Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Side 39
E
lon Musk spennti bogann
hátt þegar hann nefndi
bílaframleiðslufyrirtæki sitt
eftir Nicola Tesla en margir
vilja meina að hann hafi átt
hugmyndirnar sem Edison gerði að
veruleika. Tesla Motors var stofnað
með því markmiðið að brjóta staðal
mynd rafmagnsbíla og kynna til
sögunnar ökutæki sem væri keypt
vegna þess að það skaraði fram úr
sem ökutæki, en ekki út af vistvæn
um eiginleikum. 2006 afhjúpaði
Tesla Roadster, rafmagnssportbíl
sem komst allt að 400 kílómetra á
fullri hleðslu og stóðst allan saman
burð við sportbíla í sama verðflokki.
Ég fékk tækifæri til að prófa Per
formance útgáfu af Model S. Mjúkar,
ávalar línur með höfuðljósum sem
leyfa áhorfanda ekki að gleyma því
að villidýr toga gripinn áfram. Það er
einkennileg tilfinning að heyra ekk
ert í bílnum nálgast og enn skrýtnara
að taka af stað. Í ökumannssætinu
heyrist eingöngu smá hvinur þegar
rafmagnsgjöfin er stigin til fulls.
Sætin eru úr mjúku gervileðri og ök
umannssætið stillanlegt í 6 víddum.
Mælaborð er LCD skjár sem
breytir um ham eftir því hvort bíllinn
er á ferð eða ekki. Milli ökumanns
og farþega er 17 tommu snertiskjár.
Ef sætisstillingu er breytt þá býð
ur snertiskjárinn ökumanni að vista
stillingar. Það er augljóst að mikill
tími hefur farið í að hanna upplifun
ökumanns og reynsla mín var mjög
jákvæð. Bíllinn vegur mikið, um 2,1
tonn að þyngd en gefur ekkert eftir
í hröðun og aksturseiginleikum. Raf
hlaðan er staðsett í gólfi bílsins og
þyngdarpunkturinn því mjög neðar
lega.
Notendastillingar eru settar fram
af Android tölvu með 3G tengingu.
Grunnhugbúnaðarpakkinn er með
al annars með streymandi útvarps
stöðvar og Google Earth leiðsagnar
forriti. Hægt er að vafra á netinu á
snertiskjánum og setja inn Android
smáforrit. Nú þegar eru komin sér
hæfð smáforrit fyrir Tesla bíla. Per
formance útgáfan býður upp á
stillingar fyrir fjöðrun og stífleika
stýris. Breyting á stillingum skilar
sér í verulegum mun á aksturseigin
leikum. Eina ökustillingin sem ég
saknaði var að hægt væri að stilla
mjúka hröðun, en að mínu mati var
rafmagnsgjöfin eilítill „gikkur“. Ég
fann ekki eins mikið fyrir því þegar
ég slökkti á endurhleðslu rafgeymis
við hemlun, en það er virkni sem
skilar verulegum orkusparnaði og
synd að sleppa.
Drægni bílsins og orkunotkun
eru sýnd á mælaborði, bæði meðal
talsnotkun og punktmæling. Það
er ánægjulegt að sjá við hemlun að
orka kemur inn á rafhlöðuna nema
slökkt sé á endurvinnslu. Á fullri
hleðslu við bestu aðstæður á bíllinn
að komast 500 kílómetra og myndi
því geta komist léttilega frá Reykja
vík til Akureyrar án þess að hlaða. Í
venjulegri innstungu myndi taka 30
tíma að fullhlaða tóma rafhlöðu, en
með 3fasa rafmagni og aukabúnaði
sem leyfir 80 ampera hleðslu ekki
nema 80 mínútur. Hægt er að vænta
15 kílómetra drægni fyrir hverja
klukkustund af hleðslu úr venjulegri
innstungu.
Eldsneytiskostnaður er mun
lægri en bensínbíla, áætlaður um
7% af eldsneytiskostnaði bensín
bíls. Hægt er að skipta út batteríi á
skiptistöðvum og tekur það um 90
sekúndur. Á Ofurhleðslustöðvum er
hægt að fylla rafhlöðuna á 30 mínút
um. Í Bandaríkjunum eru þær nægi
lega margar til að hægt er að keyra
frá austurströnd til vesturstrandar
og mun Elon Musk keyra þá leið
áður en árið er liðið með fjölskyldu
sinni.
Model S er ekki beint á markað
sem hugsar mikið um rekstrar
kostnað. Sambærilegir bílar eins
og Mercedes S class, BMW 5Series
eða Audi A8 eru í sama verðflokki
og gæðaflokki. Enginn þeirra stenst
samanburð á hröðun, sérstaklega
á fyrstu metrunum. Meðan bensín
bílarnir eru að snúa upp túrbínun
um og opna ventla þá rífur rafmót
orinn Tesla af stað eins og enginn sé
morgundagurinn. Með hóflegu mati
á eldsneytis, rafmangs og viðhalds
kostnaði má áætla hins vegar að
Model S borgi sig upp á líftíma bif
reiðarinnar og mætti því líta á hann
sem sparnaðarfjárfestingu. Það er
einhver ljómi yfir Tesla merkinu sem
mig grunar að eigi eftir að eiga sér
sess í hugum bílaáhugamanna. Þó
biðin eftir Model S hafi orðið lengri
en Tesla gaf væntingar um, þá er út
koman svo stórglæsileg að auðvelt er
að fyrirgefa töfina. Dásamlegur bíll
sem stendur undir nafni. n
Ítarlegri umfjöllun í vefútgáfu.
n Rafmagnsbíll sem stendur undir nafni n Viðmótshannað ökutæki
Bílar
Árni Steingrímur Sigurðsson
arnisig@dv.is
Tesla Model S
✘ Kostir: Hljóðlátur, ódýr í rekstri, umhverfisvænn, viðmót ökumanns,
rúmgóður
✔ Gallar: Erfið eign án bílskúrs
Eyðsla: 206 vattstundir/km
Hestöfl: 416
Gírar/þrep: Sjálfskiptur, einþrepa
Drif: 9,73:1 afturhjóladrifinn
Árekstrarpróf: 5 stjörnu NHTSA
Verð: Frá 11.860.000
Umboðsaðili: Even hf.
Mælaborð Breytir um ham eftir því hvort
hann er í akstri.
Snertiskjár Hægt er að stilla ýmsa eiginleika bílsins af snertiskjánum og nota Google Maps.
Húddgeymsla 150 lítra geymsla í
húddinu.
Barnasæti í skotti Hægt er að opna 2
barnasæti í skotti í stað farangursrýmis.
Ökumannssæti Sæti og stýri eru stillan-
leg og hægt að vista stillingar.
GeimflauG á hjólum
Glæsilegur lúxusbíll
Ekkert við Model S minnir á
rafmagnsbíl. MynDir: SiGtryGGUr Ari
Kafbáturinn
seldur
Lotus Espiritbifreið James
Bond sem búinn var þeim eigin
leikum að vera einnig kafbátur
var seld í vikunni á uppboði í
London. Bifreiðin sem notuð var
í myndinni The Spy Who Loved
Me fór á sem svarar til ríflega
105 milljóna íslenskra króna en
er þó ekki raunverulega útbúinn
til köfunar. Bifreiðinni var breytt
fyrir tökur á James Bond og eftir
þær breytingar er í raun og veru
ekki heldur hægt að aka um
götur og er þetta verð því einkar
hátt. Hér er fyrst og fremst um
safngrip að ræða og sýnir verðið
einnig hvað hlutir tengdir fræg
um myndum geta farið á mikinn
pening í dag.
Porsche 911
50 ára
Einn frægasti sportbíll bíla
sögunnar fagnar fimmtíu ára af
mæli um þessar mundir. Porsche
911 var fyrst kynntur til sögunnar
árið 1963 og hefur verið fáanleg
ur síðan með miklum breyting
um í gegnum tíðina en hefur
alltaf haldið nafni sínu og útliti
sem allir þekkja. Gæði þessara
bíla þekkja líka allir bílaáhuga
menn og til marks um það eru
um 70% allra 911 Porsche bíla
sem smíðaðir hafa verið enn á
götunni og er það met sem fáir
bílaframleiðendur geta státað
sig af. Umboðsaðili Porsche á
Íslandi, Bílabúð Benna, heldur
upp á þennan áfanga þessa dag
ana og er með flotta sýningu á
911bílum í sýningarsal sínum.
Hybrid Benz
Með nýjasta útspili Mercedes
Benz á E classbílnum er hægt
af fá þennan fallega bíl í fyrsta
skiptið í hybridútgáfu. Bíll
inn sem nú er kominn á mark
að heitir E 300 Blue TEC Hybrid
og er með fjögurra sýlindra
dísil túrbómótor ásamt 20 KW
rafmótor. Með þessum bún
aði er eldsneytisnotkun bílsins
aðeins 4,1 lítri á hundraðið og
Mercedesbíllinn er með einn
léttasta rafmótorinn sem fyrir
finnst í þessum útgáfum bíla í
dag. Askja sem er umboðsað
ili Mercedes Benz á Íslandi er
komin með nýja E classbílinn
í sýningarsal sinn en hybridút
gáfan hefur enn ekki verið pönt
uð til landsins.
Bílar 39Helgarblað 13.–15. september 2013