Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 15
Hálfsextug ára kona lýsir reynslu sinni af geðklofa og hvernig hún upplifði veikinda- köstin. Hún er ósátt við að ofbeldi og valdi sé beitt í svokölluðum neyðarinnlögnum og vill að rætt sé við þá geðsjúku um upp- lifun þeirra af verstu köstunum. Það var aldrei gert í hennar tilfelli en hún upplifði sín verstu köst sem hreina skelfingu. Þrátt fyrir þetta náði kona þessi umtals- verðum bata og fjallaði geðlæknirinn Dani- el Fisher um tilfelli hennar í fyrirlestri árið 2010. Umrædd kona hefur náð feikimiklum styrk og meðal annars skrifað bók og unnið að aðhlynningu barna. Ástæðu batans er að finna í stuðningi sem hún fann hjá að- standendum og aðstoð Auðar Axelsdóttur hjá Hugarafli. Heyrði raddir í kjölfar áfalls „Ég er 55 ára gömul kona sem er greind með geðklofa. Það átti sér stað fyrir 15 árum í kjölfar áfalls. Ég var stödd erlendis og var lögð inn þar. Ég var skelfingu lostin, vissi ekki hvað var að gerast og enginn gat útskýrt það fyrir mér. Ég tel mig skyggna, sá oft fólk ekki af þessum heimi, sem barn og unglingur. Þarna úti gerist það að ég fer að heyra raddir, kven- og karlaraddir, hverja með sín sérkenni. Raddirnar heyrði ég eins og hvert annað hljóð og skynjaði fólk bak við þær. Á þessum tíma voru það að mestu ógnandi og haturs- fullar raddir sem ég heyrði.“ Flutt nauðug með lögreglubíl „Ég veit að ég var oft veik, með ranghug- myndir. En á þeim tíma sem innlagnir voru hvað tíðastar var sjúkdómsinnsæið lítið. Ég hef aldrei legið lengi inni á geðdeild og um nokkurra ára bil voru innlagnirnar tíðar og ég lá inni í nokkra daga. Álagið á fjölskylduna var mikið á þessum tíma. Aðeins einu sinni datt ég út um stund. Þá var verið að flytja mig nauðuga á geð- deild. Ég lá á gólfinu í lögreglubíl. Fann fyrir gífurlegum þrýstingi í líkamanum, svo varð allt svart. Nú kem ég að því hvernig staðið er að innlögnum. Nauðungarinnlagnir eru fram- kvæmdar með aðstoð lögreglu og geta verið mikið áfall fyrir sjúklinginn. Það hlýtur að vera hægt að framkvæma neyðarinnlagnir með öðrum hætti og af mannúð. Innlagnirn- ar sjálfar einkennast svo af því að kæfð eru með lyfjum þau einkenni sem sjáanleg eru. Af hverju er ekki byrjað á viðtali? Reynt að fá sjúklinginn til þess að lýsa upplifun sinni og leiða honum fyrir sjónir með rökum að um ranghugmyndir sé að ræða. Í stað þess að beita ofbeldi tel ég að það sé væn- legra til árangurs. Sjálf var ég aldrei með ofbeldi, hótanir eða neitt slíkt. Það voru við- töl í framhaldi af innlögnum en aldrei rætt hvað ég hafði verið að upplifa. Þess hefði ég þarfnast til þess að halda sjálfsvirðingunni. Það atriði hefur mikið að gera þegar kemur að bata seinna meir. Það er mikil þörf á að bæta aðstæður og viðmót geðsjúkra.“ Stuðningur aðstandenda ómetanlegur „Ég datt út af vinnumarkaði eftir fjögurra ára veikindi og árs veikindaleyfi. Var ég þá að mestu rúmliggjandi vegna þreytu og þyngsla í líkamanum. Slík þreyta og þyngsli eru bæði einkenni á geðklofa og geðhvarfa- sýki. Í byrjun næsta árs verða 10 ár liðin frá síðustu innlögn á geðdeild. Ég tek lyf og er með aukaverkanir, sérstaklega þreytu. Raddir og upplifun þessara 10 ára hafa verið jákvæðar og kærleiksfullar. Ég er ekki eins þreytt og áður og get gert meira. Núna bý ég ein og er í góðum tengslum við fjölskyldu mína. Ég fór aftur að vinna í nokkur ár í mínu fagi en hætti fyrir ári vegna aukaverkana lyfja. Ég er alltaf að reyna að byggja mig upp með hollu mataræði, hreyf- ingu og jákvæðni. Ég útiloka ekki að ég geti aftur unnið hlutastarf. Ég veit að aðstandendur mínir voru ráð- villtir og hræddir þegar ég var að veikjast. Skil viðbrögð þeirra því sjálf var ég skelf- ingu lostin. Stuðningur þeirra í bataferl- inu er og var ómetanlegur. Ég þakka einnig Auði Axelsdóttur hjá Hugarafli fyrir hennar þátt.“ n Vill mannúðlegri bráðaþjónustu Slæmur aðbúnaður geðSjúkra Fréttir 15Helgarblað 13.–15. september 2013 n Vantar hlýlegra viðmót n Fjáröflunarátakinu Á allra vörum ýtt úr vör Nýfædd börn á geð- deild Þarna inni sofa börn mæðra á deildinni. Í gluggalausu litlu rými. MyNd tHorri Fyrsta innlögnin framandi Unnur Hrefna Jóhannsdóttir hefur glímt við geðhvarfasýki í meira en tvo áratugi. Hún fann fyrst fyrir byrj- unareinkennum þunglyndis á ung- lingsárunum og var fyrst lögð inn á geðdeild árið 1989. Reynslan var henni framandi og þá kynntist hún fyrst þeim aðstæðum sem sjúkling- um var búin og fordómunum sem geðsjúkir mæta í samfélaginu. Í dag er Unnur Hrefna blaðamaður og stundar nám. Hún er einnig móð- ir og hefur tekist vel að ná jafnvægi á mörgum sviðum lífsins þrátt fyrir að glíma við alvarlegan geðsjúkdóm. Gömul og slitin húsgögn Unnur lýsir aðstæðum á þeirri deild Landspítalans sem hún gisti hvað oftast í gegnum árin sem óhrjáleg- um. „Þar eru innréttingarnar í anda sjöunda áratugar, þó að einhver upp- lyfting hafi átt sér stað í eldhúsinu, húsgögnin eru orðin lúin og slitin en fyrst og fremst er lítið sem ekkert um að vera. Á deildinni dvelja margir ólíkir einstaklingar á sömu deild og með mismunandi raskanir, af báð- um kynjum, og á mismunandi aldri. þetta þýðir að nær ómögulegt verður að mæta þörfum hvers og eins, svo ólíku er hópurinn.“ Lítið persónulegt næði Unnur segir einnig gagnrýnisvert hversu lítið persónulegt næði sjúk- lingar fá. „Í sömu innlögn var oft skipt á milli herbergja þannig að í sömu innlögninni gat maður ver- ið að skipta tvisvar til þrisvar um herbergi. Langoftast er um tveggja manna herbergi að ræða þannig að maður fékk ekki persónulegt næði og ómeðvitað kynntist maður veik- indum hins aðilans og persónuleg- um aðstæðum,“ segir Unnur og tekur fram að í miklum veikindum sé þetta afar streituvaldandi. „Mann langar helst til að vera einn þegar maður er veikur.“ Engin afþreying Á deildinni var einnig lítið um endurhæfingu. „Jafnvel þó að fólk með geðraskanir sé ekki að leita að afþreyingu þá er tíminn samt mjög lengi að líða á geðdeild því þar er ekkert hægt að hafa fyrir stafni. Það bætir ekki geðið því iðja er leið til lífsgæða.“ Unnur telur að það megi finna margvíslega iðju á geðsviði sem kemur að gagni. Margir sjúklinga dvelja á deildinni í eina til tvær vik- ur og jafnvel í margar vikur og þann tíma væri hægt að nýta til sjálfsrækt- ar sem kemur að gagni til bata. „Mér kemur til hugar jóga, hug- leiðsla, íhugun, iðjuþjálfun og handavinna, útivist og margt fleira. Það myndi hjálpa fólki að ná bata.“ Skilningur skiptir máli Unni hefur tekist vel að finna jafn- vægi í lífinu. Hún er bæði í vinnu og í háskólanámi. „Ég tek bæði lyf og er í góðu sambandi við lækninn minn, Pál Matthíasson, sem er alveg frá- bær. Þá legg ég áherslu á reglusamt líferni, gottt mataræði og hreyfingu en það skiptir miklu máli þegar kem- ur að velferðinni og að halda festu. Þá er mikilvægt að viðhalda góðum og nærandi samskiptum. Það eru bara geðorðin 10 sem gilda,“ segir hún brosandi en bætir við að með árunum hafi hún fengið betra inn- sæi í sjúkdóminn. „Ég hef langoftast mætt skilningi, bæði í skóla og hjá vinnuveitendum en reyndar hef ég lungann úr starfsævinni unnið hjá sjálfri mér. Þá á ég yndislega móður sem hefur reynst minn sterkasti bak- hjarl.“ Væntumþykjan kemur með aldri og þroska Unnur viðurkennir að hún hafi fundið til skammar vegna veikinda sinna en með aldri og þroska hafi sú til finning vikið fyrir væntumþykju. „Það hefur komið með árunum, því sem maður breytir ekki lærir manni að þykja vænt um.“ Notaði nám til að skilja Unnur Hrefna er með diplóma í fötlunarfræði og er því sérstaklega meðvituð um baráttu þeirra sem eru með fötlun eða glíma við raskanir fyrir betri úrræðum. „Ég gat not- að námið til þess að minnka eigin fordóma og skilja betur hvaða sess fólk með fötlun eða raskanir á að eiga í samfélaginu, hvaða sögulega sess það hefur haft og hvaða rými það má taka sér í samfélaginu. Það þurfa allir að axla ábyrgð. Lækn- ing við geðröskunum snýst ekki um lyf, í náminu skildi ég að lækningin snýr að heildarmyndinni í lífi hvers einstaklings. Hún er sálfræðileg, líf- fræðileg og síðast en ekki síst þá er hún samfélagsleg.“ Framkvæmdir hafnar Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs, leiðir blaðamann og ljósmyndara í gegnum húsnæði geðsviðs Landspítala háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut. Fram- kvæmdir við geðsvið eru hafnar og kosta um 100 milljónir. Fyrir þá fjár- hæð verður hægt að sinna bráðveiku fólki í séreiningu, þar sem það truflar ekki aðra viðkvæma sjúklingahópa. Sjúklingar í sturlunarástandi eiga að fá markvissari og öruggari þjón- ustu og persónulegt rými til þess að glíma við erfiðleikana. Á meðan fá aðrir sjúklingar einnig meira næði, óhultir frá ógnandi hegðun á deild sem er opin og getur betur mætt þörfum þeirra. Nýfædd börn á geðdeild Í þeirri deild sem þarfnast hvað mests viðhalds dvelja á meðal annarra mæður með nýfædd börn sín. Þar dvelja þær af misjöfnum að- stæðum. Sumar þjást af þunglyndi. Aðrar glíma við fíkn og enn aðr- ar við geðsjúkdóma. Á deildinni fá þær aðstoð til þess að mynda tengsl við börn sín á meðan þær sækja sér bata. Þeim er búinn afar þröng- ur húsakostur. Innréttingar eru all- ar upprunalegar og frá sjöunda ára- tugnum og Páll útskýrir að hér sér brunavörnum ábótavant. Augljós- lega ekki vænlegt þegar um er að ræða nýfædd börn. Á vaktborðinu hafa hjúkrunarfræðingar stundum þurft að skipta um bleyjur og ritar- inn hefur gætt sofandi barna. Nú er komið lítið herbergi þar sem börn- in eru lögð til hvílu og vakthafandi hjúkrunarfólk hefur með þeim auga. Þessari deild verður breytt til hins betra fáist til þess fjármagn í átakinu sem nú stendur yfir. Nú gista sjúk- lingar tveir saman í herbergi og all- ur húsbúnaður er úr sér genginn og hrörlegur. Sérlega átakan legt er að líta sturtur og baðherbergi sem sjúk- lingar þurfa að deila. Í sturtuklefa er málningin að flagna og Páll bendir á að í snúrunni sé hægt að hengja sig. Öryggisatriði sem hann bendir á að þurfi að leiðrétta hið snarasta. Ný og vistlegri deild Í deild sem enn er verið að dytta að og þeirri einu sem gerðar hafa verið einhverjar endurbætur á gista sjúk- lingar með erfið geðrof og raskanir. Þar inni er bjart um að litast, vítt til veggja og hönnun deildarinnar tek- ur öll tillit til starfseminnar. Páll út- skýrir að fólk í oflætisástandi þurfi rólegt og rúmgott umhverfi þar sem það getur náð sér um leið og frið- helgi einkalífsins er virt. Á þessari deild er kynjaskipt og þar er her- bergi sem sjúklingar geta rætt við fjölskyldumeðlimi sína í næði frá öðrum sjúklingum en með aðgát starfsfólks. Út frá deildinni má líta svalir. Páll opnar svalirnar og þegar gengið er út á þær kemur í ljós lít- ill afgirtur garður. Hann útskýrir að um sé að ræða útisvæði sem hægt væri að nýta ef það væri til fé til þess að byggja stiga frá svölum og nið- ur í garð. Stiginn einn kostar um átta milljónir. Útiveran er mikilvæg mannréttindi, sér í lagi þegar fólk dvelur á stofnun af nauðung. Með fjárveitingu verður hægt að gera úti- vistarsvæðið fallegra og aðgengi- legra. n „Það er alveg ofboðslega mik- il stéttaskipting inni á geðdeild. Óvistlegt og óöruggt Flagnandi málning á baðherberginu. MyNd tHorri Geðsjúkir haldi sjálfsvirðingunni Nauðungarinnlagnir eru framkvæmdar með aðstoð lögreglu og geta verið mikið áfall fyrir sjúklinginn. Það hlýtur að vera hægt að framkvæma neyðarinnlagnir með öðrum hætti og af mannúð. Innlagnirnar sjálfar einkennast svo af því að kæfð eru með lyfjum þau einkenni sem sjáanleg eru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.