Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Síða 23
Ljónin í vegi ísLendinga Fréttir 23Helgarblað 8.–10. nóvember 2013 n Króatar spila með sumum af bestu liðum heims n Þessir gætu eyðilagt HM-draum Íslendinga n Níu á gulu spjaldi Nikica Jelavic Aldur: 28 Félag: Everton Þessi stæðilegi framherji skor- aði eitt mark í undankeppn- inni og hefur komið við sögu í fimm leikjum, þar af tveimur í byrjunarliðinu. Hann hefur ekki skorað með Everton á leiktíðinni. Ivan Strinic Aldur: 26 Félag: Dnipro Strinic er vinstri bakvörður sem var í byrjunarliðinu í 9 leikjum af 10 í riðlakeppninni. Spilar í Úkraínu og er líklegur til að verða í byrjunarliðinu í leikjunum gegn Íslendingum. Niko Kranjcar Aldur: 29 Félag: QPR Kranjcar var ekki fastamaður í riðlakeppn- inni; spilaði sex leiki en var aðeins tvisvar í byrjunarliðinu. Þessi öflugi miðjumaður hefur komið víða við og spilar nú í ensku Championship- deildinni. Nikola Kalinic Aldur: 25 Félag: Dnipro Kalinic sem er framherji spil- aði fimm leiki í riðlakeppninni og var aðeins einu sinni í byrj- unarliðinu. Spilaði í ensku úrvalsdeildinni með Blackburn árin 2010–2012 en náði sér ekki á strik. Domagoj Vida Aldur: 24 Félag: Dynamo Kiev Vida er varnarmaður sem kom við sögu í sex leikjum í riðla- keppninni, þar af þrisvar í byrjunarliði. Er talinn líklegur arftaki Darijo Srna í stöðu hægri bakvarðar en getur einnig spilað í miðri vörninni. Ivan Perisic Aldur: 24 Félag: Wolfsburg Perisic er öflugur, sóknarsinnaður miðjumaður sem lék 8 leiki í riðlakeppninni, sex sinnum í byrj- unarliði. Spilaði með Borussia Dortmund áður en hann var seldur til Wolfsburg sumarið 2012. Þessir gætu líka spilað Luka Modric Aldur: 28 Hæð/ þyngd: 1.73/65 Félag: Real Madrid Staða: Miðjumaður Landsleikir/mörk: 70/8 n Modric er þekktasti leikmaður Króata og spilar með Real Madrid. Modric er skapandi miðjumaður og ótrúlega góður með boltann. Hann var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í undankeppninni þar sem hann spilaði 9 leiki af 10. Honum tókst ekki að skora en vill væntanlega bæta fyrir það gegn Íslandi. Modric mun mæta sínum gamla félaga hjá Tottenham, Gylfa Þór Sigurðssyni, og verður fróð- legt að fylgjast með baráttu þeirra. Ivica Olic Aldur: 34 Hæð/Þyngd: 1.82/85 Félag: Wolfsburg Staða: Framherji Landsleikir/mörk: 87/16 n Flestir reikna með því að Olic verði á bekknum gegn Íslandi en það gæti þó breyst. Olic er leikmaður Wolfsburg í Þýska- landi en þar áður gerði hann garðinn frægan með Bayern München. Hann er eins konar Heiðar Helguson þeirra Króata, ótrúlega vinnusamur og sterkur í loftinu þrátt fyrir að vera ekki hávaxinn. Olic kom við sögu í fimm leikjum í riðlakeppninni og skoraði eitt mark. Stipe Pletikosa Aldur: 34 Hæð/þyngd: 1.93/83 Félag: Rostov Staða: Markmaður Landsleikir/mörk: 72/0 n Pletikosa hefur verið aðalmark- vörður Króata um nokkuð langt skeið og varði hann mark liðsins í öllum 10 leikjunum í riðla- keppninni. Þetta er reynslumikill markmaður sem mestmegnis hefur spilað í Austur-Evrópu á ferli sínum. Hann spilar nú í Rússlandi þar sem hann er fyrirliði FC Rostov. Tímabilið 2010/11 var hann þó varamarkvörður Totten- ham í ensku úrvalsdeildinni en kom ákaflega lítið við sögu. Dejan Lovren Aldur: 24 Hæð/þyngd: 1.88/84 Félag: Southampton Staða: Varnarmaður Landsleikir/mörk: 26/4 n Dejan Lovren hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Hann er talinn í hópi efnilegustu varnarmanna Evrópu og er ein helsta ástæða þess að Southampton hefur fengið á sig fæst mörk allra liða í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Lovren er sterkur í loftinu og mun veita Kolbeini Sigþórssyni mikið aðhald í leikjunum sem framund- an eru. Vedran Corluka Aldur: 27 ára Hæð/þyngd: 1.91/80 Félag: Lokomotiv Moskva Staða: Varnarmaður Landsleikir: 68/4 n Vedran er lykilmaður í vörn eins besta liðs Rússlands. Hann hefur spilað alla leiki liðsins að einum undanskild- um. Hann spilaði áður með Bayer Leverkusen, Tottenham og Manchester City. Með landsliðinu hefur Vedran spilað sjö leiki í undankeppninni og skorað þar eitt mark. Hann þykir afar harður í horn að taka, enda stór og stæðilegur, og leikur yfirleitt í stöðu hægri bakvarðar. Hópur Íslands Markverðir n Hannes Þór Halldórsson, KR n Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik n Haraldur Björnsson, Fredrikstad Varnarmenn n Birkir Már Sævarsson, Brann n Ragnar Sigurðsson, FC Kaupmannahöfn n Kári Árnason, Rotherham United n Eggert Gunnþór Jónsson, Belenenses n Ari Freyr Skúlason, OB n Hallgrímur Jónasson, Sönderjyske n Kristinn Jónsson, Breiðablik n Sölvi Geir Ottesen, Ural Miðjumenn n Emil Hallfreðsson, Hellas Verona n Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City n Helgi Valur Daníelsson, Belenenses n Jóhann B. Guðmundsson, AZ Alkmaar n Birkir Bjarnason, Sampdoria n Rúrik Gíslason, FC Kaupmannahöfn n Ólafur Ingi Skúlason, Zulte Waregem n Gylfi Sigurðsson, Tottenham Hotspur n Guðlaugur Victor Pálsson, NEC Sóknarmenn n Eiður Smári Guðjohnsen, Club Brügge n Kolbeinn Sigþórsson, Ajax n Arnór Smárason, Helsingborg n Alfreð Finnbogason, Heerenveen Þeir alltaf líklegri „Þeir eru alltaf sigurstranglegri, öll tölfræði bendir til þess,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar tveggja landsliðsþjálfara Íslands, í samtali við DV. Hann er nokk- uð bjartsýnn fyrir leikina sem framundan eru við Króata og bendir á að á þessu ári hafi ís- lenska landsliðinu gengið vel á meðan það króatíska hafi átt í ba- sli. „Þeir grípa inn í það ferli og skipta um þjálfara. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir hafa verið á niðurleið.“ Heimir segir aðspurður að reynsla skipti miklu máli í leikjum á borð við þá sem framundan eru. Króatísku leikmennirnir hafa mikla reynslu í sínum leik- mannahópi en íslenska liðið er ungt að árum. „Við sáum í byrjun leiks gegn Noregi að menn voru ótraustir. Maður skynjaði að ekki öllum leið vel,“ segir Heimir. Þess vegna séu menn eins og Eiður Smári, sem er leikjahæsti leikmað- urinn í íslenska hópnum, mikil- vægir. Hann segir að Króatar geti valið úr fjölmörgum mjög reynd- um leikmönnum. Spurður hvort veðrið kunni að hafa áhrif á undirbúning fyrri leiksins hans segir Heimir að svo sé ekki. Liðið sé að búa sig undir tvo leiki en það ráðist ekki fyrr en á leikdegi hvort taka þurfi mið af vindi og slíku þegar línurnar eru lagðar fyrir leikmenn. Hann á ekki von á öðru en að völlurinn verði fínn á leikdegi – þó útlit sé fyrir kulda og jafnvel snjó í næstu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.