Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1959, Qupperneq 12

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1959, Qupperneq 12
10 hans, svo sem stjómarkostnaði, koma til frádráttar viðkomandi gjaldaliðum, ef endurgreiðslur eiga sér stað sama ár og útgjöld sveitarsjóðsins, en hins vegar kemur hún í dálka 23-31, ef hún á sér stað síðar-. Oafturkræf framlög úr sveit- arsjóði til fyrirtækja hans til greiðslu rekstrarhalla eru tilfærð hér með mín- usmerki fyrir framan. Oafturkræf framlög sveitarsjóðs til fyrirtækis, sem virð- ast ekki standa í sambandi við rekstrarhalla þess, eru ekki færð hér, heldur í gjaldaflokkinn "ýmis útgjöld", ef um er að ræða fyrirtæki með sjálfstætt reikn- ingshald, en ella í viðkomandi gjaldalið, Öll afturkræf framlög milli sveitar- sjóðs annars vegar og fyrirtækja hans með sjálfstætt reikningshald hins vegar eru ekki færð hér, heldur í dálka 45-47 ("lán tekin") eða í dálka 106-107 (lán- veitingar). I reikningum sveitarsjóða og fyrirtaakja þeirra eins. og þeir koma til Hag- stofunnar ber nokkuð á ósamræmi í færslum viðskipta sveitarsjóða og fyrirtækja þeirra innbyrðis. Reynt hefur verið að samrmma þessar færslur, þegar unnt hefur verið að sjá, hvar misræmið hefur verið fólgið. En yfirleitt eru tölur í dálkum 18-21 viðsjárverðar og ættu menn því að varast að byggja mikið á þeim. - Ástæðan fyrir því, hve mikið er um tölur með mínusmerki, er ekki sú, að rekstrarhalli sé yfirleitt meiri hjá þessum fyrirtækjum en rekstrarafgangur, heldur stafar þetta af því, að sveitarfélögin verða oft að standa straum af halla á rekstri þessara fyrirtækja, en fá hins vegar sjaldnast rekstrarafgang þeirra til almennra þarfa. - Algengustu fyrirtækjategundir í dálki 20 eru útgerðarfyrirtæki, hafnarsjóðir, jarðir og vinnuvélar alls konar. Fram kemur, að hin háa mínustala í dálki 20 í línunni "aðrir kaupstaðir" er vegna Vestmannaeyjakaupstaðar, en þar er þetta ár um að ræða miklar greiðslur bæjarsjóðs til bæjarútgerðar og sjúkrahúss. 23-31 Endurgreiðslur útgjalda sama ár og þau eiga sér stað eru ekki færðar hér, heldur koma þær til frádráttar á viðkomandi gjaldaliðum. Texti hvers dálks ber með sér, vegna hvaða útgjalda endurgreiðslumar eru. Hér eru og færðir ýmiss konar styrk- ir frá ríkissjóði, félögum eða einstaklingum til greiðslu á ákveðnum útgjöldum, svo sem framlög hins opinbera til atvinnuaukningar (d. 30), framlög félagssamtaka vegna ákveðinna framkvæmda, o.s.frv. Tölur í þessum tekjuflokki verður að nota með varfærni. Tölur einstakra sveitarfélaga þurfa ekki að vera sambærilegar inn- byrðis, til dsemis er bókhald sumra kaupstaðanna þannig, að ekki verður séð, hvað af endurgreiðslunum tilheyxir útgjöldum sama árs og hvað útgjöldum fyrri ára Þá er og færsla útgjalda í þessum flokki bersýnilega oft ekki eins og hún á að vera samkvæmt reikningseyðublaðinu, og leiðréttingar Hagstofunnar á þessum liðum eru eflaust ekki tæmandi. 34 1 þessum dálki er nokkuð um fjárhæðir með minusmerki fyrir framan, og stafar það af því, að gjöld vegna viðkomandi' fasteigna hafa verið meiri en tekjurnar. - Af- skriftir eru hvergi taldar með-gjöldum vegna fasteigna, enda er þeim alls staðar sleppt. 37 Til skýringar tölum £ þessum dálki' vísast til þess, sem sagt er almennt um úr- vinnslu reikninga framar í þessum inngangi. 38-39 Dálkar 115-121 í gjaldahlið gefa til kynna, hvað felst í þessum liðum. 41-42 Vísað er til skýringa við töflu V, nr. 22-28. 43 Fé notað á árinu nettó af viðskiptareikningi í banka eða sparisjóði er ekki fært hér, heldur kemur það fram í eftirstöðvum, sbr,- dálk 116. 46 Bráðabirgðalán endurgreidd á sama ári og þau voru tekin eru að sjálfsögðu ekki talin hér með. Bráðabirgðalán í formi yfirdráttar á viðskiptareikningi í banka eða sparisjóði eru ekki talin hér, heldur koma þau til frádráttar eftirstöðvum til næsta árs, sbr. dálk 116. Sjá enn fremur-skýringar við dálka 22-28 í töflu V Gjaldadálkar, 51-52 Ef útgjöld við stjóm framfærslumála, heilbrigðismála o.fl. verða greind frá kostnaði við sveitarstjórnina sjálfa, þá eru þau sett í viðkomandi gjaldaflokka,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.