Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Qupperneq 26
26 Umræða 8.–10. nóvember 2013 Helgarblað A ð undanförnu hefur farið fram mikil umræða á Al- þingi og úti í samfélaginu um framtíð vísindarann- sókna á Íslandi í ljósi þess niðurskurðar sem fyrsta fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks boðar. Helming hagvaxtar má rekja til grunnrannsókna Í grein sem birtist nýlega í Frétta- blaðinu og er skrifuð af fjölda vís- indamanna við Háskóla Íslands kemur fram að bandarísk samtök leiðtoga í viðskiptum og menntun hafa komist að þeirri niðurstöðu að helminginn af hagvexti Bandaríkj- anna eftir seinna stríð megi rekja beint til grunnrannsókna sem að stærstum hluta er fjármagnaður af opinberum rannsóknasjóðum. Finnar ákváðu líka í sínum þrengingum fyrir tveimur áratugum að leggja áherslu á menntun og grunnrannsóknir til að auka gæði grunnvísinda og auka nýsköpunar- starfsemi. Hér á landi hefur sömuleiðis ver- ið rætt um mikilvægi þess að auka nýsköpunarstarf með sama hætti. Rannsóknatengd nýsköpun er þar gríðarlega mikilvæg enda leiðir hún til verðmætasköpunar og atvinnu og aukinna skatttekna. Á Íslandi hafa samkeppnis- sjóðirnir alltaf verið lítið hlutfall af framlagi hins opinbera til vísinda- starfsemi eða um 15%. Á hinum Norðurlöndunum eru framlögin miklu hærri og þessi tala 30–50% af framlagi hins opinbera til vísinda- starfsemi. Rannsóknasjóður er mikilvæg- asti vísindasjóður landsins og út- hlutar fjármagni til vísindarann- sókna samkvæmt alþjóðlegu mati á gæðum verkefna. Sjóðurinn hef- ur notið þess að búa við pólitíska sátt árum saman enda hefur ríkt almennur skilningur á mikilvægi hans í samfélaginu öllu. Loks tókst á þessu ári að styrkja fjármögnun til Rannsóknasjóðs þegar bætt var við 550 milljónum við þær 800 sem áður voru í sjóðnum sem var hluti af fjárfestingaráætlun fyrri ríkis- stjórnar. Þannig var sjóðurinn kom- inn í sömu stöðu og hann var fyrir hrun og þvert á stjórnmálaflokka. Nú virðist hins vegar orðin breyting á – núverandi ríkisstjórnarflokkar líta ekki á rannsóknir sem forgangs- verkefni. Engin ný verkefni 2014 og 2015 Í fjárlagafrumvarpi núverandi ríkis- stjórnar er gert ráð fyrir því að þessi viðbótarfjármögnun verði dregin til baka sem gengur þvert á stefnumót- un Vísinda- og tækniráðs sem hefur gert ráð fyrir eflingu samkeppnis- sjóða á Íslandi. Það er að grípa um sig örvænting innan raða vísindafólks sem sér fram á minnkandi framlag í rann- sóknasjóðina næstu þrjú árin. Til marks um það er að í ályktun sem öllum þingmönnum barst frá 147 vísindamönnum á dögunum kemur fram að með fyrirhuguðum niður- skurði munu 30–40 ársverk ungra vísindamanna tapast. Í umræðunni hefur einnig komið fram að verði niðurskurðurinn að veruleika munu engin ný verkefni fá stuðning á árunum 2014 og 2015. Þetta bitnar helst á ungum vísindamönnum sem eru að hasla sér völl sem geta ekki beðið í eitt eða tvö ár eftir að sjóður- inn rétti úr kútnum. Það er því hætt við því að rannsóknar nemar þurfi að hætta í miðju kafi, að samfellan í verkefnunum sem hafa staðið með góðri framvindu í mörg ár rofni og að gríðarlegir fjármunir og mót- framlög erlendis frá tapist. Við gætum því þurft að horfa á okkar öflugustu framhaldsnema og okkar dugmestu nýdoktora flýja land. Viljum við ekki halda í okkar unga og vel menntaða fólk? Viljum við ekki njóta liðsinnis þeirra sem eru að ljúka námi erlendis við að þróa og þroska íslenskt samfélag inn í framtíðina? Til þess þarf framtíðar- sýn varðandi rannsóknartengda ný- sköpun á Íslandi sem núverandi mennta- og menningarmálaráð- herra virðist því miður skorta. Ríkisstjórnin ber ábyrgðina Ég tók þetta mál upp á Alþingi á mánudaginn var. Þar kom fram að mennta- og menningarmálaráð- herra hefur því miður engan skiln- ing á því sem hann er að gera. Í máli hans reyndi hann að verja sig með vanda ríkissjóðs. Það gengur að sjálfsögðu ekki þegar ríkisstjórn- in hefur þegar hent út um glugg- ann milljörðum til að létta gjöldum af auðmönnum. Það er röng for- gangsröðun. Ríkisstjórnin verður að líta í eigin barm í leit að brostn- um forsendum. Útlitið er ekki bjart því lítill áhugi virðist vera á að hlúa að þeim sprot- um sem verið er að sinna í þágu rannsókna og vísindastarfs um allt land. Ekki er annað að sjá en að ný ríkisstjórn ætli að stela voninni frá okkar góða vísindafólki og hafi ekki upp á neitt annað að bjóða. n Ríkisstjórnin stelur voninni „Viljum við ekki halda í okkar unga og vel menntaða fólk? Kjallari Svandís Svavarsdóttir þingflokksmaður VG Mynd StEfán KaRlSSon A ðalumræðuefni stjórn- málanna eftir valdaskipt- in og framlagningu nýs fjárlagafrumvarps hefur verið heilbrigðismálin og fyrst og fremst slæmt ástand á Landspítalanum. Ríkisstjórn Sam- fylkingar og VG taldi á sl. ári komið að því, að það þyrfti að hefja upp- byggingu á Landspítalanum og í heilbrigðiskerfinu. Niðurskurði væri lokið. Frambjóðendur stjórn- arflokkanna höfðu stór orð um það að verja þyrfti auknu fjármagni til heilbrigðismála. Vigdís Hauks- dóttir, þingmaður Framsóknar, gaf stærsta kosningaloforðið í því efni. Hún sagði að Landspítalinn mundi fá 12–13 milljarða til viðbót- ar, ef Framsókn kæmist til valda. Það urðu því mikil vonbrigði, þegar fjárlagafrumvarpið sá dagsins ljós og í ljós kom, að Landspítalinn og heilbrigðismálin fengu engar nýj- ar fjárveitingar. Þvert á móti var um stöðnun að ræða og framlögum til tækjakaupa á Landspítala var kippt út. Einnig hefur sameining heil- brigðisstofnana úti á landi mælst mjög illa fyrir meðal heimamanna. Það vantar framtíðarsýn Það er ljóst, að ef Ísland ætlar að halda heilbrigðiskerfi sínu áfram í fyrsta flokki, þá verður að hefja uppbyggingu í heilbrigðismálum. Það verður að verja verulega auknu fjármagni til málaflokksins. Það þarf aukið fjármagn til viðhalds og tækjakaupa og til reksturs svo unnt sé að bæta kjör lækna, hjúkr- unarfólks og annarra starfsmanna. Gerist þetta ekki er hætt við, að heilbrigðiskerfið missi áfram lækna og hjúkrunarfólk úr landi. Auk þess vantar framtíðarsýn. Starfsfólkið þarf að hafa trú á framtíð Landspít- alans og heilbrigðiskerfisins á Ís- landi. Ef haldið verður við fyrri áform um byggingu nýs Landspít- ala hefur starfsfólkið að einhverju að keppa og trúir á framtíð spítal- ans. En ef fallið verður frá áformum um byggingu nýs spítala er hætt við, að vonleysi grípi um sig. Það er mjög erfitt og kostnaðarsamt að lappa upp á gamla húsnæðið. En það er hins vegar unnt að dreifa nýframkvæmdum á lengri tíma en áður var ráðgert. Biðlistar eftir hjúkrunarheimilum lengjast Undanfarið hafa biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum verið að lengjast. Ástæðurnar eru eink- um tvær: Tvíbýlisstofum hefur víða verið breytt í einbýlisstofur og lítið hefur verið byggt af nýjum hjúkr- unarheimilum. Nýlega tilkynnti heilbrigðisráðherra, að hann hefði stöðvað byggingu 88 rúma nýs hjúkrunarheimilis í Reykjavík, sem velferðarráðherra fyrri ríkisstjórn- ar hafði samþykkt og Reykjavíkur- borg einnig. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson, sagði af þessu tilefni, að þetta kæmi sér mjög illa fyrir Reykvíkinga, þar eð biðlist- ar eftir rými á hjúkrunarheimilum væru lengstir í Reykjavík. Yfir 100 eldri borgarar bíða nú eftir rými á hjúkrunarheimili í Reykjavík. Og biðtími eftir rými er tæpir fjórir mánuðir. Það er stefna ríkis og Reykja- víkurborgar, að eldri borgarar geti verið sem lengst í heimahús- um. Heimaþjónusta á að stuðla að því að svo geti verið. Heimahjúkr- un vinnur mjög gott starf en starf- semin er undirmönnuð og á erfitt með að komast yfir að sinna öllum þeim eldri borgurum og sjúkling- um, sem þarf að sinna. Bæta þarf við hjúkrunarfólki svo auðveldara verði að sinna þeim eldri borgur- um, sem vilja vera heima. Félags- leg heimaþjónusta er einnig mjög mikilvæg, svo sem þrif, aðstoð við þvotta, eldun og innkaup. Þegar eldri borgarar hafa nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá sem vilja búa heima og heilsan bilar eiga þeir rétt á vist á hjúkrunarheimilum. Rými á hjúkrunarheimilum eru alltof fá, biðlistar of langir. Það er nauðsyn- legt að gera strax átak í byggingu nýrra hjúkrunarheimila. n Mikill skortur á hjúkrunarrými„Yfir 100 eldri borgarar bíða nú eftir rými á hjúkrunarheimili í Reykjavík Kjallari Björgvin Guðmundsson formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.