Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Page 38
Ég er reynslunni ríkari eftir dvölina
fyrir austan og lærði af algerum snill
ingi sem heitir Sigríkur Jónsson. Hann
þjálfaði meðal annars Skugga frá Hofi
1, sem var annar á heimsmeistara
móti íslenska hestsins í Berlín núna
í sumar í fimmgangi. Ég tel það líka
mikil forréttindi fyrir stelpurnar mín
ar að hafa kynnst því að búa í sveit.
Ég á eftir að sakna mikið sveitalífsins
og að vera ekki að vinna við tamn
ingarnar en þetta á eftir að nýtast mér
vel með mína eigin hesta. Ein allra
besta vinkona mín býr þarna fyrir
austan svo við eigum eftir að halda
tengingunni við sveitina. Ég hef til
dæmis verið á vigtinni síðustu tvær
hrútasýningarnar á Voðmúlastöðum
og vonast ég til að fá að vera aftur með
í ár. Lífið er svo allt öðruvísi í sveitinni.
Þar er ekki þessi ys og þys.“
Spennandi tímar fram undan
Ég er svo þakklát fyrir að fá að vinna
með frábærum konum eins og Ásdísi
Ósk Valsdóttur sem er eigandi stof
unnar. Hún er alger snillingur og eru
það mikil forréttindi að fá að læra af
henni. Þeir sem eru að huga að því að
kaupa eða selja eign verða að hafa í
huga að öll framsetning skiptir höfuð
máli til þess að fá sem mest verðmæti
út úr eigninni. Þar kem ég sterk inn,“
segir Nadia og kímir og bætir svo við,
„eignin er bara ný á markaðnum einu
sinni.““ n
38 Lífsstíll 13.–15. september 2013 Helgarblað
N
adia Katrín Banine rær á
önnur mið og hefur nú
snúið sér að sölu fasteigna.
Nadia var ein af þremur
þáttastjórnendum Innlits Út
lits fyrir nokkrum misserum og segir
reynslu sína úr þeim þáttum reynast
sér vel í nýja starfinu. „Ég var að byrja
sem sölumaður og innanhúsráð
gjafi á fasteignasölu sem heitir Húsa
skjól samhliða starfi mínu sem flug
freyja hjá Icelandair. Ég er svolítið að
blanda saman þeirri reynslu sem ég
náði mér í við Innlit Útlit. Því ég hef
alltaf haft brennandi áhuga á arki
tektúr og hönnun og fæ mikið út úr
því að endurskipuleggja húsnæði
fyrir söluferli, en þessi þjónusta er í
boði án endurgjalds fyrir viðskipta
vini mína. Innanhúsráðgjöf fasteigna
fyrir sölu er þekkt úti um allan heim.
Þetta er oft aleiga fólks sem er verið að
meðhöndla og skiptir því miklu máli
að vanda til verks og skapa sem mest
verðmæti út úr eigninni,“ segir Nadia
full áhuga yfir nýjum starfsvettvangi.
Stressuð og óhamingjusöm
Hún hefur brennandi áhuga á
hönnun og tísku en hún vakti athygli
fyrir húsgögn og herbergi sem hún
gerði upp og breytti á fagran hátt fyrir
Innlit Útlit. Hún glímdi við alvarleg
veikindi fyrir nokkrum árum og að
lokum sigraðist hún á þeim með já
kvæðnina að vopni. Henni var að
vonum mjög brugðið við greininguna
en neitaði að leggjast í volæði.
„Það gerði mér alveg svakalega
gott að skipta um umhverfi þar sem
mér fannst ég bara vera útkeyrð eftir
að ég greindist með brjóstakrabba
mein fyrir tæpum þremur árum. Í
mínu tilfelli kenni ég um álagi, stressi
og óhamingju. Ég ræddi þetta lítið við
vini og mína nánustu og ákvað strax
að láta þetta ekki taka völdin í mínu
lífi. Ég held að það sé gífurlega mikil
vægt fyrir þá sem greinast að skoða
hvað má betur fara og hvað þeir geta
gert sjálfir til að aðstoða við batann.“
Fór í detox og breytti um
mataræði
„Það er ótrúlegt hvað það er hægt að
gera mikið sjálfur með breyttum lífs
stíl. Auðvitað er hvert tilfelli einstakt.
Ég spurði mig að því oft af hverju ég
væri að lenda í þessu og í kjölfarið
skoðaði ég lífsstíl minn og lagaði það
sem betur mátti fara. Ég var í tveimur
störfum, nýskilin og alltaf á ferðinni.
Síðan var ég um tíma í sambandi sem
var engan veginn heilbrigt. Ég byrj
aði á því að fara í detox til Jónínu Ben
til að hreinsa líkamann. Síðan hafði
ég samband við hana Lukku í Happ.
Hún er alger snillingur þegar kemur
að mataræði og borðaði ég mikið hjá
henni og fékk frábæra ráðgjöf. Sykur
er til dæmis besta fóður sem krabba
meinsfrumur geta fengið. Það var eitt
hvað sem ég hafði ekki hugmynd um.“
Á eftir að sakna sveitalífsins
Nadia hefur verið búsett fyrir austan
þar sem hún hefur lagt stund á hesta
mennsku. Nú er hún flutt aftur til höf
uðborgarinnar og heldur að hún eigi
eftir að sakna sveitalífsins.
„Þetta er breyting frá síðustu vetr
um þar sem ég var flesta virka daga
inni í hesthúsi á Syðri Úlfsstöðum
og brunaði svo í bæinn um helgar í
vinnuna hjá Icelandair.
n Nadia Banine náði sér af veikindum n Flutti úr sveitinni
Haslar sér völl á
nýjum vettvangi
„Ég ræddi þetta
lítið við vini og
mína nánustu.
Íris Björk Jónsdóttir
blaðamaður skrifar iris@dv.is
Nýir tímar
nýtt andlit
Það getur verið þreytandi að horfa í
spegilinn og sjá sama fésið dag eft
ir dag. Því er ekki úr vegi að brydda
upp á nýjung þennan veturinn
og fá sér gleraugnaumgjörð til að
breyta aðeins til. Það er liðin tíð að
menn séu kallaðir gleraugnaglámar
þó þeir þurfi að notast við þetta lífs
nauðsynlega hjálpartæki sem gerir
þeim kleift að sjá mun á konum og
mönnum á förnum á vegi og stýra
framhjá hættum sem þeir annars
hefðu ekki séð. Því þurfa þeir sem
sjá vel ekki að vera feimnir við að
fá sér gleraugnaumgjörð án sjón
glers. Þetta þykir ekkert tiltökumál
í dag og getur þú leyft þinni innri
sköpunargleði að njóta, svo dæmi
sé tekið, fagurdökkri gleraugnaum
gjörð sem rammar augun svo fal
lega inn.
Nærbuxur
liðinna ára
Þreyttur á boxernærbuxunum
sem þú hefur gengið í frá ferm
ingu? Þegar þörf er á nýjungum
þarf ekki að sjá inn í framtíðinni.
Það nægir oft að líta til baka og sjá
hverju maður hefur misst af. Karl
menn á þrítugs aldri hafa margir
hverjir klæðst boxernærbuxum
frá því þeir stigu sín fyrstu skref og
ekki fengið að upplifa nærveruna
af þessum gömlu og klassísku nær
buxum sem feður þeirra og afar
fengu að kynnast svo ærlega á síð
ustu öld. Er ekki kominn tími til að
sýna smá djörfung þennan vetur
og fara í aðsniðnar nærbuxur sem
veita þann nauðsynlega stuðning
sem oft er svo mikil þörf á? Hér
verður enginn neyddur til að gera
neitt en komdu nú elskunni þinni
á óvart með þessari nýjung. Hvað
er það versta sem gæti gerst?
Mislitir
sokkar málið
Þó stórmenni mannkynssögunnar
á borð við Steve Jobs og Jesú Krist
hafi gengið berfætt líkt og ekkert
væri sjálfsagðra þá kjósa nú flest
ir að hylja tærnar í þessum klass
íska klæðnaði. Sem hefur þó „nota
bene“ tekið stakkaskiptum frá
því forfeður okkar notuðust við
dýraskinn til að ylja sér. Sokkarnir
hafa um aldir þjónað hlutverki
stöðutákns og voru um tíma tákn
um hreinleika trúarleiðtoga og ríki
dæmi aðalsstéttarinnar. Þó sokk
arnir í dag hafi tapað þessum ljóma
eftir að það varð á færi nærri allra
íbúa vestrænna ríkja að fjárfesta
þeim þá geta þeir verið tákn um
frumleika einstaklinga. Hér áður
fyrr voru menn úthrópaðir furðu
fuglar og sérvitringar fyrir að ganga
í mislitum sokkum en nú er enginn
maður með mönnum nema hann
þori að taka skrefið og sýna um leið
litagleðina og frumleikann sem býr
í hjartanu.
n Taktu til og hafðu allt snyrtilegt í
kringum þig.
n Gakktu frá öllu inni í skáp og hafðu
ekki of mikið af persónulegum myndum
uppi við, eins og teikningar eftir börnin
á ísskápnum eða veggjum. Fólk vill sjá hlý-
leika en ekki hafa hlutina of persónulega.
Það verður að geta séð fyrir sér að búa inni
á þínu heimili.
n Settu rúmteppi yfir sængurfötin,
enginn vill sjá hvernig þú sefur.
n Komdu öllum snúrum snyrtilega fyrir.
n Raðaðu upp á nýtt í öllum hillum og
fækkaðu eins og hægt er öllum lausa-
munum.
n Mjög mikilvægt er að hafa eldhús og
baðherbergi snyrtileg. Hreinlætisilmur í
þessum rýmum er mjög aðlaðandi.
n Ef þú átt gæludýr gakktu frá öllum
ummerkjum eftir þau. Það eru ekki allir
kaupendur dýrafólk. Kattasandur inni á
baðherbergi er ekki aðlaðandi.
Ráð frá Nadiu fyrir þá sem
eru í söluhugleiðingum
Flutt úr sveitinni
Nadia er flutt úr
sveitinni og hefur skipt
um starfsvettvang.
Mynd: KriStinn MagnúSSon