Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Helgarblað 13.–15. september 2013 mér karlmenn sem eru á einhvern hátt líkir honum, kaldir, fjarlægir, hugsa ekki um börnin sín og hafna mér. Ég hef reynt að breyta þeim alveg eins og ég reyndi að breyta pabba mínum. Í gærkvöldi var ég að hugsa um viðtalið og hugsaði með mér að nú væri nóg komið, ég ætlaði ekkert að tala um pabba. Síðan fór ég að hug­ leiða hvað það var sem hann gerði mér ef ég gæti séð það í mynd. Þá sá ég að hann sneri baki við mér. Ég var bara lítil sex ára stelpa og skildi þetta ekki, hvort ég hefði gert eitthvað, hvort ég gæti kannski fært honum kökur og vínarbrauð, hvort ég gæti kannski tekið hjartað úr mér og fært honum eða hvort þetta væri einhver leikur og ég ætti líka að snúa baki við honum. Ef ég kastaði mér í gólfið og öskraði þá gerði hann kannski meira en að snúa baki við mér, hann gekk kannski í burtu. Ég skildi þetta ekki og ég varð svo hrædd. Pabbi var náttúru­ lega heimurinn, eins og mamma, og þegar ég skildi hann ekki þá skildi ég ekki heiminn. Undanfarin ár hefur óttinn læðst aftur að mér og ég hef látið það bitna á fólkinu mínu. Í gærkvöldi þá skildi ég þetta allt í einu og þegar ég var búin að fara í gegnum þetta í hug­ anum þá var þessi litla stelpa ekk­ ert hrædd lengur. Þá gat hún sagt við pabba sinn: „Voðalega ertu með síðan rass pabbi. Þú ert allur krump­ aður og haltur. Heldur þú að ég sjái ekki hvað þú ert að gera?““ Varð geðveik þegar pabbi dó Húmorinn hjálpar ekki bara held­ ur felst einnig í honum ákveðin af­ staða og kurteisi gagnvart lífinu. „Að taka lífið alvarlega er ruddalegt. Það getur verið til marks um geðveiki að hlæja að alvarlegum atburðum en það getur líka verið til marks um geðveiki að gera það ekki. Ég fór út í búð um daginn og hitti þar konu sem gifti dóttur sína með hálskraga og sagðist hafa tekið það svo alvarlega. Þá áttaði ég mig á því að ég hef líka verið að taka lífið allt of alvarlega en ég var að koma úr skaðlegu sambandi. Ég get fengið brjósklos af þunga lífsins og það er líka vont,“ segir hún og hlær. Strákarnir hennar hjálpuðu henni að nota húmorinn sem verk­ færi. „Það getur verið vandmeð­ farið en það virkar. Svona virkar sjálfsvinnan, þú getur farið aftur í gegnum hið liðna og öðlast nýja sýn á það. Fram til þessa hef ég ver­ ið föst í gömlu myndinni, alltaf að þóknast karlmönnum og bíða eftir því að þeir hafni mér, aldrei ánægð nema þeir geri það en vil það samt ekki. Ég dýrkaði pabba og ég dýrkaði karlmenn og lét þá stjórna lífi mínu. Þetta hélt mér í heljargreipum og var svo mikið „trauma“ í mínu lífi að ég varð geðveik þegar pabbi dó,“ segir hún hugsi. Hún var 21 árs þegar hún veiktist fyrst á geði. „Ég hef alltaf hugsað með mér að þetta hafi verið pabba að kenna því hann hafnaði mér og þegar hann dó varð höfnunin svo mikil að ég varð geðveik. Ég var að glíma við miklar tilfinningar á þessum tíma, hann dó í apríl og ég varð ástfangin í júlí. Ári seinna fór kærastinn minn frá mér og þá varð ég svo geðveik að ég var sett inn á Klepp.“ Fyrsta maníukastið Sjálf sá hún ekkert athugavert við ástandið, henni fannst hún ekk­ ert geðveik heldur æðisleg. „Ég sat í stóra rauða húsinu og Guð var bú­ inn að velja mig. Loksins hafði eitt­ hvað gott gerst í mínu lífi, loksins hafði Guð séð mig og loksins hafði ég fengið þessa viðurkenningu. Ég man að ég sat og hausinn var rauðglóandi á meðan ég reiknaði út bílnúmer, hvenær heimsendir brysti á. Ég átti að fara upp í sjónvarp og láta vita hvenær þetta ætti að ger­ ast, vera hetjan sem mætti á svæð­ ið og allir myndu víkja fyrir, eins og Rauðahafið sem opnaðist. Síðan myndi ég segja í sjónvarpinu að það þyrfti að breyta heiminum og all­ ir myndu finna það í hjarta sínu að ég væri að segja sannleikann. Fólk myndi segja Elísabet – hún er líka dóttir skáldsins, það hlýtur eitthvað að vera að marka hana. Auðvitað var þetta sækó harðstjórn og frekja. Ég gekk alltaf um í síðum austur­ lenskum kjól sem mamma hafði gefið mér, þvoði ekki á mér hárið og svaf ekki. Mér fannst þetta bara æðislegt. Þetta var eins og víma, bara miklu betra en öll önnur víma. Ég var algjörlega í eigin heimi.“ Mamma hennar var hins vegar ekki lengi að átta sig á því að eitt­ hvað var að þegar Elísabet fór að venja komur sínar þangað. „ Síðan fannst mér hún svo leiðinleg að ég rauk alltaf á dyr og kom svo aftur. Á endanum lét hún svipta mig sjálf­ ræði og leggja mig inn á Klepp. Fyrir vikið talaði ég ekki við hana í nokkur ár, en hún gæti hafa bjargað lífi mínu. Það er náttúrulega alveg týpískt að maður særir þá verst sem maður elskar mest. Reiðin var svo mikil og ég var svo týnd, að drekka og reykja hass. Strákurinn minn var svo tekinn af mér þegar hann var fimm ára og lífið var fullt af einhverj­ um stóráföllum.“ Missti son sinn frá sér Sonurinn ólst upp í góðu yfir­ læti hjá föðurfjölskyldunni á Bol­ ungarvík. Elísabet átti hins vegar erfitt með að sætta sig við þessa ákvörðun og talaði ekki heldur við barnsföður sinn og foreldra hans mörg ár. „Ég tókst á við þetta með reiði en í reiðinni var engin lausn. Í aðra röndina vorkenndi ég mér fyrir að hafa átt barn svona ung og ver­ ið ein að hugsa um hann en það var aðeins afsökun alkóhólistans fyrir neyslunni. Þegar ég fór í meðferð urðu kafla­ skil í mínu lífi og ég gat farið að tak­ ast á við það að hafa misst af upp­ eldi hans. Þá var ég búin að eignast tvíburana og vissi að það skipti máli að vera til staðar þegar þeir þurftu plástur á fingurinn eða vatn að drekka því þeir voru búnir að leika sér svo lengi úti, eða þegar þeir kölluðu á mig til þess að sýna mér kónguló sem skreið upp handriðið hérna úti. Það eru þessir litlu hlutir sem lífið er búið til úr. Elsti sonur minn kom til mín á jólum, um páskana og í sumarfrí­ inu. Ég var alltaf að bíða eftir því að hann yrði reiður út í mig því mér fannst ég hafa brugðist honum og vera svo sek. En hann afvopnaði mig alltaf með gleðinni yfir því að sjá mig og sýndi mér aldrei neitt nema ást. Mér fannst svo skrýtið að hann væri ekki frávita af reiði því ég hafði sjálf verið svo reið út í foreldra mína. En hann hefur alltaf verið góður sonur og staðið með mér í gegnum súrt og sætt. Þó að ég hafi ekki fengið að ala hann upp þá var ég alltaf mamma hans.“ Fyrirgaf sjálfri sér Eftir meðferðina flutti hún í litla húsið með bláu hurðinni á Fram­ nesveginum þar sem hún hefur rað­ að hjartalaga steinum upp í svefn­ herberginu, steinum sem koma víðs vegar að og hún hefur sankað að sér á löngu tímabili. Það var hér í húsinu henn­ ar Elísabetar sem hún fann jarð­ tenginguna sem hana hafði svo lengi skort og gat loks grátið. „Næst þegar einhver snýr baki í mig þá get ég sagt honum að hann sé með helvíti síðan rass M y n d ir K r is ti n n M a g n ú ss o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.