Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1959, Side 15
13
færslna í efnahagsréikningi og eignabreytingaréikningi, og oft virtist tilviljunar-
kennt, hvað talið var á viðskiptareikningi og hvað með bráðabirgðalánum, hvað voru
föst lán og hvað bráðabirgðalán, o.s.frv. Eihkum var mikil ónákvæmni í færslum
viðskipta milli sveitarsjóða annars vegar og fyrirtækja þeirra hins vegar. Þær leið-
réttingar og breytingar til samræmis, sem Hagstofan gerði á reikningunum, eru að
sjálfsögðu ekki tæmandi, og raunar geta þasr verið villandi eða jafnvel rangar, þeg-
ar orðið hefur að leiðrétta auðsætt ósamræmi milli efnahagsreiknings og eignabreyt-
ingareiknings.
29-35 Hér er færð hrein eign þeirra fyrirtækja sveitarsjóðs, sem hafa sjálfstætt reikn-
ingshald með rekstrar- og efnahagsreikningum algjörlega aðskildum frá reikningum
sveitarfélagsins. Bókun á viðskiptum þar á milli er gerð eins og um óskylda aðila
væri að ræða. Nokkuð bar á því í reikningunum til Hagstofunnar, að ruglingur væri
á færslum milli reikninga fyrirtækjanna og viðkomandi aðalreiknings sveitarsjóðs.
Var reynt að lagfæra þetta eftir föngum. Heildarniðurstöðutölur fyrir hafnarsjóði,
vatnsveitur og rafveitur eru hér lítið eitt hærri en sértöflur þessara fyrirtækja
gefa til kynna (töflur VII-IX). Stafar það af því, að ekki reyndist mögulegt að
innheimta reikninga fyrir öll fyrirtækin, sem færð eru hér í þennan eignaflokk af
sveitarfélögunum sjálfum og Hagstofan lét standa óbreytt. Það virðist nokkuð ó-
ljóst fyrir sumum sveitarfélögum, hvort ýmsir sjóðir (byggingarsjóðir, fjallskila-
sjóðir, gjafasjóðir, styrktarsjóðir, svo eitthvað sé nefnt) skuli teljast sem eign
á aðalreikningi eða sjálfseignarstofnanir í vörzlu'sveitarsjóðs. Hér er yfirleitt
færslan á reikningunum til Hagstofunnar látin ráða. - I IV. töflu eiga dálkar 43
og 108 að sýna hreyfingu á eignum sjóða í dálki 34 í V. töflu.
37-39 Vfxillán, sem í upphafi voru til lengri tíma en eins árs, eiga hér að -teljast föst
lán. Að öðru leyti vísast til skýringa við dálka 22-28 í töflu V.
c o Skýringar við töflu VII.
Explanatory notes to table VII.
I töflu VII eru rekstrarreikningar og efnahagsreikningar 37 hafnarsjóða sveit-
arfélaga. Eignahreyfingar eru ekki hafðar þar með. An efa vantar í töflu þessa
einhverja bryggjusjóði og hafnarsjóði, sem hefðu átt að koma með, sbr. bls. 9 að
framan.
6-13 Engar afskriftir eru taldar í rekstrarútgjöldum hafnarsjóða. - Sundurgreining gjalda
á einstaka liði er alloft óábyggileg og í nokkrum tilfellum var ekki talið fasrt að
skipta gjöldunum eftir texta dálkanna og koma þau þá ósundurliðuð í dálk 12.
15-21 Tveir hafnarsjóðir, sem eru með í tölum tekna og gjalda, skiluðu ekki efnahagsreikn-
ingi, og eru því ekki með í dálkum 15-21.
20-21 Vfsað er til skýringa við dálka 20-21 í töflu VIII. fað, sem þar er sagt, gildir
einnig um hafnarsjóði.
d. Skýringar við töflu VIII.
Explanatory notes to table VIII.
I töflu VIII eru reikningar 39 rafveitna sveitarfélaga, sem allar selja raf-
magn beint til notenda. Ymist hafa þær eigin aflstöðvar eða þær kaupa rafmagn af
stórrafveitum. Sogsvirkjunin, Laxárvirkjunin og Andakílsvirkjunin eru ekki í töfl-
unni, þrátt fyrir aðild Reykjavíkur, Akureyrar og Akraness að þeim, þar sem þær
selja alla sína raforku í heildsölu mörgum staðbundnum aðilum. Þá eru hér að
sjálfsögðu ekki teknar með neinar rafveitur, sem ríkið rekur. A hinn bóginn vant-
ar í töfluna nokkrar rafveitur sveitarfélaga, sem hefðu átt að vera þar.
I töflu VIII eru rekstrarreikningar og efnahagsreikningar, en eignahreyfingar
eru ekki sýndar. Koma þær aðeins fram í efnahagsreikningum á þann hátt, að eigna-