Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Síða 9
Fréttir 9Miðvikudagur 16. október 2013 Landsmönnum fjölgar lítillega Í lok þriðja ársfjórðungs þessa árs bjuggu 325.010 manns á Íslandi. Þetta voru 163 þúsund karlar og 162.010 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.200 á ársfjórðungn­ um. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á þriðjudag. Erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi voru 22.760. Á höfuðborgar­ svæðinu bjuggu 208.210 manns. Í tölunum kemur fram að á þriðja ársfjórðungi þessa árs hafi fæðst 1.130 börn, en 530 einstak­ lingar látist. Á sama tíma fluttust 620 einstaklingar til landsins um­ fram brottflutta. Brottfluttir einstak­ lingar með íslenskt ríkisfang voru 170 umfram aðflutta, en aðflutt­ ir erlendir ríkisborgarar voru 790 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri konur en karlar flutt­ ust frá landinu. Danmörk var helsti áfangastað­ ur brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 420 manns á þriðja ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 1.080 íslenskir ríkisborgarar af 1.370 alls. Af þeim 540 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 100 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkis­ borgarar komu frá Danmörku (380), Noregi (230) og Svíþjóð (230), samtals 830 manns af 1.200. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 400 til landsins af alls 1.330 erlendum innflytjendum. Þýska­ land var næst í röðinni, en þaðan fluttust 110 erlendir ríkisborgarar til landsins. Allt fjarlægt úr húsinu Lögreglan á Suðurnesjum var nýverið kvödd að íbúðarhúsi í umdæminu, sem búið var að fjarlægja nær allan húsbúnað úr. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að Íbúðalánasjóður hafi eignast húsið fyrir skömmu og feng­ ið að því lykla í síðustu viku, þegar íbúar þess yfirgáfu það. Búið var að fjarlægja nær alla skápa úr húsinu, helluborð, háf, ísskáp, bakaraofn úr eldhúsi, blöndunartæki af baði, úr eld­ húsi og vaskahúsi, allar skápa­ höldur, auk bílskúrsopnara. Að auki var búið að fjarlægja fimm hurðir úr húsnæðinu. Lögregla hefur haft upp á flestum mununum og er málið í rannsókn. Borgin veitir neyðaraðstoð Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt samhljóða að veita sem svarar 100 krónum á hvert barn í Reykjavík til hjálparstarfs vegna yfirstandandi stríðsá­ stands í Sýrlandi. UNICEF á Íslandi er falið að ráðstafa fénu frá Reykja­ víkurborg. Tillagan kom upp­ haflega frá Vinstri grænum en Sóley Tómasdóttir borgar­ fulltrúi flokksins hvatti önnur sveitarfélög til að fara að dæmi Reykjavíkurborgar. Þ ó þetta sé ömurlegt þá er þetta tækifæri sem þarf að nota til að breyta því hugar­ fari hjá ríki og borg að þetta eru ekki aumingjar heldur er þetta fólk af holdi og blóði eins og þú og ég. Fólk með væntingar og vonir fyrir lífið sem urðu að engu og enda á Klambratúni. Það er öm­ urlegt,“ segir Ólafur Ólafsson, ann­ ar forsvarsmanna áfangaheimilisins Draumasetrið. DV greindi frá því síðastliðinn föstudag að utangarðsmaður hefði fundist látinn á Klambratúni. Maður­ inn, Letti um fertugt, hét Horst Gorda. Þó ekki sé einsdæmi að útigangs­ menn láti lífið í Reykjavík þá er mál Horst frábrugðið að því leytinu til að Horst fæddist sem kona og var í kyn­ leiðréttingarferli samkvæmt heimild­ um DV. Meðal annars vegna þeirrar staðreyndar var staða Horst jafnvel enn verri fyrir vikið í löskuðu kerfi þar sem úrræðaleysi þykir vandamál. Ólafur, sem er bundinn trúnaði við sína skjólstæðinga, þekkti ágætlega til Horst sem hafði búið hjá honum í Draumasetrinu við Héðinsgötu sem er áfangaheimili fyrir fólk sem villst hefur af leið í viðjum fíknarinnar. Hann þoldi þetta ekki Samkvæmt upplýsingum DV frá þeim sem til þekktu hafði Horst verið lengi í kynleiðréttingarferlinu. Hann hafði mætt miklu úrræðaleysi í sínum mál­ um og féll eiginlega milli skips og bryggju sem heimilislaus transmaður með fíknivanda. Þetta erfiða ferli hafi haft miklar afleiðingar í baráttu hans fyrir því að eignast líf og þak yfir höf­ uðið. Það fólk sem reyndi að hjálpa honum þurfti til að mynda að krefja hann skilríkja. Það gat reynst honum þungbært að framvísa þeim því á þeim kom fram að hann væri kona. Hann kom því oft að lokuðum dyrum í kerfinu sökum þess að hann leit út eins og karlmaður. En Ólafur minnist hins þjakaða Horst af hlýhug „Þetta var yndislegur strákur en bara rosalega einmana. Hann ætlaði að verða edrú og eignast fallegt líf en það fór eins og það fór. Hann var alltaf fullur af von þegar hann kom hingað aftur og aftur. Hann var auðvitað mitt á milli í kerfinu og vissi náttúrulega ekkert hvar hann stóð.“ Samkvæmt upplýsingum DV var Horst mikill fíkill sem að sögn þeirra sem til þekktu notaði vímuefni til að deyfa sig. Hann hafi verið því sem næst fastagestur á gjörgæsludeild eftir að hafa tekið of stóra skammta. Þessi neysla hans ofan á kynleið­ réttinguna og því sem henni fylgdi, var því oft erfið blanda. „Hann kom að lokuðum dyrum út af sínum málum hvar sem hann steig niður fæti. Hann var náttúru­ lega gríðarlegur fíkill. Og út af hverju var hann að deyfa sig svona fram í dauðann? Hann þoldi ekki álagið sem á honum var og var tilfinningalega hruninn,“ segir Ólafur. Óttaðist að endirinn væri nærri Ólafur kveðst hafa síðast rætt við Horst tæpri viku áður en hann lést. Þá hafi verið þungt í honum hljóðið. „Hann sagði við mig: „Þetta endar allt á einn veg ef ég fæ ekki hjálpina núna. Þá er ég bara farinn“,“ rifjar Ólafur upp. Hann segir Horst hafa búið á Draumasetrinu skömmu áður en hann lést. Menn þurfa hins vegar að fara út þegar þeir fara í neyslu en Ólaf­ ur hafði leyft honum að koma aftur. „Við fleygjum engum út þrátt fyr­ ir að eftirspurnin sé mikil. Við höfum gefið fólki séns á að fá hjálp og afeitra sig í minnst tíu daga og þá eru þeir vel­ komnir að koma í sitt gamla herbergi. Ég gæti auðveldlega fleygt mönnum út og tekið aðra inn en ef þetta verður þannig, eins og eitthvert færiband, þá á maður að hætta í þessu.“ Hvað Horst varðar hafi hann fund­ ið að allar götur væru honum lokaðar þegar út var komið. „Svo hafði hann engan samastað og fór í algjört „blackout“ í allri neyslu og hafði alltaf gert og endaði bara ým­ ist á gjörgæsludeild eða bara einhvers staðar úti, eins og gerðist í þessu til­ felli,“ segir Ólafur. Fimm látist á viku Ólafur bendir á að mál Horst sé ekki einsdæmi og segir fimm utangarðs­ menn hafa látist á síðastliðinni viku. „Þetta er miklu alvarlegra en fólk gerir sér í hugarlund.“ Tveir ungir menn hafi fyrirfarið sér í síðustu viku og þrír aðrir hafi látist sökum ofneyslu fíkniefna. Og þetta hafi ekki bara gerst í Reykjavík. „Þetta er úti um allt. Það má bara ekkert tala um þetta. Tölfræðin segir að það séu tveir á dag sem eru að reyna sjálfsvíg með einum eða öðr­ um hætti, á Íslandi 2013. Það er alveg ömur legt. Og að fólk verði bara úti eins og Horst. Hann dó úr vonleysi og afskiptaleysi.“ Árangur í málum sem þessum er að mati Ólafs óásættanlegur og dauðsföll síðustu viku séu aðeins toppurinn á ísjakanum. „Þetta er að gerast í hverri einustu viku að fólk er að fara vegna fíkniefna og áfengis.“ Á mánudagskvöld segir Ólaf­ ur að 180 manns hafi sótt samveru hjá honum þar sem hinna látnu var minnst. Á að veita fólki hjálp Hvað úrræðaleysi í málaflokki utan­ garðsfólks varðar þá hefur oft ver­ ið bent á Gistiskýlið í Þingholtsstræti sem fyrir löngu er sprungið sökum eftirspurnar. Ólafur segir að Drauma­ setrið sé að taka inn allt að 40 manns sem hvergi hafa höfði sínu að halla en fái ekki krónu, hvorki frá ríki né borg. „Það er eins og þeir vilji helst ekkert af okkur vita. Þetta er auðvitað bara af­ skiptaleysi og við sem þjóðfélag erum orðin svo blind á þetta. Við tölum um fórnarkostnað á mannslífum, sem er ömurlegt að tíðkist í dag. Það á ekki að vera neinn fórnarkostnaður í þessu. Það á bara að veita fólki hjálp.“ Ólafur hefur oft vitnað í stefnu Besta flokksins í málefnum úti­ gangsfólks sem var „Allskonar fyrir aumingja“ í aðdraganda sveitar­ stjórnarkosninga. „Það er lýsandi dæmi hvernig borgin lítur á þennan málaflokk.“ n n Útigangsmaður í kynleiðréttingarferli fannst látinn á Klambratúni Á endastöð á Klambratúni Horst Gorda fannst látinn á Klambra- túni þann 11. október eftir erfiða lífs- baráttu þar sem hann glímdi meðal annars við mikinn fíknivanda. Mynd sigtryggur ari Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is „Þetta var yndis- legur strákur en bara rosalega einmana. Ömurleg örlög útigangsfólks Ólafur Ólafsson þekkir, sem forsvarsmaður Draumasetursins, vel til þeirra sem glíma við fíknivanda og geðræn vandkvæði á götunni. Mynd sigtryggur ari „Dó úr vonleysi og afskiptaleysi“ sKjÁsKot aF wayn.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.