Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Qupperneq 22
22 Umræða 13.–15. september 2013 Helgarblað
T
uttugu ár eru liðin síðan
Ísrael og Frelsissamtök
Palestínu (PLO) komust
að niðurstöðu um Óslóar-
samkomulagið, yfirlýsingu
um takmarkaða sjálfstjórn Palest-
ínumanna, sem var undirritað á
flötinni fyrir frama Hvíta húsið í
Washington DC hinn 13. septem-
ber 1993. Í viðbrögðum við áfang-
anum var sagt að um væri að ræða
gífurlega mikilvæg pólitísk straum-
hvörf. Opinberlega viðurkenndi
Ísrael PLO sem lögmætan fulltrúa
Palestínumanna og PLO viður-
kenndi tilverurétt Ísrael.
Innan skamms fór að bera á
gagnrýni á samkomulagið. Sumir
veltu fyrir sér hvernig sú sjálfstjórn,
sem stofnað yrði til undir for-
ystu Yassers Arafat, myndi leiða til
palestínsks stjórnsvæðis undir her-
setu Ísraelsmanna, þar sem palest-
ínskt sýndarríki yrði háð verulegum
fjárstuðningi alþjóðasamfélagsins.
Við upphaf annarrar uppreisn-
ar Palestínumanna í september
árið 2000, birtist hópur „verndara“
friðar ferlisins; Kvartettinn svo-
nefndi, samansettur af Sameinuðu
þjóðunum, Rússlandi, Bandaríkj-
unum og Evrópusambandinu.
Kvartettinn ýtti úr vör „vegvísi til
friðar“ árið 2002, með ákalli um
sjálfstætt palestínskt ríki sem lifði í
friði við hlið Ísrael.
Í gegnum tíðina hefur komið til
umræðu fjöldi hindrana í friðarferl-
inu, til að mynda hið stöðuga ólög-
lega landnám Ísraela á hernumda
hluta Vesturbakkans og í Austur-
Jerúsalem. Smá vonarglætu varð
vart í september, 2005, þegar Ísrael
kúplaði sig frá allri landnemabyggð
á Gaza og lýsti því yfir í kjölfarið
að herseta á Gaza hefði runnið sitt
skeið, jafnvel þótt Gaza væri í reynd
sem risavaxið fangelsi sem sætti
enn harkalegra umsátri að afstöðn-
um kosningum í Palestínu árið
2006.
Barack Obama Bandaríkjaforseti
hefur við nokkur tækifæri hafið
máls á afleiðingum hins ólöglega
landnáms á viðvarandi frið á þessu
svæði. En hvorki á öðru kjörtímabili
sínu né í heimsókn sinni til Ísrael, í
apríl 2013, minntist hann á það.
Forysta Palestínumanna er hik-
andi við að hefja samningaviðræður
af nokkru tagi áður en byggð á land-
námssvæðunum hefur verið stöðv-
uð. Ísrael krefst þess að samninga-
viðræður hefjist að nýju án skilyrða.
Æ oftar heyrast yfirlýsingar
þess efnis að tveggja ríkja lausnin
sé andvana. Þeir sem fylgjast með
gangi mála beina sjónum sínum
að tveimur möguleikum: sameinað
lýðræðisríki Gyðinga og Araba, þar
sem Arabar yrðu innan tíðar í meiri
hluta, eða ríki Gyðinga með stækk-
andi minnihluta Palestínumanna
í ríki aðskilnaðar þar sem ríkti ólga
og andóf.
Útgangspunktur okkar er sú
alþjóðlega samþykkta afstaða
að Ísrael beri ábyrgð á ólöglegri
hersetu Palestínu; Vesturbakkan-
um, Austur- Jerúsalem og Gaza-
svæðinu. Opinberlega fullyrðir Ísr-
ael að það hafi ekki hersetið svæðið,
öllu heldur stjórnað landsvæði frá
1967, sem ekki hafði lotið stjórn
annars ríkis. Þessi afstaða var for-
dæmd af Alþjóðadómstólnum í
ráðgefandi yfirlýsingu varðandi
„aðskilnaðarmúrinn“ um Vestur-
bakkann.
Ósló, höfuðborg friðar
Ágreiningur varð til árið 1947 þegar
allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna mæltist til þess að Palestína
sem laut breskri stjórn yrði klofin.
Í september, 1993, virtist sem frið-
samleg laus væri í sjónmáli. Í heim-
ullegum samningaviðræðum í Nor-
egi komust fulltrúar ríkisstjórnar
Ísrael og forysta PLO að samkomu-
lagi sem lyktaði með Óslóar-
samkomulaginu.
Að vera milliliður í samkomu-
lagi á milli Ísrael og forystu Palest-
ínumanna varð rós í hnappagatið
hjá Noregi. Ósló styrkti ímynd sína
sem höfuðborg friðar. Hvað varðaði
norska stjórnmálamenn virtist sem
hlutverk þeirra sem sáttasemjarar
væri mikilvægari útflutningsvara en
fiskur og orka. Jafnvel þegar málefni
um allan heim, sem ekki vörðuðu
átök, bar á góma var horft til Noregs
sem málsmetandi aðila. Friðar-
verðlaunum Nóbels fylgdi fjöldi
verkefna víða um lönd; en átökin á
milli Ísrael og Palestínu urðu bara
eitt verkefni af mörgum, en mikil-
vægt engu að síður. Síðan 1993 hef-
ur fölva slegið á vegsemdina sam-
fara æ fleiri röddum sem segja tíma
Óslóar liðinn. Að taka að sér hlut-
verk sáttasemjara fylgir áhætta og sá
sem það gerir þarf að vera viðbúinn
því að fá skömm í hattinn og sæta
gagnrýni, og jafnvel verða gerður
ábyrgur fyrir árangrinum.
Sa sem gerir „frið“ að vörumerki
sínu skapar væntingar. Nýta verður
diplómatískar og efnahagslegar
aðferðir til að gera jákvæða sýn að
veruleika. Sem eitt af auðugustu
löndum heims ætti Noregur að láta
til sín taka. Í nýlegri brautryðjenda-
grein er velt upp þeirri spurningu
hvort Noregur hafi lent í öngstræti
í hlutverki sínu sem sáttasemjari
með því að grípa til stuðnings á fjár-
lögum og þróunarsjóða til að vega
upp á móti hverjum þeim afturkipp
sem orðið hefur í pólitískri þróun á
milli Ísrael og Palestínu.
Gagnrýnið mat
Hægt er að byggja mat á samkomu-
laginu á sögulegu og pólitísku
samhengi þess, beina sjónum að
ramma skilyrða og takmörkun-
um sem gætu haft alvarlegar af-
leiðingar hvað varðar árangur af
samkomulaginu. Einnig er hægt
að fókusa á raunverulegan árangur
sem snertir fólkið sem málið varð-
ar, Palestínumenn og Ísraelsmenn,
á hinum ýmsu sviðum samfélags-
ins. Hverjar eru horfurnar á árangri
fyrir Ísraelsmenn og Palestínu-
menn? Hverjar eru horfurnar í aðild
Bandaríkjanna, Evrópusambands-
ins, Noregs og annarra? Hversu
mikil áhrif hafði Ósló á Palestínu-
menn á Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu, sem og fanga í ísraelskum
fangelsum?
Um nokkurra ára skeið var
Óslóarsamkomulagið sagt dautt
og grafið, en birtist á ný sem
hornsteinn pólitísks frumkvæðis. Er
samkomulagið dautt? Býr enn með
því lífsmark og mikilvægi? Skýrt
svar við þessum spurningum liggur
ekki á lausu.
Öllu alvarlegra er að Óslóar-
samkomulagið er af mörgum
talið örgustu svik við þjóðernis-
kennd Palestínumanna. Í stað þess
að leiða til fullvalda og sjálfstæðs
palestínsks ríkis, sem hefur verið
þrá meirihluta Palestínumanna
og málsmetandi alþjóðlegra aðila,
lagði samkomulagið grunninn að
áframhaldandi hersetu, en með
palestínskri ásýnd. Í stað þess að
styrkja einingu meðal Palestínu-
manna leiddi Óslóarsamkomulagið
til myndunar nokkurra fylkinga.
Gæti Óslóarsamkomulagið borið
árangur? Samkomulagið formaði
aðeins samkomulag hvað varðaði
pólitíska vegferð Ísraelsmanna og
Palestínumanna til óskilgreindrar
framtíðar. Palestínumenn trúðu að
sjálfstæð þjóð og fullvalda ríki yrðu
lyktirnar. Í ísraelskum pólitískum
kreðsum var enga sameiginlega sýn
að finna aðra en þá að halda utan
um hersetuna á besta mögulega
máta. Í ljósi sögulegra vísbendinga
má leiða líkur að því að forysta
Ísrael hafi aldrei verið reiðubúin til
að veita Palestínu fullveldi.
Tuttugu árum síðar
Að leggja mat á útkomuna af Óslóar-
samkomulaginu er flóknara en kann
að virðast. Það hafa augljóslega ver-
ið deildar meiningar, frá upphafi
um ætlaðar málalyktir. Sumir spyrja
hvort friðarferlið hafi yfirhöfuð ver-
ið raunhæft og spyrja hvort þeir sem
komu að því hefðu ekki átt að gera
sér grein fyrir því að þeir tveir aðil-
ar sem það varðaði höfðu ólík sjón-
armið og áform. Í Ísrael eru margir
hlynntir tveggja ríkja lausninni sem
einu leiðinni fram á við og horfa til
Óslóarsamkomulagsins sem mik-
ilvægs tækis til að ná því mark-
miði. Í sumum hlutum Palestínu er
Óslóarsamkomulagið fordæmt sem
landráð, talið grafa undan löngun
fólksins til að öðlast sjálfstæði og
frelsi, og talið orsök pólitísks flokka-
dráttar.
Væru Palestínumenn betur
settir í dag án Óslóarsamkomu-
lagsins? Við getum ekki sagt til um
það. Það sem við getum tjáð okkur
um er raunsæi samkomulagsins.
Við getum einnig bætt einhverju við
hvað varðar afleiðingarnar. Enn er
von um betri framtíð fyrir fólkið sem
málið varðar, Palestínumenn og
Ísraelsmenn, þrátt fyrir að efasemd-
ir breiðist út. Gagnkvæm viðurkenn-
ing á rétti hvor annars til að lifa og
dafna án þess að vera stimplaður er
nauðsynleg. Þegar Alþingi Íslands,
árið 2011, lýsti yfir fylgi við viður-
kenningu á Palestínu sem fullvalda
og sjálfstæðu ríki innan landamær-
anna frá 1967, sendi það skilaboð til
alþjóðasamfélagsins um að grípa til
aðgerða, og fordæmdi hersetuna og
samþykkti lögmætan rétt Palestínu-
manna. Óslóarsamkomulagið hef-
ur ekki náð þeim árangri – enn sem
komið er.
46 ár er alltof of langur tími und-
ir hersetu í alþjóðlegu samfélagi
sem vegsamar mannlegt öryggi og
reisn. n
Óslóarsamkomulagið 1993–2013
Aðsend grein
Petter
Bauck
Mohammed
Omer
n Gagnrýnið mat
13. september 1993. Palestínskir mótmælendur
brenna þjóðfána Bandaríkjanna og Ísrael ofan á kistu
sem á er skrifað „Óslóarsamkomulagið“.„Jafnvel þótt Gaza
væri í reynd sem
risavaxið fangelsi