Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Side 48
PHILIPPE STARCK Philippe Starck hefur útfært hugmyndir svo lengi sem hann man. Þó háþróaðar hugmyndir hans hafi ekki fengið hljómgrunn kennara hans, var hann þó um tvítugt búinn að afla sér heimsfrægðar og viðurkenningar fyrir hönnun og arkitektúr. Landsliðs- maður í kröggum? Konurnar sameinast n Konur á fréttasviði 365 miðlum hafa sameinast í nýju kvenfélagi. Félagið heitir Þrjár65 og var stofn- fundur þess haldinn á fimmtudag. Meðal baráttumála kvenfélagsins er að auka hlut kvenna í stjórn- unarstöðum. Þá ætla konurnar að berjast fyrir jafnlaunavottun og að túrtappar verði á salernum. Í frétt um málið á Vísi, einum af miðlum 365, segir aðalritstjóri 365 að hon- um lítist vel á kvenfélagið. „Spegilnafnar“ gantast n „Vísindamenn telja að heimurinn farist ef ég og Bjarki Fannar Atlason hittumst. Sérstaklega ef það er fullt tungl,“ segir Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður Guðmundar Stein- grímssonar á Facebook. Glöggir lesendur hafa áttað sig á því að piltarnir tveir bera sömu nöfn, en segja má að þau hafi verið spegluð. Félagarnir hafa leikið sér að þessari skemmtilegu tilviljun á Facebook, og þegar Atli skrifaði á dögunum athugasemd við girnilega kökumynd á Facebook: „Æji“. var Bjarki fljót- ur að svara og skrifa „.ijÆ“. Lofar bót og betrun n Jónas Kristjánsson, fyrrver- andi ritstjóri, baðst afsökunar á bloggi sínu á miðvikudaginn. Ástæðan ku vera að hann hafi gerst sekur um það allt of lengi að nota bandarískar gæsalapp- ir. Jónas ber fyrir sig að íslensku gæsalappirnar hafi verið erfið- ar í umgengni á tölvum. „Fram- vegis verða kórréttar gæsalapp- ir í texta mínum. Hefðir eru til að halda þær, ekki til að hlaupa eftir meintum þægindum frá útlandinu,“ seg- ir Jónas. Hann segist þó ætla að halda áfram að nota z-una enda „frábær stafur“. S tórriddarakross með stjörnu, þriðja stigs orða íslensku fálka- orðunnar, var settur á uppboð í Noregi, en lítið var boðið í hann og lágar upphæðir. Uppboðinu lauk á miðvikudags- kvöld og seldist orðan ekki. Mest bauð seljandi 3.000 norskar krónur í orðuna, eða um 62 þúsund íslenskar krónur. Ætla má að seljanda hafi þótt það helst til lítil upphæð í ljósi þess að fyrir nokkru seldist stórriddarakross með stjörnu, á 2.600 evrur, jafnvirði nær 450.000 króna, á þýsku uppboði fyrir safnara. Í seinni tíð hafa orðurnar verið númeraðar. Það tíðkaðist þó ekki fyrst um sinn. Óvíst er hvort orðan á norska vefnum er númeruð. Samkvæmt reglum um íslensku orðurnar er bannað að selja þær og á að skila þeim vilji viðkomandi þær ekki, eða við andlát handhafa. Þær hafa þó gengið kaupum og sölum, til dæmis á íslenskum söluvefsíðum. Þá hafa þær fundist til sölu á erlendum uppboðssíðum eins og eBay, en í fyrra var riddarakross, fyrsta stigs orða, til sölu þar fyrir um 86 þúsund krónur. Norski seljandinn virðist sérhæfa sig í sölu á orðum, víða að úr heiminum, meðal annars frá Sádi-Arabíu. Á vef forsetaembættisins má sjá hversu margar orður hafa verið veittar frá árinu 1921, en árið 2013 hefur for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmt yfir 30 íslenska og erlenda ríkis- borgara fálkaorðu af ýmsum stigum. Fyrsta stig orðunnar er riddara- krossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Hægt er að hækka í tign, en næsta stig er stórriddara- kross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkross- stjörnu en hana bera einungis þjóð- höfðingjar. Stórriddarakross hefur einkum verið veittur sendiherrum erlendra ríkja á Íslandi. n astasigrun@dv.is Fágæt fálkaorða lítils virði n Íslenskar orður ganga kaupum og sölum þrátt fyrir bann Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 8.–10. nóvemBer 2013 127. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Orðusala Ólafur Ragnar Grímsson forseti sést hér með stórriddarakross með keðju. Til hliðar má svo sjá orðuna sem boðin var upp á norska uppboðsvefnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.