Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 46
46 Fólk 13.–15. september 2013 Helgarblað Skiptir níu sinnum um gervi n Ívar á sviði norska þjóðleikhússins L eikarinn Ívar Örn Sverris­ on fer með fjölda hlutverka í uppsetningu þjóðleikhússins í Ósló á Ronju ræningjadóttur og má hafa sig allan við að vera skjótur baksviðs. „Ég fer með ýmis skemmtileg hlutverk í sýningunni. Það er töluverð tónlist, söngur og dans í sýningunni og ýmsar ævin­ týraverur sem stíga á svið og gæða skóginn hennar Ronju lífi. Ég skipti um búning níu sinnum í sýn­ ingunni sem er persónulegt met. Ívar Örn hefur verið búsettur í Noregi undanfarin ár en vakti athygli hér heima í hlutverki sínu sem Hamlet í uppfærslu Leikfélags Akureyrar og sem Stígur í barna­ þættinum Stundin okkar. Í Noregi hefur hann fengið ýmis tækifæri og er eftirsóttur vegna þess hve fjölbreyttum hæfileikum hann er gæddur. Ívar hefur þótt liðtækur nútímaballettdansari og þá hefur lagt stund á Capoeira og Parkour. Á síðasta ári lék hann aðalhlutverk í stuttmyndinni Tumult sem var til­ nefnd til BAFTA­verðlauna. Nú nýtur hann náðar hjá norska þjóðleikhúsinu og sýningin stefnir í að verða vinsæl. „Cecilie Mosli, sem er þekkt leik­ kona hér í Noregi, er leikstjórinn og er þetta hennar fyrsta leikstjórnar­ verkefni við þjóðleikhúsið. Ég og „breakarinn“ Chenno Tim erum eins konar „team“ í uppsetningunni og hoppum og skoppum um þegar tækifæri gefst og framkvæmum ýmis „stönt“. Það er töluvert vökva­ tap á þessum tveimur tímum sem sýningin stendur yfir og ég drekk tvo lítra af vatni á meðan. Sýningin hefur fengið glimrandi dóma í öll­ um helstu fréttamiðlunum og salan hefur tekið mikinn kipp.“ n Mikið að gera Það er nóg að gera hjá leikaran- um Ívari Erni í uppfærslu norska þjóðleikhússins á Ronju ræningjadóttur. Bjarni Ben búinn að læra að synda Fjármálaráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, fer ekki lengur um á hundavaði því nýlega útskrif­ aðist hann af skriðsundsnám­ skeiði. Ekki er vanþörf á að kunna traust sundtök í brimsjó stjórn­ málanna. Bjarni sagði frá áfang­ anum á Facebook­síðu sinni. „Í morgun útskrifaðist ég af skrið­ sundsnámskeiðinu. Kemst nú skammlaust á milli bakka og finn framfarir í hvert skipti sem ég fer. Hef haft mjög gaman af kennslunni. Það opnar nýjan heim að geta synt skriðsund sér til ánægju. Um leið er sundið góð líkamsrækt,“ segir Bjarni. Þrjár myndir á afmælisdaginn Ómar Ragnarsson er þekktur fyrir að höndla það vel að sinna fjöl­ mörgum verkefnum í einu. Það gerir hann svo sannarlega á Degi íslenskrar náttúru, 16. september, sem er jafnframt afmælisdag­ ur hans. Daginn þann frumsýnir hann þrjár kvikmyndir. Kvikmyndirnar eru allar til sýn­ ingar í Bíó Paradís. Um er að ræða heimilda­ og fræðslumyndina Akstur í óbyggðum (43 mín) sem fjallar um hvernig best sé hægt að njóta íslenskrar náttúru í akstri um óbyggðir landsins án þess að lenda í vandræðum og skemma viðkvæmt land. Þá verða frumsýnd tónlistar­ myndböndin Íslandsljóð eftir Ómar Ragnarsson og Reykjavíkur­ ljóð eftir hann og Gunnar Þórðar­ son. Bubbi 17 ára Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fagnaði sautján ára edrú afmæli á miðvikudag. Bubbi greindi frá þessu á Facebook­ síðu sinni þar sem hann sagð­ ist þakklátur fyrir hverja sekúndu sem hann hefði náð að halda sér án efna en hamingjuóskunum hreinlega rigndi yfir Bubba þegar hann tilkynnti þetta. Bubbi hefur háð mikla baráttu við fíknina og miðlað af reynslu sinni til ung­ menna með því að fara í fram­ haldsskóla landsins og fræða nemendur um þessi málefni. Spaugstofan verður í stjórnarandstöðu n Pálmi Gestsson segist myndarlegur eins og Bjarni Ben L eikarinn Pálmi Gestsson er á þönum þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. Hann er að vanda með fjölmörg verk efni á sinni könnu. Það er frumsýningarhelgi, hann fer með eitt aðalhlutverka í leikriti Braga Ólafs­ sonar, Maður að mínu skapi, sem er frumsýnt á laugardag. „Ég er að leika stjórnmálamann. Fyrrverandi ráðherra, sem sumir vilja að meina að hafi verið svældur úr ráðherraembætti. Ég hugsa að einhverjir myndu nú segja að það hafi verið góð ástæða fyrir því,“ segir hann um hlutverk sitt. Verður slegist um að leika Óttarr Proppé Pálmi er ekki óvanur því að bregða sér í hlutverk stjórnmálamanna og þeir félagar í Spaugstofunni snúa aftur á skjáinn hjá Stöð 2 í vetur og að sjálf­ sögðu búnir að máta sig í hlutverk nýrra ráðherra ríkisstjórnarinnar. „Við erum komnir í startholurnar strákarnir. Ég hef af illri nauðsyn þurft að leika Bjarna Benediktsson, hann er talinn ákaflega myndarlegur maður, svolítið eins og Ken hennar Barbie. Ég veit ekki hvort það er um auðugan garð að gresja í hópnum, kannski ég sé myndarlegastur.“ Það verður Örn Árnason sem leikur Sigmund Davíð. „Það er kannski af því þeir eru ekkert ósvip­ aður í laginu þótt litaraftið sé öðru­ vísi.“ Þeir Spaugstofumenn hafa þurft að kynna sér nýja þingmenn ríkis­ stjórnar. Pálmi heldur að í því verði ýmis freistandi tækifæri. „Það verður slegist um að leika Óttarr Proppé og Elínu Hirst. En allt eru þetta mikil og freistandi tækifæri sem koma þarna upp.“ Saknar Steingríms Hermannssonar Þeir sakna stjórnmálamanna sem þeir hafa leikið í gegnum tíðina og hverfa af vettvangi. „Já, það er alltaf þannig að maður saknar þeirra sem hafa horfið af sjónarsviðinu í pólitík og af veraldarsviðinu. Mér fannst til dæm­ is afskaplega gaman, án þess að ég ætli að gera mikið upp á milli, að leika góðmennið Steingrím Hermannsson. Hann tók því alltaf svo vel og það fór vel á með okkur Steingrími.“ Aldrei fallið styggðaryrði Þeir félagar þreytast ekkert á sam­ starfinu að sögn Pálma. „Það er nú svo ótrúlegur andskoti hvað við verðum lítið þreyttir hver á öðrum. Ég held að í þau þrjátíu ár sem við höfum þekkst þá hafi aldrei fallið styggðarorð á milli okkar,“ segir Pálmi og segist halda það vera óvenjulegt. „Já, þrjátíu ár eru óvenjulega langur líftími.“ Halda sínu striki Hann segir þá í Spaugstofunni ekki ætla að skorast undan því að veita nýrri ríkisstjórn gott aðhald með gríni og glensi. „Ég held að það verði ekki nokkur vafi á því að við höldum okkar striki í því. Þessi þáttur er þess eðlis að hann er til þess að spegla samfélag­ ið og við teljum okkur skylt að gera það. Þetta er flokksópólitískur hópur og okkur finnst skylt að vera í stjórn­ arandstöðu hverju sinni.“ Konan tekur slátur í síðkjól Pálmi er vel kvæntur Sigurlaugu Halldórsdóttur. „Við erum alltaf að rifja það upp hvað við erum búin að vera gift lengi. Ég held að við séum búin að vera gift í ellefu ár en erum búin að vera saman í bráðum 20 ár.“ Sigurlaug er þekkt fyrir auð­ uga kímnigáfu sína og Facebook­ stöðufærslur hennar þykja prýðis skemmtun. Í þeim auglýsir hún eft­ ir hvítum sundmeyjarbúning eða biður um sundfélaga í kvöldsund til Viðeyjar. „Hún er mikill húmoristi og lýgur öllu á Facebook,“ segir Pálmi og hlær og segir af henni óborgan­ legar sögur úr sláturtíð sem nú nálg­ ast. „Hún kallaði einu sinni allar til, vinkonur sínar til að taka slátur. Þá voru þær allar á síðkjólum og há­ hæluðum skóm,“ segir hann frá. „Og einu sinni á ári hittast þær, enn og aftur á síðkjólum, skemmta sér og fara svo í sundballett. Þetta er allt orðið frægt að endemum.“ Þau fjörugu hjón eiga tvö heim­ ili og eru með annan fótinn í Bol­ ungarvík. En þau réðust saman í það stórvirki að gera upp gamla hús­ ið sem Pálmi fæddist í. Hjari kall­ ast heimili þeirra í Bolungarvík og er bæjarprýðin en á sínum tíma var húsið dæmt til niðurrifs. „Það hefur verið okkar hjartans áhugamál að hlúa að þessu húsi og þetta er okkur dýrmætt tilfinninga­ lega,“ segir Pálmi sæll og glaður. n Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Ill nauðsyn Pálmi segist leika Bjarna Ben af illri nauðsyn en ekki sé um auðugan garð að gresja þegar kemur að ytri fegurð í hópnum. Mynd HAlldÓr SVeInbjörnSSon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.