Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1959, Qupperneq 10

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1959, Qupperneq 10
8 Mikill hluti viðskipta sveitarfélaganna er þess eðlis, að engan veginn er augljóst, á hvern veg þau skuli færð. Töluverður hluti þeirra útgjalda, sem sveitarfélag hefur á reikningsárinu, eru ekki endanleg gjöld fyrir það, heldur eru þau endurgreidd síðar. Þá myndast og einhliða kröfur á sveitarfélag á einu tímabill, sem verða að útgjöldum á öðru tímabili. Útgjöld til framfærslumála, menntamála, löggæzlu, vegamála, landbúnaðarmála o.s.frv. er hægt að bókfæra á marga vegu. Það er hægt að færa þau brúttó í gjaldahlið rekstrarreiknings og allar endurgreiðslur í tekjuhlið. Það er hasgt að færa þau nettó í gjaldahlið, þ.e. heildarútgjöld að frádregnum' endurgreiðslum. Þá er og hægt að draga frá í gjaldahlið endurgreiðslur á útgjöldum' sama árs, en færa endurgreiðslur á útgjöld- um fyrri ára til tekna. Er þetta sú aðferð, sem eyðublað Hagstofunnar gerir ráð fjrrir. Að lokum má svo færa þau útgjöld ein tii gjalda, sem talin eru endanleg, að svo miklu leyti sem það er hægt, en færa afturkræf útgjöld til skuldar viðkomandi aðila, og koma þau þá fram sem hreyfing á eignabreytingareikningi og á efnahagsreikningi. Þetta er tek- ið fram til að sýna, að mikið skortir á, að samræmi sé í bókhaldi sveitarfélaganna, með- an sveitarfélögin fara hver sína leið í þessu efni. Þetta dæmi er ekki valið af handa- hófi, því að einmitt þetta atriði hefur verið eitt helzta vandamálið við úrvinnslu reikn- inganna, enda er mjög mikilvægt, að samræmi sé í færslu reikninga hvað þetta snertir. Þessi mál standa og í nánu samhaadi við það'meginatriði, hvort bókhaldið skuli byggt upp á hreinum rekstrarfræðilegum grundvelli eða með sjóðreikningsfyrirkomulagi. Hvenær á að telja útgjöld til gjalda, - þá er þau eru greidd eða á þeim tíma, er þau raunverulega falla til sem gjöld? Æskilegast hefði verið að hafa eyðublaðið undir sveitarsjóðsreikn- inga á rekstrarfræðilegum grundvelli, en Hagstofan taldi það ekki fært vegna hinna mörgu smáu sveitarfélaga, og er því aðeins útsvarsliður eyðublaðsins settur upp á rekstrar- fræðilegum grundvelli. Við úrvinnslu reikninga.hefur hins vegar verið leitazt við að taka meira tillit til hins rekstrarfræðilegar sjónarmiðs, þ.e. að aðgreina rekstrartekjxir og rekstrarútgjöld frá eignabreytingu. I töflum þeim, er birtar eru í þessu hefti, er tekju- og gjaldareikningi því skipt 1 rekstrarreikning og eignabreytingareikning, þ.e. rekstrartekjur og aðrar tekjur (eignabreytingar), rekstrarútgjöld og önnur útgjöld (eigna- breytingar). Mismunur tekju- og gjaldahliðar rekstrarreiknings, þ.e.. rekstrarafgangur, er færður á eignabreytingareikning. Afskriftum er aiveg sleppt á rekstrarreikningi og þær ekki talin útgjöld, en hins vegar koma þær sums staðar fram aem breytingar á eigna- liðum í efnahagsreikningi. Að öðru leyti vísast í töflurnar sjálfar, einkum töflu IV og skýringar við hana aftar i þessum inngangi til giöggvunar á því, hvað felst í einstökum liðum rekstrartekna og rekstrarútgjalda. Við því má búast, að rekstrarafgangur samkvæmt töflum þessa heftis sé stundum annar en fram kemur í reikningum eins og sveitarstjórnir hafa endanlega gengið frá þeim. Þá má og ekki gera ráð fyrir, að fullt samragmi verði milli eignabreytinga og efnahagsreiknings í töflum frá ári til árs. Stafar það, eins og áður segir, af ófullkomnú bókhaldi sveit- arfélaganna svo og af ónákvæmum' og röngum-frágangi reikninga til Hagstofunnar, o.fl. Auk eyðublaðs undir aðalreikning sveitarsjóða, gerði Hagstofan ný eyðublöð undir reikninga þeirra fyrirtækja og stofnana sveitarfélaga, sem hafa bókhald sitt aðskilið’ frá bókhaldi sveitarfélagsins og sérstakux efnahagsreikningur er gecrður fyrir. Voru þessi eyðublöð send sveitarstjómum með aðaleyðublaðinu og þess óskað, að þau yrðu út- fyllt á tilskilinn hátt og send Hagstorfunni. Þessi eyðublöð eru á rekstrarfræðilegum grundvelli, en ekki með sjóðreikningsfyrirkomulagi. Þau eru tvenns konar, fylgiskjal A og fylgiskjal B. A fskj. A skal færa reikninga hafnarsjóða, en á fskj. B reikninga allra annarra fyrirtsekja og stofnana sveitarfélaga. Það, sem sagt er hér að framan almennt um færslu sveitarstjóma á aðalreikningunum, gildir einnig um færslu þessara reikninga, nema hvað þeir vom yfirleitt vexr frá gengnir en aðalreikningamir. Sérstaklega var algengt ósamræmi milli aðalreikninga sveitarfélaga annars vegar og reikninga fyrirtækja þeirra hins vegar. Plestar stærri breytingarnar, sem Hagstofan gerði á reikningum sveitarfélaga, voru til leiðréttingar á slíku ósamræmi. Stafar það án efa m.a. af því, að sinn hvor að- ilinn hefur oft fært aðalreikning sveitarfélags og reikninga fyrirtækis þess, og hefur ekki verið skeytt um að samræma færsluraar. Paeírslur á viðskiptum sveitarsjóðanna við eigin fyrirtæki koma víða fyrir 1 aðalreikningum, og í efnahagsreikningum sveitarsjóðanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.