Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Síða 4
4 Fréttir 8.–10. nóvember 2013 Helgarblað
Gróði Simma og Jóa eykst
n 34 milljóna arður út úr hamborgarastaðnum í fyrra
H
agnaður Hamborgara
fabrikkunnar jókst um tæpar
tíu milljónir króna á milli ár
anna 2011 og 2012. Þetta kem
ur fram í nýjasta ársreikningi móður
félags Hamborgarafabrikkunnar,
Nautafélaginu ehf. Félagið er í eigu
athafnamannanna Sigmars Vilhjálms
sonar, Jóhannesar Ásbjörnssonar og
Skúla Gunnars Sigfússonar.
Hamborgarafabrikkan er stað
sett á tveimur stöðum á landinu, við
Höfðatorg í Borgartúninu í Reykjavík
og á Akureyri.
Hagnaðurinn árið 2011 nam tæp
um 25 milljónum króna árið 2011 en
hækkaði í rúmlega 34 milljónir króna
árið á eftir, í fyrra. Á sama tíma jukust
arðgreiðslur á milli áranna 2011 og
2012 úr 30 milljónum og í 34. Gengi
Hamborgarafabrikkunnar batnar því
á milli ára enda hefur staðurinn verið
vinsæll frá því hann var opnaður fyrir
nokkrum árum.
Eignir félagsins nema nú tæpum
95 milljónum króna en skuldirnar
eru 46 milljónir. Þá liggur fyrir að 64
milljóna arður hefur verið greiddur út
úr félaginu síðastliðin tvö ár. Hefði sá
arður ekki verið greiddur væri staða
veitingahússins enn betri. n ingi@dv.is
64 milljónir í arð
Hagnaðurinn af
Hamborgarafabrikkunni
jókst á milli ára og hafa
þeir Sigmar og Jóhannes
getað greitt út tugmillj-
óna arð tvö ár í röð.
Hvatti Jóhönnu til
að láta af embætti
n Sighvatur Björgvinsson taldi að „pólitískt kapítal“ Jóhönnu væri uppurið
S
ighvatur Björgvinsson,
fyrrverandi þingmaður,
kallaði eftir stjórnarslitum
í janúar síðastliðnum.
Þetta gerði hann í bréfi
sem hann sendi forystumönnum
Samfylkingarinnar þar sem hann
fór yfir málin út frá sínu sjón
arhorni. Sighvatur las upp úr bréf
inu á fundi Samfylkingarinnar í
Kópavogi fyrir nokkrum vikum þar
sem farið var yfir hvernig flokk
urinn hefði staðið sig undanfarið. Í
bréfinu segir Sighvatur að Jóhanna
Sigurðardóttir, fyrrverandi for
maður flokksins, verði að átta sig á
því að hennar „pólitíska kapítal“ sé
uppurið. Á síðustu mánuðum rík
isstjórnarinnar þurfti Jóhanna að
verja sig fyrir samflokksmönnum
sínum en raddir þeirra sem köll
uðu eftir afsögn hennar urðu æ há
værari eftir því sem nær dró kosn
ingum.
Jóhanna lagði fram
sitt eigið kapítal
Í bréfinu til forustusveitar flokksins
í ársbyrjun 2013 sagði Sighvatur að
Jóhanna hafi raunverulega bjargað
flokknum eftir ríkisstjórnarsam
starf Samfylkingar og Sjálfstæðis
flokks og endalok formennsku
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Þá hafi flokkurinn verið í sárum og
búinn með allt sitt pólitíska fé, eins
og Sighvatur orðar það. Jóhanna
hafi þá hins vegar átt mikla inni
stæðu og traust hjá kjósendum eft
ir störf sín sem félagsmálaráðherra
og baráttukona á þingi í gegnum
árin. Jóhanna hafi lagt fram allt sitt
kapítal fyrir flokkinn og náð sann
færandi sigri í kosningunum 2009,
þegar flokkurinn varð sá stærsti á
þingi.
Allt árið 2012 hafði vængur inn
an Samfylkingarinnar kallað eftir
breytingum og segja má að í bréfi
Sighvats sé ágætis samantekt á því
af hverju óánægja var með for
ustuna innan flokksins. Í bréfinu
segir hann ríkisstjórnina vera
orðna „vélarvana skip“ og að lítill
tími væri til stefnu fyrir flokkinn að
bjarga sér frá því að sökkva.
Árni átti stuðning margra
Þetta rímar ágætlega við lýsingar
Össurar Skarphéðinssonar, þing
manns og fyrrverandi utanríkis
ráðherra, sem í nýrri bók sinni, Ári
drekans, segir frá því að mikil ólga
hafi verið innan þingliðs Samfylk
ingarinnar gagnvart forustu flokks
ins þennan sama janúar. Mikilvæg
ur flokksstjórnarfundur fór fram í
þeim mánuði þar sem reynt var að
koma á aukalandsfundi til að kjósa
nýja forustu.
Á þessum tíma var líka orðið
ljóst að Árni Páll Árnason, núver
andi formaður flokksins, vildi kom
ast í formannsstólinn. Sighvatur
vísar ekki beint til hans í bréfinu en
stór armur flokksins var óánægð
ur með hlutskipti Árna Páls þegar
honum var fyrirvaralítið skipt
út úr ríkisstjórninni. Stuðnings
menn Árna Páls kepptust á þessum
tíma við að finna leiðir til að koma
honum til valda.
Vildi að Össur drægi
ummælin til baka
Össur lét athyglisverð ummæli
falla í viðtali við Viðskiptablað
ið í þessum sama mánuði þar sem
hann sjálfur sagði nýja forustu
nauðsynlega. Í bókinni lýsir Öss
ur viðbrögðum Jóhönnu sem hafi
beðið um skýringar á þessu. Öss
ur segir hana hafa viljað fá að vita
hvaða þingmenn það væru sem
væru sammála þessari greiningu á
stöðunni sem hann lét fram í við
talinu. Hann segir að Jóhanna hafi
orðið ósáttari við ummæli Össur
ar eftir því sem lengra leið frá við
talinu.
„Forsætisráðherra segir að ég
þurfi annaðhvort að taka ummæl
in til baka eða skýra þau þannig
að ekki sé hægt að nota gegn sér,“
skrifar Össur um samtal við Jó
hönnu þann 9. janúar. „Eftir tölu
vert þref og leiðinlegt segi ég
blákalt að það sé skoðun mín og
margra þingmanna að Samfylk
ingin þurfi nýja forystu. Hún muni
einungis ramma inn glæsilegan
feril með því að stíga til hliðar.“ n
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Umdeild Jóhanna
Sigurðardóttir, fyrrverandi
formaður Samfylkingar-
innar, varð umdeild í
eigin flokki þegar líða tók á
síðasta kjörtímabil.
Mynd Rakel Ósk sigURðaRdÓttiR
Óánægður Sighvatur Björgvinsson sendi
forystumönnum í Samfylkingunni bréf í byrj-
un árs 2012 þar sem hann lýsti þeirri skoðun
sinni að ríkisstjórnin væri sökkvandi skip og
að skipta þyrfti um forustu í flokknum.
„Forsætisráðherra
segir að ég þurfi
annaðhvort að taka um-
mælin til baka eða skýra
þau þannig að ekki sé
hægt að nota gegn sér.
170 milljóna
ræðismanns-
bústaður
Utanríkisráðuneytið leitar nú
að 250–350 fermetra embættis
mannabústað fyrir aðalræðis
mann Íslands í Nuuk á
Grænlandi. Samkvæmt fjár
lagafrumvarpinu eru 170 millj
ónir króna eyrnamerktar nýja
bústaðnum sem er eingöngu
hugsaður sem íbúðarhús fyrir
aðalræðismanninn Pétur Ás
geirsson. Þar er einnig greint
frá því að við þessar 170 millj
ónir bætist síðan kostnaður við
rekstur aðalræðisskrifstofunn
ar sem mun kosta 55 milljón
ir króna á næsta ári. Frá þessu
var greint í Viðskiptablaðinu á
fimmtudag.
Seinagangur
þýddi skilorð
39 ára karlmaður var á fimmtu
dag dæmdur í sex mánaða
fangelsi fyrir innflutning á
tæplega 137 grömmum af kóka
íni til landsins. Héraðsdómur
Reykjaness taldi rétt að skil
orðsbinda helming refsingar
innar, en seinagangur ákæru
valdsins þótti ámælisverður og
gerði dómari athugasemdir við
að rannsókn málsins hefði lokið
í ágúst 2012 en ákæra ekki gefin
út fyrr en 16. september síðast
liðinn. Engar skýringar voru
gefnar á töfinni. Maðurinn var
gripinn við að smygla kókaíninu
innvortis í janúar 2012. Mað
urinn játaði sök en bar því við
hann hefði verið burðardýr og
farið í smyglleiðangurinn til að
fjármagna fíkniefnaskuldir sínar.