Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 17
Aðgerðir vegna ófremdarástands n Þrír starfshópar skila niðurstöðum á næstu mánuðum Á fimmtudag kynntu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráð­ herra og Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, aðgerðir sem snúa að því að draga úr álagi á lyf­ lækningasviði spítalans. Þar hefur ríkt ófremdarástand vegna lang­ varandi niðurskurðar og atgervis­ flótta bæði almennra lækna og sér­ fræðinga. Fyrirhugaðar aðgerðir snúa með­ al annars að því að bæta möguleika til þess að útskrifa sjúklinga af deildinni að lokinni meðferð, styrkja fag­ lega forystu og rekstrarlega ábyrgð, auk aðgerða til að efla framhalds­ menntun og stuðla að nauðsynlegri endurnýjun í lyflækningum. Gert er ráð fyrir að Landspítali háskóla­ sjúkrahús skili ráðherra sérstakri að­ gerðaáætlun eigi síðar en 20. sept­ ember næstkomandi. Þá verður komið á fót þremur starfshópum sem hafa mismunandi verkefni. Einn sér um að meta mann­ aflsþörf með hliðsjón af klínískum og akademískum verk efnum og skil­ ar hann tillögum sínum fyrir lok október á þessu ári. Annar hópur­ inn verður undir forystu fram­ kvæmdastjóra lyflækningasviðs og forseta læknadeildar HÍ og mun hann fara yfir hvernig efla skuli há­ skólahlutverk spítalans, hvernig ný­ liðun verður tryggð og möguleikar starfsþróunar auknir. Skilar hann til­ lögum sínum í lok febrúar 2014. Í þriðja hópnum, undir forystu framkvæmdastjóra hjúkrunar­ og lækningasviðs, verða fulltrúar hjúkr­ unarfræðinga, sjúkraliða, klínískra lyfjafræðinga og ritara sérgreina. Þar verður farið yfir hvernig hægt sé að auka stuðning við lækna með því að nýta betur krafta ofantalinna starfs­ stétta. Sá hópur skilar niðurstöðum sínum í fyrir nóvemberlok. Ljóst er að aðgerðirnar muni kosta ríkið verulegar fjárhæðir, en hve mikið skýrist ekki fyrr en að­ gerðaáætlun liggur fyrir síðar í sept­ ember. n GenGislánin ættu að vera vaxtalaus n Hæstiréttur gekk í berhögg við Evrópudómstólinn í gengislánadómi D ómur Hæstaréttar sem felur í sér að ólögmæt gengislán skuli bera seðlabankavexti brýtur í bága við úrskurð Evrópudómstólsins í sam­ bærilegu máli. Úrskurður Evrópu­ dómstólsins sagði til um að ef ákveðin ákvæði lánssamninga væru óréttmæt mætti ekki breyta ákvæð­ inu. Það þýðir með öðrum orðum ef ákvæðið sem dæmt er ólögmætt snýr að vöxtum skal lánið ekki bera vexti. Þrátt fyrir að Íslendingar séu vissulega ekki aðilar að Evrópusam­ bandinu né Evrópudómstólnum ber dómstólum hér á landi að túlka lög og reglur til samræmis við EES­ samninginn. Auk þess ber dómstól­ um hér að líta til túlkunar Evrópu­ dómstólsins við lagaskýringar. „Hafa látið eins og þetta sé ekki til“ Í apríl gaf forsætisráðuneytið út skýrslu um neytendavernd á fjár­ málamarkaði. Í skýrslunni, sem lítið fór fyrir, er áhugaverður kafli um túlkun Evrópudómstólsins á neyt­ endalöggjöf. Þar eru reifuð nokkur mál þar sem réttindi neytenda voru brotin. Eitt málið varðar spænskan dóm þar sem dómstóllinn komst að því að ákvæði samnings um 29 pró­ senta dráttarvexti væri ósanngjarnt. Hann breytti því þannig að vextirnir urðu 19 prósent. Þessum dómi var áfrýjað til æðri dómstóls í Barcelona, sem ákvað að leita eftir ráðgefandi úr­ skurði frá Evrópudómstólnum áður en hann dæmdi í málinu. Niðurstaða dómstólsins var að óheimilt væri að breyta skilmálum neytendasamn­ inga. Í skýrslu forsætisráðuneytisins segir: „Ef dómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að einhliða saminn skil­ máli í neytendasamningi væri ósann­ gjarn bæri að ógilda þann skilmála og skyldi ekkert koma í hans stað enda kvæði tilskipun nr. 93/13 á um það að ósanngjarnir skilmálar skyldu ekki binda neytendur.“ Með öðrum orðum; hinn ósanngjarni samnings­ skilmáli skal dæmdur ógildur og er óheimilt að breyta samningnum að öðru leyti. Hæstiréttur fór ekki þá leið er hann dæmdi að ólögmæt gengis­ lán skyldu bera seðlabankavexti frá þeim degi sem gengislánin voru dæmd ólögmæt. „Samkvæmt úr­ skurði Evrópudómstóls þá má þetta ekki. Þegar ákveðið atriði í samningi er dæmt ólögmætt þá má ekki breyta þeim skilmála heldur verður að láta hann falla niður. Það þýðir í raun að ef marka skal dóm Evrópudóm­ stóls þá ættu ólögmætu gengislánin að vera án vaxta. Íslenskir dómstólar hafa látið eins og þetta sé ekki til,“ segir Ólafur Arnarson hagfræðingur í samtali við DV um þetta misræmi sem er á dómi Hæstaréttar og úr­ skurði Evrópudómstólsins. Íslenskir dómstólar hafa því ekki dæmt eftir þeim neytendaverndar­ reglum sem er þó búið að lögfesta í gegnum EES. Ef Ísland væri í Evrópu­ sambandinu og ef dómi Hæstaréttar væri áfrýjað til Evrópudómstóls þá væru allar líkur á því að niðurstaðan yrði sú að neytendur þyrftu enga vexti að borga af gengislánum sínum. Neytendalög slá ekki í gegn í Hæstarétti Elísabet Guðbjörnsdóttir, lög­ fræðingur hjá PWC, segir dóm Hæstaréttar sýna gegnumgangandi vanvirðingu í garð neytendalaga. „Lögin okkar eru byggð á tilskipun­ um frá Evrópu varðandi vernd neyt­ enda og þau virðast ekki hafa slegið mikið í gegn hjá Hæstarétti. Hæsti­ réttur virðist ekki taka tillit til sjón­ armiða neytenda, það er að segja einstaklingsins,“ segir Elísabet í samtali við DV. Hún segir að Hæstiréttur dæmi fyrirtæki og einstaklinga á sama grundvelli burt séð frá neytendalög­ um sem gera ráð fyrir valdamisvægi í sambandi þeirra á milli. Dómur Hæstaréttar muni þó standa þar sem ekkert hærra dómstig sé á Íslandi. Elísabet segir að einstaklingar geti ekki áfrýjað dómum Hæstaréttar til EFTA­dómstólsins. Hún staðfest­ ir auk þess að allar líkur væru á því að fordæmi dómsins yfir spænska bankanum sé slíkt að ef Íslendingar gætu áfrýjað dómi Hæstaréttar til Evrópudómstóls myndi dómstólinn dæma núll prósent vexti á ólögmætu gengislánin. „Dómstólum er ekki heimilt að fara einhvern milliveg og ákveða nýja vexti á neytendasamn­ ingum,“ sagði Elísabet í grein sem hún skrifað fyrir ári, er dómur féll á spænska bankann. n Hæstiréttur Íslands Dæmdi að gengis lán skyldu hafa seðlabankavexti er hann dæmdi þau ólögmæt. Í Evrópu eru fjölmörg fordæmi um að engir vextir eigi að vera á slíkum óréttmætum lánum. Hjálmar Friðriksson blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is Aðgerðaáætlun Landspítalinn skal skila heilbrigðisráðherra sérstakri aðgerðaáætlun fyrir 20. september næstkomandi Fréttir 17Helgarblað 13.–15. september 2013 Gert að greiða 430 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt Jón Ólafsson athafnamann til að greiða Landsbankanum tæpar 2,3 milljónir punda, eða sem nemur um 450 milljónum króna. Þá var honum gert að greiða málskostnað. Á fimmtudag staðfesti Hæsti­ réttur dóm Héraðsdóms Reykja­ víkur, en dómur féll í héraðs­ dómi í desember 2012. Jón var í sjálfskuldarábyrgð vegna láns sem Sparisjóðurinn í Keflavík veitti hlutafélaginu Jervistone Limited, árið 2006. Þegar spari­ sjóðurinn fór á hausinn yfirtók Landsbankinn starfsemina og færðist skuldin þangað. Þegar Jervistone gerði ekki upp lánið krafðist Landsbankinn greiðslu frá Jóni. Jón hafnaði því og vísaði til þess að hann hefði verið ráðinn sem ráðgjafi hjá Jervistone. Sparisjóðurinn hefði gert kröfuna um að hann tæki sjálfskuldar­ ábyrgðina á sig og að auki taldi athafnamaðurinn það ekki vera í verkahring Landsbankans að innheimta lán fyrir Sparisjóð Keflavíkur. Þá hefði sparisjóður­ inn komið í veg fyrir að Jervistone leysti út hlutabréf, en með því átti að greiða upp lánið. Hæstiréttur hafnaði þessu og taldi að sam­ kvæmt ákvæðum í lánasamningi hefði sparisjóðnum ekki borið skylda til að ráðstafa veðsettum bréfum til greiðslu lánsins. „Með fyrrefndum dómi réttar­ ins í máli nr. 599/2012 var kom­ ist að þeirri niðurstöðu að með ákvæðum lánssamningsins hafi engin skylda verið lögð á Spari­ sjóðinn í Keflavík til að ráðstafa hinum handveðsettu bréfum til greiðslu lánsins. Breytir það því engu um ábyrgðarskuldbindingu áfrýjanda að ekki var gengið að þeim. Þá standa rök ekki til þess að stefndi hafi glatað rétti sínum á hendur áfrýjanda þótt hinn fyrrnefndi hafi ekki kallað eftir frekari veðum eða innheimt kröf­ una hjá aðalskuldara eftir að hún féll í gjalddaga. Að lokum hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á að það hafi verið forsenda ábyrgðarlof­ orðs hans að handveðsett hluta­ bréf stæðu ávallt undir endur­ greiðslu lánsins á gjalddaga,“ segir í dómi Hæstaréttar. Ó merkti of­ beldis dóm Hæstiréttur hefur ómerkt dóm yfir karlmanni sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í héraðsdómi og vísaði málinu til baka í hérað. Maðurinn hafði verið fundinn sekur um tvær líkamsárásir gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í október í fyrra. Maðurinn hafði neitað sök í báðum málum, en viðurkenndi þó að hafa slegið konuna einu höggi. Sagði hann að konan hefði haldið á skærum og kvaðst hafa talið að lífi sínu væri ógnað. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að dómi héraðsdóms hefði verið ábótavant, þar sem maðurinn var sagður hafa játað sök skýlaust, en hann neitaði sök með öllu við þing­ festingu málsins í héraðsdómi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.