Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Page 2
2 Fréttir 13.–15. september 2013 Helgarblað
DAGUR KARTÖFLUNNAR
Dagskrá:
14:00-14:15 Áslaug Helgadóttir
Norrænt samstarf
14:20-14:40 Hildur Hákonardóttir
Áhrif kartöflunnar á
þéttbýlismyndun á Íslandi
14:45-15:05 Brynhildur Bergþórsdóttir
Nýting kartöflunnar
15:15-16:00 Tekið upp úr kartöflu -
garðinum og úrslit í
kartöfluréttarkeppni kynnt
Samkeppni um besta kartöfluréttinn: Allir
geta tekið þátt og komið með kartöflurétt,
dómnefnd velur besta réttinn - vegleg
verðlaun.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir,
aðgangur ókeypis.
Opið alla daga frá 15. maí til 15. sept. milli kl 11–18. Á öðrum tímum eftir samkomulagi.
sími 483 1504 | husid@husid.com | www.husid.com
Dagur kartöflunnar
Málþing í Húsinu á Eyrarbakka
14. september 2013 kl. 14:00–16:00
Draumurinn lifir
3 Ísland á fína möguleika á að komast í umspil um sæti á
lokakeppni HM í Brasilíu næsta
sumar eftir
frábæran sigur á
Albönum, 2–1, í E-
riðli undankeppn-
innar á þriðjudags-
kvöld. Íslenska
liðið lék vel í leikn-
um og var feikilega
vel stutt af 9.768
áhorfendum sem
fylltu Laugardals-
völl og létu grenjandi rigningu ekk-
ert á sig fá. DV fjallaði um leikinn á
miðvikudag og var leikmönnum gef-
in einkunn fyrir frammistöðu sína
í leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson var
besti maður Íslands í leiknum að
mati blaðsins og fékk einkunnina 9.
Leynd yfir sjálfs-
vígi
2 Hælisleitandinn sem svipti sig lífi í Skessuhelli við smábáta-
höfnina í Reykjanesbæ á sunnu-
daginn var frá Tékklandi. Þetta kom
fram í umfjöllun
DV um mál
mannsins á mið-
vikudag. Hann kom
hingað til lands frá
Kanada fyrir tveim-
ur mánuðum og
óskaði eftir því að
fá viðurkenningu
á stöðu sinni sem
flóttamaður hér. Manninum
var lýst af viðmælendum DV sem
hlédrægum einfara en hann var um
fertugt. Hann bjó með syni sínum á
gistiheimilinu en drengurinn er nú í
umsjón barnaverndaryfirvalda.
Börn í kulda og
myrkri
1 „Við vorum að koma heim með nýfætt barn þegar rafmagnið
og hitinn fór af öllu
húsinu. Þetta var
mjög erfitt fyrir okk-
ur,“ sagði ung móð-
ir sem búsett er í
skrifstofuhúsnæði
í Hamraborg 7 í
Kópavogi, í samtali
við DV á mánudag.
Hiti og rafmagn
var tekið af húsinu í byrj-
un síðustu viku vegna vangoldinna
reikninga eigenda og kom ekki aftur
á fyrr en undir lok vikunnar. Um það
bil 30 manns, að mestu frá Póllandi
og Eystrasaltslöndunum, búa í her-
bergjum hússins en því hefur verið
breytt í einhvers konar íbúðahótel.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
Deilt um virkni
inflúensulyfs
n Heimilislæknar sagðir skrifa upp á lyfið til að losna við sjúklinga
F
lestir Íslendingar kannast við
lyfið Tamiflu, sem oft er not-
að sem meðferð eða fyrir-
byggjandi lyf gegn inflúensu
þegar inflúensuveira er að
ganga í samfélaginu. Færri vita þó að
innan læknageirans er töluvert deilt
um virkni þess. Rannsóknir á virkni
lyfsins hafa ekki sýnt fram á með
óvefengjanlegum hætti að lyfið geri
nokkuð gagn í að hefta útbreiðslu
eða að það hafi nokkuð forvarnar-
gildi. Nú er líða fer að haustmánuð-
um sem og inflúensutímabilinu og
er því vert að líta á gildi lyfsins.
Engar óháðar rannsóknir
Eins og fyrr segir þá er töluvert deilt
um virkni lyfsins og er það helst
vegna þess að framleiðandi lyfsins,
Roche, neitar að deila upplýsing-
um svo óháðar rannsóknir geti farið
fram. Óháðir aðilar, svo sem óháðu
rannsóknarsamtökin Cochrane,
hafa þó greint þær rannsóknir sem
Roche hefur gefið út og var útkom-
an úr þeim að draga mætti þá niður-
stöðu að lyfið dragi smávægilega úr
þeim tíma sem fólk er veikt af inflú-
ensuveiru – um á að giska hálfan til
heilan dag. Auk þess töldu óháðu
rannsakendurnir að óljóst væri hvort
lyfið stöðvaði útbreiðslu inflúensu-
veira. Greining Cochrane-samtak-
anna á rannsóknum á virkni lyfsins
leiddu hins vegar í ljós að töluverð
slagsíða var á þeim, það er að segja
útgefna rannsóknir voru einum of
jákvæðar miðað við gefna reynslu.
Inntöku lyfsins fylgja auk þess ýmis
aukaáhrif svo sem tíð uppköst.
Skrifa upp á lyfið til að losna við
sjúklinga
Þrátt fyrir óljóst gildi lyfsins er þó
nokkuð um að heimilislæknar skrifi
upp á lyfið fyrir sjúklinga sína. Eins
og hefur komið fram er lyfið helst
notað þegar inflúensutímabil stend-
ur yfir. Samkvæmt heimildum DV
er ein ástæða fyrir því að heimil-
islæknar skrifi upp á lyfið að sum-
ir sjúklingar krefjast skjótra við-
bragða við sjúkdómum sem læknast
oftast sjálfkrafa með tíma. Lyfið er
hins vegar ekki ódýrt, en tíu hylkja
skammtur kostar að jafnaði rúm-
lega sex þúsund krónur. Þar sem
lyfið er merkt sem núll prósent lyf
af Sjúkratryggingum Íslands þýðir
það að lyfið er ekki niðurgreitt. Árið
2012 var heildarfjöldi seldra pakkn-
inga rúmlega fjögur hundruð stykki.
Engar tölur eru komnar fyrir árið
2013 en fyrr á árinu voru birtar frétt-
ir þar sem lyfjafræðingur kvartaði
yfir skorti á lyfinu. Þá stóð yfir inflú-
ensufaraldur á landinu.
„Sérkennilegt lyf“
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
gefur ekki mikið fyrir gagnrýni á
Tamiflu. „Rannsóknir frá Cochrane-
samtökunum eru yfirleitt í nei-
kvæðari kantinum, þeir eru mjög
krítískir. Þeir birta mjög gjarnan
greinar um gagnsleysi hins og þessa
lyfs. Þeir hafa verið krítískir á þetta
lyf en af flestum er þetta lyf talið
gagnlegt.“
Haraldur segir þó að vara-
samt sé að líta á lyfið sem lausn
við inflúensu faraldri: „Það dreg-
ur mjög snögglega úr einkennum
… en á heildina litið ef þú ert að
nota þetta við árstíðabundinni in-
flúensu ertu að græða mjög stuttan
tíma, það styttir aðeins tímann sem
þú ert veikur. Flensan gengur yfir á
nokkrum dögum og ef þú tekur lyfið
snemma geturðu aðeins stytt veik-
indin. Á heildina litið ef maður er
með venjulega flensu er ekki líklegt
að þetta sé að skila neinu. Þetta er
mjög sérkennilegt lyf, því það slær
mjög fljótt á einkennin en maður
er nokkra daga að jafna sig engu að
síður.“
Spurður hvort það tíðkist að
skrifa upp á lyf til að losna við sjúk-
linga segir Haraldur: „Það kann að
vera, en í tilvikum sumra sjúklinga
eins og þeirra sem eru lungnasjúkir
þá getur það átt rétt á sér. Hraust fólk
þolir nú samt inflúensuna.“ n
Hjálmar Friðriksson
blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is
Haraldur Briem sóttvarnalæknir Segir lyfið gera gagn fyrir þá sem eru veikir fyrir.
Fólskuleg árás
á Litla-Hrauni
Karlmaður varð fyrir fólskulegri
líkamsárás í fangelsinu Litla-
Hrauni á fimmtudag. Maðurinn
var fluttur með sjúkrabíl í skyndi á
Selfoss skömmu eftir árásina með
áverka í andliti. Lögreglan á Sel-
fossi staðfesti þetta í samtali við
DV á fimmtudag.
Samkvæmt heimildum DV
varð maðurinn fyrir árás tveggja
manna og var hann barinn
ítrekað með lás í andlitið svo
hann lá óvígur og alblóðugur eftir.
Höggin skiptu tugum samkvæmt
heimildum DV.
Að sögn varðstjóra hjá lög-
reglunni á Selfossi er málið til
rannsóknar.
Sló lækni við
skyldustörf
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt karlmann í eins mánaðar
fangelsi fyrir veitast með ofbeldi
að lækni á Heilbrigðisstofun
Suðurnesja þann 11. desember
2011. Var maðurinn ákærður
fyrir að slá lækninn með flötum
lófa á hægri kinn með þeim af-
leiðingum að hann hlaut mar yfir
hægra kinnbeini og tognun í hálsi.
Árásarmaðurinn játaði sök en bar
því við að hann hefði verið í and-
legu ójafnvægi þegar atvikið átti
sér stað og auk þess undir áhrifum
vímugjafa. Dómurinn er skilorðs-
bundinn til tveggja ára.