Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1959, Qupperneq 9

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1959, Qupperneq 9
IMHGA N G U R ■ Introduction. A. SÖFNUN OG URVINNSLA GAGNA. Collection and processing of data. Töflur þær um fjárhag sveitarfélagaf sem' birtar eru í töfluhluta þessa heftis, eru byggðar á reikningum sveitarfélaganna, sem látnir hafa verið í té á eyðublöðum Hagstof- unnar til þeirra nota,, Um langt skeið voru reikningseyðublöðin tvö, annað fyrir kaup- staði og hitt fyrir hreppa, en árið 1952 gaf Hagstofan út nýtt reikningseyðublað í stað hinna, sem voru orðin úrelt, og var það þannig úr garði gert, að það átti að henta bæði kaupstöðum og hreppum. Hefur það verið notað síðan og aðeins verið gerðar á því smávægi- legar breytingar við endurprentun. Allir hreppar landsins hafa um langt' skeið notað reikningseyðublöð Hagstofunnar við hin almennu reikningsskil sín, og hefur því eintak það, sem hún hefur fengið af reikn- ingum hvers hrepps, verið afrit af reikningunum eins-og þeir hafa verið lagðir fram af sveitarstjórn. Kaupstaðirnir hafa hins vegar yfirleitt ekki notað reikningseyðublöð Hag- stofunnar, heldur gefið út reikninga sina prentaða eða fjölritaða, enda hafa þeir hver sitt reikningsform, sem er mismunandi að allri gerð. Frágangur reikninga sveitarsjóða 1952 var mjög misjafn.. . Stór. hluti hreppanna skil- aði viðunandi reikningum og margir þeirra góðum, en'reikningar. kaupstaðanna voru verr frá gengnir, þó að þar vseru á undantekningar. Raunar var ekki við góðu að búast, þar eð reikningar kaupstaða voru frábrugðnir reikningsformi Hagstofunnar í uppbyggingu og var miklum örðugleikum bundið fyrir hlutaðeigandi bæjarskrifstofur að færa þá á reiknings- eyðublöð Hagstofunnar, en hún krafðist þess, að það væri gert. Þar sem frágangi reikn- inga var ábótavant, reyndi Hagstofan að' afia' réttari eða fyllri upplýsinga með bréfa- skriftum og samtölum við hlutaðeigendur. Aður en hin eiginlega úrvinnsla sveitarsjóðs- reikninga hófst, fór Hagstofan yfir hvem reikning og samræmdi færslur hinna ýmsu reikn- inga, svo og færslur sama reiknings, sem auðsýnilega voru í ósamræmi. Ekki reyndist þó unnt að lagfæra alla: reikningsliði, sem bersýnilega eða að öllum líkindum voru rangir. Til þess hefði þurft ngög umfangsmikil bréfaskipti, sem fyrirsjáanlega hefðu ekki svarað kostnaði. Þeirri reglu var fylgt við' yfirferð reikninga að breyta ekki reikningsliðum, nema öruggt væri, eða yfirgnæfandi líkur á þvl, að viðkomandi breyting væri á rökum reist. Telja má víst, að allmikið hafi verið af röngum færslum í reikningunum, sem ekki var hægt að sjá, þar eð engin gögn voru til samanburðar. Það mun einkum vera tvennt, sem orsakað hefur rangar eða ónákvBemar færslur' á reikningunum;- ' I fyrsta lagi virðist hafa skort nokk- uð á, að þeir, sem sömdu reikningana, hafi kynnt sér eyðublaðið og skýringamar við það svo sem þurft hefði. Er leitt til þess að vita, að reikningar margra sveitarfélaga skuli fyrir handvömm-eina hafa verið gerðir verr úr garði en þurfti að vera, og auk þess tafði þetta úrvinnslu reikninga til muna. I öðru lagi er bókhaldi kaups.taðanna og sumra ann- arra sveitarfélaga þannig háttað, að miklir örðugleikar eru á að. fá úr því sumar þær upp- lýsingar, sem reikningseyðublað Hagstofunnar gerir ráð'fyrir, að látnar séu í té» Hefur þetta torveldað mjög alla úrvi rmwl n -vpíkni ngaTtna og ýmist hefur orðið að gera hæpnar á- ætlanir til að fá. fram nauðsynlegar sundurgreiningar, eða ekki hefur verið unnt að sund- urgreina reikninga sem skyldi. Þetta verður aðeins. lagfært með þvi, að komið verði á samræmi í bókhaldi sveitarfélaga, og geta skýrslur um fjárhag sveitarsjóða ekki komizt í gott horf, fyrr en slík samræming hefur átt sér stað. Það vomi einkum reikningar kaup- staðanna, sem erfitt var að fella inn á eyðublöð Hagstofunnar, og reikningar Reykjavíkur- bæjar voru erfiðastir viðfangs, enda langumfangsmestir og fjölbreytilegastir. Verður að hafa allt þetta í huga, þegar litið er á niðurstöður þeirra skýrslna, sem birtar eru í þessu hefti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.