Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 34
34 Menning 13.–15. september 2013 Helgarblað
Listin gefur lífinu merkingu
F
yrir utan Þjóðleikhúsið eru
verkamenn að störfum.
Bygging Þjóðleikhússins
hófst árið 1929 en húsið var
ekki vígt og tekið í notkun
fyrr en árið 1950. Í millitíðinni hafði
breski herinn notað húsið sem her-
gagnageymslu. Það tók því um 20
ár að byggja Þjóðleikhúsið en fram-
kvæmdum við húsið virðist samt
aldrei lokið. Nú á að stækka geymslu-
pláss, en aðstöðuleysi við aðalsviðið
hefur háð starfseminni og verið ákaf-
lega kostnaðarsamt í gegnum tíðina.
Leikhúsið heldur áfram að stækka og
þroskast með þjóðinni.
Þjóðin virðist hins vegar aldrei
hafa verið jafn skipt í afstöðu sinni til
lista og menningarstarfsemi. Lista-
menn hræðast blóðugan niðurskurð
og gildi stofnana, líkt og Þjóðleik-
hússins, er dregið í efa.
Inni á þröngum gangi eru skrif-
stofur starfsmanna. Þeir sem unnið
hafa í leikhúsi vita hvílík völundarhús
slík hús geta verið. Skrifstofa Tinnu
Gunnlaugsdóttur er innst á gangin-
um. Nú er veturinn að byrja og ein
af mörgum frumsýningarhelgum að
ganga í garð.
Íslensk verk á sviði
„Við byrjum haustið með sérstakri
áherslu á innlend verk, þetta er ís-
lenskt haust. Englar alheimsins eru
komnir á fullan skrið á Stóra sviðinu.
Við frumsýnum nýtt verk, Maður að
mínu skapi eftir Braga Ólafsson, á
stóra sviðinu núna um helgina. Og
svo um næstu helgi frumsýnum við
Harmsögu, nýtt verk eftir Mikael
Torfason, í Kassanum,“ segir Tinna.
„Bæði þessi verk vekja upp spurn-
ingar. Bragi er maður hins fínlega
húmors og hér hefur hann skil-
að meinfyndnu verki, sem er slétt
og fellt á yfirborðinu en leynir svo
sannarlega á sér. Mikael er aftur á
móti að varpa ljósi á þá örvæntingu
og uppgjöf sem getur stundum fylgt
mannlegum samskiptum. Þessi verk
eru þannig áleitin hvort með sínum
hætti, gefa kannski engin skýr svör
en það er jú hlutverk leikhússins að
spyrja spurninga, varpa ljósi á mál og
fá okkur til að hugsa.“
Tinna segist sérlega stolt af því
framboði sem er af íslenskum leik-
ritum í Þjóðleikhúsinu í ár. Auk
fyrrnefndu verkanna tveggja var
barnaleikritið Hættuför í Huliðsdal
eftir Sölku Guðmundsdóttur frum-
sýnt um síðustu helgi í Kúlunni. Og
svo mun Auður Ava Ólafsdóttir fylgja
eftir hinu vel heppnaða leikriti Svört-
um hundi prestsins, sem sýnt var í
Kassanum fyrir tveimur árum, með
nýju leikriti sem ber heitið Svanir
skilja ekki.
Verk með erindi
„Við í leikhúsinu eru alltaf á höttun-
um eftir nýjum íslenskum verkum,
góðum verkum með erindi. Við höf-
um markvisst kynnt nýja höfunda
og höldum því áfram í vetur. Í fyrra
voru það Kristín Eiríksdóttir og Karí
Ósk Grétudóttir. Í vetur erum við líka
að halda áfram að reyna á höfunda
sem þegar hafa sýnt markverðan
árangur. Það fylgir því alltaf áhætta
að taka ný verk til sýninga. Óvissu-
þættirnir eru mikli fleiri þegar um
ný verk er að ræða. Það veit enginn
hver niðurstaðan verður og því fylgir
oft mikil spenna. Auður Ava og Bragi
voru hvött sérstaklega til að skrifa
verk fyrir Þjóðleikhúsið og tóku þeirri
áskorun. Svo kynnum við Mikael
Torfason til leiks sem nýtt leikskáld.“
Það verður áhorfenda og gagn-
rýnenda að dæma hvort áhættan
með hinum nýju íslensku verkum í
vetur borgi sig. En Tinna er óhrædd
við að leggja sín verk í dóm. Hún var
leikkona við Þjóðleikhúsið í ein 25 ár
og lék mörg burðarhlutverk. Færri
vita þó að hún ætlaði sér á einum
tímapunkti að verða læknir og hóf
nám við Háskóla Íslands í líffræði.
Úr líffræði í leiklist
„Móðir mín var leikkona og ég hafði
alla tíð verið tengd leikhúsinu mjög
sterkum böndum. Fékk að sjá sýn-
ingar sem barn og þá ekki bara
barnasýningar auk þess sem ég var
í leiklistarstarfi í gagnfræðaskóla
og síðan í Herranótt. Ég ætlaði mér
ekkert endilega að verða leikkona,
var jafnvel að hugsa um að verða
læknir. Það er mikið af læknum í
minni föðurætt og pabbi vildi hvetja
mig í þá átt. Eftir stúdentinn var ég
mjög óráðin og ákvað að taka mér
smá frest til að átta mig á sjálfri mér.
Eitt ár var markmiðið. Ég safnaði í
smá sjóð og lagði svo ein upp í langt
ferðalag. Ég ferðaðist á puttanum
um Suður-Evrópu, var lengi á hinum
mörgu og margvíslegu grísku eyjum
og kynntist alls staðar frábæru fólki.
Þegar ég var komin hálfa leiðina til
Indlands og sá fram á að þurfa að
framlengja ferðina ef ég ætlaði alla
leið, ákvað ég að þetta væri komið
gott. Ég kom heim, staðráðin í að
hefja nám. Ég innritaði mig í líffræði
í Háskóla Íslands en hitti fljótlega
krakkana sem höfðu verið með mér
í Herranótt og þau sögðu mér frá
Sál skólanum. Þau hvöttu mig til að
koma í leiklistina og ég sló til, þó ég
væri ekki alveg tilbúin til að stíga
skrefið til fulls og í eitt ár var ég í líf-
fræði á daginn og leiklistarskólan-
um á kvöldin. Þegar Sál sameinaðist
Leiklistarskóla Íslands þurfti ég að
gera upp við mig hvort námið yrði
ofan á. Og eftir þennan fyrsta vetur
var það ekki erfitt val. Leiklistin var
svo skemmtileg, ég var búin að stíga
yfir þröskuldinn og vissi að það yrði
ekki aftur snúið.“
Sál var leiklistarskóli sem rekinn
var af nemendunum sjálfum. Andi
hippatímabilsins sveif yfir vötnum.
„Jú, þarna voru nemendurnir
sjálfir sem ráku skólann, réðu
kennarana og bjuggu til sína eigin
stundaskrá. Það var búið að leggja
niður leiklistarskóla Þjóðleikhússins
og Leikfélags Reykjavíkur og þarna
var hópur fólks sem vildi ekki una
þessu ástandi. Ég var í þriðja árgangi
þessa skóla sem síðan sameinaðist
Leiklistarskóla Íslands. Þetta var frá-
bært tímabil.“
Eftirminnilegir tímar
Á þessum tíma kynntist Tinna
fólki sem átti eftir að hafa áhrif á
hana í listinni. Kennarar við skól-
ann voru sterkir karakterar eins
og Bríet Héðins dóttir, Þórhildur
Þorleifsdóttir, Kjartan Ragnarsson,
Stefán Baldursson og fleiri. Hjónin
Þórhildur Þorleifsdóttir og Arnar
Jónsson höfðu stofnað Alþýðuleik-
húsið fyrir norðan, sem vakti mikla
athygli og var mikið nýjabrum og um
það bil sem Tinna útskrifaðist voru
þau að setja á laggirnar svokallaða
sunnandeild.
„Þórhildur og Arnar voru for-
sprakkarnir í starfi Alþýðuleikhús-
ins. Það var rekið í Lindarbæ og
gamla Hafnarbíói. Ég tók virkan þátt
í því starfi, lék í leikritum og var líka
framkvæmdastjóri á tímabili. Það
var mikill drifkraftur í Arnari og Þór-
hildi og þau voru í raun í hlutverki
mentors í lífi mínu á þessum tíma.
Við vorum 22 sem útskrifuðumst úr
mínum árgangi í leiklistarskólanum,
þeirra á meðal var bekkjarsystir mín
Hanna María leikari í Borgarleikhús-
inu.“
Ferill Tinnu fór vel af stað. Hennar
fyrsta hlutverk á sviðum stærri leik-
húsanna var hjá Leikfélagi Reykja-
víkur, en hún var fljótlega komin upp
í Þjóðleikhús.
„Strax haustið eftir fékk ég svo
spennandi verkefni í Þjóðleikhúsinu.
Hlutverk í nýju verki eftir Nínu Björk
Árnadóttur – Hvað sögðu englarnir í
leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Svo
tók við titilhlutverkið í Smalastúlkan
og útlagarnir í leikstjórn Þórhildar
Þorleifsdóttur. Eftir það var ég leik-
kona hér í Þjóðleikhúsinu í ein 25 ár.
Ég fékk mikið af spennandi tækifær-
um og bitastæðum hlutverkum. Það
var til dæmis einstakt fyrir mig að fá
að leika Snæfríði Íslandssól í upp-
setningu Þjóðleikhússins á Íslands-
klukkunni árið 1986. Þar tók ég við
keflinu af móður minni, en þetta var
hlutverkið hennar í opnunarsýningu
Þjóðleikhússins á Íslandsklukkunni
á sínum tíma og mikil áskorun að
fá að feta í hennar fóspor. Ég lék líka
titilhlutverkið í Jermu eftir Federico
Garcia Lorca, Fedru eftir Racine,
Nastösju Filipponu í Fávitanum á
móti Hilmi Snæ, sem þá var að byrja
sem leikari, svo fátt eitt sé nefnt. Og
svo má ekki gleyma gamanhlutverk-
unum eins og í Rita gengur mennta-
veginn. Mér þykir líka mjög vænt um
þau hlutverk.“
Tinna hlaut einnig viðurkenn-
ingar fyrir leik sinn í kvikmyndum.
Hún var tilnefnd til Evrópuverðlauna
fyrir leik sinn í myndinni Í skugga
hrafnsins sem bróðir hennar Hrafn
Gunnlaugsson leikstýrði árið 1988
og hlaut svo Edduverðlaunin sem
leikkona ársins í myndinni Ungfrúin
góða og húsið áratug síðar. Hún
hlaut einnig alþjóðleg verðlaun fyrir
sama hlutverk á kvikmyndahátíðinni
í Solchi í Rússlandi.
Listræn fjölskylda
Leiklistin hefur alltaf staðið Tinnu
nærri. Móðir hennar, Herdís Þor-
valdsdóttir, var ein af þekktari
leikkonum þjóðarinnar og faðir
hennar, Gunnlaugur Þórðarson
hæstaréttarlögmaður, var mikill
listunnandi. Tinna var yngst fjögurra
barna þeirra.
„Starf mömmu gerði það að verk-
um að leikhúsið var alltaf nærri,“ segir
Tinna. „Pabbi hafði hins vegar mikla
ástríðu fyrir myndlist. Málarar voru
tíðir gesti á heimilinu, pabbi keypti
mikið af málverkum og kenndi okkur
börnunum að meta myndlist. Ég
man eftir því sem krakki að hafa farið
oft í leikhús en ég fór ekkert sjaldnar
Tinna Gunnlaugsdóttir átti farsælan feril sem
leikkona áður en hún tók við embætti þjóðleikhús-
stjóra. Í bráðum níu ár hefur hún stýrt Þjóðleikhúsinu
í gegnum góðæri og hrun. Hún segir umræðuna um
framlög til lista og menningar á villigötum og varar
við því að ákvarðanir um niðurskurð séu teknar með
stundarhagsmuni í huga. Tinna segir frá uppvexti
sínum, leikaraárunum og sorginni sem fylgdi því að
missa móður sína í fyrra.
Viðtal
Símon Birgisson
simonb@dv.is
Tinna ásamt móður sinni Það féll í hlut Tinnu að ganga í hlutverk Herdísar Þorvalds-
dóttur, móður sinnar, í Karma fyrir fugla þegar Herdís féll frá.
„Viljum við búa í
menningarsam-
félagi þar sem velferð
þegnanna snýr ekki að-
eins að því að lifa af á
skurðarborðinu, heldur
líka að því að lifa inni-
haldsríku lífi.