Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 37
Lífsstíll 37Helgarblað 13.–15. september 2013
S
tóra stundin er að renna
upp. Á sunnudaginn fljúg
um við Ólafur Sveinsson til
Parísar með WOW air og
ferðin á hæsta tind Evrópu
sambandsins hefst formlega. Við
munum leggja, strax á sunnudags
kvöldið, af stað til franska fjallabæj
arins Chamonix þar sem aðlögun
okkar hefst strax á mánudeginum
undir handleiðslu fjallagarpsins
Gregory.
Það er spenna í loftinu. Eins og
segir í kynningu þessa bloggs fékk
ég hugmyndina í árslok 2010 þar
sem ég glímdi við offitu og lungu
sem veru mettuð af tjöru eftir 40
ára reykingar. Mér gekk illa að
sofna í þá daga. Hóstahviður ætl
uðu mig lifandi að drepa. Bifhárin
voru lömuð og réðu ekki við að
koma tjörunni upp úr lungunum.
Ég var eins og reykspólandi bíll
sem komst hvorki lönd né strönd.
Það tók mig gjarnan nokkrar mín
útur að hagræða mér þannig í
rúminu að öndunarvegurinn héld
ist opinn. Og mæðin var að drepa
mig. Stigar voru mikil hindrun sem
fylgdi líkamlegt erfiði.
Á þessum tímapunkti var ég
sem gangandi tímasprengja.
Offitan, stressið og hreyfingar
leysið var ávísun á snöggan og
óvæntan dauðdaga. Ég hugsaði
mitt mál vandlega og komst að
þeirri niðurstöðu að það væri í
senn skynsamlegt og nauðsynlegt
að bæta lífsgæðin og forða mér út
úr lífsháskanum. Mér er minnis
stætt þegar ég reifaði áform mín
fyrir nánustu fjölskyldu. 135 kílóa
þungur maðurinn lýsti því yfir að
hann ætlaði að fara á eigin afli á
hæsta tind Íslands, Hvannadals
hnúk, auk þess að klífa Ok og fleiri
fjöll; mörg fjöll og himinhá. Van
trúin skein úr andlitum ættingj
anna. Ekki lagaðist það þegar ég
færðist í aukana og sagðist stefna
á sjálft Hvíta fjallið, Mont Blanc. Þá
sá ég brosviprur sem sumum tókst
ekki að leyna. Ég hefði alveg eins
getað sagt að ég ætlaði að feta í fót
spor Krists og ganga á vatni.
Auðvitað gat ég ekki vitað hvort
mér tækist að standa við yfir
lýsingarnar. Viljastyrkurinn þurfti
að vera til staðar og það þurfti allt
að ganga upp. Ótal tilraunir mín
ar til þess að sigrast á offitunni og
taka upp heilbrigt líf höfðu reynst
skammvinnar. Ég léttist og þyngd
ist á víxl. Í rauninni var holdafar
mitt eins og flóð og fjara. Það var
því ólíklegt að mér tækist að standa
við fyrirheitin sem ég gaf sjálfum
mér fyrir þremur árum.
Ég þurfti að gjörbreyta um
mataræði og taka upp reglu
bundna hreyfingu. Verkefnið var
einfalt. Það þurftu að fara 40 kíló
og ég þurfti að fá lungu og lappir til
að funkera í þá veru að mér tækist
að klífa há fjöll. Árið 2011 reyndist
mér hagstætt. Kílóin fuku og þrekið
óx. Hvert fjallið af öðru féll að fót
um mér. Þegar svo kom að sjálfum
Hvanndalshnúk komst ég þangað
en náði ekki að toppa vegna veð
urs. Í þriðju tilraun lukkaðist að
standa við þau áform og ég stóð
vorið 2013 á hæsta tindi Íslands.
Þegar ég flýg til Parísar liggur
fyrir að ég hef staðið við allt sem
ég lofaði sjálfum mér nema það
að klífa Hvíta fjallið. Ég er búinn
að fara á helstu fjöll Íslands og
stærstu jöklana. Tjaran er horfin úr
lungunum og ég sef eins og ung
barn. Heimildir herma að ég sé
meira að segja hættur að hrjóta
með jafnafgerandi og skerandi
hætti og gerðist áður.
Glottið er fyrir löngu horfið
af andliti ættingjans vantrúaða.
Sjálfur legg ég bjartsýnn til at
lögu við lokatakmarkið. Ég hef
ekki hugmynd um hvort veður
guðirnir hleypa okkur Óla upp í
4.808 metra. Ef ekki tekst að toppa
í þessari atrennu kem ég bara aftur
rétt eins og gerðist með Hvanna
dalshnúk. Á endanum kemst ég
upp. n
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
Ég er hættur að hrjóta
Við æfingar fyrir ferðina
á Mont Blanc Laufskörðin
á mörkum Esju og Móskarða-
hnúka þykja tilvalin til að
vinna bug á lofthræðslunni.
Mynd: ReyniR TRausTason
Stígðu út fyrir
þægindarammann
n Öðruvísi afþreying í náttúru Íslands n Boðið upp á fallhlífarstökk og brimbrettaferðir
geta farið í svokallað farþegastökk
þar sem þeir stökkva ásamt vönum
stökkvara. Þá er boðið upp á stökk
úr ýmist fjögur, tíu eða tólf þúsund
feta hæð og er yfirleitt stokkið úr
flugvél, en þó stundum úr þyrlu.
Líkt og gefur að skilja þurfa veð
urskilyrði að vera góð en aðeins er
stokkið yfir vor og sumartímann
og eitthvað fram á haust.
Brimbrettaferðir
Flestir tengja brimbrettaferðir
einkum við hitabeltisstrendur
Ástralíu, en hver segir að þörf sé
á hvítum ströndum og volgum sjó
þegar menn vilja skella sér á brim
bretti? Okkar kolsvörtu fjörur og
stórbrotni sjór bjóða nefnilega
upp á magnaðar aðstæður fyrir
fólk sem hefur áhuga á bárubruni
og eru nokkur fyrirtæki hérlendis
sem bjóða upp á slíkar ferðir.
Bárubrun er nokkuð krefjandi
en farið er með vönum leiðsögu
manni og eru ferðirnar í boði fyrir
byrjendur jafnt sem lengra komna.
Allur nauðsynlegur búnaður sem
og kennsla fyrir þá sem þurfa á
henni að halda er innifalin í verði.
Brimbrettaferðir eru, líkt og gef
ur að skilja, mjög háðar veðri og
vindum og því hentugra að fara yfir
sumartímann. n
Vélsleðaferð Boðið er upp á vélsleða-
ferðir á allflesta jökla landsins.
Fallhlífarstökk Boðið er upp á fallhlífar-
stökk á Hellu og Sandskeiði.