Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Síða 14
14 Fréttir 8.–10. nóvember 2013 Helgarblað
Hannes sagði ósatt
n Hefur breytt framburði sínum um þriggja milljarða millifærsluna frá FL Group
Þ
etta er bara þvæla,“ sagði
Hannes Smárason, þáver-
andi forstjóri FL Group og
fyrrverandi stjórnarfor-
maður, í viðtali við Kast-
ljós Ríkisútvarpsins síðla árs árið
2005 þegar hann var spurður út í
þriggja milljarða króna millifær-
slu frá reikningi FL Group til Kaup-
þings í Lúxemborg þann 22. apríl
2005. Stjórnendur Kastljóss spurðu
Hannes hvort hann hefði millifært
þessa þrjá milljarða út af reikningi
félagsins án vitundar stjórnar og
neitaði hann því.
Hannes hefur nú verið ákærður
af embætti sérstaks saksóknara út
af umræddri millifærslu en emb-
ættið hefur sannanir fyrir því að
fjármunirnir hafi verið notaðir af
Fons til kaupa á danska flugfé-
laginu Sterling fyrir rúmlega fjóra
milljarða króna. Fons undirritaði
samninga um kaupin á danska
flugfélaginu í mars 2005. Í október
2005 keypti FL Group danska flug-
félagið aftur af Fons fyrir 15 millj-
arða króna.
Hannes sagði ekki satt
Alveg ljóst er að Hannes sagði
ekki satt um millifærsluna í Kast-
ljósviðtalinu þar sem mál sérstaks
saksóknara gegn honum byggir
á því að millifærslan átti sér stað
auk þess sem allar heimildir sem
eru tiltækar sýna fram á að hún
fór fram. Þrír stjórnarmenn hættu
í FL Group, forstjóri félagsins,
Ragnhildur Geirsdóttir, hætti eftir
einungis nokkra mánuði í starfi og
stórir hluthafar í félaginu seldu sig
út úr því. Millifærslan hafði því tals-
verðar afleiðingar fyrir FL Group.
Auk þess þá hafa gögn um milli-
færsluna verið gerð opinber af vef-
miðlinum Kjarnanum. Í þeim gögn-
um kemur meðal annars fram að
Kaupþing í Lúxemborg sendi endur-
skoðendafyrirtækinu KPMG bréf um
millifærsluna í febrúar 2006 þar sem
staðfest var að þann 22. apríl 2005
hefðu 46,5 milljónir Bandaríkja-
dala verið lagðar inn á reikning FL
Group í Lúxemborg. Í lok júní 2005
var þessi upphæð, auk vaxta upp á
rúmlega 244 þúsund dollara milli-
færð út af reikningnum og aftur inn
á bankareikning FL Group á Íslandi.
Reikningnum í Lúx var svo lokað í
kjölfarið að beiðni FL Group. Sama
dag og FL Group fékk peningana aft-
ur inn á reikning sinn á Íslandi hættu
stjórnarmennirnir þrír í FL Group.
Þá liggur einnig fyrir að sama
dag og millifærslan átti sér stað
þá sendi Hannes Smárason tölvu-
póst og spurðist fyrir um hvort
gengið hefði verið frá millifærsl-
unni. Reikningurinn í Lúxemborg
var auk þess stofnaður að beiðni
Hannesar Smárasonar og var það
undirmaður hans hjá FL Group,
Einar Sigurðsson, sem sá um það.
Alveg ljóst er því að millifærslan átti
sér stað.
Neitar aðkomu Fons
Ragnhildur Geirsdóttir hefur sagt
opinberlega að hún hafi reynt að
komast að því varð um milljarð-
ana þrjá eftir að þeir voru milli-
færðir út af reikningnum og áður
en þeir voru fluttir aftur inn á reikn-
ing FL Group. Í viðtali við Kastljós
árið 2010 sagði Ragnhildur að hún
hefði spurt Hannes um ástæðu
millifærslunnar og hann hefði alltaf
sagt að gott hefði verið að vera með
þessa peninga úti í Lúxemborg ef
fyrirtækið þyrfti að nota þá. Skýring
Hannesar var því allt önnur en sú
að Fons hefði átt að fá peningana.
Í viðtalinu við Kastljós 2005
neitaði Hannes því einnig að pen-
ingarnir hefðu verið notaðir til að
fjármagna kaup á Fons á Sterling.
Sigmar Guðmundsson: „Lagði
FL Group einhverja peninga inn í
það þegar Fons keypti Sterling?“
Hannes Smárason: „Nei, alls
ekki.“
Lykilgögnin
Gögnin sem embætti sérstaks sak-
sóknara komst yfir í Lúxemborg
og fékk send í sumar munu vera
undirstaðan í málarekstri sér-
staks saksóknara gegn Hannesi,
líkt og DV greindi frá á miðviku-
daginn. Án þeirra gagna hefði emb-
ættið ekki getað höfðað málið gegn
honum. Þessi gögn sýna fram á að
Hannes sagði ekki satt um ástæðu
þess að millifærslan átti sér stað í
apríl 2005. Í þessum gögnum mun
koma fram að Ragnhildur Geirs-
dóttir náði ágætlega utan um þetta
vandamál í viðtali við Kastljós-
ið árið 2010. Ragnhildur treysti sér
ekki til að fullyrða að peningarnir
hefðu runnið frá FL Group til Fons
en sagði samt að hún teldi að svo
hefði verið. „Það sem berst á þess-
um tíma eru gögn sem gefa það til
kynna að peningarnir hefðu hugs-
anlega á einhverjum tímapunkti
farið inn á reikning Fons. Þetta voru
hins vegar þannig gögn að það var
ekki hægt að nota þau til að sanna
eitt né neitt og því var þráfald-
lega og ítrekað neitað þannig að
það mun alltaf bara vera orð gegn
orði nema einhver komist í einhver
gögn hjá Kaupþingi í Lúxemborg,“
sagði Ragnhildur.
Þetta er það sem nú hefur gerst
og leitt til þess að sérstakur sak-
sóknari hefur getað ákært Hannes
Smárason fyrir millifærsluna út úr
FL Group. Í viðtalinu við Hannes
árið 2005 svaraði hann stjórnendum
Kastljóssins á þá leið að sögur væru
ekki staðreyndir: „Sögur eru ekki
staðreyndir,“ sagði hann þegar þeir
spurðu hann út í málið. Nú hafa
staðreyndir frá Lúxemborg hins
vegar staðfest þær sögur sem stjórn-
endur Kastljóssins inntu hann eftir
og eru gögnin frá Lúx þessi grund-
völlur sakamálsins sem ákæru-
valdið hefur skort hingað til.
Önnur saga
DV hefur gert ítrekaðar til-
raunir til að ná tali af Hann-
esi Smárasyni síðustu daga.
Það hefur ekki gengið.
Hannesi var birt ákæran í
máli sérstaks saksóknara
á miðvikudag en hann
mun halda til hjá foreldr-
um sínum í Selvogsgrunni
í austurbæ Reykjavíkur.
DV hefur hins vegar
heyrt að Hann-
es sé í dag
farinn
að segja
aðra
sögu
um
millifærsluna. Hermt er að Hannes
gangist við millifærslunni, enda er
annað varla hægt, miðað við stað-
reyndirnar í málinu þar sem fyrir
liggja bankagögn um hana. Þá mun
það einnig vera svo að Hannes neiti
því ekki lengur að milljarðarnir þrír
hafi runnið til Fons.
DV hefur hins vegar ekki heim-
ildir fyrir því á hvaða forsendum
Hannes útskýrir millifærsluna í
dag. Þær útskýringar Hannesar
hljóta hins vegar að hafa komið
fram við yfirheyrslur hjá emb-
ætti sérstaks saksóknara. Fróðlegt
verður að heyra hverjar þær eru
því ljóst er að Hannes er orðinn
margsaga í milllifærslumálinu og
hefur nú verið ákærður
þvert á eigin neitan-
ir um staðreyndir
málsins. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Þetta er
bara þvæla
Gögnin frá Lúx
Gögnin sem embætti
sérstaks saksóknara
fékk frá Lúxemborg
eru lykilatriði í mál-
inu. Ólafur Hauksson
stýrir embættinu.
MyNd Heiða HeLGadóttir
Sagði ekki satt frá
Hannes sagði ekki satt og
rétt frá um millifærslumálið
sem hann hefur nú verið
ákærður fyrir.