Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Page 24
Sandkorn
S
igmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra er á hröð-
um flótta undan stærsta kosn-
ingaloforði lýðveldissögunnar.
Í kosningabaráttunni lof-
aði Framsóknarflokkurinn ítrekað að
skuldarar íbúðalána fengju stórkostlega
leiðréttingu sinna mála. Því var lýst
sem einfaldri framkvæmd að fella nið-
ur að hluta skuldir þeirra sem glímdu
við búsifjar vegna stökkbreyttra lána.
Það þurfti aðeins að beina heykvíslun-
um að hrægammasjóðunum og sækja
réttlætið í formi skuldaniðurfellinga og
afskrifta. Því var lýst yfir að skuldar-
ar myndu verða varir við aðgerðirnar
strax í sumar sem leið. Það brást eins
og allri þjóðinni er kunnugt. Fjöldi
fólks sem átti von á úrlausn er í sárum
og flýtur að feigðarósi.
Sigmundur Davíð sló í klárinn í
haust og boðaði heimsmet í aðgerðum
í þágu skuldsettra heimila. Þá hljóð-
aði loforðið upp á það að aðgerð-
irnar yrðu kynntar í nóvember 2013.
Síðan hefur almenningur beðið eftir
byltingunni. Forsætisráðherra var með
tölu á Alþingi í gær, 7. nóvember, um
aðgerðir vegna skuldavanda. Margir
biðu með eftirvæntingu eftir útfærslu
á nóvember byltingunni. En það kom á
daginn að hann var ekki að boða efndir
heldur fleiri nefndir og undirnefndir. Í
dag eru næstum 70 manns í 14 nefnd-
um og hópum að vinna að útfærslu
niðurfærslu skuldanna sem átti að vera
svo einfalt verk þegar kjósendur voru
laðaðir til fylgilags í kosningunum.
Það er dálítið skondið í ljósi þeirra
ummæla Bjarna Benediktssonar, for-
manns Sjálfstæðisflokksins, að það
þyrfti að taka til hendinni á Íslandi.
Við þurftum „efndir en ekki nefndir“.
Greinilegt er að Sigmundur var að
auka flækjustig málsins með því að
boða nefndir og undirnefndir um mál
sem trúlega er óframkvæmanlegt.
Heimsmetið sem boðað var er ekki í
sjónmáli. Þá er allt eins líklegt að það
myndi kosta allan almenning á Íslandi
lífskjaraskerðingu ef forsætisráðherr-
ann gengur fram með þeim hætti sem
hann lofaði. Það hljómar nefnilega
þannig að það verði ekki hrægamma-
sjóðirnir sem eiga að borga niðurfell-
ingu skulda. Flest bendir til þess að
leysa eigi málið með því að prenta pen-
inga og velta vandanum yfir á skatt-
borgara á Íslandi.
Stund sannleikans nálgast
Heimsmet Sigmundar myndgerist í
nóvember, ef eitthvað er að marka mál-
flutning hans. Ef undanhaldið frá kosn-
ingaloforðinu heldur áfram verður að
koma til uppgjörs á milli stjórnarflokk-
anna. Ábyrgir flokkar sem lofuðu hag-
vexti en ekki endilega heimsmeti verða
að taka af skarið og gera upp málin.
Það verður þá að kalla nýja menn að
stjórnvölnum. Þjóðin á heimtingu á
því að froðusnakkar stjórnmálanna
sæti fullri ábyrgð. Við megum ekki
láta bjóða okkur þann fíflagang sem
átti sér stað í kosningabaráttunni og
leiddi til þeirrar niðurstöðu að á stóli
forsætisráðherra situr keisari loforð-
anna og sýnist nakinn. Hann hefur
þrjár vikur til að framkvæma nóvem-
berbyltinguna. Það er svikalogn og
óveðurs blika við sjóndeildarhring.
Þetta gæti orðið svartur nóvember.
Umpólun
Steingríms
n Steingrímur J. Sigfússon,
fyrrverandi formaður VG,
var á sínum tíma algjörlega
andvígur því að fá hjálp Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hafði hann uppi mörg orð
og ljót um sjóðinn og var
svo að skilja að hann vildi
helst poka forsvarsmenn
sjóðsins og senda úr landi.
Þegar hann var orðinn fjár-
málaráðherra gjörbreyttist
viðhorf hans. Í bók sinni, Frá
hruni og heim, lýsir hann
því að vinátta varð milli
hans og þeirra sem stýrðu
Íslandsmálum sjóðsins.
Bankastjóri í
felum
n Steingrímur J. Sigfússon,
fyrrverandi formaður VG,
lýsir því í bók sinni þegar
hann laumaði væntanlegum
seðlabankastjóra til Íslands.
Hann hafði
dottið niður
á Norðmann-
inn Svein Har-
ald Oygard.
Eftir að hafa
gúgglað
hann var
ákveðið að semja við hann.
Vandinn var sá að lög um
yfir stjórn Seðlabankans
voru ekki tilbúin. Norðmað-
urinn var fenginn til lands-
ins en málið tafðist í þinginu
vegna andófs sjálfstæðis-
manna. Sveini var því haldið
í felum á hótelherbergi, dög-
um saman.
Meint geðveiki
Davíðs
n Guðni Ágústsson segir í bók
sinni frá því þegar Hallgrímur
Helgason rithöfundur skrif-
aði skamma-
grein um
Davíð Odds-
son, fyrr-
verandi
forsætis-
ráðherra,
sem hann
taldi hugsanlega vera geð-
veikan og eiga heima á
Kleppi. Guðni var hneyksl-
aður og tók Davíð á ein-
tal vegna þessa. „En veistu
það, Guðni, að mér hefur oft
dottið þetta í hug sjálfum,“
hefur Guðni eftir Davíð.
Guðni og Guðni
n Guðni Ágústsson, fyrrver-
andi ráðherra formaður
Framsóknarflokksins, á
skemmtilegustu bók ársins.
Bókin, Guðni – léttur í lund,
er safn af gamansögum.
Guðni er frá Brúnastöðum
á Suðurlandi eins og al-
kunna er. Á Brúnastöðum 36
í Grafar vogi býr annar Guðni
sem fólk hringdi í þegar það
átti erindi við ráðherrann,
jafnvel um nætur. Hann tók
fólki ævinlega vel og bað það
að koma til fundar í ráðu-
neytið sem fyrst.
Þú ert vitni í
þessu máli
Ef við vinnum býð ég
konunni til Kaliforníu
Björn Þorvaldsson saksóknari við Ólaf Ólafsson vegna al-Thani málsins. – DV Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson vonast eftir sigri í Borð fyrir fimm. – DV
Svikalogn í nóvember„Á stóli forsætis-
ráðherra situr
keisari loforðanna og
sýnist nakinn
Þ
eir, sem mestu ollu um hrun
bankanna og auðmýkingu Ís-
lands, sem enn sér ekki fyrir
endann á, virðast yfirleitt ekki
bera glöggt skyn á skaðann,
sem þeir skilja eftir sig.
Rannsóknarnefnd Alþingis lýsir því
í skýrslu sinni, að enginn þeirra mörg
hundruð manna, sem nefndin yfir-
heyrði, taldi sig bera ábyrgð á einu eða
neinu; þeir vísuðu allir hver á annan.
Það var eins og þeir teldu ránin hafa
framið sig sjálf. Sagan endurtók sig
fyrir landsdómi. Og nú er sagan enn
að endurtaka sig fyrir opnum tjöldum
í héraðsdómi, þar sem sakborningar
láta sig ekki muna um að gera lítið úr
sérstökum saksóknara frammi fyrir
dómara.
Atlaga að lýðræði
Sami vandi er uppi á vettvangi stjórn-
málanna. Hér verður eitt dæmi til-
greint.
Ef Alþingi kýs að vanvirða skýra
niðurstöðu einnar þjóðaratkvæða-
greiðslu, og það um nýja stjórnarskrá,
mikilvægasta mál, sem hægt er að
bera undir þjóðaratkvæði, þá er Al-
þingi að grafa undan lýðræðinu með
því eyðileggja þjóðaratkvæðagreiðsl-
ur sem þátt í stjórnskipun lýðveldisins.
Hvers vegna skyldi nokkur maður
hirða um að taka þátt þjóðaratkvæða-
greiðslu t.d. um aðild að ESB, þjóðar-
atkvæðagreiðslu, sem fv. ríkisstjórn
lofaði að halda, ef Alþingi hefur sýnt
og sannað, að það fer því aðeins eftir
úrslitunum, að þau séu þingmönnum
þóknanleg?
Á vefsetrinu 20.oktober.is kemur
fram, að 14 þingmenn af 63 telja, að
„Alþingi beri að virða vilja kjósenda
í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Þingmenn
hafa nú í hátt á þriðju viku fengið
fjölda skriflegra áskorana um að svara
spurningunni. Enn eru 49 þingmenn
að því er virðist að hugsa sig um, þar á
meðal formenn beggja stærstu stjórn-
arandstöðuflokkanna.
Málið er alvarlegt vegna þess, að
Alþingi sækir vald sitt til þjóðarinnar,
ekki öfugt.
Þessi grundvallarhugsjón lýðræð-
isins er bundin óbeint í stjórnarskrána
frá 1944 á þann hátt, að forseti Íslands
getur skotið málum til þjóðarinnar.
Nýja stjórnarskráin, sem 2/3 hlutar
kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni 20. október 2012,
kveður með beinum hætti á um, að
„Alþingi fer með löggjafarvaldið í um-
boði þjóðarinnar.“ Auk þess kveður
nýja stjórnarskráin á um aukið vægi
þjóðaratkvæðagreiðslna, ýmist að
frumkvæði forseta Íslands í sam-
ræmi við gildandi stjórnarskrá eða
fyrir frumkvæði 10% atkvæðisbærra
manna, sem er nýlunda.
Nýkjörið Alþingi daðrar nú við að
kasta þessu öllu á glæ til að þóknast
þröngum sérhag stjórnmálastéttarinn-
ar og tengdra hagsmuna í viðskipta-
lífinu. Ný rannsókn Gallup sýnir, að
2/3 hlutar Íslendinga telja spillingu
útbreidda í stjórnkerfinu, þ.e. í stjórn-
málum. Ísland hefur skipað sér í hóp
spilltustu landa álfunnar. Spillingin
gaus upp á yfirborðið í vitund almenn-
ings eftir hrun.
Óveðursskýin hrannast upp
Nýskipaður formaður enn einnar
stjórnarskrárnefndar Alþingis (engin
slík nefnd hefur skilað af sér öðru en
smábreytingum á stjórnarskránni all-
ar götur frá 1944) lætur eins og hann
varði ekkert um vilja kjósenda eins og
hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni 2012. Hann heldur enn fram
einkaskoðunum sínum eins og engin
þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram.
Hann þarf þó eins og aðrir að una því,
að sjónarmið hans munu koma aft-
ur til álita næst þegar stjórnarskráin
verður endurskoðuð, vonandi fyrr en
eftir önnur 70 ár.
Til er fær leið út úr þeim alvarlega
vanda, sem Alþingi kom þjóðinni í
með því að salta frumvarp að nýrri
stjórnarskrá fyrir þinglok fyrr á þessu
ári. Alþingi getur bætt skaðann með
því að samþykkja í tvígang frumvarp-
ið, sem 2/3 hlutar kjósenda hafa nú
þegar lýst sig fylgjandi. Ýmsir þing-
menn virðast þó staðráðnir í að brjóta
gegn kröfu þjóðarinnar um auðlind-
ir í þjóðareigu, jafnt vægi atkvæða,
beint lýðræði o.fl. Sveipaðir íslenzka
fánanum daðra þeir við að svíkja
auðlindirnar endanlega af þjóðinni
auk annars. Fari svo, mun Alþingi í
reyndinni segja Ísland úr lögum við
lýðræði og þá um leið úr félagsskap
norrænna ríkja. Þá blasa við Íslandi
örlög sumra Suður-Ameríkuríkja,
þar sem harðdrægir eignamenn
brugðu fæti fyrir lýðræði og kölluðu á
langvinna óstjórn og upplausn.
Þau skilja ekki skaðann
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon
Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og
vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
24 8.–10. nóvember 2013 Helgarblað
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
MynD SiGtRyGGUR ARi
„Málið er alvarlegt
vegna þess, að Al-
þingi sækir vald sitt til
þjóðarinnar, ekki öfugt.