Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Qupperneq 8
8 Fréttir 13.–15. september 2013 Helgarblað Synjun sýslumanns kærð n Náttúruverndarsamtök Íslands segja synjun vera brot á EES-samningnum F ern náttúruverndarsamtök; Landvernd, Náttúruverndar- samtök Íslands, Náttúru- verndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir, óskuðu eftir lög- banni nýverið vegna framkvæmda við lagningu vegar í Gálgahrauni. Sýslumaðurinn í Reykjavík hafn- aði þeirri beiðni á miðvikudaginn vegna þess að samtökin voru ekki talin hafa lögvarða hagsmuni í mál- inu. Samtökin kærðu synjunina undir eins til héraðsdóms. Sam- kvæmt lögmanni samtakanna stang- ast lagatúlkun sýslumanns á við EES-samningin sem og Árósasamn- ingin. „ Sýslumaður talar um að um- hverfisverndarsamtökin hafi ekki lögvarða hagsmuni. Við mótmælum því vegna þess að það kemur skýrt fram í tilskipun sem er hluti af EES- samningnum sem fjallar um mat á umhverfisáhrifum að umhverfis- verndarsamtök hafi alltaf hagsmuni í svona málum. Það verður að túlka íslenska löggjöf með hliðsjón af því,“ sagði Ragnheiður Elfa Þorsteins- dóttir, lögfræðingur samtakanna, í samtali við DV. Að sögn Ragnheiðar mun kæra samtakanna ekki tefja fyr- ir vegagerðinni og vonast hún því eft- ir skjótari afgreiðslu. „Þetta er óþarfa vegur yfir fallegt hraun, það væri vel hægt að hanna þetta öðruvísi þannig að kröfum um umferðaröryggi væri fullnægt án þess að fara þarna yfir. Þetta er göm- ul hugmynd sem passar ekki í nútí- mann,“ segir Árni Finnsson, formað- ur stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við DV. Samtök- in hafa bent á að framkvæmdin sé ólögmæt bæði vegna þess að fram- kvæmdaleyfi sem gefið var út árið 2009 til eins árs sé löngu útrunnið sem og að umhverfismat, sem hafi tíu ára gildistíma, sé orðið ellefu ára. „Sú valdníðsla og valdhroki vega- málastjóra að skrifa undir verksamn- ing við ÍAV tveimur vikum eftir þing- festingu málsins á sér sem betur fer engin þekkt fordæmi. Vonandi eru þessar aðfarir ekki boðberi þess sem koma skal á Íslandi, þá væri réttarrík- inu stefnt í voða,“ segir í fréttatilkynn- ingunni. n hjalmar@dv.is Á kæra á hendur Þór Óliver Gunnlaugssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Þór er sakaður um að hafa hótað tveimur lög- reglumönnum lífláti ásamt því að hafa verið með fíkniefni í fórum sínum í júlí 2012. Þór, sem hét áður Þórhallur Ölver, oft kenndur við Vatnsberann, afplánar 16 ára dóm á Litla-Hrauni fyrir að hafa ráðið viðskiptafélaga sínum Agnari W. Agnarssyni bana á heimili Agnars að Leifsgötu árið 1999. Var handtekinn á bensínstöð í fyrra Samkvæmt ákæru frá ríkissak- sóknara var Þór staddur á bens- ínstöðinni Olís við Álfheima á Suðurlandsbraut árla morguns þann 16. júlí 2012 þegar lögreglu bar að garði og handtók hann. Þór er sakaður um að hafa hót- að tveimur lögreglumönnum líf- láti þar sem hann sagðist ætla að „koma heim til þeirra og skjóta þá.“ Hótunin átti sér stað í lögreglu- bifreiðinni í kjölfarið af handtök- unni. Við komu á lögreglustöðina á Hverfisgötu kom í ljós að Þór var með fíkniefni í fórum sínum, þar á meðal amfetamín. Hrottafengið morð framið undir áhrifum vímuefna Þór var sem áður segir dæmd- ur fyrir að hafa banað Agnari W. Agnarssyni á hrottafenginn hátt aðfaranótt 14. júlí árið 1999 en mikið magn amfetamíns og kóka- íns var í blóði Þórs þegar hann framdi morðið. Agnar var stunginn margsinnis víða um líkamann á heimili sínu að Leifsgötu 28 með þeim afleiðingum að hann lést. Undirbúningur að reynslulausn árið 2011 Árið 2011 var auglýst eftir Þór þegar hann lét sig hverfa af Land- spítalanum við Hringbraut þar sem hann var undir læknishönd- um einn síns liðs. Lögreglu var þá strax gert viðvart og lýst var eft- ir honum í fjölmiðlum. Síðar kom í ljós að Þór hafði tekið leigubíl á meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot án þess að gera lögreglu viðvart. Dóttir Þórs, Elín, sagði í kjölfarið í samtali við Fréttablaðið að til hefði staðið að sleppa föður hennar þar um haustið og að undirbúningur fyrir þá reynslulausn væri hafinn. Kallaður Vatnsberinn Bæði amfetamín og e-töflur fund- ust í fórum Þórs við handtöku hans ári síðar, eða árið 2012, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Að- almeðferð málsins mun fara fram þann 15. október næstkomandi. Þór hefur setið í fangelsi á Litla- Hrauni frá árinu 1999 og á hann langan sakaferil að baki, sem nær allt til ársins 1975. Hann er einnig þekktur sem Vatnsberinn, en þá nafngift hlaut hann í kjölfar dóms vegna stórfelldra svika á virðis- aukaskatti í tengslum við vatns- verksmiðju í Hafnarfirði á tíunda áratug síðustu aldar. n ritstjorn@dv.is n Þór Óliver ákærður fyrir fíkniefnabrot og fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti Sagður hafa hótað lögreglu lífláti Þór Óliver Gunnlaugsson Þór Óliver hét áður Þórhallur Ölver Gunnlaugsson og hefur einnig verið kallaður Vatnsberinn. Þór Óliver, áður Þórhallur Ölver, fyrir dómi Þór Óliver hefur setið inni á Litla-Hrauni síðan árið 1999 fyrir hrottalegt morð. 14 ár eru því liðin af upphaflegum 16 ára dómi hans. Kjarvalsklettur Náttúruverndarsamtök hafa barist gegn vegaframkvæmdum í Gálga- hrauni og kröfðust lögbanns á framkvæmdir. Þeirri beiðni var hafnað. MyNd CarloS FErrEr Fé tefur umferð Næstu daga má búast við um- ferðartöfum á vegum í uppsveit- um Árnessýslu vegna fjárrekstra haustsins, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Fé var safn- að saman af Hrunamannaafrétt og rekið eftir Hrunamannavegi yfir í Kirkjuskarð á fimmtudag, en þar voru nýjar réttir vígðar í dag, föstudag. Föstudaginn 13. september verða tafir bæði á vegi Skeiðar- vegi, númer 30, og Þjórsárdals- vegi, númer 32, vegna fjárrekstra frá Fossnesi og niður í Reykjaréttir en þó verður hægt að fara hjáleið- ir og sæta lagi á meðan áð er á leiðinni. Laugardaginn 14. september geta orðið tafir vegna fjárrekstra á Skeiðarvegi, númer 30, frá klukk- an 13.00 og eitthvað fram eftir degi. MyNd raKEl ÓSK Snjór á Siglufirði Snjórinn er farinn að láta sjá sig fyrir norðan ef marka má frétt á vefmiðlinum siglo.is. „Vetur Kon- ungur minnir aðeins á sig á Sigló í dag,“ segir í fréttinni sem birt var á fimmtudagsmorgun og með henni fylgja myndir af snjógráum fjöllum. „Það er að vísu ennþá frekar lélegt í snjónum, óttalegt slabb og bleyta en það breytist nú örugglega til batnaðar þegar líður nær jólum.“ Skíðaáhugafólk og vélsleðamenn á Siglufirði hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar við þessi tíðindi. Keypti rafmagnsbíl Norðurorka fékk afhentan raf- magnsbíl á fimmtudag. Bíllinn er af gerðinni Mitsubishi I-MiEv sem er fyrsti fjöldaframleiddi raf- magnsbíllinn í heiminum. „Um 18% af þeirri orku sem nýtt er á Íslandi er innflutt jarðefnaelds- neyti og er það aðallega notað í samgöngum og fiskveiðum. Tæki- færi Íslendinga til þess að minnka koltvísýringsmengun með notkun raforku í samgöngum er því raun- hæfur kostur,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Norðurorku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.