Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Síða 16
I
llugi Gunnarsson, mennta- og
menningarmálaráðherra, hætti
við að fella niður skólagjöld
nemenda í frumgreinanámi,
en gert var ráð fyrir slíkri niður-
fellingu í fjárlögum ársins 2013.
Þetta hafði þær afleiðingar að ekki
var unnt að ná fram hagræðingu
hjá LÍN með því að draga úr lán-
veitingum vegna skólagjalda eins
og til stóð. Í staðinn ákváðu stjórn-
völd að ná fram sparnaði með því
að skerða lántökurétt námsmanna.
Þannig voru gerðar umdeild-
ar breytingar á úthlutunarreglum
LÍN í miklum flýti; breytingar sem
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
nú dæmt ólöglegar vegna hins
skamma fyrirvara sem námsmenn
fengu til að bregðast við þeim.
Áður en ný ríkisstjórn tók við
stjórnartaumunum var stefnt að
því að fella niður skólagjöld frum-
greinanema með það fyrir augum
að hækka menntunarstig á vinnu-
markaði. Þessar aðgerðir átti að
fjármagna með ónýttum fjárheim-
ildum úr fjárlögum og fyrir vikið
var áætlað að útlán LÍN vegna
skólagjalda myndu lækka um allt
að 125 milljónir króna. Athygli vek-
ur að fjárhæðin er nánast sú sama
og nemur hagræðingarkröfunni
sem stjórn LÍN var gert að bregðast
við í sumar.
Þegar fyrri ríkisstjórn lét af
störfum benti allt til þess að áform-
in yrðu að veruleika og skólagjöld
frumgreinanema yrðu felld nið-
ur með tilheyrandi sparnaði fyrir
lánasjóðinn. Einungis átti eftir
að ganga frá samningum milli
menntamálaráðuneytisins og
þeirra háskóla sem bjóða upp á
námið. Eftir stjórnarskiptin var
hins vegar fallið frá þessum hug-
myndum. Skólagjöld við frum-
greinadeildir í Bifröst, HR og Keili
hafa ekki verið felld niður og því
hefur LÍN ekki getað hætt að lána
fyrir þeim. Afleiðingin er sú að fjár-
hagsstaða lánasjóðsins er verri en
búist var við og staða fólks sem
hyggur á frumgreinanám engu
betri en áður.
Hugðust hækka framlög
ríkisins
Ein af forsendum fjárlaga ársins
2013 hvað varðar LÍN var að
skólagjaldalán myndu lækka um
allt að 125 milljónir króna vegna
fyrrnefndra áforma. Semja átti við
háskóla sem bjóða upp á slíkt nám
um að fella niður eiginleg skóla-
gjöld gegn því að ríkisframlag til
hvers nemanda yrði hækkað. Til
þess átti að nota fjármuni úr fjár-
lagalið 02-320, sem er eyrna-
merktur námi á framhaldsstigi
vegna aðstæðna á vinnumarkaði,
en stýrihópur verkefnisins Nám
er vinnandi vegur stakk upp á því
að hann yrði nýttur með þess-
um hætti. Átti þetta að vera liður
í menntaátaki stjórnvalda og að
þjóna þeim tilgangi að auka að-
gengi að frumgreinanámi og koma
til móts við fólk á vinnumarkaði
sem sækist eftir háskólamenntun
en hefur ekki lokið framhalds-
skólanámi.
Góð reynsla af frumgreinanámi
Í tillögu stýrihópsins er fullyrt að
skólagjöld vegna frumgreinanáms
séu veruleg hindrun fyrir fólk á
vinnumarkaði sem hefur hug á að
bæta stöðu sína og mennta sig. Því
sé æskilegt að gera skólunum kleift
að hætta að innheimta skólagjöld
umfram hefðbundin skráningar-
gjöld. „Góð reynsla hefur verið af
aðfararnámi við íslenska háskóla
og stofnanir á þeirra vegum. Innan
átaksverkefnisins Nám er vinnandi
vegur var þannig lægsta brottfall
meðal atvinnuleitenda í slíku námi.
Þá er námið stutt, samþjappað og
því fjárhagslega hagkvæmt,“ segir
í greinargerð tillögunnar. „Meðal-
aldur nemenda er hár og hefur
námið verið góður kostur fyrir fólk
á vinnumarkaði án stúdentsprófs
sem vill styrkja sína stöðu með há-
skólanám í huga.“ Verkefnisstjórnin
samþykkti tillöguna þann 23. apríl.
Við stjórnarskiptin nokkrum vikum
síðar átti einungis eftir að ganga frá
samningum við háskólana.
Vandi vegna niðurskurðar
Sú hagræðingarkrafa sem LÍN
var gert að bregðast við í sum-
ar nam 127 milljónum. Eins og
fram hefur komið er þetta nán-
ast sama fjárhæð og sparast átti
hjá sjóðnum með niðurgreiðslu
skólagjaldanna. Eftir að dóm-
ur féll í máli námsmanna gegn
LÍN hefur Illugi Gunnarsson full-
yrt að niðurstaða dómsins auki á
fjárhagsvanda LÍN. Af ofansögðu
má þó ljóst vera að fjárhagsvandi
LÍN er tilkominn vegna pólitískrar
ákvörðunar um niðurskurð ríkis-
útgjalda. Eins og DV hefur áður
fjallað ítarlega um er uppi krafa
um flatan 1,5 prósenta niður-
skurð til allra ráðuneyta á næsta
fjárlagaári. Samkvæmt lausleg-
um útreikningum má ætla að hag-
ræða þurfi um tæpan milljarð hjá
mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu.
DV sendi menntamálaráðu-
neytinu fyrirspurn um málefni
lánasjóðsins og frumgreinanema
en engin svör höfðu borist þegar
blaðið fór í prentun. DV hefur þó
heimildir fyrir því að þeim skólum
sem bjóða upp á frumgreinanám
hafi verið veittir sérstakir fjár styrkir
án þess þó að gerð væri krafa um
aflagningu skólagjaldanna. n
Áherslubreyting Illuga
bitnar á námsmönnum
n Ráðherra hætti við að létta undir með frumgreinanemum n Kemur niður á fjárhagsstöðu LÍN
Stúdentar
höfðu betur
n „Þetta er fullnaðarsigur“
Málefni Lánasjóðs íslenskra náms-
manna hafa verið mikið í umræðunni
undanfarnar vikur. Þann 30. ágúst felldi
Héraðsdómur Reykjavíkur þann dóm
að LÍN hefði verið óheimilt að breyta
útlánareglum námslána með jafn
skömmum fyrirvara og gert var þegar
ákveðið var að hækka lágmarksein-
ingafjölda lánþega úr 18 einingum upp í
22. Jónas Fr. Jónsson, stjórnarformaður
LÍN, fullyrti að til stæði að áfrýja dómn-
um og var niðurstöðu Héraðsdóms ekki
fylgt í heilar tvær vikur eftir að hann
féll. Á fimmtudaginn var hins vegar
sú ákvörðun tilkynnt að dómnum yrði
ekki áfrýjað. „Þetta er fullnaðarsigur.
Málinu er hér með lokið og þetta þýðir
í rauninni að við unnum þetta mál,“
segir María Rut Kristinsdóttir, formaður
Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í sam-
tali við DV.is. „Það var engan veginn
hægt að gera þessar breytingar með
þessum fyrirvara. Okkar málstaður var
réttur og sannur,“ segir hún.
Þrátt fyrir að ætla ekki að áfrýja dómn-
um hefur menntamálaráðherra lagt
áherslu á að þeirri stefnumörkun verði
fylgt að miða námsframvindukröfur við
22 einingar á misseri en framkvæmd
þeirrar breytingar verði frestað til
skólaársins 2014 til 2015. María Rut
segir að Stúdentaráð sé mótfallið
breytingunum en vilji nýta þann tíma
sem vinnst með því að finna lausn sem
sé ásættanleg fyrir alla.
16 Fréttir 13.–15. september 2013 Helgarblað
Fallið frá áformum vinstristjórnar Sú ákvörðun menntamálaráðherra að falla frá niðurfellingu skólagjalda frumgreinanema bitnar
harkalega á fjárhag LÍN, enda stóð til að ná fram hagræðingu hjá sjóðnum með því að draga úr útlánum vegna skólagjaldalána.
Skorið niður til LÍN Leitast var við að skera niður til lánasjóðsins með því að herða
útlánareglur og skerða lántökuréttindi námsmanna. Héraðsdómur dæmdi breytingarnar
ólöglegar og verður málinu ekki áfrýjað til Hæstaréttar. MyNd: SiGtryGGur Ari
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannp@dv.is