Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Page 24
F
lestir eru sammála um mikil-
vægi aukinnar fjárfestingar til
að auka hagvöxt á Íslandi. Þessi
grein er til að vekja athygli á já-
kvæðri þróun. Skýrar vísbendingar
eru um að fjárfestingar aukist nú til
muna í Reykjavík. Íbúðabyggingar eru
hafnar að nýju, fyrstu atvinnulóðun-
um eftir hrun hefur verið úthlutað,
fleira en eitt hótel er í undirbúningi og
umtalsverð fjárfesting er væntanleg í
helstu vaxtargreinum atvinnulífsins.
Hótelbyggingar hafa verið mest í um-
ræðunni. Þessi grein fjallar um allt hitt.
Hlemmur plús
Íbúðafjárfesting er að aukast aftur
í Reykjavík eftir mikla lægð í kjölfar
hrunsins. Tökum dæmi. Lóðir fyrir
173 íbúðir hafa selst á árinu í Úlfarsár-
dal eftir algjört stopp. Við Hlemm
má nefna þrjá reiti. Í Einholti-Þver-
holti er Búseti að hefja byggingu 230
fjölbreyttra búseturéttaríbúða. Á
Hampiðjureit er að hefjast vinna við
byggingu 130 íbúða og auglýst hefur
verið nýtt deiliskipulag vegna 99 stúd-
entaíbúða í Brautarholti 7. Uppbygging
er líka hafin að 175 íbúðum sem rísa
eiga spölkorn frá, í Mánatúni. Heildar-
fjárfesting í þessum fjórum verkefnum
er varla undir 20 milljörðum króna.
Gamla höfnin
Reykjavíkurborg auglýsti nýlega nýtt
deiliskipulag fyrir Gömlu höfnina.
Þar festi borgin nýverið kaup á landi
þar sem reisa má um 250 nýjar íbúðir
ásamt þjónustu- og atvinnuhúsnæði.
Þegar er hafin bygging 63 nýrra íbúða á
lóð gömlu Hraðfrystistöðvarinnar sem
ljúka mun síðar á þessu ári. Í næsta
nágrenni leysti svo borgin nýverið til
sín lóðina Tryggvagötu 13. Þar viljum
við líka byggja upp.
Fjárfesting í sjávarútvegi
Hafnarsvæðið er að verða eitt líflegasta
og skemmtilegasta svæði borgarinnar
með nýjum veitingastöðum, versl-
unum og hönnunarbúðum á hverju
horni. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa farið
að fjárfesta að nýju í borginni, eftir að
kveðið var upp úr um að hafnarsvæðið
yrði áfram fyrir hafnarstarfsemi. Brim
hefur bætt við sig 3,5 milljarða togara.
HB-Grandi hefur byggt Ísbjörninn,
nýja frystigeymslu í Örfirisey, auk þess
að lofa að gera upp gömlu húsin sín.
Í húsnæði Faxaflóahafna hefur líka
byggst upp Sjávarklasinn, samstarf
fjölda þekkingarfyrirtækja í tengslum
við sjávarútveg.
Vísindagarðar og stúdentaíbúðir
í Vatnsmýri
Unnið er hörðum höndum við að
flytja inn í um 297 stúdentaíbúðir í
Vatnsmýri sem teknar verða í gagnið
á þessum vetri. Og borgin vill meira
fyrir stúdenta. Fljótlega verður efnt
til skipulagssamkeppni um svæði
Háskóla Íslands til að finna lóðir
fyrir fleiri stúdentaíbúðir. Þá vinnur
borgin þétt með Háskóla Íslands til
að bygging Vísindagarða í Vatnsmýri
hefjist. Þeir verða ný vídd við þekk-
ingarhagkerfi borgarinnar og gefa
spennandi tækifæri.
Fjárfesting borgarinnar
Eitt fyrsta verk borgarstjórnar-
meirihluta Besta flokksins og Sam-
fylkingarinnar var að flýta fram-
kvæmdaverkefnum fyrir hálfan
milljarð sumarið 2010. Þetta voru
mannaflsfrek verkefni sem voru til-
búin til framkvæmda með skömm-
um fyrirvara. Samhliða var ákveðið
að efna til framkvæmdaátaks árin
2011, 2012 og 2013 þar sem varið
yrði um 6,5 milljörðum í fram-
kvæmdir á vegum borgarinnar hvert
ár. Þetta voru alger umskipti og
meira en tvöföldun framkvæmda frá
þriggja ára áætlun fyrri meirihluta.
Af þessum verkefnum má nefna
stórfellt viðhald í sundlaugum borg-
arinnar, yfirstandandi skólabygging-
um hefur verið flýtt, skólalóðir
endurgerðar og ráðist í metnaðar-
fulla uppbyggingu hjólreiðastíga um
alla borg. Af næstu verkefnum má
nefna skóla og sundlaug í Úlfarsár-
dal, útilaug við Sundhöllina, þjón-
ustumiðstöð í Grafarvogi og endur-
gerð Hverfisgötu. Ákveðið hefur
verið að framlengja átakið til næstu
tveggja ára.
Fjárfestingaráætlun og nýr
Landspítali
Til að efla hagvöxt er líka mikilvægt
að ný ríkisstjórn ýti undir fjár-
festingu en fresti henni ekki. Fang-
elsi á Hólmsheiði, Hús íslenskra
fræða, Stofnun Vigdísar Finnboga-
dóttur og Náttúruvísindasafn í
Perlunni eru allt góð verkefni sem
skapast hefur óþarfa óvissa um. Nýr
Landspítali er svo þjóðarnauðsyn
sem sparar fé, bætir aðstæður sjúk-
linga og starfsfólks og er lykilatriði í
endurreisn og framtíðarsýn um heil-
brigðiskerfi í fremstu röð. Þessi verk-
efni eru öll tilbúin til framkvæmda.
Það er skýrt hagsmunamál Reykvík-
inga að ríkisstjórnin rói í sömu átt og
atvinnulífið og borgin og láti verkin
tala. Þannig sköpum við tekjur til að
eiga fyrir auknum framlögum til vel-
ferðarmála og skóla, þar sem ekki er
síður þörf á að taka til hendinni eftir
erfið niðurskurðarár. n
Sandkorn
Y
firgangur og ráðaleysi er það
sem helst einkennir fyrstu
mánuði ríkisstjórnar Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar. Sumarið fór í að skerða
tekjur ríkissjóðs með því að viðhalda
ekki auðlegðarskatti og tryggja lækkun
veiðigjalds. Risastórt svarthol í rekstri
ríkissjóðs stækkar þar með án þess að
uppi séu hugmyndir eða útfærsla á því
að auka tekjur eða skera niður útgjöld.
Undanfarin fjögur ár hefur staðið
mikil vinna við samninga um hugsan-
lega aðild að Evrópusambandinu.
Stórfé hefur verið varið til þeirra mála.
Lokaniðurstaðan átti að nást með
þjóðaratkvæðagreiðslu um þá samn-
inga sem í boði yrðu. Nú hefur Gunnar
Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
nær einhliða ákveðið að slíta við-
ræðunum. Þótt yfirlýsingar hans gangi
út á að einungis hafi verið gert hlé á
viðræðum er augljóst að hann er að
eyðileggja málið og þar með að hrifsa
frá þjóðinni réttinn um að kjósa um
aðild á grundvelli samnings. Síðasta
afrek ráðherrans er að leysa samn-
inganefndir Íslands frá störfum og
svipta þær þannig umboði til að halda
áfram því starfi sem staðið hefur í fjög-
ur ár. Í brottrekstrarbréfinu er reyndar
tilgreint að ekki sé um að ræða form-
leg slit á viðræðum heldur einungis
hlé. Hræsni er eina orðið sem nær
utan um þann málflutning.
Báðir stjórnarflokkarnir töluðu
þannig fyrir kosningar að það kæmi til
kasta þjóðarinnar að kjósa um fram-
hald eða lok viðræðna. Nú reyna póli-
tískir spunakarlar að halda því fram
að þeir hafi meint að ekki yrði haldið
áfram viðræðum nema þjóðin fengi
að kveða upp sinn dóm. Utanríkis-
ráðherrann túlkar málið þannig að
ástæðulaust sé að leyfa þjóðinni að
ráða. Einræðistilburðirnir og vald-
níðslan er takmarkalítil. Hann kýs að
líta framhjá því að báðir stjórnarflokk-
arnir sögðu skýrt að þjóðaratkvæða-
greiðslan færi fram. Þar væri aðeins
spurning um tímasetningu.
Allir þeir sem vilja standa vörð um
lýðræði og vald fólksins hljóta að for-
dæma þessa framgöngu. Þar skiptir
engu hvort fólk aðhyllist inngöngu í
Evrópusambandið eða ekki. Aðalat-
riðið er að fólkið í landinu fái að ráða
framvindunni í stað þess að ráðherrar
með einræðistilburði traðki á rétti
þess. Það er deginum ljósara að fólkið
í landinu á þann rétt að dæma í mál-
inu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, hefur á síðari tíma valdaferils
síns gerst talsmaður fólksins í landinu.
Hann hefur hiklaust beitt valdi sínu
svo þjóðin fengi að ráða niðurstöðu
í umdeildum málum. Nú hlýtur að
koma til kasta hans að nýju.
Lausnin á ESB-málinu er í raun
einföld. Lýðræðissinnar á Alþingi
þurfa að knýja fram afgreiðslu máls-
ins í einhverri mynd. Það gæti verið
í formi þingsályktunartillögu um
að halda áfram eða slíta viðræðum.
Niðurstaða Alþingis, hver sem hún
yrði, færi síðan að frumkvæði forset-
ans í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með
næðist fram þjóðarvilji. Því verður
ekki trúað að óreyndu að forseti Ís-
lands hafi glatað lýðræðisástinni en
sett valdablokkina sem nú vermir ráð-
herrastólana í fyrsta sæti. Komi ESB-
málið ekki til kasta þjóðarinnar yrðu
það svik við fólkið í landinu. n
Skuldasúpa
Hrannar
n Skuldasúpan sem Bænda
samtökin glíma við vegna
Hótels Sögu er hrikaleg. Það
mun hafa hallað undan fæti
í rekstri hótelsins í tíð Hrann
ar Greipsdóttur, fyrrverandi
hótelstjóra, sem þótti skuld-
sækin. Þyngsti bagginn að
bera er Hótel Ísland sem
innlimað var í reksturinn á
sínum tíma. Lánardrottnar
hótelsins eru sagðir sæmi-
lega rólegir enda eru
Bændasamtökin í áskrift að
skattpeningum almennings.
Sótt að Degi
n Dagur B. Eggertsson, leið-
togi Samfylkingar í borgar-
stjórn, þykir vera sæmilega
traustur í sessi þótt hann beri
stærsta ábyrgð á Jóni Gnarr
og Besta flokknum í borg-
arstjórn. Ekki eru þó allir
ánægðir með
hann. Hermt
er að Oddný
Sturludóttir
borgarfull-
trúi hafi full-
an hug á að
komast að
stýrinu. Hún er sögð hafa
að baki sér kvennaher sem
íhugi nú að sækja að Degi.
Stúlkan og karlinn
n Jón Baldvin Hannibalsson,
fyrrverandi utanríkisráðherra,
er í miklum ham þessa dag-
ana og hyggst lögsækja Há-
skóla Íslands,
fyrir að hafa
rekið sig und-
ir þrýstingi frá
femínistum.
Óljóst er hvort
hann fær bæt-
ur en rótin að
málinu er áreiti Jóns Baldvins
á hendur systurdóttur eigin-
konu sinnar. Einhver kynni að
telja að ekki væri síður ástæða
væri fyrir stúlkuna, Guðrúnu
Harðardóttur, að fara í mál við
Jón Baldvin vegna skaða sem
hún varð fyrir. Þar er hægt um
vik því Jón Baldvin hefur að
hluta játað sök.
Einelti á Steinunni
n Steinunn Valdís Óskars
dóttir, fyrrverandi borgar-
stjóri og þingmaður, hrökkl-
aðist úr stjórnmálum í
kjölfar þess að styrkir til
hennar komust í hámæli
og hópur fólks tók til við að
mótmæla framan við heim-
ili hennar. Nú er ljóst að
Steinunn vill uppreist æru.
Hún sakar Birgittu Jónsdóttur
pírata um að hafa staðið að
baki aðför-
inni að sér.
Steinunn er
sú eina úr
hópi ofur-
styrkjaþega
sem þurfti
að víkja. Og
sætti því einelti. Menn á
borð við Guðlaug Þór Þórðar
son sitja sem fastast.
Okkur fallast
hreinlega hendur
Ég hataði líkamann
sem ég sá í speglinum
María Rut Kristinsdóttir formaður SHÍ. – DV Freyja Haraldsdóttir um skort á fyrirmyndum fyrir fatlaða - freyjaharalds.wordpress.com
Lýðræðisást forsetans„Aðalatriðið er að
fólkið í landinu fái að
ráða framvindunni
„Það er skýrt hags-
munamál Reykvík-
inga að ríkisstjórnin rói í
sömu átt og atvinnulífið og
borgin og láti verkin tala
Reykjavík er á uppleið
Kjallari
Dagur B.
Eggertsson
Höfundur er formaður borgarráðs
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon
Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og
vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
24 13.–15. september 2013 Helgarblað
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
MynD SiGtRyGGUR ARi