Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Qupperneq 25
Eins og staðan er núna þá
er ég ekki á leiðinni í pólitík
Við teljum þetta
ekki svaravert
Magnús Júlíusson tengdasonur Bjarna Ben og formaður SUS. – DVAnna Pála Sverrisdóttir – Vísir
Sátt í flugvallarmálinu
Spurningin
„Já, ég fer til Kanada.“
Parbatie Sahadeo
42 ára sjoppustarfsmaður
„Ég fer ekki neitt.“
Felice
55 ára bókasafnsvörður
„Ég fer til Lundúna í nóvember.“
Aron Birgisson
25 ára athafnamaður
„Ég fer einnig til Lundúna í
nóvember. Við ætlum saman,
sjáðu til.“
Sigurður Konráðsson
24 ára athafnamaður
„Já, ég ætla til að fara þangað
sem heitt er.“
Adrian Corley
23 ára starfsmaður ljósmyndasafns
Ætlar þú til
útlanda í vetur?
1 Minningargrein um grimma móður: „Ofsótti og kvaldi
alla“
Marianne Theresa Johnson-Reddick
fékk kaldar kveðjur barna sinna í
minningargrein.
2 „Hugh – hann er uppí tré!“ Papparazzi-ljósmyndarar komu Hugh
Jackman leikara til hjálpar.
3 Varaður við því að kvænast unnustu sem myrti hann
Jordan Linn Graham hrinti eiginmanni
sínum fram af klettabrún í Banda-
ríkjunum.
4 Rukka fyrir allt að 125 prósent vinnu
Meðlimir í slitastjórn Kaupþings rukka
ríflega 30 þúsund krónur á tímann.
5 „Við erum á kúpunni“ Kreppa ríkir á veiðileyfamarkaði.
6 Berbrjósta konur auglýsa Lýsi í Rúmeníu
Forstjóri Lýsis segir umboðsaðila
í Rúmeníu bera alfarið ábyrgð á
markaðssetningunni.
7 Seldi bjór út af skemmtistað Barþjónn í miðborginni hefur verið
ákærður fyrir brot á áfengislögum.
Mest lesið á DV.is Að standa með sjálfum sér …
E
inhverju sinni var til spakur mað-
ur sem hét Prótagóras. Margt
er hann svo sem frægur fyr-
ir, en afstæðishyggja hans er þó
eitt af því sem hefur fengið margan
manninn til að spá og spekúlera. Þótt
einum þyki vindurinn kaldur þá get-
ur öðrum þótt sami vindur heitur og
það merkilega er, að báðir hafa á réttu
að standa. Við höfum sem sagt öll rétt
fyrir okkur, samkvæmt kenningunni.
En löngu glötuð bók þessa spekings ku
hafa byrjað á orðunum: „Maðurinn er
mælikvarði allra hluta …“
Það er kannski óþarfi að skjóta af-
stæðishyggju hins forna spekings í kaf,
jafnvel þótt við teljum okkur geta sagt
að sumir menn geti aldrei talist mæli-
kvarðar eins eða neins, vegna þess að
þeir mæla vart satt orð af munni.
Ef sópranógengið, sem núna situr
að kjötkötlum ríkisvaldsins, mun ein-
hvern tíma leiðrétta misræmi lána og
efna loforðin gagnvart heimilunum í
landinu þá mun það einungis verða
gert ef það getur orðið til hagsbóta
fyrir þá sem ekkert hafa við bættan hag
að gera. Fagurgali Sigmundar Davíðs
Oddssonar, er nefnilega ekki í tengsl-
um við neinn sannleika. Og ekki hefur
hann heldur neitt með réttlæti að gera.
Sópranógengið er komið til valda til
þess að hjálpa þeim sem meira mega
sín. Þetta geta þeir hvítflibbadrengir
gert í skjóli hjarðhegðunar Frónbúa;
vegna þess að Íslendingar eru hoknir
af aumingjagæsku og bláeygðari og
trúgjarnari einfeldningar finnast
hvorki á byggðu bóli né utan þess.
Skýrt og reyndar afar eðlilegt og
jafnframt hversdagslegt dæmi um
hjarðhegðun þjóðarinnar sem að
mestu býr við sundin blá, birtist í heita
pottinum nú fyrir skemmstu. Menn
sátu þar og smjöttuðu á gáfumanna-
tali um ýmis mál. Ágætur og samvisku-
samur einstaklingur, sagðist ekki geta
tjáð sig um málefni Evrópu og aðildar-
viðræður; fyrst yrði hann að kynna sér
þau mál til hlítar. Þá var það að einn af
þeim bláeygðari, sagði: -Æ, nei, bless-
aður vertu nú ekki að fara að kynna þér
þau mál, því þá verður alveg ómögu-
legt að ræða við þig.
Á Íslandi er stranglega bannað að
standa með sjálfum sér. Við eigum að
fara að háttum hjarðarinnar og ef við
gerum það ekki þá erum við kommún-
istar, arabar; asnar eða bjánar. Inntak
orðræðunnar er aukaatriði, á með-
an aðalatriðið er að orðræðan falli vel
að eyrum þeirra sem helst af öllu vilja
heyra marklaust og innantómt gjálfur.
Óráðshjal sópranógauranna, er sett á
svið með lygina að leiðarljóri, til þess
eins að bjarga fyrirbærum einsog:
Bændahöllinni, ofdekraðri útgerð,
fólki sem veit ekki aura sinna tal og
öðrum dillibossum hrunsins.
Að standa með sjálfum sér; virkja
eigin sannfæringu til góðra verka
og hvika hvergi frá settu marki, er …
eða ætti allavega að vera aðalsmerki
hverrar manneskju, jafnvel þótt hún
þurfi ekki að halda því fram að henn-
ar skoðun sé hin eina rétta. Að leita
sanngjarnra lausna og fylgja þeim eftir,
ætti að vera sjálfsagt hverjum manni.
Það sem til þarf, er sá sannleikur sem
kemur fjöldanum vel – ekki lygi sem
hentar einvörðungu þeim sem gírug-
astir eru. n
Fyrst kom ég og síðan kom ég sjálfur
og sætti mig við lífið hér,
ég hafði hætt að vera einsog álfur
út úr hól – sem betur fer
og sá að ef ég er ekki með sjálfum mér
þá er ég bara hálfur.
R
eykjavíkurflugvöllur er nú til
umfjöllunar í tengslum við til-
lögu borgarstjórnar Reykjavík-
ur að nýju aðalskipulagi. Þar er
áfram gert ráð fyrir því að flugvöllur-
inn í Vatnsmýri þoki á áföngum á
næsta skipulagstímabili.
Sameiginleg markmið – ólíkir
hagsmunir
Um málið eru að vonum afar skipt-
ar skoðanir vítt og breitt um land. Því
miður hefur umræða um málið þó
alltof oft einkennst af gagnkvæmum
upphrópunum skoðanaandstæðinga.
Nú heyrist jafnvel lagt til að borgar-
stjórn verði rænd forræði skipulags-
mála flugvallarsvæðisins og það flutt til
Alþingis á skjön við anda stjórnarskrár
og Evrópusáttmálans um sjálfsstjórn
sveitarfélaga, sem Ísland er aðili að.
Ég er í hópi þeirra sem tel að
flugvallarsvæðið í sjálfri mið-
borginni sé tímaskekkja en vil um
leið undirstrika að það hlýtur að
vera sameiginlegt markmið allra
að góðar samgöngur séu á landinu
öllu til höfuðborgarsvæðisins og
þar með talið flugsamgöngur. Þótt
flugvellir séu víða í borgum, eru
þess fá dæmi ef nokkur að flug-
vellir í atvinnuskyni séu í sjálfri
miðborginni. Það verður að horfa
til þess að það eru margar hliðar á
málinu sem allar eiga rétt á að vera
teknar alvarlega í umræðunni. Þar
má nefna öryggismálin í kringum
flug og þá hættu sem íbúum á höf-
uðborgarsvæðinu kann að stafa af
flugrekstrinum, það eru skipulags-
hagsmunir borgarinnar, einkum
sá mikli samfélagslegi kostnaður
í formi vannýttra innviða og um-
hverfis- og slysakostnaðar sem er
fylgifiskur dreifðrar byggðar. En
það eru líka sjónarmiðin um greið-
an aðgang landsmanna að höfuð-
borginni, hagsmunir sjúkraflugs og
fleira mætti ugglaust telja til.
Sjúkraflugbraut ekki það sama og
innanlandsflugvöllur
Í mínum huga er brýnt að tryggja hags-
muni sjúkraflugsins. En þarf sjúkra-
flugið á að halda fullkomnum þriggja
flugbrauta innanlandsflugvelli? Er ekki
rétt að halda röksemdum um sjúkra-
flugið aðskildum frá rökstuðningi við
allt innanlandsflug í Vatnsmýri? Ég sé
ekkert því til fyrirstöðu að sjúkrafluginu
sé tryggð góð flugbraut í Vatnsmýrinni
þótt dregið sé úr umfangi flugvallarins
að öðru leyti og þannig komið til móts
við sjónarmið borgarinnar um upp-
byggingu á svæðinu (sem eru samfé-
lagslegir hagsmunir og eiga ekkert skylt
við þjónkun við verktakabransann eins
og stöku menn halda fram). Um það á
að geta tekist sátt.
Ég hef lagt til að hafin verði vinna
við að skipuleggja flugvallarsvæðið
þannig að sem best sé komið til móts
við ólík sjónarmið. Að þeirri vinnu þurfa
að koma borgaryfirvöld, samgönguyf-
irvöld, samtök sveitarfélaga og ýmsir
hagsmunaaðilar og frjáls félagasamtök
sem láta sig málið varða, bæði af höfuð-
borgarsvæðinu og landsbyggðinni.
Sátt í boði
Markmiðið á að vera að ná sátt sem
ég tel að geti verið í boði ef allir mæta
til umræðunnar með það í huga.
Sáttin gæti í mínum augum falist í því
að það verði áfram flugvallarstarf-
semi í Vatnsmýri, flugbrautum verði
fækkað, þeim hnikað til og austur-
vestur brautin gerð að aðalflugbraut
og byggð verði þétt. Fyrsta skrefið í
þá átt væri að fresta ákvörðun um
skipulag flugvallarsvæðisins um
nokkur ár, enda verði sá tími nýttur
til að finna viðvarandi lausn til fram-
búðar að teknu tilliti til hinna ólíku
hagsmuna. Þetta ætti að vera útláta-
laust þar sem vart er við því að búast
að áform um niðurlagningu norður-
suður flugbrautarinnar árið 2016 nái
fram að ganga úr þessu.
Ég vona og vænti að borgaryfir-
völd og samgönguyfirvöld taki vel í
sáttahugmyndir í þessa veru því það
er öllum mikilvægt að nálgast þetta
viðfangsefni með opnum og lausn-
amiðuðum huga í stað þess að rífa
hvert annað á hol í heiftúðugum
deilum. n
Haustganga með hundinn Þessir félagar létu smá vind og rigningu ekkert á sig fá og skelltu sér í góðan göngutúr á Seltjarnarnesi á miðvikudag.
Mynd KriStinn MagnúSSonMyndin
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
Kjallari
Árni Þór
Sigurðsson
alþingismaður og fyrrv. borgarfulltrúi
Umræða 25Helgarblað 13.–15. september 2013
Ég er í fótbolta
til að byrja leiki
Eiður Smári Guðjohnsen – Fótbolti.net