Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Page 23
Fólk 23Miðvikudagur 16. október 2013 Ásgeir slær í gegn erlendis E yþór Ingi Gunnlaugsson, fulltrúi Íslands í Eurovision-keppninni síðastliðið vor, er eitt af andlitum ADHD-samtakanna í vitundar- átaki sem nú stendur yfir. Eyþór segist hafa greinst ungur að aldri með athygl- isbrest og lesblindu. „Pabbi var sjó- maður og mamma heimavinnandi. Henni var ráðlagt að setja mig á lyf en hún vildi það ekki og í staðinn ákvað hún að fara með mér í skólann sem var svolítið sérstakt. Hún mætti í tíma til að athuga hvort að ég væri ekki örugglega að halda mig við efnið,“ segir Eyþór Ingi sem segist hafa verið mikill sveimhugi. Óvirkur en ekki ofvirkur „Ég átti mjög erfitt með að einbeita mér að efninu. Það var alveg nóg ef einhver missti pennaveski í gólfið, þá fór ég að spá í það frekar og gleymdi því að ég væri að reikna. Þótt að ég hefði raunverulegan áhuga á því sem ég var að gera var nóg að heyra skell einhvers staðar og þá var athyglin farin,“ segir Eyþór sem segist þó ekki þjást af ofvirkni. „Oft fylgir athyglis- brestinum ofvirkni og kallast þá ADHD. Ég var ekki þannig. Það má eiginlega frekar segja að ég hafi verið óvirkur. Ég var hægur og utan við mig. Ég held einmitt að ég hafi getað setið kyrr endalaust sönglandi eitt- hvað eða bara að leika mér með blý- antinn. Stundum fór ég með leikþætti úr Heilsubælinu fyrir þá sem sátu við hliðina á mér.“ Ofureinbeiting Eyþór Ingi segir athyglisbrestinn stundum vera til vandræða en hon- um fylgi einnig ýmsir kostir. „Ég lendi alveg í svona sóni þegar ég er að semja tónlistarefni hérna heima. Þá gleymi ég umhverfinu í kringum mig og upplifi alveg súperfókus. Ég held að það þurfi sérstakt umhverfi til að geta beitt þannig einbeitingu. Að sitja í skóla með 20 krökkum sem eru allir að blaðra og hávaði mikill … ég gæti aldrei sest niður og byrjað að semja músík í þannig umhverfi. Aðstæðurn- ar skipta máli. Gleymdi jakkafötum á biðskyldu „Einu sinni var ég að spila í Akur- eyrarkirkju og var nýbúin að fjárfesta í nýjum jakkafötum sem ég var með í poka. Ég hélt á pokanum og var með gítarinn í hinni þar sem ég beið fyr- ir utan kirkjuna. Þá hringdi allt í einu síminn og það varð bara of mikið í einu fyrir mann með athyglisbrest. Þannig að ég lagði frá mér gítarinn og ákvað að hengja pokann með jakka- fötunum upp á biðskylduskilti svo að ég gæti svarað símanum. Svo talaði ég aðeins í símann þangað til að bíll- inn kom að sækja mig. Ég skellti á, tók upp gítarinn og settist inn í bíl og keyrði í burtu. Nokkrum klukkutím- um síðar áttaði ég mig á því, þegar að ég átti að fara í næsta gigg, að ég var ekki með allt með mér. Það var ekki fræðilegur möguleiki að muna hvað ég hafði gert við jakkafötin. Þannig að ég fékk félaga minn til þess að rúnta með mér um allan bæinn að leita. Svo fann ég þau fjórum klukkustund- um síðar, hangandi á biðskyldunni.“ Tvær plötur framundan Eyþór Ingi vinnur nú að því að leggja lokahönd á fyrstu breiðskífu sína sem von er á í nóvember og mun bera heitið Eyþór Ingi og atómskáldin. Svo er ég að vinna að nýrri plötu með Todmobile í tilefni af 25 ára af- mæli hljómsveitarinnar,“ segir Eyþór Ingi sem gekk til liðs við hljómsveitina árið 2010 og kom fram á plötunni Sjö. „Þetta er hljómsveit sem er jafn gömul og ég,“ segir Eyþór Ingi í léttum dúr að lokum. n n Gleymdi nýju jakkafötunum hangandi á biðskylduskilti n Í hópi tíu handhafa Ebba-verðlaunanna T ónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hefur freistað gæfunnar á er- lendri grundu og staðið sig vel. Það má meðal annars sjá á því að hann hefur verið valinn í hóp tíu handhafa Ebba-verðlaunanna sem veitt verða við hátíðlega athöfn í Gron- ingen í Hollandi þann 15. janúar á næsta ári. Verðlaunin eru veitt því tón- listarfólki sem þykir hafa náð fram- úrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalands síns. Kynnirinn á afhendingunni verð- ur enginn annar er hinn virti breski sjónvarpsmaður Jools Holland. Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtæk- inu Nielsen Music Control á grund- velli tónlistarsölu og útvarpsspilunar. Hins vegar er valið byggt á atkvæða- greiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða. Verðlaunin eru nú veitt í ellefta sinn og er þetta einungis í annað sinn sem íslensku tónlistarfólki hlotnast þessi heiður en í fyrra hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men verðlaunin. Á meðal annarra sem hafa hlotið þessi verðlaun síðastliðin ár eru stór nöfn eins og Adele, Lykke Li, Mumford & Sons, Damien Rice, C2C og Katie Melua. Ásgeir er því svo sannarlega kominn í hóp hæfileika- ríkra tónlistarmanna. Auk þess að koma fram á verð- launahátíðinni hefur Ásgeiri, sem sleppir Trausta nafninu erlendis, verið boðið að taka þátt í Eurosonic-tónlist- arhátíðinni í annað sinn. n Fær Ebba-verðlaunin Kominn í hóp tónlistarfólks á borð við Of Monsters and Men, Adele, Lykke Li, Mumford & Sons og Damien Rice. Ævintýraleg útrás Ragnar Bragason, leikstjóri Málm- haus, og aðalleikkona myndar- innar, Þorbjörg Helga Þorgilsdótt- ir, hafa í ótalmörgu að snúast því myndin er í útrás eftir að hafa vak- ið verðskuldaða athygli á Toronto International Film Festival. Útrásin er ævintýraleg en bæði Ragnar og Þorbjörg skrifuðu und- ir samning við APA-umboðsskrif- stofuna í Bandaríkjunum sem eru til dæmis með Gary Oldman inn- an sinna vébanda. Ragnar er ný- komin heim frá Kóreu og nú kom- in til Brasilíu. „Ævintýrið kringum Málmhaus heldur áfram. Raggi er út í Brasilíu að kynna Suður-Ameríku fyrir Heru, næst er það svo Þýskaland og þá fæ ég að fara með líka,“ segir Þorbjörg full tilhlökkunar. Áritar bók með Mankell Íslenskir glæpasagnahöfundar eru á leiðinni til Parísar að kynna bækur sínar í næsta mánuði. Óttar Martin Norðfjörð er meðal þeirra og fannst skrýtið að heyra að hann muni árita bækur með glæpa- sagnameistaranum Henning Mankell. „Í næsta mánuði mun ég árita bækur í franskri bókabúð ásamt Henning Mankell. Það verður skrítið,“ segir Óttar á Facebook og er í kjölfarið ráðlagt af vinum sínum að spyrja hann um ýmsar óleystar ráðgátur sænsks samfélag, svo sem hver myrti Olaf Palme. Hermann og David á galeiðunni Góðvinirnir Hermann Hreiðars- son og David James eru nærri því óaðskiljanlegir og sjást oft saman úti á galeiðunni. Þeir skemmtu sér vel í miðborginni síðasta sunnudag og stóð gleðin langt fram á nótt. Hermann er eins og mörgum er kunnugt hættur störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu og hefur ekki gefið upp annað en að ástæður brott- hvarfsins séu persónulegar. Fyrr á árinu var Hermann í fréttum vegna áforma hans og föður hans um að reisa tíu hótel hér á landi fyrir sex milljarða króna. Eyþór Ingi vinnur nú að því að leggja lokahönd á fyrstu breiðskífu sína sem von er á í nóvem- ber og mun bera heitið Eyþór Ingi og atómskáldin. Mynd sIGTryGGur arIÓvirkur en ekki ofvirkur Svala Magnea Georgsdóttir blaðamaður skrifar svala@dv.is „Ég var hægur og utan við mig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.