Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Qupperneq 6
„Inngrip í friðhelgi einkalífs“
n Píratar mótmæla ríkisstjórnarfrumvarpi
Í
júní lagði forsætisráðherra fram
frumvarp um breytingu á lög-
um um Hagstofu. Markmið þess
var að heimila Hagstofu að óska
eftir persónugreinanlegum upp-
lýsingum af fjárhagslegum toga frá
fyrirtækjum og einstaklingum um
viðskipti þeirra við þriðja aðila.
Ríkisstjórnin hefur sagt að tilgang-
ur þessara laga sé að afla upplýs-
inga um fjárhagsstöðu einstaklinga
fyrir mögulega höfuðstólslækkun
lána. Áform þessi hafa verið mjög
umdeild meðal bæði stjórnar-
og stjórnarandstöðuþingmanna.
Helstu mótmælin hafa þó komið
úr röðum þingmanna Pírata. Þeir
segja að rökin fyrir frumvarpinu séu
ekki nægilega sterk til að ganga inn
á friðhelgi einkalífs með þeim hætti
sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þing-
maður Pírata, sagði í samtali við DV
að frumvarpið væri bæði vanhugsað
og að það gengi inn á friðhelgi einka-
lífsins með vondum hætti. „Ástæðan
fyrir þessu er svo ofboðslega slæm því
þetta er bara tímaskortur og óþolin-
mæði. Það á ekki einu sinni að nýta
þessi gögn fyrr en á næsta ári eftir að
nefndin um höfuðstólslækkun lána
er búin að skila af sér. Það er bara ver-
ið að keyra þetta í gegn núna vegna
þess að þeir vilja klára þetta á þessu
þingi, ekki vegna þess að þessi út-
færsla sé svo góð,“ sagði Helgi Hrafn.
Spurður hvort frumvarpið verði sam-
þykkt á þingi í óbreyttri mynd þrátt
fyrir mótmæli ýmissa þingmanna
Sjálfstæðisflokksins sagði Helgi
Hrafn: „Ég skil ekki hvernig sjálfstæð-
ismenn sem trúa á málstað Sjálfstæð-
isflokksins geti samþykkt þetta. Mér
sýnist þeir eingöngu ætla að sam-
þykkja þetta mál til að þóknast Fram-
sóknarflokknum. Það er óvíst hvað
sjálfstæðismenn gera, hvort þeir fari
eftir sínum gildum eða hvort þeir
guggni fyrir framsóknarmönnum.“ n
Sami tekinn níu
sinnum
Samkvæmt tilkynningu frá Lög-
reglustjóra á Suðurnesjum hafa
akstursbrot þar sem ökumenn
hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna
aukist talsvert frá því á sama tíma
í fyrra.
Það sem af er á árinu hafa sam-
tals 149 akstursbrot verið skráð
hjá lögreglunni á Suðurnesjum
en aðeins 89 brot voru skráð á
sama tímabili árið 2012. Þarna er
því um 67 prósenta aukningu að
ræða milli árshluta. Þá eru dæmi
um að sami ökumaður hafi verið
tekinn níu sinnum fyrir fíkniefna-
akstur og annar sjö sinnum. Báðir
óku án ökuréttinda. Lögreglan á
Suðurnesjum ákvað í fyrra að taka
sérstaklega á fíkniefnavanda í sínu
umdæmi.
Kim á bók-
menntahátíð
Danski rithöfundurinn Kim
Leini mun fjalla um kynni sín af
Grænlandi og áhrifum danskrar
tungu og menningar þar í landi
á Bókmenntahátíð sem nú er
hafin. Skáldsögur hans hafa jafn-
an fjallað um grænlenskt sam-
félag og veitt sérstaka innsýn í
menninguna þar. Stofnun Vig-
dísar Finnbogadóttur í erlend-
um tungumálum við Háskóla Ís-
lands stendur fyrir viðburðinum
í samvinnu við Bókmenntahátíð.
Málstofan fer fram í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafnins sunnudaginn
15. september og hefst kl. 15.30.
Umræður fara fram á dönsku.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill á meðan húsrúm leyfir.
n Ungir drengir voru inni í Skessuhelli þegar hælisleitandi framdi sjálfsvíg
A
ð minnsta kosti fjórir
drengir urðu vitni að því
þegar hælisleitandi frá
Tékklandi svipti sig lífi í
Skessuhelli síðastliðinn
sunnudag. Drengirnir voru inni í
hellinum þegar þessi voveiflegi at-
burður átti sér stað. Þeir munu ekki
hafa áttað sig á því hvað maðurinn
var að gera inni í hellinum, héldu
fyrst að hann væri að fremja gjörn-
ing tengdan Ljósanótt, og reyndu að
ná sambandi við manninn. Það var
ekki fyrr en fullorðin kona kom þar
að og kallaði lögregluna til sem þeir
áttuðu sig á aðstæðunum. Þeim var
í kjölfarið veitt áfallahjálp en líðan
þeirra er eftir atvikum. Málið hefur
vakið óhug á meðal íbúa bæjarins.
Vinsæll á meðal barna
Maðurinn sem um ræðir lætur eftir
sig unglingsdreng sem nú er í hönd-
um barnaverndaryfirvalda. Skessu-
hellir er manngert byrgi, nálægt
smábátahöfninni í Reykjanesbæ.
Hann er sagður heimili skessu sem
kom sjómönnum til bjargar í ofsa-
veðri á Suðurnesjum.
Tveir útgangar eru á hellinum
og inni í honum er stærðarinnar
tröllskessa, listaverk listahópsins
Norðanbáls. Hann hefur lengi ver-
ið vinsæll á meðal barna í bæn-
um. Drengirnir sem þar voru að
leik þennan örlagaríka dag munu
fá áframhaldandi aðstoð og fylgst er
með líðan þeirra.
Líðan góð eftir atvikum
Eins og DV greindi frá á miðviku-
daginn fengu 25 hælisleitend-
ur á gistiheimilinu Fit áfallahjálp á
vegum Rauða krossins í kjölfar at-
burðarins. „Svona er auðvitað alltaf
sorgaratburður og það er eðlilegt
að fólk sýni viðbrögð við því,“ sagði
Áshildur Linnet, framkvæmdastjóri
Rauða krossins í Hafnarfirði, í sam-
tali við DV.
Heimildarmaður DV sem þekk-
ir til drengjanna segir líðan þeirra
góða eftir atvikum. Svo virðist sem
þessi hryllilegi atburður hafi ekki
haft of mikil áhrif á þá. Slík áhrif geti
þó komið fram seinna. „Það getur
verið að þetta komi ekki til með að
hafa nein áhrif á þá. Maður vonar
það auðvitað.“
Öll viðbrögð eðlileg
Guðný Björnsdóttir, verkefnastjóri
Rauða krossins á Akureyri, hefur
starfað með áfallahjálparteymi
Rauða krossins. Hún segir að í
rauninni sé um sálræna skyndi-
hjálp að ræða. „Við komum á vett-
vang og erum til staðar á fyrstu stig-
um áfalls, fyrir þá sem verða vitni að
slysum, en í framhaldinu taka heil-
brigðis- og félagsmálayfirvöld við
keflinu.“
Áfallateymið er með eftirfylgni
fyrstu dagana, en það fer eftir að-
stæðum hverju sinni hversu lengi
sú eftirfylgni varir. Guðný segir við-
brögð fólks eins misjöfn og slys-
in eru mörg. „Það fer eftir hverjum
einstaklingi fyrir sig.“ Hún segir að í
raun séu öll viðbrögð eðlileg. „Þetta
er bara óeðlilegt ástand þannig að
það verður bara að tækla hvert til-
vik fyrir sig. Það er misjafnt hvernig
hlutirnir verka á fólk.“
Áföll barna öðruvísi
Guðný segir börn upplifa áföll á ann-
an hátt en fullorðnir. „Það er auðvit-
að munur á því hvernig börn og full-
orðnir upplifa áföll. Þau fara meira
inn og út úr áföllum. Inn í sinn leik
og hugarheim og svo koma þau aft-
ur á meðan fullorðnir eru meira
bundnir af áföllunum.“ Hún segir
að áfallateymi Rauða krossins skilji
engan eftir í óvissu. „Við komum
málum alltaf áfram til réttra aðila.“
Maðurinn kom hingað til lands
frá Kanada fyrir tveimur mánuðum
og óskaði eftir því að fá viðurkenn-
ingu á stöðu sinni sem flóttamaður
hér. Honum er lýst sem hlédrægum
einfara. Fjöldi hælisleitenda býr við
þröngan húsakost á gistiheimilinu
Fit en íbúum þar hefur fjölgað á síð-
ustu árum. Í umfjöllun DV á mið-
vikudaginn var greint frá því að mað-
ur frá Lettlandi hefði framið sjálfsvíg
á gistiheimilinu árið 2008. Þá hafa
fjölmargir hælisleitendur reynt að
svipta sig lífi á síðustu árum. n
Fjórir drengir
Fengu áFallahjálp
Skessuhellir Drengirnir voru inni
í hellinum þegar atvikið varð. Þeim
var veitt áfallahjálp í kjölfarið.
6 Fréttir 13.–15. september 2013 Helgarblað
Forsíða DV 9.11.13
Helgi Hrafn Gunnarsson Segir Sjálf-
stæðismenn vera þóknast Framsóknar-
flokknum. Mynd: ©THordur SVeinSSon
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is