Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir 13.–15. september 2013 Helgarblað Ljósmyndarar Reuters hafa verið á ferð og flugi í vikunni sem er að líða og myndað það helsta sem gerst hefur á byggðu bóli. Hér sést brot af því besta frá liðinni viku.  Barn með sprengju Þó að Sýr- lendingurinn Issa sé einungis tíu ára er hann í fullu starfi í vopnaverksmiðju föður síns í hinni stríðshrjáðu borg Aleppo. Issa vinnur fjölbreytt störf í verksmiðjunni þó sérsvið hans sé viðgerðir á sprengjuvörpum. Faðir hans er meðlimur í Frelsisher Sýrlands sem berst gegn stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Issa vinnur alla daga vikunnar, að föstudögum undanskildum, og er vinnu- dagurinn tíu klukkustundir.  Mótmæli barin niður Óeirðalögreglumaður sést hér skjóta táragasi í átt að mótmælendum í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, í vikunni. Fólk þusti út á götur borgar- innar þegar það spurðist út að mótmælandi hefði látið lífið í borginni Antakya í mótmælum gegn meintu harðræði lögreglu. Hundruð manns tóku þátt í mótmælunum og fóru þau líka fram í höfuðborginni Ankara.  Rústir einar Ung stúlka stendur fyrir framan gjörónýta byggingu í bænum Ariha í norðurhluta Sýrlands. Byggingin var sprengd í loft upp á mánudag og að sögn uppreisnarmanna í Sýrlandi stóðu sveitir hliðhollar Bashar al-Assad Sýrlandsforseta fyrir árásinni. Ekkert lát er á borgarastyrjöldinni í Sýrlandi en yfirvöldum þar í landi hefur verið gefinn frestur til að láta efnavopnabirgðir sínar af hendi, ella eiga á hættu að verða fyrir árás Bandaríkjahers.  Mannslífi bjargað Slökkviliðsmaður bjargar hér verkamanni í borginni Lu‘an í Anhui-héraði í Kína á mánudag. Verkamaðurinn á myndinni var við vinnu í byggingarkrana við blokk í borginni þegar stoðir undir krananum gáfu sig. Sem betur fer hrundi kraninn þó ekki en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd mátti litlu muna. Verkamaðurinn var í 18 metra hæð og hefði varla þurft að spyrja að leikslokum ef hann hefði fallið á götuna fyrir neðan.  Stund milli stríða Palestínskir verkamenn hvíla lúin bein og reykja sígarettur í leyni- legum smyglgöng- um sem liggja frá Gaza-ströndinni til Egyptalands. Egypskar öryggis- sveitir lögðu á það aukna áherslu í sumar að loka smyglgöngum sem liggja til Egyptalands frá Gaza-ströndinni. Um göngin er alls konar varningi smyglað, meðal annars matvælum og eldsneyti. Fréttir 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.