Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Blaðsíða 11
Sveitarsjóðarcikningar 1963—65
9
Allar niðurstöðutölur á rekstrarreikningi skulu sýna nettóupp-
hæðir, þ. e. endurgreiðslur koma til frádráttar viðkomandi liðum.
Þannig færast endurgreiðslur á útgjöldum til frádráttar í viðkom-
andi útgjaldaliði, en ekki í tekjuhlið rekstrarreiknings.
Aríðandi er, að hugtökin lán, iitlán, viðskiptaskuldir og við-
skiptainneignir hafi samræmda inerkinu i sambandi við færslu
reikninga. Lán og viðskiptaskuldir eru kröfur annarra á sveitar-
fclagið, en útlán og viðskiptainneignir eru kröfur sveitarfélagsins
á aðra. Lán og útlán eru kröfur, sem stofnað er til með samningi og
skriflegar viðurkenningar eru um að öllum jafnaði. Slíkar kröfur
greinast i skuldabréfalán/skuldabréfaútlán og „önnur lán“/„önnur
útlán“. Víxlar falla undir „önnur lán“/„önnur útlán“, án tillits til
þess, hvort um stutt eða löng lán er að ræða. A viðskiptareikninga
færast liins vegar allar kröfur, sem færðar eru í opinn reikning, án
þess að gerðir séu sérstakir greiðslusamningar eða gefnar skriflegar
skuldarviðurkenningar. Fyrirframgreiðslur, ógreidd hlutdeild ríkis-
sjóðs í hyggingu skóla, ógreitt framlag frá Jöfnunarsjóði, svo citl-
hvað sé nefnt, eru kröfur, er færðar skulu á viðskiptareikninga.
Áríðandi er, að samræmi sé við færslur á reikningum fyrirtækja
með sjálfstætt reikningshald. Fyrirtæki merkir hér sjálfstæða rekstr-
arheild, með tekjur og gjöld, sem gerður er sérstakur rekstrar- og
efnahagsreikningur fyrir. Allar afturkræfar greiðslur milli slíkra fyr-
irtækja og sveitarfélagsins sjálfs færast sem lán, útlán eða á við-
skiptareikninga, og koma þar með á eignabreytingareikning. Allar
óafturkræfar greiðslur frá fyrirtæki til sveitarfélagsins (nema um
sé að ræða endurgreiðslur á ákveðnum útgjaldaflokkum) færast
í tekjuflokkinn „aðrar tekjur“ á rekstrarreikningi sveitarfélags-
ins. Óafturkræfar greiðslur frá sveitarsjóði til fyrirtækis (t. d.
rekstrarhalli, stvrkur o. s. frv.) færast í þá gjaldaflokka, sem fyr-
irtækið heyrir undir“.
Þess skal getið, að núverandi skipan tekjuöflunar sveitarfélaga
var ákveðin með lögum nr. 69/1962, um tekjustofna sveitarfélaga.
Þau lög voru endurútgefin lítið breytt árið 1964 (lög nr. 50/1964). Lög
nr. 69/1962 komu til framkvæmda við álagningu gjalda þegar á árinu
1962. Helztu breytingar frá því, sem áður hafði gilt, voru þessar: í
stað þess að útsvör væru lögð á eftir efnum og ástæðum skyldu nú út-
svör í öllum sveitarfélögum lögð á eltir einum lögboðnuin útsvarsstiga.
Jafnlramt var kveðið svo á, að lækka skyldi eða hækka hlutfallslega
hvert útsvar, ef í Ijós kæmi, að áætluð heildarútsvör væru hærri eða
lægri en fjárhagsáætlunin segði til um, þó skyldi hækkun útsvara ekki
mega vera meiri en 30%. í stað veltuútsvars kom aðstöðugjald, sem
sveitarstjórnum var heimilað að innheimta hjá atvinnurekendum og
öðrum þeim, sem sjálfstæða atvinnu hafa í sveitarfélaginu. Þá voru og
í lögum þessum heildarákvæði um fasteignaskatt sveitarfélaga, og
ákvæði laga nr. 19/1960, um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, voru tekin
2