Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Page 7

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Page 7
Inngangur. Introduction. A. Söfnun og úrvinnsla gagna. Collection and processing of data Þetta hagskýrsluhefti er framhald af ritinu „Reikningar sveitarfélaga og stofnana þeirra 1952“, sem Hagstofan gaf út sem handrit 1959. Töflur þær um fjárhag sveitarfélaga, sem birtar eru í töfluhluta þessa heftis, eru byggðar á reikningum sveitarfélaganna, sem látnir hafa verið í té á eyðublöð- um Hagstofunnar til þeirra nota. Um langt skeið voru reikningseyðublöðin tvö, annað fyrir kaupstaði og hitt fyrir hreppa, en árið 1952 gaf Hagstofan út nýtt reikningseyðublað í stað hinna, sem voru orðin úrelt, og var það þannig úr garði gert, að það átti að henta bæði kaupstöðum og hreppum. Var það síðan notað um 11 ára skeið og voru aðeins gerðar á því smávægilegar breytingar við endurprentun. Frá og með árinu 1963 var enn tekið í notkun nýtt reikningseyðublað, sem Hag- stofan gaf út í samráði við félagsmálaráðuneytið. Reikningseyðublöð þau, er notuð voru 1952—62, voru miðuð við það, að árs- reikningar væru færðir með sjóðsreikningsfyrirkomulagi. í tekjuhlið var fyrsta færslan ,,sjóður“ í ársbyrjun, og síðan voru færðar til tekna allar innborganir árs- ins, hvort sem þær voru rekstrartekjur eða eignabreytingar. Á hinu nýja eyðublaði eru aftur á móti rekstrarreikningur og eignabreytingareikningur aðskildir, og verður þá fjárhagsleg afkoma sveitarfélagsins skýrari. Hið nýja reikningseyðublað er að ýmsu öðru leyti frábrugðið hinu eldra, en út í það skal ekki farið hér, þar eð nýja formið kom ekki til framkvæmda fyrr en með reikningsárinu 1963. Flestir hreppar landsins liafa notað eyðublöð Hagstofunnar til eigin reiknings- skila, og hefur því eintak það, sem hún hefur fengið af reikningum hvers hrepps, verið afrit af reikningunum, eins og þeir hafa verið lagðir fram af sveitarstjórn. Þótt ekki sé vitað með vissu, live marga hreppa hér er um að ræða, er sennilegt, að langflest hin minni og miðlungsstóru sveitarfélög hafi haft þennan liátt á. Hins vegar hafa eyðublöðin lítið verið notuð á þennan hátt af bæjarfélögum, og ekki af nærri öllum stærri hreppum, enda hefur ekki verið til þess ætlazt. Hafa kaupstaðirnir yfirleitt gefið út reikninga sína prentaða eða fjölritaða, og er form ársreikninga þeirra sitt með hverjum hætti. Hagstofan hefur unnið árlega úr reikningum sveitarfélaga og haft niður- stöður tiltækar til afnota, en hins vegar hafa þær hingað til ekki verið gefnar út, nema fyrir eitt ár, 1952. Fyrirhugað var að gefa út slíkar skýrslur með nokkurra ára millibUi, en af því hefur ekki getað orðið —ýmissa hluta vegna — þar til nú. Það

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.