Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Side 10
Tíu hæTTulegusTu hryðjuverkamennirnir 10 Fréttir 16. október 2013 Miðvikudagur n Ayman al-Zawahiri verstur samkvæmt CNN n Þeir bera ábyrgð á dauða þúsunda Þ að kemur kannski fáum á óvart að leiðtogi hryðju- verkasamtakanna al- Kaída sé talinn hættuleg- asti hryðjuverkamaður heims. Þetta er niðurstaða ítar- legrar úttektar á 10 hættulegustu hryðjuverkamönnum heims sem fréttastofan CNN birti á dögun- um. Í úttektinni var reynt að leggja mat á það hver væri hættu- legastur um þessar mundir, en eins og gefur að skilja verða örar breytingar á listanum samhliða árangrinum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Til að mynda var Abu Anas al Libi, lykilmaður í al- Kaída-samtökunum, handtek- inn fyrir hálfum mánuði, en hann var um langt skeið talinn í hópi hættulegustu hryðjuverkamanna heims. Mennirnir á listanum hér að neðan eiga það sameiginlegt að vera virkir í hryðjuverkastarf- semi í dag, sumir eru aðeins hug- myndasmiðir og skipuleggjendur en aðrir taka beinan þátt í sjálfum ódæðunum. n Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is 1 Ayman al-Zawahiri Staða: Leiðtogi al-Kaída Zawahiri hefur verið leiðtogi þessara alræmdustu hryðjuverka- samtaka heims frá dauða Osama bin Laden árið 2011. Í umfjöll- un CNN kemur fram að ólíklegt sé að al-Kaída hafi getu til að fram- kvæma sambærilega árás og framin var 11. september 2001. Al-Zawa- hiri hafi sjálfur látið hafa eftir sér að markmið samtakanna í dag sé að gera „ódýrari“ en samt sem áður mjög „árangursríkar“ árásir. Vegna ástandsins í Mið-Austurlöndum séu meiri líkur á árásum þar en á Vesturlöndum. Zawahiri er 62 ára og er læknismenntaður. Hann er sagður vera óskoraður leiðtogi al- Kaída um heim allan. 2 Nasir al Wuhayshi Staða: Leiðtogi systursamtaka al-Kaída í Jemen Þessi 36 ára Jemeni var einkarit- ari Osama bin Laden áður en hann snéri aftur til Jemen og var fangelsaður. Þar dvaldi hann stutt enda grófu fylgismenn hans göng inn í fangelsið og slapp hann úr haldi árið 2006. Í kjölfarið stofn- aði hann systursamtök al-Kaída í Jemen og ber hann ábyrgð á mann- skæðum árásum í Jemen á undan- förnum árum sem meðal annars beindust gegn erlendum ríkis- borgurum. Hann er nú leiðtogi al- Kaída á Arabíuskaga, AQAP, og er einn valdamesti meðlimur samtak- anna. AQAP hafa látið til sín taka að undanförnu í Suður-Jemen. 3 Ibrahim al-Asiri Staða: Sprengjusérfræðingur AQAP Al-Asiri er 31 árs og fæddur í Sádi- Arabíu. Þetta er maðurinn sem leyniþjónustur Vesturlanda og víð- ar óttast, enda er hann annálaður sprengjusérfræðingur. Margir telja að hann hafi búið til sprengjuna sem fannst í fórum flugfarþega um borð í flugvél yfir Denver um jólin 2009. Var sprengjan falin í nærbux- um farþegans. Þá er hann talinn hafa búið til sprengju sem átti að drepa Mohammed bin Nayef, inn- anríkisráðherra Sádi-Arabíu. Bróðir hans faldi sprengjuna í endaþarmi sínum og sprengdi sig í loft upp. Sá lést en bin Nayef komst lífs af. Al- Asiri er talinn halda til í Jemen. 4 Ahmed Abdi Godane Staða: Leiðtogi Al-Shabaab Al-Shabaab hafa verið mikið í frétt- um að undanförnu vegna hryðju- verkaárásarinnar í verslunarmiðstöð í Kenía í síðasta mánuði þar sem 67 lágu í valnum. Godane, sem einnig er þekktur undir nafninu Mukthar Abu Zubayr, varð leiðtogi Al-Shabaab árið 2008. Samtökin boða yfirráð íslam í Sómalíu – og raunar um allan heim – sama hvað það kostar. Að undanförnu hafa þeir gert árásir í ríkjum, eink- um í Austur-Afríku, sem styðja yfir- völd í Sómalíu. Árið 2010 skipulögðu samtökin sjálfsmorðssprengjuárásir í Kampala í Úganda sem kostuðu 70 lífið. Undir stjórn Godane urðu Al- Shabaab-samtökin formlegir banda- menn al-Kaída. 5 Moktar BelmoktarStaða: Leiðtogi hryðjuverka- samtaka í Alsír Belmoktar er Alsíringur sem komst í heimsfréttirnar fyrir rúmu ári þegar hann og fylgismenn hans tóku hóp erlendra verkamanna í gíslingu í Amenas-gasverksmiðjunni í landinu. Eftir þriggja daga umsátur lágu 40 manns í valnum. Hann er leiðtogi hóps sem kallast Þeir sem skrifa með blóði (e. Those Who Sign With Blood). Eftir árásina í Amenas gerði hópurinn árás á franska úraníumverksmiðju í Níger. Belmoktar er oft kallaður Marl- boro-maðurinn vegna mjög um- fangsmikils smygls á sígarettum sem hann er talinn hafa grætt mikið á. Belmoktar er fæddur árið 1972 og ólst upp við mikla fátækt í Alsír. 6 Abu Muhammad al-Julani Staða: Leiðtogi uppreisnar- hóps í Sýrlandi Al-Julani er leiðtogi al-Nusra-sam- takanna í Sýrlandi sem hafa verið áberandi í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Samtökin voru stofnuð í janúar 2012 og eru meðlimir sam- takanna taldir vera um 10 þúsund. Samtökin hafa sérhæft sig í sjálfs- morðssprengjuárásum og hafa þau tengsl við al-Kaída í Írak. Lítið er vitað um Al-Julani og jafnvel þjóð- erni hans er á huldu. Þó er talið að hann hafi dvalið í Írak um tíma þar sem hann barðist með uppreisnar- mönnum á tímum Íraksstríðsins. Hann er talinn hafa verið góðvinur Abu Musab al-Zarqawi, sem lést í sprengjuárás Bandaríkjahers árið 2006. 7 Abu Bakr al-Baghdadi Staða: Leiðtogi ISIS Al-Baghdadi er leiðtogi al-Kaída í Írak og hóps sem kallar sig Islamic State in Iraq and Syria (ISIS). Sem fyrr segir eru tengsl á milli hóps- ins og uppreisnarhóps Julani í Sýr- landi. Samkvæmt CNN vilja leyni- þjónustur um heim allan klippa á þau tengsl sem allra, allra fyrst. Hóparnir hafa barist saman í borg- arastyrjöldinni í Sýrlandi, sérstak- lega í austurhluta landsins. Al-Baghdadi hefur einnig stýrt hryðjuverkaárásum í Írak sem beinst hafa gegn svæðum þar sem sjía-múslimar eru í meirihluta. Þá er hann talinn bera ábyrgð röð bílsprengjuárása í Írak þann 30. september síðastliðinn sem kost- uðu meira en 50 manns lífið. 8 Sirajuddin HaqqaniStaða: Leiðtogi Haqqani- samtakanna Nokkrir hópar eru farnir að búa sig undir brottför Bandaríkjahers frá Afganistan á næsta ári. Þar á með- al eru Haqqani-samtökin sem bera ábyrgð á mannskæðum árásum í Kabúl á undanförnum árum, meðal annars á hótelbyggingar. Þá er talið að Haqqani-samtökin beri ábyrgð á dauða og meiðslum um þúsund bandarískra hermanna í Afganistan á undanförnum árum. Haqqani er sonur stofnanda samtakanna og er á fertugsaldri. Undir hans stjórn hafa samtökin stækkað mikið og meðal annars fengið til liðs við sig uppreisnarmenn frá Tsjetsjeníu og Tyrklandi. Samtökin eru nátengd talíbönum og al-Kaída. 9 Abubakar ShekauStaða: Leiðtogi Boko Haram Shekau er leiðtogi hinna al- ræmdu hryðjuverkasamtaka Boko Haram sem eiga rætur í norður- hluta Nígeríu. Samtökin hafa fært út kvíarnar á undanförnum árum og unnið með uppreisnarmönn- um víða í Afríku. Kristnir menn og kirkjur eru skotmark Boko Haram. Í síðasta mánuði réðust meðlimir samtakanna inn í skóla í Yobe- héraði í Nígeríu og myrtu yfir 40 nemendur. Árið 2010 gerðu sam- tökin árás á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Abuja, höfuðborg Ní- geríu, þar sem 23 létust. Þá hefur hópurinn rænt og myrt vestræna gísla. Orðrómur var á kreiki um að Shekau hefði látist í ágúst síðstliðn- um en sá orðrómur virðist vera uppspuni frá rótum. 10 Doko Umarov Staða: Leiðtogi íslamskra uppreisnarmanna í Kákasus- héruðum Rússlands Doko Umarov er leiðtogi hóps í Tsjetsjeníu sem kallar sig Caucasus Emirate og hefur það að markmiði að koma á yfirráðum íslams í suðurhluta Rússlands. Hann hefur hvatt fylgj- endur sína til að gera árásir á skot- mörk sem eru andvíg samtökunum, þar á meðal Bandaríkjamenn, Ísraela, Rússa og Breta. Enn sem komið er hafa flestar árásir hópsins beinst gegn skot- mörkum í Rússlandi. Árið 2011 gerði hópurinn, undir forystu Umarovs, sprengjuárás á Domodedov-flugvell- inum í Moskvu með þeim afleiðingum að 36 létust. Árið 2010 gerði hópurinn hryðjuverkaárás á lestarstöð í Moskvu með þeim afleiðingum að 40 létust. Mynd ReuteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.