Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Qupperneq 36
Námskeið í rötun
n Tilvalið fyrir fjallagarpa og útivistarunnendur
D
agana 23., 25. og 28. sept-
ember næstkomandi stend-
ur Endurmenntunarskólinn
fyrir námskeiði í rötun og
notkun GPS-staðsetningartækja.
Á námskeiðinu verður farið yfir
öll helstu grunnatriði rötunar en
auk þess að læra á áttavita munu
þátttakendur æfa sig í því að lesa
kort sem og vinna með stefnur,
vegalengdir og staðsetningar.
Námskeiðið er því tilvalið fyrir
fjallagarpa sem og fólk sem stundar
mikla útivist en færni í rötun getur
komið sér vel á hálendi Íslands og í
öðrum óbyggðum.
Á námskeiðinu læra þátttak-
endur að vinna með GPS-stað-
setningartæki en farið verður yfir
allar helstu stillingar þeirra sem
og helstu notkunarmöguleika. Þá
verður unnið með kort í bland við
GPS-tæki þar sem gögn verða unn-
in af kortum og skráð í tækin auk
þess sem farið verður yfir hvern-
ig flytja má gögn á tölvutæku formi
í og úr slíkum tækjum og eins
hvernig hægt er að vinna með GPS-
gögn í tölvu.
Um er að ræða þriggja daga
námskeið sem tekur alls átta
klukkustundir. Tvo daga verður
kennt innandyra í þrjár klukku-
stundir í senn en þriðja dag nám-
skeiðsins verður útiæfing sem tekur
um tvær klukkustundir. Leiðbein-
andi námskeiðsins er Sigurður
Jónsson björgunarsveitarmaður og
kostar námskeiðið 23.900 krónur.
Nánari upplýsingar má finna á vef-
síðu Tækniskólans, tskoli.is. n
horn@dv.is
Við getum
gert betur
S
teingrímur Matthíasson
heitinn, héraðslæknir
á Akureyri, skrifaði litla
bók fyrir um öld síðan,
nánar tiltekið árið 1918,
um kynsjúkdóma þess tíma og
sem þá voru kallaðir samræðis-
sjúkdómar. Hann nefndi kverið
sitt Freyjukettir og Freyjufár og
vísaði þar til sagna í Snorra-
Eddu. Í henni var minnst á ástar-
gyðjuna Freyju og kettina henn-
ar sem hafa verið skáldum lengi
yrkisefni. Í kverinu gerði Stein-
grímur vel grein fyrir alvarleg-
um samfélagsvandamálum þess
tíma og sem tengdust lekanda
og sárasótt. Köttunum hennar
Freyju í þá daga. Í dag eru þeir
aðrir, lúmskari og sem læðast
lengi með veggjum.
Danir bjóða bólusetningar til
26 ára aldurs
Í tilefni af mottumarsinum
2013, benti ég á mikilvægi HPV
(Human Pappiloma Virus) bólu-
setningar kvenna fyrir bæði kyn-
in. Ekki þannig aðeins til að verj-
ast leghálskrabbameini hjá þeim,
heldur einnig sem óbeina smit-
vörn fyrir karla gegn sífellt al-
gengara krabbameini í munni,
koki, og endaþarmi. Krabba-
mein sem tengist mest langvinn-
um HPV-veirusýkingum í slím-
húðum unga fólksins og breyttri
kynhegðun í nútíma samfélagi.
Í Danmörku hefur maður ekki
komist hjá því sl. ár að sjá endur-
teknar auglýsingarnar í fjölmiðl-
unum um gildi HPV-bólusetn-
inga sem Danir bjóða nú ungum
konum ókeypis til 26 ára aldurs.
Markmið er enda að ná til sem
flestra kvenna á sem skemmstum
tíma.
300 konur í keiluskurð á ári
Nýgengi leghálskrabbameina
kvenna á Norðurlöndunum, sem
í flestum tilvikum (70%) tengist
HPV-veirusýkingu upphaflega, er
um 9 konur af hverjum 100.000.
Tíðnin hefur farið lækkandi með
góðri krabbameinsleit og sem
mun væntanlega lækka mikið
þegar árangur af bólusetningum
gegn HPV-veirunni fer að skila
sér. Forstigsbreytingarnar finnast
hins vegar miklu oftar og hátt
í 300 konur fara í keiluskurð á
hverju ári hér á landi í dag vegna
þeirra, auk þess sem margfalt
fleirum konum er fylgt náið eft-
ir. Um 20 einstaklingar greinast
síðan á ári með HPV orsakað/
tengt krabbamein í munnholi og
koki, fleiri karlar en konur. Áætl-
að hefur verið að eftir nokkur ár
(2020) greinist síðan fleiri karlar
með HPV orsakað krabbamein
(í munni, koki og í endaþarmi) í
Bandaríkjunum, en konur með
leghálskrabbamein.
40% yngri kvenna smituð
Samspil HPV-veirunnar við
ýmsa aðra áhættuþætti krabba-
meina svo sem reykinga, áfengis
og jafnvel getnaðarvarnarpill-
unnar er talið geta skýrt um 7%
allra krabbameina í dag. Áætlað
er að yfir 40% yngri kvenna séu
smituð af HPV-veirunni í leg-
hálsi á hverjum tíma og án þess
að nokkur einkenni séu til staðar,
svo sem kynfæravörtur sem eru
einnig HPV orsakaðar, en af öðr-
um stofnum en þeim sem valda
krabbameinum. Um 7% full-
orðinna eru taldir líka með smit í
munnholi. Þar sem karlinn getur
ýmist verið smitberi eða fórnar-
lamb sýkingarinnar. Ráðgjöf um
kynheilbrigði hvað þetta varðar
er því mikilvægt um leið og notk-
un getnaðarvarna er rædd við
unga fólkið í dag í skólunum og í
heilsugæslunni.
Hvað með drengina?
Sl. tvö ár höfum við aðeins
boðið grunnskólastúlkum í 9.
bekk bólusetninguna ókeypis
(Cervarix). Heilbrigðisyfirvöld
í Bandaríkjunum og Kanada
mæla með HPV-bólusetningu
( Gardasil) líka fyrir drengi og
sem ver þá, þá um leið gegn
kynfæravörtum og er slík bólu-
setning ókeypis í dag í Ástral-
íu. Ákvörðun til að bæði kyn-
in njóti góðs af sem fyrst. Bjóða
þyrfti a.m.k. öllum stúlkum til 26
ára aldurs ókeypis bólusetningu
gegn HPV á Íslandi eins og Dan-
ir gera. Og spurningin er síðan,
hvað ætlum við að gera í málefn-
um ungra drengja í dag, en sem
verða karlmenn á morgun? n
„Hvað ætlum að
gera í málefnum
ungra drengja í dag?
Vilhjálmur
Ari Arason
Af sjónarhóli
læknis
Týndar Gott er að vera fær í notkun korta
og GPS-tækja þegar fara á út í óbyggðir.
L
íkt og með flest annað hættir
okkur til að festast í ákveðn-
um venjum þegar kemur
að útivist. Það er svo þægi-
legt að fara alltaf á Esjuna
eða Keili, nú eða bara í Heiðmörk
eða Elliðaárdalinn. En hvað með
að hugsa út fyrir kassann og prófa
eitthvað allt annað?
Blaðamaður DV tók saman
nokkra hluti sem fá fólk til að stíga
út fyrir þægindarammann og taka
vel á því í hinni stórfenglegu nátt-
úru sem Ísland býður upp á.
Vélsleðaferðir
Nokkur fyrirtæki bjóða upp á vél-
sleðaferðir en slíkar ferðir eru
farnar á allflesta jökla landsins.
Boðið er upp á slíkar ferðir fyrir
einstaklinga sem og stærri hópa
og því tilvalin afþreying fyrir vina-
hópa, vinnustaði og nemendafé-
lög svo eitthvað sé nefnt. Farið er
með vönum leiðsögumanni sem
stýrir leiðangrinum og eru ferðirn-
ar yfirleitt klukkutími hið minnsta.
Tveir einstaklingar geta setið á
sama sleðanum en til að mega
stýra slíku tæki er nauðsynlegt að
vera með fullgild ökuréttindi.
Einn helsti kosturinn við vél-
sleðaferðir er að þær eru í boði allt
árið auk þess sem hægt er að fara
í slíkar ferðir ansi víða um landið
og ættu því flestir Íslendingar,
óháð búsetu, að geta skellt sér í
eina slíka. Þetta er frábær skemmt-
un fyrir fólk á öllum aldri og til-
valið fyrir alla fjölskylduna að fara
saman því börn geta setið á sleða
með foreldrum sínum.
Köfun eða snorkl
Ferðamenn flykkjast ekki ein-
göngu á Þingvelli vegna náttúru-
fegurðar eða sögulegs mikilvægis
staðarins. Gjáin Silfra þykir nefni-
lega einstaklega hentugur staður
til köfunar og er orðinn einn vin-
sælasti köfunarstaður í heimi. Er-
lend tímarit hafa margoft útnefnt
Silfru sem einn ákjósanlegasta stað
sem völ er á fyrir slíka afþreyingu
og hafa fjölmargir erlendir kafarar
komið hingað til lands til þess eins
að berja gjána augum.
Silfra er í Þingvallavatni en
vatnið í henni er kristaltært og því
geta kafarar búist við einstaklega
fagurri sjón er þeir kafa á fleka-
mótum Evrasíuflekans og Norður-
Ameríkuflekans. Hitastig vatnsins
er á bilinu tvær til fjórar gráður allt
árið um kring en hægt er að kafa í
gegnum hella og komast niður á
allt að 40 metra dýpi. Menn geta þó
ekki farið að kafa í Silfru nema þeir
séu með tilskilin köfunarréttindi
en fyrir þá sem ekki hafa slík er
einnig í boði að snorkla í gjánni.
Fallhlífarstökk
Auk þess að vera algjört adrena-
lín-„kikk“ býður fallhlífarstökk
upp á ótrúlegt útsýni yfir það stór-
fenglega landslag sem landið okk-
ar býr yfir svo þetta er sannarlega
eitthvað sem fólk með ævintýraþrá
ætti að kynna sér betur. Fallhlífar-
stökksfélagið Frjálst fall býður upp
á fallhlífarstökk á tveimur stöðum
á landinu; annars vegar á Hellu og
hins vegar Sandskeiði. Ýmis mis-
munandi stökk eru í boði, lærðir
stökkvarar með tilskilin réttindi
mega stökkva einir en byrjendur
Stígðu út fyrir
þægindarammann
n Öðruvísi afþreying í náttúru Íslands n Boðið upp á fallhlífarstökk og brimbrettaferðir
36 Lífsstíll 13.–15. september 2013 Helgarblað
Hörn Heiðarsdóttir
blaðamaður skrifar horn@dv.is
Köfun í Silfru Silfra
þykir einn besti köfunar-
staður í heiminum í dag.