Hagskýrslur um landbúnað

Eksemplar

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1921, Side 5

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1921, Side 5
Formál i Avant-propos. Með árinu 1919 var tekin upp sú nýbreytni að láta gefa bún- aðarskýrslurnar i tvennu lagi. í stað þess að þær voru áður allar gefnar i einu að haustinu, er nú sjerstök skýrsla um búpening í fardögum og önnur um jarðargróða að haustinu. Tilgangurinn með breytingunni var sá, að fá skýrslurnar um skepnufjöldann fyr, þegar þær þyrftu ekki að bíða eftir haustskýrslunum um jarðargróðann. Þessi tilgangur hefur alls ekki náðst fyrsta árið, en það er samt ekki örvænt um, að honum kunni að verða náð síðar. Jafnframt þessari breytingu á skýrslugjafartimanum, hefur lfka sundurliðunin á skýrslunum verið aukin nokkuð. Sauðir og hrút- ar eldri en veturgamlir, sem áður voru taldir í einu lagi, eru nú taldir í tvennu lagi. Hestar og hryssur 4 vetra og eldri, sem áður voru taldir í einu lagi, eru nú taldir í þrennu lagi, hestar geltir, hestar ógeltir og hryssur. Loks hefur hænsnum verið bætt við í skýrsluna um skepnueign. Á skýrslunni um jarðargróðann hefur út- heyi verið skift í tvent, þannig að úthey af áveitu og flæðiengi er talið sjer og greint frá öðru útheyi. Úr allmörgum hreppum hafa skýrslurnar fyrir árið 1919 verið með eldra laginu, svo að hin nýja sundurliðun liefur ekki getað náð til alls landsins þetta árið. Bráðabirgðayfirlit um búpening í fardögum 1919 hefur áður verið birt i Hagtíðindum í desember 1920, en hinar endanlegu tölur hafa breyst nokkuð frá því, sem þar er frá skýrt. Hagstofa íslands i ágúst 1921. Porsteinn Porsteinsson.

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.