Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Page 33
 sagðar af samferðamönnum. Guðna- sögur. „Þeir auglýstu hjá Bjarti eftir sög- um um mig og fengu nokkrar send- ar. Ein er eftir Hrafn Jökulsson og ber yfirskriftina Þú reyndir að drepa mig,“ segir Guðni og brosir. „Hann reyndi nefnilega að ganga frá mér, taldi mig vera rasista og á móti konum en þeir sem mig þekkja vita að svo er ekki. Svo kom hann til mín á fund og bað mig um að styðja sig í skákinni við Græn- lendingana. Mín fyrstu orð voru: Þú reyndir að drepa mig og honum leist ekki á blikuna. Alversta byrjun á sam- tali sem hugsast getur. En við erum góðir vinir í dag.“ Sættist við Hallgrím Helgason Þótt Guðni hafi þarna skotið Hrafni illilega skelk í bringu, var hann meira að gera að gamni sínu. Hann vill ekki erfa hluti við fólk og nefnir til sögunn- ar sættir sínar við Hallgrím Helgason. „Meira að segja hitti ég Hallgrím Helgason, sem hefur skrifað um mig margar ljótar greinar. Ég sagði við hann, þessa hönd hef ég aldrei tekið í fyrr enda hefur hún skrifað um mig margan ljótan textann. Hann sagði að það hefði nú bara orðið mér til tekna og ég játti því. Eigum við ekki bara að gleyma þessu og verða vinir, sagði hann og ég sagði já. Svona er nú lífið. Það þýðir ekki að vera að veltast með svona í höfð- inu. Það gagnast ekki að hatast við fólk. Maður lendir í ýmsu og maður á að verða betri maður eftir hvert skipti sem maður lendir í erfiðleikum.“ Pólitíska landslagið Þótt fimm ár séu liðin frá því Guðni dró sig úr stjórnmálum hefur hann enn sterkar skoðanir. Beðinn um að rýna í hið pólitíska landslag og fylgis- hrun Framsóknarflokks segir hann nauðsynlegt að standa við stóru orðin og það fyrir jól. „Nú vantar bara að þeir brýni sína hnífa og taki á honum stóra sínum. Þeir verða að lækka skuldir heimil- anna og það verður að vera klárt fyrir jól. Það er stærsta, mesta réttlætismál Íslandssögunnar. Hér varð alvarlegt hrun, peningunum var bjargað og eignunum og þess vegna verða þeir að klára þau fyrirheit og það þýðir ekkert fyrir Sjálfstæðisflokkinn að stimpast á móti Sigmundi Davíð í þeim efnum, því Sjálfstæðisflokkurinn át fóðrið þótt hann fýli grön, eins og segir í vísunni. Ef þetta verður ekki klárað þá fer Sjálfstæðisflokkurinn enn verr út úr því en Framsóknarflokkurinn.“ Hefur trú á Vigdísi Guðni telur núverandi ríkisstjórn standa frammi fyrir enn fleiri mikil- vægum verkefnum og hefur fulla trú á Vigdísi Hauksdóttur og öðrum þeim sem sitja í fjárlaganefnd að halda rétt á spilum. „Það verður líka að afnema gjald- eyrishöftin, setja atvinnulífið í gang, hugsa stórt og greiða skuldir ríkis- ins. Vilji er allt sem þarf. Þeir eiga allt undir því að þetta gerist, annars lenda þeir í miklum erfiðleikum. Hvenær sem ég hitti þá – þá auð- vitað brýni ég þá með góðu. Bæði Bjarna og Sigmund og alla þá stjórn- málamenn sem ég þekki. Vigdís Hauksdóttir er á réttum stað sem formaður fjárlaganefndar, hún er í stærstu stöðu Alþingis á eftir því að vera forseti Alþingis. Ég held að það sé lán í sjálfu sér að hún er ekki ráðherra. Hún verður að keyra fjárlögin þannig í gegn að heilbrigðiskerfinu verði bjargað. Það verði skorin vitleysan sem hér hefur viðgengist í utanríkis- þjónustunni og víðar, það er enginn vandi að spara og ég treysti þeim sem sitja í nefnd. Þeirra tími er kominn og þau þurfa líka að ganga frá þessu fyrir jól, þeirra tími er kominn.“ Vantar að láta verkin tala En hvernig skyldi honum finnast Sig- mundur Davíð standa sig? Guðni tel- ur hann skorta áræðni og allt sé undir. „Hann er klár ræðumaður og ör- ugglega vel gefinn. Sá hlutur er allur í góðu hjá honum en það vantar hjá honum að hann láti verkin tala. Ég trúi að hann sé að safna kröftum og springi út eins og rós að vori. Það getur vel verið að embættis- mannakerfið sé ónýtt og hann verði að skipta þeim út. Þá verður hann bara að kalla til herforingja. Velja sér alla þá bestu menn til að vinna að þessu verkefni með sér. Þetta er spurning um þessa þjóð, hvort hún nær sér á strik og lifir af. Hvort við missum okkar glæsilega fólk í burtu, hvort landflóttinn haldi áfram. Hvort við höldum uppi tekjum eins og fólk í nágrannalöndum. Evrópusam- bandið sér alla þá möguleika sem við eigum, það sjá þeir líka í Banda- ríkjunum og Kína. Við eigum að geta verið í fremstu röð á ný eftir fimm ár. Veturinn verður að vera hlaðinn krafti og ákvörðunum. Nú mega þeir ekki liggja undir sæng og vera rænulaus- ir. Þeir verða að keyra áfram og ná þessari þjóð saman.“ Hryðjuverkalögin mesti glæpur á eftir heimsstyrjöldinni Orðræðan í stjórnmálum er oft óvægin og markast af því sem á undan er gengið. Hann rifjar upp forsöguna, blekkingar meirihlutans og hryðju- verkalögin sem hann telur óuppgerð- an glæp gegn þjóðinni. „Við fengum úrræði með neyðar- lögunum sem bjargaði því sem bjarg- að varð. Þau vissu þetta, og blekktu okkur sem vorum í stjórnarandstöðu. Fóru út um heim að boða það að hér væri allt í lagi, að hér væru gull og grænir skógar. En ég var farin að ef- ast, allt hrannaðist upp, öll vitleysan í Bandaríkjunum. Síðan lendum við í þessum vandræðum að Jóhönnu minni og Steingrími fipast. Þau báru svo mikla virðingu fyrir útlendingum að þau þorðu varla að tala við þá. Hryðjuverkalögin eru mesti glæp- ur í Evrópu á eftir heimsstyrjöldinni. Að NATO-þjóð skuli hafa beitt hryðju- verkalögum gegn annarri NATO- þjóð, og talið að við værum talíbanar og glæpamenn og auglýstu það í öll- um peningastofnunum heims. Engin NATO-þjóð hreyfði legg og lið, senni- lega samsæri Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þessu eigum við ekki að gleyma, við eigum að setja sannleiksnefnd í málið til að kanna hvað lá þarna að baki. Var það svo að Evrópusambandið og Bandaríkin höfðu samið um það að Lehmans- bræður færu á hausinn og einni þjóð í Evrópu yrði fórnað öðrum til aðvör- unar þessum glæframönnum? Þetta verður að koma upp á yfirborðið og þarna eigum við skaðabætur.“ Vildi í stríð við Bretland Þegar hryðjuverkalögin voru sett á Ís- lendinga vildi Guðni ganga svo langt að slíta stjórnmálasambandi við Bret- land og vildi í stríð. „Ég vildi fara í stríð við Bretland þegar ég var í þinginu. Ég talaði fyr- ir því í þinginu að við slitum stjórn- málasambandi og sendum sendi- herra heim. Ég sagði síðan að gamni mínu að það ætti að fylla skipaflot- ann af glæsilegu fólki sem myndi bara halda út á Thames-fljót og fara í stríð við Bretana. Við sigruðum þá í land- helgisdeilum, auðvitað hefðum við sigrað þá í hryðjuverkalögunum, sem var níðingsverk. En það var ekkert gert og þetta er óuppgert mál. Ég verð reiður þegar ég hugsa um þetta.“ Þakklátur Guðni segist ekki vilja verða reiður gamall maður. Hann ætlar að hafa gaman af lífinu og hafa lífsgleðina í forgrunni. Hann ætlar að halda áfram að batna með aldrinum. „Auð- vitað þráir maður að halda heilsu sinni, maður þráir að vera glaður og reifur þannig að ég vil helst batna enn meira með aldrinum en ég hef gert.“ Lífsgæði hans hafa aldrei verið falin í auði, heldur að halda vel utan um fjölskylduna. Hann segist þakk- látur fyrir það tækifæri að hafa fengið að hlutast til um velferð þjóðar og er auðmjúkur. „Auðvitað er gaman að eiga pen- inga, en ég held að mörgum líði mjög illa. Ég hef aldrei farið í slíka vegferð. Þeir forðuðust mig, þessir ríku djöfl- ar, vildu engin samskipti við mig. Vildu ekki að ég væri á sínum fund- um, ég varð aldrei var við þessa menn og aldrei aufúsugestur hjá þeim. Mesta gæfa mín var að eiga góða foreldra og systkini, ná í Margréti og eignast börnin mín og barnabörn. Ég hef borið gæfu til þess að halda vel utan um mig og mína. Ég fékk miklu meira en ég átti skil- ið, ég vona að ég hafi leyst mín verk- efni vel. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og samviska mín er góð.“ n Fólk 33Helgarblað 8.–10. nóvember 2013 Auðmjúkur „Ég fékk miklu meira en ég átti skilið,“ segir Guðni Ágústsson auðmjúkur um störf sín í þágu þjóðar. „Þeir forðuðust mig, þessir ríku djöflar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.