Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Síða 31
Brynja Þorgeirsdóttir „Allt sem við
gerum og allt sem er í kringum okkur er
menning,“ segir Brynja Þorgeirsdóttir, sem
furðar sig á umræðunni um menningu gegn
atvinnulífi. Mynd: dV ehf / Sigtryggur Ari
Fólk 31helgarblað 13.–15. september 2013
mikla vinnu.
„Ég hef fengið rosalega mikla hjálp
frá mömmu, hún hefur alveg verið
kletturinn minn varðandi þetta. Ég hef
alltaf unnið svo mikla vaktavinnu og
inni á milli eru langir vinnudagar og þá
hefur hún stokkið til og hjálpað.“
„Þetta gerðist mjög hratt“
Nokkrum árum eftir að Brynja eign
aðist fyrsta barnið greindist hún með
sortuæxli.
„Allt í einu tók ég eftir fæðingarbletti
á lærinu og sem betur fer var hann þar,
en ekki á bakinu eða í hársverðinum,
því þá hefði ég ekki tekið eftir honum.
Hann birtist bara allt í einu og var eitt
hvað skrýtinn og út af öllum þessum
áróðri og upplýsingum sem voru alls
staðar í kringum mann þá fór ég strax
og lét skoða hann. Hann var fjarlægður
og þetta var bara húðkrabbamein, ekki
einu sinni á forstigi. Þannig að þetta
gerðist mjög hratt. Ég fór til læknis ekki
mikið meira en mánuði eða tveimur
eftir að hann birtist, og allt meinið náð
ist með skurðaðgerð.“
Brynja segir allar líkur á að æxlið
hafi myndast vegna sólbruna en á
unglingsárunum fór hún í tvær sólar
landaferðir með fjölskyldunni þar
sem hún brann illa auk þess sem hún
stundaði ljósabekki reglulega.
„Á þessum tíma var ekkert verið að
spá í þessi mál. Krakkar brunnu bara
og það þótti ekkert mál. Það var ekki
vitað eins mikið um hættuna,“ segir
hún og bætir við að hún hafi haldið sig
frá sólinni síðan.
fer aldrei aftur í ljós
„Hættan við húðkrabbamein er að það
er eins og þau sái sér. Þau vaxa niður
í húðina og dreifa sér síðan um lík
amann og ef þau eru búin að dreifa sér
þá er mjög erfitt að lækna þau.“
Brynja segir þessa lífsreynslu hafa
verið afar óhugnanlega og er þakklát
fyrir að bletturinn myndaðist á lærinu
en ekki annars staðar.
„Þetta kemur ekkert endilega á
staðinn þar sem maður brann. Þetta
getur til dæmis verið undir iljunum
eða inni í eyrunum.“
En hvað hefur Brynja lært af þessari
reynslu?
„Ég forðast sólskin og fer aldrei aftur
í ljós,“ segir hún ákveðin. „Ég byrj
aði að fara í ljós mjög ung, bara tólf
ára eða eitthvað, og fór mikið á ung
lingsárunum. Þetta var bara gert. Það
voru ljósabekkir í sundlaugum og fyrir
ferminguna fóru allir í ljós.“
ekkert líf án menningar
Brynju segist ekki líka sú umræða
sem á sér reglulega stað um mikilvægi
menningar á tímum niðurskurðar.
„Mér leiðist umræðan um „menn
ingu vs. atvinnulíf“. Eins og þetta séu
stríðandi fylkingar. „Til hvers er menn
ing ef við höfum ekkert að borða?“
Þessi umræða. Hún er grunnhyggin
vegna þess að það er hægt að líta á
þetta þannig að það séu tveir öxlar í
þjóðfélaginu. Annar öxullinn sé efna
hagslífið og pólitíkin og hinn sé menn
ingin og hið andlega svið. Og þeir eru
alveg jafngildir. Með hinu andlega á ég
við þekkingu, listir, tungumál og allt
þetta andlega líf. Það er ekkert líf án
menningar og það er svolítið hollt að
hugsa til baka, til dæmis til þess tíma
þegar verið var að skrifa Íslendinga
sögurnar sem var skapandi starf. Ef
það hefði ekki verið gert, hver væri þá
staða íslenskunnar núna? Væri hún þá
yfir höfuð til, ef við ættum ekki þennan
menningararf?“
Listamannalaunin klink
Hún bendir á að skapandi greinar velti
miklum fjármunum út í þjóðfélagið,
mun meira en ríkið leggi nokkurn tím
ann í þær.
„Og ríkið leggur náttúrlega miklu
minna í þær en ríkið hefur nokkurn
tímann lagt í til dæmis það að bjarga
bönkunum og öðru í efnahagslífinu,“
segir hún og ítrekar mikilvægi menn
ingar; hún sé allt í kringum okkur.
„Allt sem við gerum og allt sem er
í kringum okkur er menning; tungu
málið sem við tölum, hugsun okkar og
meira að segja stóllinn sem við sitjum
á er hannaður af hönnuði í skapandi
grein. Og án þess er ekki neitt. Alveg
eins og að án efnahagslífs er heldur
ekki neitt.“
Hún segist því furða sig á andstöðu
svo margra við listamannalaun.
„Umræðan um þessar latte
lepjandi 101 afætur sem eiga bara að
ráða sig á togara í Vestmannaeyjum
og vinna. Ég trúi bara ekki að nokkrum
finnist þetta í raun og veru ef menn
skoða málin grannt. Fólk sér ofsjón
um yfir listamannalaunum en þetta er
bara klink miðað við svo margt ann
að. Það þarf að horfa á þetta sem eina
samhangandi heild.“
rÚV eins og olíuskip
„Þær hafa allar eitthvað við sig,“ segir
Brynja, spurð um muninn á því að
starfa hjá Ríkisútvarpinu, Stöð 2 og
Skjá Einum. Hún segir mestan mun þó
á því að starfa hjá einkareknu fyrirtæki
annars vegar og ríkisreknu hins vegar.
„RÚV hefur stundum verið líkt
við risastórt olíuskip sem er rosalega
traust en það breytir ekkert um kúrs
mjög hratt, viðbragðsflýtirinn er ekkert
afskaplega mikill. Stöð 2 er kannski
meira eins og spíttbátur sem kemst
allt hratt en vantar svolítið þykktina og
stöðugleikann. Það er kannski besta
samlíkingin.“
Eins segir Brynja meira fjárhagslegt
öryggi hjá RÚV.
„Starfsmenn í einkafyrirtækjunum
búa við þrengri kost vegna þess að
starfsöryggið er minna og rekstur
Stöðvar 2 hefur sveiflast mikið í gegn
um árin. Að sama skapi er búið að
skera mikið niður hjá RÚV, það er búið
að skera niður um fjórðung frá hruni
og við starfsmennirnir þurftum að taka
á okkur sex til níu prósenta launalækk
un í tvö ár. Þannig að það var auðvitað
skorið niður hér eins og annars staðar.“
En hvað finnst Brynju um það að
RÚV sé á auglýsingamarkaði?
„Mér finnst það bara sjálfsagt. Þetta
snýst svolítið mikið bara um upplýs
ingamiðlun. RÚV nær til allra lands
manna, auglýsendur vilja auglýsa
hjá RÚV og á meðan það koma ekki
til aðrir tekjustofnar á móti þá verð
um við auðvitað að vera á auglýsinga
markaði.“
nýir þættir í bígerð
Undanfarið ár hefur Brynja unnið að
nýjum sjónvarpsþáttum um íslenska
tungu ásamt Braga Valdimar Skúla
syni. Þættirnir nefnast Orðbragð og
eru sex talsins en þeir verða sýndir á
sunnudagskvöldum á RÚV í vetur.
„Þeir fjalla um tungumálið í
sínum víðasta skilningi – á skemmti
legan hátt. Þetta eru skemmtiþættir
en skemmtunin er samt ekki á kostn
að dýptarinnar. Áhorfendur eiga helst
ekki að fatta að það sé verið að fræða
þá.“
Brynja segir að gerð þáttanna hafa
verið afar krefjandi en skemmtilega.
„Fyrir utan börnin mín og slík stór
lífsverkefni er þetta langstærsta verk
efni sem ég hef nokkurn tímann tek
ið að mér. Þættirnir eru svo flóknir í
vinnslu og það eru svo mörg „element“
í þeim að þetta var mjög flókið. Það eru
yfir hundrað manns sem koma að ein
um svona þætti.“
Aðspurð segist Brynja alveg geta
hugsað sér að gera fleiri seríur af Orð
bragði.
„Svona þættir geta mjög auðveld
lega haldið áfram í nokkur ár því þetta
er svo stór leikvöllur af efni; tungu
málið er svo marghliða og það eru svo
margir skemmtilegir vinklar sem er
hægt að taka. Það væri alveg gaman að
gera eina eða tvær seríur í viðbót.“ n
„Það sat lengi
í mér djúp
óréttlætis tilfinning