauðurinn K ardashian-fjölskyldan er sögð vera að undirbúa inngrip og að koma Rob Kardashian í meðferð eftir að TMZ birti myndir af honum að reykja kannabis og drekka hóstasaft. Rob hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin misseri en hann hefur fitnað mikið og af raunveruleikaþáttunum Keeping up with the Kardashians að dæma virðist baráttan við aukakílóin lítið ganga. Kódín og gras Á myndum sem TMZ birtir sést Rob reykja kannabis og drekka úr bolla sem á stendur „Siplean – Codain Boys“ en þessi glös eru vinsæl undir drykkinn Sizzerup eða Purple drank eins og hann er jafnan kallaður. Um er að ræða hóstasaft sem inniheld- ur kódín og lyfið promethazine en hóstasaftinu er jafnan blandað út í Sprite, Mountain Dew eða aðra gos- drykki. Íslenska lyfjafyrirtækið Acta- vis er á meðal fyrirtækja sem hafa framleitt hóstasaftið og selt í Banda- ríkjunum. Sizzerup er sífellt vaxandi vanda- mál í Bandaríkjunum en neysla þess hófst í rappsenunni vestan hafs og hafa rapparar eins og Lil Wayne ver- ið þekktir fyrir mikla neyslu þess. Neysla kódíns í miklum mæli get- ur hægt á starfsemi öndunarfæra og þegar neysla áfengis og annarra efna bætist ofan á er voðinn vís. Vill ekki í meðferð Kim, systir Rob, er sögð hafa hringt á hinar ýmsu meðferðarstofnanir til þess að fá ráðleggingar en Rob hef- ur hingað til neitað að fara í með- ferð. Í þáttunum sem fjalla um líf fjölskyldunnar talar Rob opinskátt um þyngdaraukningu sína og virðist hún leggjast þungt á kappann. Hann hefur reynt að koma sér aftur í form en án árangurs. Á meðan virðist allt ganga eins og í sögu hjá flestum öðrum í fjöl- skyldunni. Kim giftist nýlega rapp- aranum Kanye West og dóttir þeirra, North, fagnaði sínu fyrsta afmæli nýverið. Þá á Kourtney von á sínu þriðja barni og Kendall hefur náð skjótum frama sem fyrirsæta. Móð- ir Robs, Kris Jenner, hefur sagt í þátt- unum að þyngdaraukning Robs og óheilbrigður lífsstíll hans sé þegar farið að ógna heilsu hans. Þegar Kim og Kanye gengu í það heilaga ætlaði Rob ekki að vera við- staddur brúðkaupið. TMZ greindi frá því að Rob kærði sig ekki um athyglina og myndatökurnar sem fylgdu en sjálfsímynd hans er sögð í molum eftir að hann bætti á sig. Skömmu fyrir brúð- kaupið flaug hann til Frakk- lands en fjölskyldumeðlimur fór og sótti hann. Lamar sparkað Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kar- dashian-fjölskyldan tekst á við eitur- lyfjafíkn. Körfuboltastjarnan og fyrr- verandi eiginmaður Khloe, Lamar Odom, hefur glímt við mikla fíkn. Khloe sparkaði kappanum þegar neyslan var sem mest en hann er nú sagður hafa bætt ráð sitt og vinnur hörðum höndum að því að vinna hug hennar á ný. Khloe beið hins vegar ekki eftir því og er nú í sambandi með rapparanum French Montana. Lamar hafði bókað heila eyju nærri Saint-Tropez til að fagna 30 ára afmæli Khloe en ekkert verður úr því. Hún fagnaði afmælinu ásamt Montana og nánustu vinum á Gansevoort- hótelinu í New York á fimmtu- dag. n n Rob Kardashian er sagður stríða við fíkn Áhyggjufullar Kardashian-mæðgur eru ekki sáttar við þróun mála. Gripinn Fjölskyldan reynir að koma Rob í meðferð. Í vondum málum Rob Kardashian vill komast í form en reykir bara gras og drekkur hóstasaft. Ólátaseggur Shia var ekki upp á sitt besta á söngleiknum Cabaret en hér sést hann yfirgefa dómsal á Man- hattan í New York á föstudaginn. Leikarinn Shia LaBeouf færður í handjárnum af söngleik L eikaranum Shia LaBeouf var vís- að út af Broadway-söngleiknum Cabaret á dögunum. Hinn 28 ára leikari var með mikla truflun á fyrri hluta sýningarinnar. Hann fór meðal annars baksviðs og rassskellti nokkra leikara ásamt því að reykja inni í leikhúsinu. Þegar lögregla var kölluð á staðinn á hann að hafa hót- að þeim í reiðikasti. Lögreglan hand- járnaði hann og færði hann á lög- reglustöð í New York þar sem hann gisti í fangaklefa eina nótt. Hann hefur verið kærður fyrir að fara inn á eign annars í leyfisleysi og fyrir ósiðlega hegðun. „Hann sýndi ósiðlega hegðun, var að reykja og leit út fyrir að vera í vímu inni í leikhúsinu,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í New York við tímaritið The Wrap. Leikarinn Benj Pasek greindi frá atvikinu á samskiptavefnum Twitter og sagði að LaBeouf hafi verið færður út grátandi af sex lögreglumönnum. Heimildamenn segja einnig að hann hafi lyktað mjög illa. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Shia LaBeouf sýnir slíka hegðun á al- mannafæri. Hann hefur oft komist í heimspressuna fyrir að koma á óvart með óæskilegri hegðun. n Rassskellti leikara og reykti inni Flúr á hausinn Kelly Osbourne fékk sér nýver- ið húðflúr á höfuðið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Kelly er eins og nafnið gefur til kynna dóttir söngvarans Ozzy Osbo- urne. Húðflúrið fékk hún sér vinstra megin á höfðinu en á því stendur einfaldlega „Stories“ eða „sögur“. Kelly er þekkt fyrir lítið annað en að vera dóttir föð- ur síns. Undanfarin ár hefur hún verið með þáttinn Fashion Police ásamt hinn kjaftforu og síungu Joan Rivers. Nota fanga- myndir af frægum Tónlistarhjónin Beyoncé og Jay -Z nota fangamyndir eða „mug shot“ af frægu fólki á tónleikaferð sinni, On the Run, sem hófst þann 25. júní síðastliðinn. Fanga- myndir af stjörnum eins og Justin Bieber, 50 Cent, Robert Downey Jr., Russell Brand og af Jay-Z sjálf- um munu birtast á skjá fyrir aftan sviðið. Klæðaburður Beyoncé hefur einnig vakið nokkra athygli en hún virðist vera að færa sig meira í áttina að kynþokkafullum klæðaburði og tilburðum á tón- leikum og í myndböndum sínum. Þreyttur rokkari Gítarhetjan og tónlistargoðsögn- in Eric Clapton íhugar að hætta tónleikaferðum. Clapton verður 70 ára á næsta ári og segir 50 ár af stöðugu rokki hafa tekið sinn toll. „Það er fullt af hlutum sem mig langar til þess að gera, en ég er að íhuga að setjast í helgan stein. Ég hugsa að ég leyfi mér að halda áfram að taka upp tónlist inn- an skynsamlegra marka,“ sagði Clapton í samtali við The Mirror en hann sagði bakverki og ýmsa undarlega kvilla hrjá sig eftir tón- listarferilinn. Annað sem Clapton segir að dragi úr ánægjunni af því að ferðast sé að heimurinn sé að minnka. Of mörg lönd séu að verða smærri útgáfa af Banda- ríkjunum og séu að tapa sérstöðu sinni. Clapton hefur vanið kom- ur sína hingað til lands á hverju sumri í mörg ár. Þá veiðir hann lax í Vatnsdalsá og í Laxá á Ásum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.